SOTK – Vísdómur 6.hluti
Fimmti stólpi viskunnar “Full miskunnar og góðra ávaxta”
Jakobsbréf 3:17
En sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus.
Sönn viska ber góðan ávöxt; ekki illdeilur, heldur þægindi, gleði og frið.
Full miskunnar (gríska 1656. *eleos*, meðaumkun [mannleg eða guðleg, sérstaklega virk]:—(+ blíð) miskunn. Bókstaflega virk meðaumkun með áherslu á að vera virk).
Það er ekki bara tilfinning meðaumkunar, heldur er það tilfinning með aðgerð. Þegar einhver er í vandræðum, gerir miskunn eitthvað til að létta á aðstæðunum, hvort sem viðkomandi ber ábyrgð á þeim eða ekki. Ef einhver lendir í vandræðum vegna mistaka, syndar, vanrækslu eða hvað sem það er, þá hjálpar þú; þú dæmir ekki, þú gagnrýnir ekki – þú hjálpar.
Ef þú ert svona, opnar þú hjarta Guðs gagnvart þér.
Þú dregur til þín velþóknun Guðs, þetta er andleg lögmál.
SVONA VIRKAR ÞETTA
Í tjaldbúð Móse, í því helgasta allra, finnum við sáttmálsörkina, og inni í þessari örk var eftirfarandi:
Manna:
Sem talar um samfélag, einingu.
Afrit af lögmálinu, boðorðunum tíu:
Þetta talar til samvisku okkar.
Stafur Arons sem blómstraði:
Sem talar til um innsæi, opinberun og viska.
Á örkinni var lok og kerúbar gættu hennar.
Örkin er mynd af Jesú.
Kólossubréfið 2:3
En í honum eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir.
Í Jesú sem er táknmynd arkarinnar fjársjóður spekinnar.
Örkin hafði lok og það sem við þurfum að vita er hvernig á að taka lokið af til að fá aðgang að fjársjóðnum inni í henni: Visku, opinberun, samfélagi og lífi.
Lokið á örkinni var kallað NÁÐARSÆTIÐ
Önnur Mósebók 25:16-17 & 20
Og þú skalt leggja niður í örkina sáttmálið, er ég mun fá þér í hendur. -17- Þú skalt og gjöra lok af skíru gulli. Skal það vera hálf þriðja alin á lengd og hálf önnur alin á breidd.
-20- En kerúbarnir skulu breiða út vængina uppi yfir, svo að þeir hylji lokið með vængjum sínum, og andlit þeirra snúa hvort í mót öðru; að lokinu skulu andlit kerúbanna snúa.
Hvernig tekur þú nú lokið af örkinni og færð aðgang að fjársjóðnum?
Síðara Korintubréf 4:1
Með því að vér höfum þessa þjónustu á hendi fyrir miskunn Guðs, þá látum vér ekki hugfallast
Guð hefur kallað okkur öll til að vera þjónar hins nýja sáttmála, en við getum það ekki á eigin forsendum; við þurfum miskunn, virka hjálp frá Guði.
Í Jesú (örkinni) erum við fullkomin, Hann hefur allt sem við þurfum. Í SINNI MISKUNN mun Hann hjálpa þér að fá það sem þú þarft til að uppfylla þinn tilgang og köllun.
Lykillinn: Fyrst þarftu að sýna miskunn
Matteusarguðspjall 5:7
Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.
Við þurfum visku, innsýn í hið sanna eðli hluta, en til að fá þessa visku þarftu að sýna miskunn.
Ég var að þjónusta einstakling sem var í svo miklum vandræðum að það virtist ómögulegt að hjálpa honum. Alvarleg synd hafði valdið því að þessi einstaklingur var svo flæktur í gripum óvinarins að það virtist vonlaust. Ég horfði á þennan einstakling og fann svo mikla samúð og miskunn fyrir honum; viðhorf mitt til hans breyttist algjörlega, ég fann yfirþyrmandi miskunn gagnvart honum. Þegar þetta gerðist, kom lokið eins og á örkinni af, og ég vissi allt um þennan einstakling. Ég vissi hvað hafði byrjað vandamálið þegar hann var barn, ég sá inn í hans ættfræði sem hafði djúpar rætur í satanisma og hvernig þeir höfðu verið vígðir til Lúsífers sem börn. Með þessari þekkingu og visku gat ég rifið niður festu óvinarins og leyst einstaklinginn. Sælir eru miskunnsamir, því þeir munu hljóta miskunn (virka hjálp frá Guði).
GUÐ GEFUR ÞÉR VISKU, GÁFUR, GETU, ÞEGAR ÞÚ SÝNIR MISKUNN
Jesaja 58:6
Nei, sú fasta, sem mér líkar, er að leysa fjötra rangsleitninnar, láta rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sérhvert ok,
Miskunnsemi
Jesaja 58:7
það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælislausa menn, og ef þú sér klæðlausan mann, að þú þá klæðir hann og firrist eigi þann, sem er hold þitt og blóð.
ÞÁ MUN GUÐ SÁ MISKUNN TIL ÞÍN OG OPNA FJÁRSJÓÐINA SÍNA
Jesaja 58:8-9
Þá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega, þá mun réttlæti þitt fara fyrir þér, dýrð Drottins fylgja á eftir þér. -9- Þá munt þú kalla á Drottin, og hann mun svara, þú munt hrópa á hjálp og hann segja: Hér er ég! Ef þú hættir allri undirokun, hæðnisbendingum og illmælum,
Að benda fingri; Dæma í stað þess að sýna miskunn
Jesaja 58:10-12
ef þú réttir hinum hungraða brauð þitt og seður þann, sem bágt á, þá mun ljós þitt renna upp í myrkrinu og niðdimman í kringum þig verða sem hábjartur dagur. -11- Þá mun Drottinn stöðugt leiða þig og seðja þig, þótt þú sért staddur á vatnslausum stöðum, og styrkja bein þín, og þá munt þú verða sem vökvaður aldingarður og sem uppsprettulind, er aldrei þrýtur. -12- Þá munu afkomendur þínir byggja upp hinar fornu borgarrústir, og þú munt reisa að nýju múrveggina, er legið hafa við velli marga mannsaldra, og þá munt þú nefndur verða múrskarða-fyllir, farbrauta-bætir.
Viskan kemur frá Guði til þess sem er fullur af miskunn og góðum ávöxtum
Matteusarguðspjall 9:36
En er hann sá mannfjöldann, kenndi hann í brjósti um þá, því þeir voru hrjáðir og umkomulausir eins og sauðir, er engan hirði hafa.
Þessi tilfinning samúðar kallaði fram ótrúlegt kraftaverk.
Matteusarguðspjall 20:34
Jesús kenndi í brjósti um þá og snart augu þeirra. Jafnskjótt fengu þeir sjónina og fylgdu honum.
Andlegur kraftur þarf að flæða í rás; ef rásin er ekki opin getur hún ekki flætt
Að sýna miskunn, virka samúð og raunverulega ást opnar rásina fyrir flæði Guðs. Sterk löngun og samúð kallar oft fram gjöf trúarinnar og opnar okkur fyrir þá visku sem þarf fyrir verkefnið og sjálfkrafa munu góðir ávextir fylgja.
Síðara Korintubréf 4:1
Með því að vér höfum þessa þjónustu á hendi fyrir miskunn Guðs, þá látum vér ekki hugfallast
Guð blessi þig!