BÆKUR

En margt er það annað, sem Jesús gjörði, og yrði það hvað eina upp skrifað, ætla ég, að öll veröldin myndi ekki rúma þær bækur, sem þá yrðu ritaðar. Hér fyrir neðan er hægt að kaupa nokkar af þeim bókum sem hafa um hann verið skrifaðar!

Come Away My Beloved

Þessi áhrifamikla bók er skrifuð eins og Guð sé að tala beint til þín í gegnum stutta og hnitmiðaða texta. Bók sem hægt er að opna hvar sem er og fá sem gefa hvatningu, von, huggun og sannfæringu.

Höfundur: Frances J. Roberts 

Angels on Assignment

Í þessari áhugaverðu bók lýsir Roland Buck persónulegum kynnum sínum af englum og því sem Biblían segir okkur um þessa boðbera Guðs. Þú munt komast að því hvernig boðberar Guðs hafa áhrif á þitt eigið líf og hvernig Guð mun nota engla til að hjálpa í lokavakningunni.

Höfundur: Roland Buck

The Final Quest Trilogy

Hvað ef ein opinberun gæti breytt örlögum þínum á augnabliki? Í þessari hrífandi metsöluseríu tekur rithöfundurinn Rick Joyner þig með í yfirnáttúrulega ferða sem hefur heillað milljónir. The Final Quest Trilogy er einstök andleg sýn á epíska baráttu ljóss og myrkurs.

Höfundur: Rick Joyner

Visions Beyond The Veil

Betlarar, útskúfuð og heimilislaus voru gleymdu ómenntuðu börnin í Kína þegar andi Guðs féll yfir munaðarleysingjahæli þeirra, Adullam heimilið. Drengirnir eyddu dögum á kröftugum samkomum, báðu og lofuðu Guð. Undir smurningu heilags anda spáðu þeir, sáu sýnir og uppgötvuðu hvernig englar starfa og vernda okkur, örlög vantrúaðra, framtíðarstarf okkar á himnum, hásæti Guðs, sanna tilbeiðslu, hvað gerist þegar við deyjum og hið illa.

Höfundur: H.A. Baker

Sonur Hamas

Sönn og sláandi frásaga af innherja Hamas samtakanna sem hafnaði örlögum ofbeldis og leggur nú allt í sölurnar til þess að fletta ofan af vel varðveittum leyndarmálum og sýna heiminum leið til friðar.

Höfundar: Mosab Hassan Yousef og Ron Brackin

The pursuit of god

Nálægðu þig heilögum mönnum og konum fortíðar og þú munt fljótlega smitast af þrá þeirra eftir Guði. Leyfðu leit A. W. Tozer að Guði hvetja þig til ósvikins hungurs og þorsta til að þekkja Guð í raun og veru.

Höfundur: A.W. Tozer

The Power to Change the World

Merkileg saga af velsku og Azusa Street vakningunum, einstökum endurvakningum kirkjusögunnar. Þessi bók kannar hvernig þessar vakningar voru tengdar saman og hvernig þær  að lokum tengjast því sem koma skal – uppskerunni í lok aldarinnar.

Höfundur: Rick Joyner

The Life oF william Branham

Gordon Lindsay skrifaði: „Sagan af lífi William Branham er svo út úr þessum heimi og umfram venjulegt að ef ekki væri til fjöldi óskeikulra sönnunargagna sem staðfesta áreiðanleika hennar, væri líklega mjög fáir sem myndu trúa því sem átti sér stað.

Höfundur: Owen Jorgensen

The Life and Ministry of A.A. ALLEN

Bók hlaðin af hinu yfirnáttúrulega. A.A. Allen var ekki bara kröftugur predikari heldur einnig maður helgunar og lækninga. Einstök frásaga af lífi sem liftir upp trú þinni að Guð sé raunverulegur og gerir enn kraftaverk.

Höfundur: John W. Carter, Jr.

Daugther of Destiny

Það er ómögulegt að skrifa um Kathryn Kuhlman án þess að skrifa um Guð. Líf hennar var fólgið í Guði. Á mjög raunverulegan hátt var hún dóttir örlaganna. Útvalin og helguð af Guði fyrir hans þjónustu, þar sem enginn skortur var á kraftaverkum og lækningum.

Höfundur: Jamie Buckingham

Diary of God´s General

Þessi spennandi frásögn af mörgum ævintýrum John G. Lake hefst með kraftaverkalækningum fjögurra fjölskyldumeðlima hans. Þegar Lake skildi opinberunina um lækningamátt Jesú, ferðaðist hann um heiminn og boðaði lækningaboðskap Guðs.

Höfundur: John G. Lake

Rees Howells Intercessor

Hvernig hafði trú og bænir auðmjúks kolanámumanns áhrif á gang seinni heimstyrjaldarinnar? Lestu um það í ævisögu Norman Grubb um Rees Howells, sem óx í trú þar til bænir hans höfðu áhrif á heimsviðburði.

Höfundur: Norman Grubb

Sister Aimee

Þegar hún svaraði hinni guðlegu köllun reis Aimee Semple McPherson hratt upp frá því að vera ófullnægð húsmóðir á Rhode Island í “kraftaverkakonu” – brautryðjanda, og frægðarstjörnu Drottins. Hún predikaði upp og niður Bandaríkin, ferðaðist á Packard 1912 með móður sinni og börnum og án karlmanns til að laga sprungin dekk.

Höfundur: Daniel Mark Epstein

The Practice of the presence of God

Bróðir Lawrence var auðmjúkur maður sem uppgötvaði mesta leyndarmál þess að lifa í ríki Guðs hér á jörðu. Það er listin að „velja nærveru Guðs öllum stundum“. Hann sagði oft að það væri Guð sem málar sjálfan sig í djúpum sálar okkar. Við verðum bara að opna hjörtu okkar til að taka á móti honum og kærleiksríkri nærveru hans.

Höfundur: Brother Lawrence

Ever Increasing Fath

Fyrir rithöfundinn Smith Wigglesworth var lífið stöðugt ævintýri. Með því að treysta Guði alltaf, jafnvel í vonlausum aðstæðum, hafði hann fullkomið traust á krafti Krists. Lestu um frásögur af frelsun frá sykursýki, berklum, andavaldi og jafnvel dauða. Með því að lesa þessa bók muntu sjá þegar fræ trúarinnar byrjar að stækka og vaxa í hjarta þínu. Sjáðu hvernig Guð starfar, snertir líf með lækningu og frelsun. Kraftaverk sem fylgja þeim sem trúa. Trú þín, hvort sem hún er stór eða smá, getur margfaldast sífellt meira þegar hún flæðir frá þér yfir til annarra og færir Guði dýrð og blessun til heimsins!

Höfundur: Smith Wigglesworth