Hinn leyndi kraftur bænar og föstu
Ég heyri ekki oft minnst á föstur í kirkjunni, það er eins og óvinurinn hafi náð að hylja yfir þetta kröftuga vopn. Þetta er fórn og það getur verið erfitt að fasta en það getur líka verið auðvelt ef Guð leiðir mann inn í sérstaka föstu. En af hverju að fasta? Er það nauðsynlegt?
Lærisveinarnir föstuðu reglulega og leituðu Guðs, við sjáum það í gegnum alla Postulasöguna. Af hverju gerðu þeir það? Jú þeir vissu að í gegnum allar ritningarnar var fasta notuð til að nálgast Guð, fá leiðsögn og gegnumbrot inn í erfið málefni og samkvæmt orðum Jesú til að hafa vald yfir illum öndum, líka þeim sterkustu.
Secrets of the Kingdom
Neville Johnson var frábær kennari sem skildi eftir sig mikla arfleifð í formi kennslu sem kallast “Secrets of the Kingdom” eða “Leyndardómar Guðsríkisins”. Hver kennsla er stutt, hnitmiðuð og áhrifarík og ég hvet ykkur til að fara í gegnum allar kennslurnar til þess að vaxa hratt sem einstaklingar inn í ykkar köllun og útvalningu.
Ljós í myrkri
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Þetta er ljósið í myrkrinu, fagnaðarerindið um lifandi Guð sem er kærleikur. Hann vill að allir verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum!
Greinar
Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.
Trúarhetjur
Bænarefni
Tölum saman
Trúarbænin
Ég trúi því að Jesús Kristur hafi dáið fyrir mig og að hann hafi risið upp frá dauðum. Jesús ég bið þig um að koma inn í hjarta mitt á þessu augnabliki og frelsa mig frá syndum mínum. Jesús ég býð þig velkominn inn í líf mitt og ég bið þig um að leiða mig héðan í frá. Ég bið þig að fylla mig af anda þínum, Heilagi Faðir, ég þakka þér að ég er nú þitt barn.