Efesusbréfið 1:18-20

Ég bið hann að upplýsa sálarsjón yðar, svo að þér skiljið, hver sú von er, sem hann hefur kallað oss til, hver ríkdómur hans dýrlegu arfleifðar er, sem hann ætlar oss meðal hinna heilögu, -19- og hver hinn yfirgnæfandi máttur hans við oss, sem trúum. En þetta er sami áhrifamikli, kröftugi mátturinn, -20- sem hann lét koma fram í Kristi, er hann vakti hann frá dauðum og lét hann setjast sér til hægri handar í himinhæðum,

Ef þú myndir deyja í dag, myndirðu samt geta séð og heyrt?

Svarið er auðvitað já. Jafnvel þó þú hefðir ekki lengur líkamleg augu og eyru myndirðu samt geta séð og heyrt.

Þetta undirstrikar þá staðreynd að þú ert með tvö sett af augum og eyrum. Páll postuli vísar til þessa sem að sjá með augum skilnings þíns grísku dianoia: sem þýðir augu hjarta þíns, það vísar líka til ímyndunaraflsins.

Páll postuli orðaði þetta líka svona:

Síðara Korintubréf 4:18

Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft.

Við lifum í tveimur heimum á sama tíma

Jóhannesarguðspjall 3:13

Enginn hefur stigið upp til himins, nema sá er steig niður frá himni, Mannssonurinn.

Jesús var bæði á himni og jörðu á sama tíma; þú segir hvernig getur þetta verið?

Við höfum tilhneigingu til að hugsa um himnaríki sem stað einhvers staðar í alheiminum og að vissu leiti er eitthvað til í því, hins vegar þurfum við að hugsa um himnaríki sem annað ríki, ríki andans.

Jesús sagði greinilega að himnaríki væri innra með þér

Lúkasarguðspjall 17:20-21

Farísear spurðu hann, hvenær Guðs ríki kæmi. Hann svaraði þeim: Guðs ríki kemur ekki þannig, að á því beri. -21- Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður.

Páll postuli sagði líka að við höfum verið flutt inn í ríki Guðs.

Kólossusbréfið 1:13

Hann hefur frelsað oss frá valdi myrkursins og flutt oss inn í ríki síns elskaða sonar.

Þú hefur verið fluttur inn í Guðs ríki. Guðs ríki er andlegt ríki.

Jóhannesarguðspjall 8:23

En hann sagði við þá: Þér eruð neðan að, ég er ofan að. Þér eruð af þessum heimi, ég er ekki af þessum heimi.

Andi þinn er kominn inn í Guðs ríki.

Lúkasarguðspjall 17:21

Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður.

Það er annar heimur allt í kringum þig, sem þú getur aðeins séð með augum hjartans.

Það er vilji Guðs að þú kynnist heiminum hans, heiminum sem hann lifir í.

Hvar sem hjarta þitt er ræður því hvar þú býrð. Það sem þú einblínir á í lífinu ákvarðar búsetu þína.

Matteusarguðspjall 6:21

Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.

Hvar sem fókus hjarta þíns er ákvarðar hvar þú býrð. Þú ert annað hvort jarðneskt sinnaður eða himneskt sinnaður.

Fyrra Korintubréf 15:48

Eins og hinn jarðneski var, þannig eru og hinir jarðnesku og eins og hinn himneski, þannig eru og hinir himnesku.

Það þarf trú til að ganga í hinu andlega ríki, því það er andstætt öllum náttúrulegum skilningarvitum okkar

Án trúar geturðu ekki gengið með Guði, við göngum í trú en ekki með náttúrulegri sjón okkar.

Vantrú er myrkraherbergið þar sem þú þróar negatífurnar. Þar sem hjarta þitt er endurspeglar hvar þú stendur í heiminum í dag.

Í upphafi nýs tímabils er gott að staðfesta fyrirheitin sem Guð hefur gefið þér og leita Drottins fyrir frekari sýn og skilning á lífi. Taktu þér tíma og láttu Guð tala við þig um stefnu þína og áherslur fyrir komandi ár. Það er mikilvægt að sýn hjarta þíns og orð munns þíns séu sammála. Þetta er tími raunverulegra breytinga, tími þar sem hægt er að veita ný umboð. Margar spámannlegar tímalínur skerast um þessar mundir og við þurfum að leita Drottins til að fá nýja innsýn, til að þekkja tilgang Guðs með skýrari hætti fyrir þá daga sem framundan eru.

Að ganga með skýrleika í anda er nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr, við getum ekki gengið í blindni í gegnum fleiri ár

Breyting eru að eiga sér stað þar sem mikilvægt er að vera réttum stað á réttum tíma fyrir komandi ár. Margir í gegnum dauðann eru teknir heim á þessum tíma, þetta er ekki endilega neikvætt, þetta er hluti af stefnu og tímasetningu Guðs þar sem hann vinnur að því að hafa alla hluti á sínum stað fyrir næstu hreyfingu Guðs.

Andleg greining

Það verður sífellt mikilvægara að við verðum „andleg“ andleg dómgreind krefst þess að við göngum í ríki andans í trú, látum andleg skilningarvit okkar vakna til að skynja og lifa betur í ríki Guðs og ganga með Jesú. Til að lifa af komandi daga er þess krafist af okkur að lifa í andanum. Áhersla okkar má ekki vera á þessum heimi heldur á himnaríki, við verðum að lifa á leynistað hins hæsta.

Hebreabréfið 5:14

Fasta fæðan er fyrir fullorðna, fyrir þá, sem jafnt og þétt hafa tamið skilningarvitin til að greina gott frá illu.

Síðara Korintubréf 4:18

Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft.

Raunverulegt sjónarhorn getur aðeins komið þegar við dveljum í ríki Guðs, heyrum skoðanir hans, þekkjum rödd hans, göngum á hans vegum. Augu hjarta þíns verða að vera aðeins fyrir Guð þegar við leitum fyrst ríkis Hans.

Filippíbréfið 3:20

En föðurland vort er á himni og frá himni væntum vér frelsarans, Drottins Jesú Krists.  

Ef við lifum í ríki Guðs mun samtal okkar endurspegla það. Orð munns þíns verða að vera í samræmi við sýn hjarta þíns og þar sem hjarta þitt er, þar býrð þú.

Matteusarguðspjall 6:21

Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.

Guð blessi þig!