Spádómur um lokavakninguna frá 1965

Spádómur um lokavakninguna frá 1965

WhiteDove Ministries hélt einstaklega öfluga ráðstefnu í febrúar árið 2009. Á meðal gesta var Chuck Pierce og Steven Shelley sem fluttu ótrúlega spámannleg og viðeigandi skilaboð, ekki aðeins fyrir Tucson-svæðið heldur einnig fyrir líkama Krista á þessum tímum kirkjusögunnar.

Á lokadegi ráðstefnunnar okkar sendi Drottinn gest til okkar sem heitir Buford Dowell og er frá Phoenix Arizona. Það var mjög ánægjulegt að kynnast bróður Dowell og að heyra reynslu hans af miklum trúarhejtum sem störfuðu í lækningavakningunni miklu sem varði frá 1948 til 1956.

Athyglisvert er að hann deildi með mér samtali sem hann átti við William Branham í júní 1965. Buford Dowell hafði leikið á orgel fyrir William Branham á lækningasamkomu í Phoenix og bað hann Buford að koma með sér í hádegismat síðdegis einn daginn. Það sem gerðist í kjölfarið leiddi af sér einstakan spádóm um lokavakninguna sem ég trúi af öllu hjarta. Ég bið og treysti að þetta verði uppspretta mikillar blessunar og uppörvunar fyrir þig.

Paul Keith Davis

Buford Dowell

Ef veggir þessarar byggingar gætu talað myndu þeir bera vitni um kraftaverkið sem gerðist í þessum sal þegar ég spilaði á orgelið fyrir William Branham árið 1965. Ég spilaði líka fyrir hann í Phoenix á Ramada Inn og ef þeir veggir gætu talað.

Ég ætla að segja þér það sem William Branham sagði mér aðeins nokkrum mánuðum áður en Drottinn tók með hann heim. Í dag þegar ég var að fara frá Phoenix til að koma hingað, fór ég með félaga á flugvöllinn og ég þurfti að keyra niður Van Beuren í Phoenix. Sum ykkar vita hvar það er.

Og ég sá staðinn þar sem áður var gömul kaffistofa. Og síðasta sunnudagseftirmiðdaginn af samkomuherferðinni í Phoenix árið 1965, gekk bróðir Branham að orgelinu eftir guðsþjónustuna og hann sagði: “Sonur, viltu fara í hádegismat með mér?

Ég hafði séð hann oft á mismunandi stöðum og naut þeirra forréttinda að vera með honum einstaka sinnum. Ég upplifði mikla gleði og hjartað í mér hoppaði næstum úr brjósti mér. „Ó já, bróðir Branham, ég myndi gjarnan vilja borða hádegismat með þér.” Ég var þá 19 ára.

Ég stóð upp frá orgelinu. Við fórum og settumst inn í bílinn hans. Þetta voru ekki flottir Cadillac eðalvagnar eins og
sumir predikarar urðu að eiga í þá daga. Megi Guð elska þau. (Ég læt þetta í friði.) En allavega, við settumst í bílinn hans og keyrðum að þessari litlu kaffistofu.

Þegar við komum út úr bílnum sagði hann: “Komdu hingað, ég vil sýna þér eitt“. Nær í lykill að skottinu og hann opnar það og mér til mikillar furðu er hann með byssuhylki þarna inni. Það var veiðiriffill. Þetta var 30/30 Winchester. Hann tók hann fram og rétti mér hann. “Winchester fyrirtækið var að senda mér þennan“, sagði hann. Á botninum var nafn hans grafið í gulli: “Bróðir William Branham.”

Mér leið eins og ég væri hérumbil inni í sáttmálasörkinni. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að skjóta af honum, en
sá að hann var sérstakur. Ég vissi að honum fannst gaman að fara á rjúpnaveiðar af og til. Ég átti vini í þjónustu sem höfðu gaman af að fara með honum á veiðar.

Ég sagði: „Bróðir Branham, ég hef heyrt um þau skipti sem þú hefur varið á veiðar með þessum og hinum sem ég þekki.” Hann staðfesti að það væri satt. Allavega héldum við áfram inn á veitingastaðinn. Og hér er það sem ég á að segja. Við fórum á veitingastaðinn, fengum okkur mat og settumst niður. Ég skammast mín fyrir að segja þetta, en ætla að segja það bara eins og það var. Ég ætla bara að segja sannleikann.

Ég var með það í huga mínum á þeim tíma að ef bróðir Branham réði mig sem umboðsmann, gæti ég virkilega hjálpað honum að fara í stórar herferðir eða það hélt ég. Nú var þetta auðvitað bara mitt hold og mínar hugsanir. Ég hafði hjálpað nokkrum predikurum að setja nokkrar auglýsingar í blöðin og ég hélt ég hefði það sem þyrfti til að hjálpa predikurum að auglýsa sig.

En bróðir Branham, hann sat þarna og ég sagði: „Bróðir Branham, þú veist að þú ert aðeins rúmlega fimmtugur. (Þarna var William Branham 56 ára.) Þú hefur nóg af orku. Ef þú hefðir bara réttu kynninguna gætir þú verið með stærstu samkomuherferðir sem þú hefur nokkurn tíma haft.”

Hann horfði á mig og brosti og laut höfði. Hann sagði: „Nei sonur,“ sagði hann. “Veistu, það er ekki eins og Guð hefur ákveðið þetta.”

Þetta var í rauninni ekki það sem ég vildi heyra, en hvernig segir maður William Branham eitthvað sem  þú vilt ekki heyra. Hann var að tala fyrir Guð og ég hlustaði með gamla holdinu mínu og heila. Ég sagði: „Hvað meinarðu, bróðir Branham?”

Hann sagði: “Jæja, veistu, Guð er búinn með mig.” Og ég datt næstum af sætinu mínu. Ég sagði: „Hvað meinarðu með því? Þú átt mörg ár eftir?”

Hann sagði: “Veistu, mínu tímabili er lokið.” Hann hélt áfram að útskýra hvernig hann hefði verið hluti af stórkostlegu tímabili lækningavakninga. Hann minntist á marga lækningapredikara. Hann minntist á bróður A.A. Allen og fleiri. Hann hafði verið á nokkrum samkomum hjá föður mínum og var hann vinsamlegur að nefna það. Pabbi minn hafði mikla smurningu Heilags Anda.

Bróðir Branham sagði: „Ég hef verið á þessu tímabili þar sem við lögðum hendur yfir fólk eitt í einu og við sáum blind augu opnast, krabbamein hverfa, halta ganga. Og ó, það var yndislegt.

En hann sagði: „Ég er að fara að yfirgefa ykkur vegna þess að Guð er búinn með mig en annað tímabil mun koma. Þetta tímabil mun vera kennsla og opinberun á orði Jesú Krists, hver við erum í honum og hver hann er í okkur.” Ekki bara Jesús sem hangir á krossinum. Það er dásamlegt. En trúarbrögð skilja hann eftir á krossinum.

Bróðir Branham hélt áfram að leggja áherslu á: “Þetta snýst um Jesú í okkur og okkur í honum.” Og hann sagði: „Þessi tími kennslu mun vara um stund, og síðan lýkur henni. Og Guð ætlar að taka hverja hreyfingu Guðs í sögunni, og það sem við höfum orðið vitni af og því sem við sáum á biblíudögunum, og sameina þetta allt í eina stóra Heilags Anda sprengju og varpa henni á jörðina og þjóðirnar munu flæða í krafti Guðs, eins og við höfum aldrei séð. Allir helstu fréttamiðlar munu sýna, ekki predikanir, heldur þegar dauðir munu rísa upp, útlimir munu vaxa á ný, augu myndast í augntóftum, handleggir vaxa fram. Og predikarar munu ekki leggja hendur yfir fólkið eins og við gerðum, þeir mun einfaldlega tala fram Orðið og blinda mun fara. Það verður svo mikið af fólki, enginn salur, enginn kirkja, enginn leikvangur mun halda fólkinu. Og ekkert tjald.” Hann sagði: „Þeir munu safnast saman á víðavangi. Það mun gerast í Ameríku.” Bróðir Branham sagði: „Guð ætlar að færa þjónustu postula og spámannanna í framlínuna.

Hversu mörg ykkar muna eftir því þegar þið heyrðuð aldrei orðin „postuli eða spámaður“ í kirkjunum ykkar. Það eina sem við heyrðum var forstöðumenn, kennarar, trúboðar.

Jesús sagði… (Ég sagði það ekki, William Branham sagði það ekki). Jesús sagði að kirkjan hans yrði grundvölluð á  postulunum og spámönnunum, með Jesú Kristi sem höfuðið. Fimmfalda þjónustan starfandi í líkama Krists!

Guð mun leiða þá fram, í framlínuna. En Branham sagði við mig: „Þeir munu hafa huga Guðs og hjarta Guðs og rödd Guðs. Og þegar þeir tala, eru orð þeirra orð Guðs.” Þeir munu ekki segja það sem maðurinn segir. Þeir munu ekki segja hvað kirkjudeildir segja eða hefðir eða neitt af því. Þeir munu tala sem Guð. Og þeir munu ekki bara tala um framtíðina. Allir sem lesa Biblíuna geta gert það. Þú þarft ekki einu sinni að hafa Heilagan Anda til að tala um framtíðina.

Lokavakningin – Kenneth E. Hagin

Lokavakningin – Kenneth E. Hagin

Orð Drottins gefið fyrir milligöngu Kenneth E. Hagin þann 28. apríl, 1983.

„Í þessari vakningu, í þessari vakningu sem er að koma. Það verður ekki bara eitthvað alveg nýtt sem þú hefur aldrei séð. Þetta verður blanda af ÖLLU sem þú hefur séð sett saman og svo aðeins meira.

Í þessari hreyfingu Guðs sem er að koma, verður aftur farið að reka út illa anda en á þann hátt sem þú hefur ekki séð ennþá. Nú hafa sumir hætt að reka út illa anda. Andi Guðs sagði: „Ég hóf vakningu fyrir nokkrum árum síðan en menn fóru fljótt frá því að gera minn vilja er þeir blönduðu inn eigin hugsunum og reyndu að stjórna því með sínum hefðum og venjum. Á þann hátt sem þeim fannst að ætti að gera þetta.” En þið hafið ekki séð neitt ennþá varðandi hvernig það verður að takast á við illu andanna.

Því að illum öndum er sleppt á jörðinni, þeir fara um sem aldrei fyrr. Vegna þess að þeir vita að tími þeirra er stuttur! í þessari auknu virkni hins illa verður einnig kraftur Heilags Anda. Illir andar sem hafa áreitt menn og staðið gegnum þjónustu Drottins munu vangmegnast. Þið hafið ekki séð áður hvernig þið munið takast á við illa anda í þessari vakningu, reka út illa anda, beita valdi yfir djöflum, en við erum að fara að stíga inn í það. Eins og þú myndir stíga inn um hurð inn í annað herbergi.

Og í öðru lagi, segir andi Guðs: “Þú hefur ekki séð þá endurvakningu guðlegrar lækninga sem þú ert að fara að sjá.” Þú hefur séð þá sem á undan fóru. Þú hefur séð menn og konur, kröftuglega notuð af anda mínum. Ég sendi þá út sem fyrirrennara til að reyna að þjálfa þig. En margir horfðu bara á þá og lyftu þeim upp.

En það mun rísa upp hópur á þessum degi sem verður engum líkur. Þeir munu ekki vera gráðugir af óhreinum gróða. Þeir munu ekki vilja vekja athygli á sjálfum sér. Þeim væri sama hvort Guð noti þá. Þeir vilja frekar að Guð noti þig. Og Guð mun ekki bara nota þjóna, hann mun nota venjulegt fólk. Það verður endurvakning guðlegrar lækninga eins og þú hefur ekki séð á ævi þinni, lesið um eða heyrt um, segir Drottinn!

Og endurvakning hins yfirnáttúrlega, ekki aðeins hins yfirnáttúrlega í því að reka út illa anda. Ekki aðeins hið yfirnáttúrulega í að lækna sjúka. Ekki bara hið yfirnáttúrulega í því að tala öðrum tungum. Heldur einnig hið yfirnáttúrulega í hinu náttúrulega.

Menn munu sjá dýrð Guðs, ský mun hanga yfir ákveðnum söfnuðum, jafnvel kirkjubyggingunni dögum saman. Og allir sem fram hjá fara, syndarar og dýrlingar munu segja: „Jæja, hvað í ósköpunum er þetta? Ég hef aldrei séð annað eins.”

Á sumum stöðum mun eldur andans dvelja, … Ó já, í hinu andlega hafa sum okkar séð það. Í hinu andlega höfum við verið meðvituð um eld Guðs. En eldurinn mun í raun koma fram. Og það mun vera fólk, syndarar jafnt sem dýrlingar, sem munu sjá eld Guðs yfir fólki.

Það mun vera fólk að keyra niður götuna, eða niður þjóðveginn og það mun sjá eld ofan á byggingunum. Og það mun koma og segja: “Hvað þýðir þetta allt?”

Drottinn mun nota tákn nærveru sinnar til að koma fólki á síðustu dögum í fyllingu anda Hans og til fulls hjálpræðis.

Og tákn, tákn! Hvers konar tákn?

Kraftaverk í ríki Drottins! En þau munu birtast í hinu náttúrulega. Dýrð Guðs mun falla og kraftur Hans mun birtast. Karlar og konur verða jafnvel fluttar eins og Filippus og finnast á öðrum stað. FRÁBÆRIR! FRÁBÆRIR! verða ávextirnir af því.

Því að Drottinn Guð er sá sami í dag og Hann var í gær. Vald hans hefur ekki minnkað. Og nafn Hans er enn það sama. Í dag getur hann látið járnaxarhausinn fljóta. Í dag getur hann skipt ánni fyrir tvo menn að fara yfir hinum megin. Í dag getur hann fætt fimm þúsund með hádegisverði lítils drengs. Hann er Guð kraftaverkanna.

Hrósaðu þér af Honum! Lyftu honum upp! Vektu athygli á Honum! Segðu frá því hversu frábær Hann er. Stattu upp í trú og segðu hvaða frábæru hluti Hann ætlar að gera. Og Hann mun starfa og standa við sitt Orð! MARGIR munu undrast.

Mesta kraftaverkið af öllu er að það verður svo mikið af fiskum í netinu að netin geta ekki haldið þeim. Það verða ekki næg kirkjuhús til að halda fólkinu. Tilgangurinn með þessu öllu er að þið munuð veiða menn fyrir ríki Guðs. Hallelúja! Hættu að veiða, hættu að veiða í baðkarinu þínu. Það er enginn fiskur í þínu eigin baðkari. Farðu út þar sem fiskurinn er og kastaðu út netinu. Ekki önglinum — NETINU! og dragðu það inn.

Dýrð Drottins mun skína. Endatíminn mun koma. Þú munt standa á þeim stað í þjónustunni sem þú hefur ekki staðið á áður. Standa á þeim stað sem hefur verið vígður þér frá grundvöllun veraldar!

Ef það ætti að vera – ef það gæti … ef það gæti … ef það væri hægt að segja þér það. Ef við gætum sagt á mannamáli það sem mun gerast hjá sumum, þá myndi hugur þinn ekki geta skilið það. En þú munt sjá það! Þú munt gleðjast yfir því! Þú munt fagna yfir því!

Þetta er í seilingarfjarlægð. Vertu trúr, vertu glaður í Drottni. Hann mun koma því í framkvæmd. Margir munu fara og segja frá og Hans mikla dýrð mun sýna sig. Kraftur Guðs mun birtast í gjöfum andans.

Í fullum krafti munu birtast þjónustugjafirnar, postulinn og spámaðurinn, trúboðinn, hirðirinn og kennarinn líka…. munu starfa sem einn ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha… einn líkami, í einum anda, munu fara fram til að sigra og gera verk Hans. Og mikil munu laun þess verða.

Þakkið Honum! Dýrð sé Guði. Leyfðu mér nú að gefa þér frekari visku og ráð. Þrátt fyrir að vera meðvitaður um mikla hreyfingu í anda þínum, ásamt vilja og þrá til að gera vilja Guðs… EKKI reyna að gera það sjálfur í eigin mætti.

Lærðu að slaka á og flæða með andanum. Ekki reyna að átta þig á því í hausnum á þér, “Hvað vill hann að ég geri?” Lærðu bara að slaka á og flæða með andanum. Það mun sjá um sig sjálft; þú þarft ekki að hafa áhyggjur.

Þú munt færast á þann stað þjónustunnar eða hvað sem það er, hvort sem það er þjónusta í fullu starfi, eða prédikunarstarf, eða persónuleg þjónusta, eða hver sem staður þinn er í líkama Krists – þú munt færast inn á þann stað sem tilheyrir þér, allt fyrir bæn, knúin áfram af anda og dýrð Guðs.

En þú munt sjá að ef ekkert eldsneyti til staðar, þá er ekkert til að kveikja í. Þú sérð að það er eins og ofninn. Það er neisti sem kveikir á ofninum. Þegar kviknað hefur í öllu þá streymir hitinn út. Ha, ha, ha, sérðu hvað Hann er að segja? Eldsneytið er bæn, kveikt af andanum, kveikt með dýrð Hans. Hallelúja.

Þú sérð, ef það er ekkert eldsneyti þarna, þá er ekkert til að tendra. Ef það er ekkert eldsneyti, þá er ekkert til að kveikja í. Bænin er eldsneytið. Hallelúja!

Sjö sýnir William Branham árið 1933

Sjö sýnir William Branham árið 1933

Á sunnudagsmorgni í júní árið 1933 var bróður Branham gefin röð af sjö sýnum sem myndu gerast fyrir komu Drottins. Einhver hafa heyrt hann tala um þessar sýnir og við höfum meira að segja orðið vitni að sumum af þessum hlutum gerast á undanförnum árum. Egglaga bíllinn hefur verið algengur í um 20 ár núna og þar sem hann er skilvirkasta hönnunin og það mun ekki breytast. Ökumannslausi bíllinn er þegar farin að keyra um göturnar. Hann er búinn skynjurum sem eru fullkomlega virkir á nútíma vegakerfum og bíður þess að fara í fulla framleiðslu fyrir almenning. Allt stefnir í síðustu sýn, sem er eyðilegging Ameríku.

Nú er góður tími til að rifja upp þessa spádóma þegar við sjáum þá rætast fyrir augum okkar. Hér er útdráttur úr kirkjualdarbókinni í Laódíkeukaflanum.

Drottinn Jesús talaði við mig og sagði að koma Drottins væri í nánd, en að áður en hann kæmi myndu sjö stórviðburðir gerast. Ég skrifaði þá alla niður og þann morgun sagði ég frá opinberun Drottins.

Mussolini

Fyrsta sýnin var sú að Mussolini myndi ráðast inn í Eþíópíu og sú þjóð myndi „falla fyrir fótum hans“. Sú sýn olli vissulega nokkru fjaðrafoki og sumir voru mjög reiðir þegar ég sagði hana og trúðu ekki. En það gerðist þannig. Hann réðst bara þarna inn með nútíma vopn og tók yfir. Innfæddir áttu ekki möguleika. En sýnin sagði líka að líf Mussolini enda á hræðilegan hátt þegar hans eigið fólk sneri sér gegn honum. Þetta varð alveg eins og það var sagt.

Hitler

Næsta sýn spáði því að Austurríkismaður að nafni Adolph Hitler myndi rísa upp sem einræðisherra yfir Þýskalandi og að hann myndi draga heiminn í stríð. Það sýndi Siegfried línuna og hvernig hermenn okkar myndi eiga hræðilega erfitt með að sigrast á henni. Þá sýndi sýnin að líf Hitlers myndi enda á dularfullan hátt.

Rússland

Þriðja sýnin var á sviði heimspólitíkur því hún sýndi mér að það yrðu þrjú valdamikil ISMS, fasismi, nasismi, kommúnismi, en að fyrstu tvær yrðu svelgdar upp af hinni þriðju. Röddin hvatti: „HORFÐU Á RÚSSLAND, HORFÐU Á RÚSSLAND. Hafðu auga með konungi norðursins.”

Sjálfkeyrandi bílar

Fjórða sýnin sýndi þær miklu framfarir í vísindum sem myndu koma eftir seinni heimsstyrjöldina. Mér var sýnt í sýn á bíl með kúlu úr plasti sem keyrði niður fallega þjóðvegi á sjálfstýringu þannig að fólk virtist sitja í þessum bíl án stýris og þeir voru að spila einhvern leik til að skemmta sér.

Hrun siðferðis

Fimmta sýnin hafði að gera með siðferðisvandamál okkar tíma, sem snerist aðallega um konur. Guð sýndi mér að konur hófu að fara að fara út fyrir sín mörk eftir að þær öðluðust atkvæðarétt. Síðan klipptu þeir af sér hárið, sem táknaði að þær væru ekki lengur á valdi karlmanns, heldur heimtuðu annað hvort jafnan rétt eða í flestum tilfellum meira en jafnan rétt. Hún tók upp karlmannsfatnað en fór einnig að afklæðast, þar til undir lokin að kona var nakin fyrir utan litla fíkjublaðasvuntu. Með þessari sýn sá ég hræðilega ranghugmynd og siðferðilegt ástand alls heimsins.

Kona Bandaríkjanna

Þá reis í sjöttu sýninni upp í Ameríku hin fegursta kona en grimm. Hún hélt fólkinu á fullu valdi sínu. Ég trúði því að þetta væri uppgangur rómversk-kaþólsku kirkjunnar, þó að ég vissi að það gæti hugsanlega verið sýn á einhverja konu sem rís til mikilla valda í Ameríku vegna aukinnar kosningaþáttöku kvenna.

Hræðileg sprenging

Síðasta og sjöunda sýnin var þar sem ég heyrði hræðilega sprengingu. Þegar ég sneri mér við og horfði sá ég ekkert nema rusl, gíga og reyk um allt land Ameríku.

Þrjár sýnir sem ung stúlka fékk árið 1919

Þrjár sýnir sem ung stúlka fékk árið 1919

Þrjár sýnir í lok tímanna

Koma Drottins ― Þrengingin mikla ― Endir veraldar

Þessi merkilega frásaga var gefin út í smáritaformi í Los Angeles. Allir sem þekkja ritningarnar munu komast að raun um, að þetta er í samræmi við Guðs spámannlega orð. Við vonum að tekið verði við boðskapnum sem viðvörun fyrir tímann sem við lifum á. Mætti hver lesandi, sem ekki er reiðubúinn, leitast við að gera upp sín mál gagnvart Guði, til þess að mega öðlast hlutdeild í þessum undursamlegu hlutum, sem ef til vill eru nær en okkur grunar.

„Nei, Herrann Drottinn gerir ekkert án þess að hann hafi opinberað þjónum sínum, spámönnunum, ráðsályktun sína.“ ― Amos 3,7. Þessa spámannlegu sýn gaf Guð stúlku frá Buckinghamshire í Englandi, og er hún í fullu samræmi við hið skrifaða orð. Stúlkan var hrifin í Anda í öll skiptin á bænasamkomum á einkaheimili, og fyrstu sýnina fékk hún eftir skírnarathöfn. Allar sýnirnar fékk hún milli 9. og 11. ágúst 1919. En það athyglisverðasta er, að inntak þeirra var ritað í bréfi þrem dögum áður, sem unga stúlkan hafði skrifað kristnum bróður í Camberley. Bréfið var sem sé skrifað 6. ágúst (en sýnirnar fékk hún milli 9. og 11. ágúst), og hefur það verið vandlega geymt síðan. Við viljum byrja á því að birta þetta bréf.

Það hljóðar svo:

Camberley, Surrey, 6. ágúst 1919

Kæri bróðir í Drottni Jesú
Lofað veri Hans nafn.

Ég hef mikið að lofa hann fyrir. Í gærkvöldi var ég, og tvær aðrar systur saman í bæn, í vökulok, og ég fylltist af Guðs Anda, og um leið og Drottinn birtist mér, sagði hann: „Á þeim tíma sem þið ætlið ekki!“ Svo hvarf hann sjónum mínum. Ég sá hann í allri hans dýrð, og hann var undursamlegur. Ég fylltist svo miklum fögnuði, að ég gat ekki fengið mig til að ganga til svefns, og beið hans og hann kom aftur og sagði:

„Vertu trúföst og ég mun sýna þér það sem koma mun yfir börn þessa heims, sem hafna mér. Þú skalt einnig fá að sjá upprisu þeirra sem dáið hafa í Kristi, og hvernig brúður Krists umbreytist. Þú skalt fá að sjá komu Andkrists, og falsspámanninn, merki þeirra sem tilbiðja dýrið, og þá sem taka við merki Andkrists. Þú munt líka fá að sjá hin tvö trúföstu, sönnu vitni, verk þeirra, píslarvættisdauða, og einnig píslarvætti þeirra, sem ekki vilja tilbiðja dýrið (Andkrist).

Þú skalt ekki óttast, því að ég, Drottinn, er með þér þegar ég sýni þér þessa hluti. Því að fólkið verður að vita, að það er Guð á meðal þeirra, og þeir skulu fá að vita að hann hefur varað þá við gegnum ambátt sína ― hvort sem þeir taka við boðskapnum, eða ekki.“

Nú bíð ég eftir því sem Drottinn vill við mig tala. Ég sá greinilega sáramerkin á höndum og fótum Drottins.

Þín systir í Drottni.

Fljótlega eftir að Drottinn hafði hrifið systurina í Andanum í fyrsta skipti, var þetta bréf lesið upp í áheyrn fjögurra persóna, sem höfðu verið á bænasamkomunum, því að það átti að skilja hvílíka sýn hún hafði fengið, og neyðina sem hún hafði fengið á eftir. Í eftirfarandi köflum er hægt að sanna hve nákvæmur boðskapurinn var, og getur lesandinn því verið viss um áreiðanleik sýnanna, því atburðarásin sýnir það.

Fyrsta hrifningin í Andanum

Hún stóð yfir í fimm klukkustundir, frá kl. 21:30 um kvöldið 9. ágúst, til kl. 2:30 um morguninn 10. ágúst.

Endurkoma Drottins

Andinn féll yfir mig á bænasamkomu, og var ég hrifin í Anda, og heyrði allt í einu háan og sterkan básúnuhljóm. Ég sá Drottin Jesú Krist ― hjúpaðan björtu skýi ― stíga niður frá himnum. Ég sá margar grafir opnast, og þeir sem dánir voru í Kristi risu upp, til að mæta Drottni í loftinu. Eftir það sá ég þá sem eftir lifðu, og voru í Kristi, hrifna upp til að mæta honum einnig í loftinu. Miklir skarar af íbúum jarðarinnar voru eftir skildir.

Strax eftir að burthrifningin hafði átt sér stað, sá ég einnig þá sem höfðu orðið eftir hér niðri, fara í kirkjugarðana til að rannsaka grafirnar, sem með krafti Guðs höfðu opnast. Stórir skarar af fólki ― fátækir og ríkir ― söfnuðust saman og ræddu um það, sem borið hafði við. Mæður grétu yfir burthorfnum börnum sínum, menn fylltust örvæntingu yfir konum sínum og fjölskyldum, sem horfið höfðu ― og konurnar yfir mönnum sínum sem horfnir voru. Það var stór hópur af fólki, og háreystin í þeim skar í eyrun.

Margir grétu yfir hjartaharðúð sinni og vantrú liðins tíma, og vegna þess að þeir höfðu hafnað Orði Guðs. Ég sá marga presta með allskyns játningar og sá hryggð á ásjónum þeirra, sumir reyndu að hugga fólkið. Svo fóru söfnuðirnir að atyrða presta sína, sem höfðu hlustað á prédikanir þeirra. Þeir börðu þá og spurðu hvers vegna þeir hefðu ekki verið hrifnir með þegar Drottinn kom?

Það var greinilegt að margir óskuðu þess nú að þeir hefðu hlýtt orði Guðs. Og margir sem höfðu verið í andstöðu við kenningu þeirra burthrifnu iðruðust þess nú að hafa ekkert gert með sannleika þess. Svo voru enn aðrir sem glöddust augljóslega yfir hvarfi Guðs barna, og reyndu að villa fólki sýn, með því að segja: „Það var djöfullinn sem hreyf þá burt!“

Fráfallið mikla

Nú breyttist sýnin. Ég sá fólk halda áfram venjum sínum og skemmtanalífi. Þeir virtust vera búnir að gleyma upphrifningu Guðs barna. Um allt sáust skemmtistaðir, upplýstir með marglitum ljósum, og fjöldi fólks dreif þangað. Stór auglýsingaspjöld héngu utan á veggjunum, og fyrir innan voru ungir menn og ungar stúlkur reykjandi ― og sem spiluðu á spil ― og var ósiðlega klætt.

Margar kirkjur voru gerðar að skemmtistöðum og drykkjukrám. Aðeins fáar voru eftir skildar og notaðar áfram til að boða Guðs orð í þeim og ég heyrði prestana hvetja söfnuðinn til að vera trúfasta og undirbúa sig fyrir að líða vegna Drottins Jesú Krists. Stundum heyrðist hljóma kröftugt amen frá einum og einum. En frá öðrum heyrðust blótsyrði og hæðnishlátur. Flestir gengu inn í kirkjuna með höfuðfötin, reyktu eða lásu dagblöðin ótruflaðir, meðan á guðþjónustum stóð.

Það sáust engin kvöldmáltíðarborð lengur, því það hafði Drottinn boðið að þess yrði neytt til komu sinnar. Og þar sem hann hafði þegar komið, var kvöldmáltíðarborðið horfið.

Vitnin tvö

Eftir þetta fylgdi mikið þrengingartímabil. Um leið sá ég tvo menn sem voru vitni Guðs. Annar þeirra var eldri maður, hvíthærður, hinn var mikið yngri, með dökkt hár. Báðir voru klæddir síðum, dökkum skikkjum úr striga. Þeir voru hetjulegir á að líta. Báðir höfðu belti um lendar sér og Biblíu í höndunum. Hin fögru andlit þeirra ljómuðu af undursamlegum friði. Vitni þessi gengu um meðal fólksins og vitnuðu um að hræðilegir tímar væru framundan, og sögðu að eini vegurinn til frelsis héðan í frá, væri vegur þjáninga, og fólk yrði að halda út vegna Drottins Jesú Krists. Þeir minntu fólkið á hvernig það hefði verið varað við í gegnum aldirnar, og það hefði lesið Guðs orð á dögum Nóa, og sögðu að ennþá meiri þjáningatímar væru framundan. Sumir trúðu þeim, en flestir hlógu að því sem þeir sögðu og ofsóttu eða deyddu þá fáu sem trúðu. Margir þeirra sem tóku við boðskapnum voru pyntaðir til dauða, og þeir fögnuðu mitt í þjáningum sínum vegna Krists, því að þeir trúðu orðum vitnanna um gleðina sem biði þeirra sem sigruðu. Aðrir sem tóku við trúnni voru varðveittir undir krafti Guðs frá því að vera deyddir, og gengu sjálfir um kring og boðuðu Guðs orð. Vitnin tvö héldu áfram að aðvara og uppörva þjóðirnar, en að nokkrum tíma liðnum hrópuðu þeir til Drottins, og báðu um hungursneyð yfir fólkið, og um leið brunnu kornakrarnir upp af ofsalegum hita. Um leið og þetta tímabil rann upp, réðist fólkið á vitnin tvö og vildi deyða þá. Og þegar það reyndi að deyða þá með vopnum, gekk eldur af munni þeirra, og eyddi þeim sem það ætluðu að gera.

Þar næst sá ég þessi vitni gera stórkostleg kraftaverk. Þeir töluðu til hafsins, og það varð strax að blóði. Þeir töluðu aftur og það komu þrumur og eldingar.

Andkristur og falsspámaðurinn

Nú sá ég undarlegt og viðurstyggilegt dýr stíga upp úr hafinu. Það hafði sjö höfuð og tíu stutt horn. Eitt af höfðum þess líktist ógurlegri slöngu, sem var hryllilega særð á hægri hlið, en sárið þornaði upp og læknaðist, en eftir varð stórt ör. Guðs Andi sýndi mér að þetta væri uppfylling á spádómnum í 1. Mós. 3,15, um að sæði konunnar (Kristur) myndi merja höfuð þess (Satan). ― Guðs Andi opinberaði mér um leið, að sverðið sem Kristur hafði marið höfuð þess með, væri sverð Andans, sem er Guðs orð. Fætur dýrsins voru líkir bjarndýrsfótum, og það hreyfði sig hljóðlaust.

Ég sá annað dýr stíga upp af jörðinni. Það líktist geithafri og hafði tvö lítil horn, og stóð það á afturfótunum.

Bæði þessi dýr höfðu mikið vald og gerðu mörg undur og tákn, þau gátu meðal annars kallað eld af himni. Fjöldi fólks fór að tilbiðja þessar einkennilegu verur. Þá vildi annað dýrið gera líkneski af því fyrra, með höfuðin sjö og hornin tíu, og var það gert.

Ég sá fólk ganga um og kaupa merki, mismunandi tegunda, verðleika og efni, og merki dýrsins og tölu þess. Tala þess var 666, og á oddunum uppi á tölustöfunum voru höggormshöfuð. Merki dýrsins virtust vera þrjú, eitt líktist ægilegum geithafri, annað var eins og höggormur og það þriðja líktist erni. Fólk bar merkin á ennum sér, á höndum eða á báðum stöðum. Í sumum tilfellum féll það á ásjónur sínar og tilbað líkneski dýrsins með höfuðin sjö. Þá skeði nokkuð undarlegt. Líkneski dýrsins fór að tala, og meðal annarra guðlöstunarorða sagði það: „Ég er Guð!“

Þeir sem ekki vildu taka við merki dýrsins, voru annað hvort sveltir í hel, eða urðu að þola hræðilegar pyndingar, með glóandi járni, hnífum, sverðum, hökum og spjótum. Angistaróp þeirra voru óskapleg. Hendur voru höggnar af sumum, af öðrum handleggir og fætur. Þeir sem ekki afneituðu Kristi, voru pyndaðir til dauða. En sumir gáfust upp eftir að hafa verið kvaldir um stund, og tilbáðu þá líkneski dýrsins. Þá voru sár þeirra læknuð og fengu þeir kraft frá dýrinu, sem gerði kraftaverk á þeim.

Nokkrir þeirra tóku við merki dýrsins, en neituðu að taka við tölu þess. Þá voru þeir pyndaðir þangað til þeir tóku við tölunni líka. Þá voru sár þeirra einnig læknuð og fengu þeir kraft frá dýrinu. Því næst sá ég bæði dýrin í mannslíki.

Píslarvættisdauði vitnanna tveggja og upphrifning þeirra

Þegar vitnin tvö höfðu fullkomnað sitt verk, voru þeir hálshöggnir, og líkömum þeirra fleygt út á strætin, sem voru full af fólki, og lágu þar blóðstokkin í göturykinu. Og fólkið kom fagnandi yfir því að vitnin tvö voru dauð, og í staðinn fyrir að jarða þau, var traðkað á þeim og sparkað í höfuð þeirra. Þá bar nokkuð undursamlegt við. Höfuðin komu aftur á líkamina og þeir risu á fætur. Um leið birtist stórt og fagurt ský, og hljómmikil raust barst úr skýinu: „Stígið upp hingað!“

Vitnin tvö stigu upp til himins fyrir framan augun á óvinum þeirra og ég sá marga, sem höfðu verið kvaldir til dauða, og verið skildir eftir þar sem þeir lágu, lifna aftur og fylgja vitnunum tveimur í burthrifningunni.

Allt í einu grúfði svarta myrkur um alla jörðina og það komu þrumur, eldingar og jarðskjálftar, og ég sá byggingar hrynja saman og heyrði um leið grát, vein og formælingar svo að ég fylltist hræðslu.

Síðan sá ég inn í himininn og sjö fagra engla, og hélt hver engill á skál í hendinni.

Önnur hrifningin í Andanum

Hún varaði 12 klukkustundir og 15 mínútur, frá kl. 22:30 um kvöldið 10. ágúst, til kl. 10:45 um morguninn 11. ágúst.

Ég var aftur hrifin í Anda og sá í sýn mikið haf, sem glampaði eins og ís í tunglsljósi (glerhafið). Ég sá menn standa á hafinu, sem höfðu sigrað dýrið í þrengingunni miklu, sem ekki höfðu tekið við merki dýrsins eða tölu þess. Þeir héldu á hörpum í höndunum, og sungu Guði lof og dýrð. Ég heyrði orðaskilin:

Mikil og undursamleg eru verkin þín, Drottinn Guð, þú hinn alvaldi! Réttlátir og sannir eru vegir þínir. Þú ― konungur hinna heilögu, þínir réttlátu dómar hafa opinberast!

Ég sá aftur englana sjö, sem ég sá við endirinn á fyrstu sýninni, ― klædda hreinum, hvítum kyrtlum, með gullbelti um bringuna.

Reiðidómar Guðs

Og ég sá lifandi veru, sem líktist manni, sem fyllti gullskálar englanna sjö með reiði Guðs. Fyrir ofan mig sá ég musteri, sem var umvafið ljóma, birtu og dýrð. Þá heyrði ég kallað hárri röddu, sem sagði: „Tíminn er kominn! Farið og hellið úr reiðiskálum Guðs yfir jörðina.“ Þá gengu englarnir burt.

Fyrsti engillinn hellti úr sinni skál, og reiðidómar Guðs féllu niður á jörðina eins og ský. Þegar skýið kom niður á jörðina, komu ill og hættuleg kaun á þá sem báru merki dýrsins.

Og annar engillinn hellti úr sinni skál yfir hafið, og það varð að blóði. Ég sá skip farast og áhafnir þeirra.

Og hinn þriðji hellti úr sinni skál í ár og uppsprettur. Þær urðu líka að blóði, og ég heyrði raust sem sagði:

„Þeir hafa úthellt blóði heilagra og spámanna, og þú hefur gefið þeim blóð að drekka, maklegir eru þeir þess.“

Og hinn fjórði hellti úr sinni skál yfir sólina til að brenna mennina í eldi, og mennirnir stiknuðu í eldi og lastmæltu nafni Guðs.

Og hinn fimmti hellti úr sinni skál, og mennirnir huldust myrkri. Ég heyrði stunur þeirra og grát, og lastmæltu þeir Guði í kvölum sínum.

Og hinn sjötti hellti úr sinni skál yfir breitt fljót, og vatnið í því þornaði upp, og varð eins og þurrt land.

Og hinn sjöundi hellti úr sinni skál yfir loftið, og ég heyrði sömu raustina segja: ― „Það er fram komið!“

Og ég sá jörðina skjögra fram og aftur eins og drukkinn mann, og ég heyrði skerandi vein.

Satan bundinn í þúsund ár

Nú sá ég fyrsta engilinn ― með stóran lykil í hendinni ― og tók hann dýrin tvö og kastaði þeim í eldsdíkið. Svo greip hann hinn mikla höggorm, sem er Satan, og kastaði honum niður í einhvern myrkan stað fullan af reyk, og mér var sagt að þarna ætti hann að vera í þúsund ár.

Allir, sem liðið höfðu píslarvættisdauða meðan á þrengingunni miklu stóð, vegna Drottins Jesú Krists, ríkja nú með honum á jörðinni, og ég sá stóra skara af þeim stíga niður til jarðar, og stíga upp aftur til himins til að gefa honum sem sat í hásætinu dýrðina.

Og er þúsund árin voru fullnuð, var Satan leystur úr fangelsi sínu, og var hann í höggormslíki. Mikill fjöldi fylgdi honum, og þeir reyndu að deyða Guðs heilögu, sem á jörðinni voru. Þá féll eldur af himni ofan, og eyddi þeim, og Satan sem ríkt hafði yfir þeim, var kastað í eldsdíkið.

Endir veraldar

Eftir þetta sá ég bláan himinn rifna endanna á milli, og vafinn saman, eins og þegar einhver vefur saman pappír. Og hann sviptist burtu eins og þegar bókrolla er vafin saman. Jörðin hvarf og ég sá stórt tómarúm þar sem hún hafði verið.

Og ég sá stóra skara af körlum, konum og börnum af öllum kynkvíslum. Þeir höfðu verið dánir en risu nú upp og stóðu frammi fyrir hásæti Drottins Jesú Krists. Nöfn þeirra fundust skrifuð í lífsbókinni, ― lífsbók Lambsins.

Og ég sá hafið skila aftur hinum dauðu, sem í því voru, og Helja skilaði þeim sem í henni voru, og allir voru dæmdir, sem ekki fundust skrifaðir í lífsbókinni. En ég sá engin börn á meðal þeirra, sem voru dæmdir.

Þar næst sá ég nýja jörð, undur fagra og nýjan himin, í staðinn fyrir þann sem svipt var burt. Í þessum nýja himni var engin sól, tungl eða stjörnur. Í staðinn fyrir þann gamla sem svipt hafði verið burt, var komin ný, undurfögur hvelfing, sem ljómaði eins og gull. Það var engin nótt á þessari nýju jörð, heldur ávallt bjart, og fólkið sem þar bjó, var fyllt gleði og friði.

Brúður Krists

Nú breyttist sýnin, og ég var borin af dýrðlegum engli hærra og hærra í gegnum sex himna og í þann sjöunda. Þar sá ég mikinn múg af fólki með kórónur á höfðum, klædda hvítum, skínandi kyrtlum og með pálma í höndum, og sungu þau Guði dýrð.

Engillinn sagði mér að þetta væri Brúður Krists, sem væri umvafin og fyllt Guðs dýrð. Þau áttu fallegar hallir í mismunandi litum, og einnig þær ljómuðu af dýrð Guðs. Og frá þeim minnsta til þess stærsta leituðu þau aðeins eftir einu ― að gefa Guði dýrðina!

Kvalir hinna dæmdu

Eftir að mér hafði verið sýnd dýrð himinsins, sá ég skelfingar eldhafsins, og Satan sem hafði ríkt yfir miklum fjölda fólks, sem höfðu valið að þjóna honum meðan þeir lifðu á jörðinni, en höfðu hafnað Drottni Jesú Kristi. Nú voru þeir eilíflega dæmdir til að kveljast í þessu hræðilega eldhafi, með honum sem þeir höfðu valið að þjóna.

Þriðja hrifningin í Andanum

Hún stóð yfir í hálfa klukkustund, frá kl. 21:00 til 21:30, 11. ágúst 1919.

Sverð Andans

Ég var aftur hrifin í Anda, og sá Drottin standa fyrir framan mig, með naglaförin á höndum og fótum, og merki eftir þyrnana á enni sér.

Þegar ég kraup við fætur hans, sagði hann: „Ég vil láta þennan boðskap, sem ég hef talað til ambáttar minnar, ganga út til norðurs og suðurs, og til austurs og vesturs. Margir munu segja að það hafi verið bætt við mitt orð, og aðrir að það hafi verið tekið burt eitthvað af orðum mínum. En ég segi þér:

„Þetta er mitt Orð, sem er sverð Andans og Andi spádómsgáfunnar.“

Sylvía Haraldsdóttir þýddi.
Þýtt úr „Hjemmets ven.“

Spádómur frá 1968 sem kona í Noregi fékk

Spádómur frá 1968 sem kona í Noregi fékk

Árið 1968 sýndi Drottin níræðri konu frá Valdres í Noregi sérstaka sýn.

Emanuel Mino, sem hélt samkomur í nágrenni við heimili þessarar konu, hitti hana og hún sagði honum frá þessari reynslu sinni. Hann skrifaði frásögn hennar hjá sér en honum fannst hún svo ótrúleg og óskiljanleg að hann stakk henni ofan í skúffu. En núna, næstum 30 árum seinna, rakst hann á hana og þá skildi hann að þetta var eitthvað sem hann varð að deila með öðrum. Eftirfarandi texti er skrifaður upp eftir hljóðsnældu sem hljóðrituð var á samkomu á Sunmöe 1994. Þessi kona var sannkristin og naut virðingar af öllum þeim sem þekktu hana.

1.
“Ég sá heiminn fyrir mér sem eina heild. Ég sá Evrópu, hvert landið á fætur öðru. Ég sá Skandinavíu og ég sá Noreg. Ég sá marga hluti sem gerast munu rétt fyrir endukomu Jesú og áður en mannkynið lendir í þrengingum sem verða meiri og hræðilegri en við höfum nokkurn tíma kynnst. Áður er Jesús kemur, og endalokin eiga sér stað, kemur friðartími þar sem allt verður rólegra en við höfum áður þekkt, milli styrjalda. Á þessu friðartímabili munu mörg lönd afvopnast og þar á meðal Noregur og þegar þriðja heimstyrjöldin skellur á verðum við alveg óviðbúin. Þessi styrjöld kemur til með að hefjast á óvæntan hátt og úr óvæntri átt.

2.
Á þessum tíma verða hinir kristnu kærulausir og snúa sér frá sönnum lifandi kristindómi. Þeir vilja ekki lengur heyra um synd náð, lögmál og fagnaðarerindi, iðrun og yfirbót. Í staðinn munu koma velferðarkenningar. Það sem skiptir er að ná langt, eignast veraldlegar eignir, frægð og frama. Hlutir sem Guð hefur í raun aldrei lofað okkur verða mikilvægastir. Kirkjur, bæna- og samkomuhús verða stöðugt minna sótt. Í stað þeirra predikana, sem við erum vön – um að taka sinn kross og fylgja Jesú – munu fara fram ýmiskonar skemmtanir, lista- og menningarstarfsemi, á þeim stöðum þar sem ætti að vera vakning, bænaneyð og iðrunarsamkomur. Þannig mun þetta verða þegar Jesús kemur aftur og fólk verður andlega sofandi.

3.
Upplausnin í siðferðismálum verður slík að gamli Noregur hefur aldrei reynt annað eins. Fólk mun lifa hjónalífi án þess að giftast eða kvænast, (þetta var 1968 og ég held að hugtakið sambúð hafi ekki þekkst þá). Kynlíf fyrir hjónaband og framhjáhald verða eðlilegir hlutir og afsakaðir á allan hátt. Þetta mun einnig fá að viðgangast hjá hinum kristnu. Þá mun það ekki þykja neitt tiltökumál að “syndga” á móti náttúrunni. Á þessum síðustu tímum munum við sjá hluti í sjónvarpinu sem okkur hefði ekki órað fyrir að yrðu þar. Sjónvarpið verður fullt af ofbeldi. Ofbeldið verður svo mikið að fólk mun læra að myrða og eyðileggja hvert annað og það verður hættulegt að ganga um göturnar. Það verður ekki bara eitt í einu í boði í sjónvarpinu, (hún sá árið 1968 að í framtíðinni yrðu fleiri sjónvarpsrásir). Sjónvarpið verður eins og útvarpið, það koma fleiri stöðvar og þær fyllast af ofbeldi. Fólk mun horfa á grófar ofbeldis- og morðsenur sér til afþreyingar og það mun hafa áhrif út í samfélagið. Í sjónvarpinu verða líka sýndar samlífssenur, nánustu athafnir sem fram fara í hjónabandinu verða sýndar á skjánum. (Þetta var 1968 og ég mótmælti þessu og sagði að við hefðum lög sem bönnuðu slíkt). Þá sagði gamla konan: “Þetta mun gerast og þú munt sjá það gerast”. Allt það sem við berum virðingu fyrir verður troðið í svaðið og ósæmilegustu hlutir verða sýndir fyrir augum okkar.

4.
Fólk frá fátækum löndum mun streyma til Evrópu. (Árið 1968 voru ekki innflytjendur í Noregi). Þeir munu líka koma til Skandinavíu og Noregs. Þeir verða svo margir að fólki verður í nöp við þá og það kemur illa fram við þá. Þeir verða meðhöndlaðir eins og Gyðingarnir fyrir stríð. Þá er mælir synda okkar fullur. (Ég mótmælti þessu með innflytjendurna. Ég skildi það ekki þá). Þá streymdu tárin niður kinnar gömlu konunnar. Ég mun ekki sjá það, en þú færð að sjá það. Þá allt í einu kemur Jesús aftur og þriðja heimstyrjöldin brýst út. Það verður stutt stríð. (Hún fékk að sjá það). Þær styrjaldir sem ég hef upplifað eru aðeins leikur í samanburði við þessa og hún mun enda með kjarnorkusprengju. Loftið verður mengað og við getum ekki ræktað jörðina lengur. Og þeir sem lifa af í ríku löndunum munu reyna að flýja til fátæku landanna en íbúarnir þar verða jafn miskunnarlausir við okkur eins og við vorum við þá. Ég er svo glöð yfir að ég þarf ekki að horfa upp á þetta en hert þú upp hugann og segðu frá þessu þegar tíminn nálgast. Ég fékk þessu vitneskju frá Guði. Ekkert af þessu er gagnstætt því sem Biblían segir okkur. Skoðaðu t.d. Mattheusarguðspjall 24. kaflann og áfram.

En sá sem hefur fengið fyrirgefningu synda sinna og á Jesú sem Frelsara sinn og Drottinn er öruggur.

Endatímasýn Tommy Hicks

Endatímasýn Tommy Hicks

Hinn þekkti trúboði Tommy Hicks (1909 – 1973) fékk eftirfarandi sýn árið 1961. Þessi sýn hefur verið birt í bók sem heitir Pertinent Prophecies I, eftir John M. og Dorothea M. Gardner og einnig í bókinni How to Heal the Sick eftir Charles og Frances Hunter.

Formáli eftir Colin Winfield

Tommy Hicks var trúboði, sem starfaði á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Hann var gestkomandi hjá Demos Shakarian 26. desember árið 1952, en þá nótt gaf Guð bróður Demos sýn, þar sem hann sá hvernig Guð myndi láta félagsskapinn sem hann hafði stofnað (Full Gospel Business Men’s Fellowship) vaxa og dafna.

Þessa sömu nótt talaði Drottinn til Tommy Hicks um að fara til Argentínu og predika fagnaðarerindið.

Tveimur árum síðar, þegar Tommy Hicks kom fyrst til Argentínu reyndi hann í upphafi að hitta Juan Perón forseta. Tommy var sagt af opinberum starfsmanni að umsókn hans hefði verið hafnað. Þegar embættismaðurinn gekk í burtu, sá Tommy að hann haltraði. Tommy spurði manninn hvað væri að honum. Maðurinn svaraði að hann hefði þjáðst mikið í mörg ár. Tommy spurði hvort hann mætti biðja fyrir honum, og skipaði svo sársaukanum að fara í Jesú nafni. Maðurinn gekk burtu, en stoppaði skyndilega þegar hann áttaði sig á því að hann var læknaður. Tommy var sagt að hann gæti hitt forsetann næsta dag.

Þegar Tommy Hicks hitti Perón forseta, sagði forsetinn honum frá afleitum húðsjúkdómi sem þjáði hann. Tommy bað fyrir forsetanum og hann læknaðist samstundis. Perón forseti gaf Tommy Hicks leyfi til að nota íþróttaleikvanginn í Buenos Aires fyrir samkomuherferðina.

Þessi samkomuherferð er einn af stærstu atburðunum í allri trúboðssögunni. Á sex vikum, fengu 6,5 milljónir einstaklinga að heyra fagnaðarerindið. Hundruð þúsunda gáfu Jesú Kristi líf sitt. Þúsundir fengu lækningu. Einn eftirmiðdaginn, þegar Tommy var að predika um skugga Péturs, þá féll skugginn af predikaranum á hóp af fólki sem var alvarlega sjúkt (á hækjum, í hjólastólum og á sjúkrabörum). Fólkið læknaðist samstundis og byrjaði að hrópa hástöfum. Fólkið á leikvanginum stóð upp og fór að hrópa og fólk læknaðist um allan leikvanginn.

Hinn 25. júlí árið 1961, fékk Tommy Hicks spámannlega sýn um líkama Krists og þjónustu endatímanna.

SÝN UM LÍKAMA KRISTS OG ÞJÓNUSTU ENDATÍMANS

Boðskapur minn byrjar þann 25. júlí, um það bil 2:30 að morgni í Winnipeg í Kanada. Ég var nýlega sofnaður þegar sýn og opinberun sem Guð gaf mér, átti sér stað. Sýnin kom þrisvar sinnum, í smáatriðum um morguninn 25. júlí 1961. Ég var svo uppveðraður og hrærður af þessari opinberun, að skoðanir mínar á líkama Krists og þjónustu endatímans hafa gjörbreyst.

Það stórkostlegasta sem kirkju Jesú Krists hefur nokkru sinni verið gefið, er beint framundan. Það er svo erfitt að hjálpa mönnum og konum að gera sér grein fyrir og skilja það sem Guð er að reyna að gefa sínu fólki á endatímanum.

Fyrir nokkrum vikum síðan, fékk ég bréf frá einum af trúboðum okkar í Nairobi í Afríku. Þessi trúboði og konan hans voru á leiðinni til Tanganyika. Þau kunnu hvorki að lesa né skrifa, en við höfðum stutt þau í meira en tvö ár. Þegar þau komu til Tanganyika, komu þau inn í lítið þorp. Þorpsbúar voru að yfirgefa þorpið, vegna þess að svartidauði hafði komið upp í þorpinu. Hann hitti nokkra af íbúunum sem grétu og spurði þá hvað væri að.

Þeir sögðu trúboðanum að foreldrar þeirra hefðu dáið skyndilega fyrir þremur dögum. Nú þurftu þau að fara. Þau voru hrædd við að fara inn í kofann og ætluðu að skilja líkin eftir þar. Hann spurði hvar þau látnu væru. Þau bentu honum á kofa og hann bað þau um að koma með sér, en þau neituðu. Þau óttuðust að fara þarna inn.

Trúboðinn og kona hans fóru inn í þennan litla kofa og sáu manninn og konuna sem höfðu verið látin í þrjá daga. Hann rétti einfaldlega fram hönd sína í nafni Drottins Jesú Krists og sagði nafn mannsins og konunnar sem voru látin og sagði: “Í nafni Drottins Jesú Krists, þá skipa ég lífi að koma aftur í líkama ykkar.” Samstundis þá settist þetta heiðna fólk upp, sem hafði aldrei þekkt Jesús Krist sem frelsara sinn og byrjaði samstundis að lofa Guð. Andinn og kraftur Guðs kom inn í líf þessa fólks.

Okkur kann að þykja þetta undarlegt fyrirbæri, en þetta er upphafið að þessari endatíma-þjónustu. Guð mun taka þá sem ekkert hafa gert, þá sem einskis eru metnir, þá sem enginn hefur heyrt um. Hann mun taka hvern mann og hverja konu og hann mun gefa þeim úthellingu af anda Guðs.

Í Postulasögunni lesum við: “Það mun verða á efstu dögum,” segir Guð “að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn.” Skyldum við hafa gert okkur grein fyrir hvað Guð átti við, þegar hann sagði: “Ég mun úthella anda mínum yfir alla menn.” Ég held að ég hafi ekki fullkomlega áttað mig á því eða skilið til fullnustu og síðan las ég í spádómsbók Jóels: “Og þér Síonbúar, fagnið og gleðjist í Drottni, Guði yðar, því að hann gefur yður regn í réttum mæli og lætur skúrirnar ofan til yðar koma, haustregn og vorregn, eins og áður.” (Jóel 2:23) Það mun ekki aðeins verða regnið, haustregn og vorregn, heldur mun Guð gefa fólki sínu á hinum síðustu dögum tvöfaldan hlut af krafti Guðs!

Þar sem sýnin átti sér stað meðan ég var í svefni, þá fannst mér ég skyndilega vera staddur hátt uppi. Ég veit ekki hvar ég var, en ég horfði niður á jörðina. Skyndilega sá ég alla jörðina. Sérhver þjóð, sérhver þjóðflokkur, sérhvert tungumál kom fyrir auglit mitt frá austri til vesturs og norðri til suðurs. Ég þekkti hvert einasta land og margar borgir sem ég hafði komið til og ég upplifði næstum ugg og ótta þegar ég virti fyrir mér þessa miklu sýn fyrir framan mig. Á þeirri stundu, sem heimurinn kom í augsýn, þá komu þrumur og eldingar.

Þegar ein eldingin leiftraði á yfirborði jarðarinnar, beindi ég sjónum mínum niður og ég horfði á norðurhluta hennar. Skyndilega sá ég það sem líktist miklum risa, og þegar ég starði og horfði betur á þetta, varð ég næstum ráðvilltur af því sem ég sá. Þetta var svo risavaxið og svo mikið. Fætur hans virtust ná til norðurpólsins og höfuðið við suðurpólinn. Handleggirnir voru útréttir og náðu frá hafi til hafs. Ég gat ekki áttað mig á því hvort þetta væri fjall eða risi, en meðan ég horfði á þetta, þá sá ég skyndilega mikinn risa. Ég sá að höfuð hans barðist að halda lífi. Hann langaði til að lifa, en líkami hans var þakinn af rusli frá höfði að fótum og af og til þá hreyfði þessi mikli risi líkamann og stundum virtist hann ætla að rísa upp. Og þegar hann gerði það, þá voru þúsundir af litlum verum, sem virtust flýja burt. Forljótar verur hlupu burt frá þessum risa, og þegar hann varð kyrr aftur, komu þær til baka.

Skyndilega þá lyfti þessi mikli risi hönd sinni til himins og svo lyfti hann hinni hendinni og þegar hann gerði það, þá virtust þessar verur flýja frá risanum í þúsundavís og fara inn í myrkur næturinnar.

Smám saman fór þessi mikli risi að rísa á fætur og þegar hann gerði það, þá hurfu hendur hans og höfuð upp í skýin. Þegar hann reis á fætur, þá virtist hann hafa hreinsað sig af ruslinu og óþverranum sem var á honum, og hann byrjaði að lyfta höndum til himins eins og hann ætlaði að lofa Drottin, og þegar hann lyfti höndum, hurfu þær inn í skýin.

Skyndilega varð sérhvert ský silfurlitað. Þetta var fallegasti silfurlitur sem ég hef nokkru sinni séð. Meðan ég horfði á þetta fyrirbæri fannst mér það stórkostlegt, en ég hafði ekki skilning á því hvað það merkti. Ég var svo hugfanginn þegar ég horfði á þetta og ég hrópaði á Drottinn og sagði: “Ó Drottinn, hvað merkir þetta allt saman” og mér fannst eins og ég væri í andanum og gæti fundið fyrir nærveru Drottins, jafnvel þótt ég væri sofandi.

Og skyndilega fór að rigna úr skýjunum stórum dropum af fljótandi ljósi yfir þennan máttuga risa, og hægt og sígandi þá fór risinn að bráðna, og síga niður í jörðina og þegar hann bráðnaði þá virtist hann hafa bráðnað niður á yfirborð jarðar og svo kom mikið regn. Fljótandi dropar af ljósi byrjuðu að flæða yfir jörðina og meðan ég horfði á risann bráðna, þá breyttist hann skyndilega í milljónir af fólki á yfirborði jarðarinnar. Meðan ég horfði á þetta, þá var fólk að standa upp út um allan heim. Þau lyftu höndum og lofuðu Drottin.

Á því augnabliki kom mikil þruma sem virtist vera frá himnum. Ég beindi sjónum mínum til himins og skyndilega sá ég veru í hvítum klæðum – í skínandi hvítum klæðum –þarna var það dýrðlegasta sem ég hef séð á minni ævi. Ég sá ekki andlitið, en einhvern veginn vissi ég að þetta var Drottinn Jesús Kristur. Hann rétti út hönd sína og þegar hann gerði það, þá beindi hann henni að hverjum einstaklingnum á fætur öðrum. Og þegar hann rétti út hönd sína yfir þjóðirnar og fólkið á jörðinni – karla og konur – þegar hann benti á þau þá virtist þetta fljótandi ljós flæða frá hönd hans inn í þau, og máttug smurning Guðs kom yfir þau og þetta fólk fór út að starfa í nafni Drottins.

Ég veit ekki hversu lengi ég horfði á þetta. Þetta virtist taka daga, vikur og mánuði. Og ég horfði á Krist, meðan hann hélt áfram að rétta út hönd sína, en þá sá ég líka sorglega hluti. Margt af því fólki, sem Drottinn hafði rétt út hönd sína til, hafnaði smurningu Guðs og köllun Guðs. Ég sá menn og konur sem ég þekkti. Fólk sem ég hélt að myndi örugglega taka við köllun frá Guði. En þegar hann rétti fram hönd sína til þessa eða hins, þá beygðu þeir höfuðið niður og byrjuðu að fara til baka. Og sérhver þeirra sem beygði höfuðið og fór til baka, virtist fara inn í myrkur. Sorti virtist gleypa þau alls staðar.

Ég var ráðvilltur meðan ég horfði á þetta, en fólkið sem hann hafði smurt, hundruð þúsunda af fólki um allan heim, í Afríku, Englandi, Rússlandi, Kína, Ameríku, um allan heim – smurning Guðs var yfir þessu fólki þegar það fór út í nafni Drottins. Ég sá þetta fólk þegar það fór út. Þetta voru verkamenn, þvottakonur, þetta voru ríkir menn og þarna voru fátækir menn. Ég sá fólk sem var fjötrað af lömun og sjúkleika, blindu og heyrnarleysi. Þegar Drottinn rétti fram hönd sína til að gefa þeim þessa smurningu, þá læknuðust þau og fóru af stað!

Og þetta er kraftaverkið – þetta er hið dýrðlega kraftaverk sem kom út úr þessu öllu. Þetta sama fólk rétti út hönd sína nákvæmlega eins og Drottinn gerði og það virtist eins og sami fljótandi eldurinn væri í höndum þeirra. Þegar þau réttu fram hönd sína sögðu þau: “Samkvæmt mínu orði, vertu heill!”

Meðan þetta fólk hélt áfram þessari máttugu endatíma-þjónustu (ég hafði ekki skilið að fullu hvað þetta var) leit ég á Drottin og sagði: “Hvað merkir þetta?” Og hann sagði: “Þetta er það sem ég mun framkvæma á hinum síðustu dögum. Ég mun bæta upp allt það sem átvargurinn, flysjarinn og nagarinn hafa eyðilagt. Ég mun endurreisa allt sem þeir hafa eytt. Þetta er mitt fólk, sem mun stíga fram á endatímanum. Þau munu geysast yfir allt yfirborð jarðarinnar sem máttugur her.”

Þar sem ég var staddur hátt uppi, þá gat ég séð alla jörðina. Ég horfði á þetta fólk, þegar það fór fram og til baka um jörðina. Skyndilega var maður nokkur í Afríku og á augnabliki var hann fluttur af anda Guðs, og ef til vill lenti hann í Rússlandi eða Kína eða Ameríku eða einhverjum öðrum stað, eða öfugt. Þetta fólk fór út um alla jörðina og þau fóru í gegnum eld, drepsóttir og hungursneyð. Hvorki eldur eða ofsókn – ekkert virtist stöðva þau.

Reiður múgur réðst að þeim með sverðum og með byssum. Og eins og Jesús, þá gengu þau í gegnum mannfjöldann og fólkið gat ekki fundið þau, en þau fóru fram í nafni Drottins, og alls staðar þar sem þau réttu þau fram hendur sínar, þá læknuðust sjúkir – blind augu opnuðust. Það voru ekki langar bænir, og eftir að ég hafði margsinnis farið yfir sýnina í huganum og ég hafði oftsinnis hugsað um hana, þá áttaði ég mig á því að ég sá aldrei neina kirkju og ég sá aldrei eða heyrði um neina kirkjudeild, en þetta fólk fór fram í nafni Drottins Hersveitanna. Halleljúja!

Þegar þessi hópur sótti fram sem þjónusta Krists á endatímanum, þá þjónaði þetta fólk til mannfjöldans um alla jörð. Tugir þúsunda, jafnvel milljónir virtust koma til Krists, þegar þjónar hans stigu fram og komu með boðskapinn um Guðsríkið á þessum síðasta tíma. Þetta var dýrðlegt, en það leit út fyrir að það væru einnig aðrir sem risu upp gegn þessu og þeir urðu reiðir og reyndu að ráðast gegn þeim sem fluttu boðskapinn.

Guð mun gefa þessum heimi sýnikennslu undir lokinn sem heimurinn hefur aldrei þekkt. Þessir menn og konur voru úr öllum stéttum lífsins – prófgráður hafa enga þýðingu. Ég sá þessa þjóna þegar þeir fóru um allt yfirborð jarðar. Þegar einn hrasaði og féll, þá kom annar og reisti hann upp. Það voru engin “stór ég” og “lítill þú”, en sérhvert fell varð að lægjast og sérhver dalur hlaut að fyllast og þau virtust hafa eitt sameiginlegt – það var guðlegur kærleikur sem virtist streyma fram frá þessu fólki þegar þau störfuðu og lifðu saman. Þetta var dýrðlegasta sýn sem ég hef nokkru sinni þekkt. Jesús Kristur var kjarni lífs þeirra. Þau héldu áfram og það virtist eins og dagarnir liðu hjá, meðan ég horfði á þetta. Ég gat aðeins grátið og stundum hlegið . Það var svo stórkostlegt þegar þetta fólk fór um alla jörðina og þjónaði við lok endatímans.

Þegar ég horfði á þetta frá himni, þá sá ég tíma þegar mikil flóð af þessu fljótandi ljósi virtist falla yfir stóra söfnuði, og söfnuðurinn lyfti upp höndum sínum og virtist lofa Guð klukkustundum eða dögum saman þegar andi Guðs kom yfir þau. Guð sagði: “Ég mun úthella anda mínum yfir allt hold,” og þetta var nákvæmlega að gerast þarna. Og sérhver maður og sérhver kona, sem fékk þennan kraft og smurningu Guðs, sá kraftaverk Guðs. Það tók engan enda.

Við höfum talað um kraftaverk. Við höfum talað um tákn og undur, en ég gat ekki varist því að gráta þegar ég las aftur þennan morgun (það var um kl. 4 um morguninn), bréfið frá innfæddu trúboðunum. Þetta er aðeins vitnisburður um upphafið hjá einum manni (úr hópi þeirra sem ekkert hafði gert, sem enginn hefur heyrt um) sem gekk fram, rétti út hönd sína og sagði: “Í nafni Drottins Jesú Krists skipa ég lífi að koma inn í líkama þinn.” Ég féll á kné og byrjaði aftur að biðja, og ég sagði: “Drottinn, ég veit að þessi tími kemur fljótt!”

Og síðan aftur, þegar þetta fólk fór um yfirborð jarðarinnar, þá virtist mikil ofsókn koma úr öllum áttum.

Skyndilega kom aftur mikill þrumugnýr, sem virtist bergmála um alla jörðina og ég heyrði aftur röddina – röddina sem talaði: “Þetta er mitt fólk. Þetta er mín elskaða brúður.” Og þegar röddin talaði, þá leit ég á jörðina og ég gat séð vötnin og fjöllin. Grafirnar opnuðust og fólk um allan heim, hinir heilögu allra alda virtust vera að rísa upp. Og þegar þeir risu upp úr gröfinni, þá virtist skyndilega koma fólk úr öllum áttum. Frá austri og vestri, norðri og suðri, og það virtist aftur vera að mynda þennan risavaxna líkama. Þeir sem dánir voru í Kristi virtust fyrst upp rísa. Ég gat varla skilið þetta, það var svo stórkostlegt. Þetta var langt umfram nokkuð sem mig hefði getað dreymt eða ég ímyndað mér.

En þegar þessi líkami byrjaði skyndilega að myndast og taka aftur á sig form, þá tók hann aftur á sig form hins máttuga risa, en í þetta sinn var hann breyttur. Hann var klæddur í gullfalleg hvít klæði. Klæðin voru án bletts eða hrukku þegar þessi líkami byrjaði að myndast og fólk allra alda virtist safnast inn í þennan líkama og hægt og hægt, þegar hann byrjaði að lyftast til himins, þá kom Drottinn Jesús skyndilega af himni ofan og varð höfuðið og ég heyrði annan þrumugný sem sagði: “Þetta er mín elskaða brúður, sem ég hef beðið eftir. Hún mun koma fram reynd í eldi. Þetta er hún sem ég hef elskað frá upphafi.”

Þegar ég horfði á þetta, þá beindust augu mín skyndilega til norðurs og ég sá að því er virtist eyðingu koma yfir. Menn og konur hrópuðu af skelfingu og byggingar voru eyddar. Þá heyrði ég röddina aftur í fjórða sinn: “Nú er reiði minni úthellt yfir jörðina.” Frá endimörkum heimsins virtist reiði Guðs vera úthellt og það virtist sem stórum skálum af reiði Guðs væri hellt yfir jörðina. Ég man þetta eins og það hefði gerst fyrir augnabliki. Ég titraði og skalf þegar ég sá þessa skelfilegu sýn, þegar borgum og heilum þjóðum var eytt.

Ég gat heyrt grátinn og kveinin. Ég gat heyrt fólkið gráta. Það virtist gráta þegar það fór inn í hella, en hellarnir í fjöllunum opnuðust.

Fólkið reyndi að hoppa út í vatn, en vatnið leyfði þeim ekki að drukkna. Það var ekkert sem gat eytt þeim. Það langaði til að taka líf sitt, en gat það ekki. Þá snéri ég augum mínum á ný að þessari dýrðlegu sjón, þessum líkama sem var klæddur í fögur hvít klæði – skínandi klæði. Hægt og hægt, þá fór hann að lyftast frá jörðu, og þegar hann gerði það þá vaknaði ég. Hvílík sýn var það sem ég hafði fengið að sjá! Ég hafði séð þjónustu endatímanna – síðustu klukkustundina. Þetta gerðist svo aftur 27. júlí, kl. 2:30 að nóttu að sama opinberunin – sama sýnin kom aftur nákvæmlega eins og áður.

Líf mitt hefur breyst, eftir að ég gerði mér grein fyrir að við lifum á þessum endatíma, því um allan heim er Guð að smyrja menn og konur með þessari þjónustu. Það verður ekki ný kenning. Það verður ekki dauð kirkjurækni. Það verður Jesús Kristur. Þau munu fara út með orð Drottins og munu segja (ég heyrði það svo oft í sýninni): “Samkvæmt mínu orði mun það verða!”

Eiríkur Magnússon þýddi.