SOTK – Það voru tvö tré í garðinum 2.hluti

SOTK – Það voru tvö tré í garðinum 2.hluti

Fyrsta Mósebók 2:9

Og Drottinn Guð lét upp vaxa af jörðinni alls konar tré, sem voru girnileg á að líta og góð að eta af, og lífsins tré í miðjum aldingarðinum og skilningstréð góðs og ills.

Við höfum séð að sem kristnir einstaklingar höfum við tvær leiðir, tvo möguleika til að lifa. Við lifum annað hvort af tré lífsins eða af skilningstré góðs og ills,  þetta ákvarðar og skilgreinir hvers konar kristnir einstaklingar við erum, sálarlegir eða andlegir. Strax frá upphafi setti Guð fram tvær leiðir fyrir mannkynið til að lifa – önnur leiðin leiddi til lífs, hin til dauða.

Tvær leiðir til að lifa

Við getum annað hvort lifað eftir sálu okkar, óháð Guði, eða eftir anda okkar, tengdum Guði.
Sjálfstæði hefur alltaf verið kjarninn í málinu, og öll verk Guðs í lífi okkar miða að því markmiði að færa okkur aftur í algjöra háðstöðu við Drottin. Þetta samband er skýrt skilgreint af Jesú í Jóhannesarguðspjalli, 15. kafla.

Jóhannesarguðspjall 15:1-5

Ég er hinn sanni vínviður, og faðir minn er vínyrkinn. -2- Hverja þá grein á mér, sem ber ekki ávöxt, sníður hann af, og hverja þá, sem ávöxt ber, hreinsar hann, svo að hún beri meiri ávöxt. -3- Þér eruð þegar hreinir vegna orðsins, sem ég hef talað til yðar. -4- Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér. -5- Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.

Vegna sterkrar, fallinnar, sjálfstæðisþrár okkar getur verið erfitt að læra að dvelja eða lifa í Jesú, það krefst dauða sjálfstæðisins, dauða sem við streitumst hart oft  gegn. Ef við beygjum okkur ekki undir vald Jesú höfum við í raun ekkert raunverulegt vald, enga raunverulega undirstöðu til að lifa af lífi annars og nýta þá eiginleika og það líf sem við eigum í Drottni.

Jesús okkar fyrirmynd

Jesús gerði það mjög skýrt að Hann lifði lífi sínu í algjörri háðstöðu við Föður sinn.

Filippusarbréf 2:6

Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur.

Jóhannesarguðspjall 5:30

Ég megna eigi að gjöra neitt af sjálfum mér. Ég dæmi samkvæmt því, sem ég heyri, og dómur minn er réttvís, því að ég leita ekki míns vilja, heldur vilja þess, sem sendi mig.

Þegar Jesús var sakaður um að hafa gert kraftaverk á hvíldardegi var vörnin hans einfaldlega sú að segja: Ég gerði það ekki.

Jóhannesarguðspjall 5:19-20

Þessu svaraði Jesús og sagði við þá: Sannlega, sannlega segi ég yður: Ekkert getur sonurinn gjört af sjálfum sér, nema það sem hann sér föðurinn gjöra. Því hvað sem hann gjörir, það gjörir sonurinn einnig. -20- Faðirinn elskar soninn og sýnir honum allt, sem hann gjörir sjálfur. Hann mun sýna honum meiri verk en þessi, svo að þér verðið furðu lostnir.

Við sjáum hér hvernig Jesús gerði aldrei neitt óháður Föður sínum. Hann sagði að Hann gerði aðeins það sem Hann sá Guð, Föður sinn, gera. Með öðrum orðum, ef einhverjir áttu í vandræðum með þetta, þurftu þeir að taka það upp við Guð, því það var Hann sem hóf verkið.

Hvaða hlutverk hefur sál okkar í lífi okkar?

Hugur okkar, tilfinningar og vilji eru ætlaðir til að vera þjónar anda okkar, en ekki að leiða né hefja neitt að sjálfu sér. Þegar við tölum um að deyja sjálfinu, erum við að tala um að deyða sjálfstæði sálarinnar. Sál okkar vill stjórna lífi okkar og mun gera það ef við leyfum því. Náttúrulegi hugurinn mun ekki skila réttri niðurstöðu, hann starfar samkvæmt eigin dagskrá sem byggist á sjálfstæði og sjálfsbjargarviðleitni.

Lúkasarguðspjall 17:33

Sá sem vill sjá lífi sínu borgið, mun týna því, en sá sem týnir því, mun öðlast líf.

Matteusarguðspjall 16:25-26

Því að hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, og hver sem týnir lífi sínu mín vegna, mun finna það. -26- Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?

Sálin er til þess að tjá vilja og líf Jesú í anda okkar. Við erum hvött til að dvelja í Drottni Jesú, en hvað þýðir það?

Jóhannesarguðspjall 15:4 & 7

-4- Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér.

-7- Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið, og yður mun veitast það.

Hvað þýðir að DVELJA Í JESÚ og hvernig gerum við það?

Jesús sagði: „Ef þér varðveitið boðorð mín, munuð þér dvelja í mér.“ Hvaða boðorð? Átti Jesús virkilega við öll boðorðin? Átti Hann við öll þau boðorð sem Hann hafði gefið, eða var Hann að tala um boðorðin tíu?

Hvað var Jesús í raun að segja hér?

Jesús var ekki að tala um að halda lögmálið, Hann var að tala um nýja og lifandi leið, leið sem sprottin var af hvötum, ekki af reglusetningum. Þetta var leið sem átti rætur sínar í áformum hjartans, ekki í safni reglna.

Jóhannesarguðspjall 15:12

Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður.

Þetta var skrifað í samhengi við það að dvelja í Kristi. Í Jóhannesarguðspjalli 15:4–5 setti Jesús málið fram á mjög einfaldan hátt og sagði: Ef þér elskið, munuð þér dvelja í mér.

Jóhannesarguðspjall 15:14

Þér eruð vinir mínir, ef þér gjörið það, sem ég býð yður.

Sambandið sem Jesús þráir að eiga við okkur snýst um samrýmanleika, ef við verðum að kærleika, verðum við samrýmanleg Jesú, sem er kærleikur. Jesús var mjög skýr um það sem krafist er af okkur.

Matteusarguðspjall 22:36-40

Meistari, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu? -37- Hann svaraði honum: Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. -38- Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. -39- Annað er þessu líkt: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. -40- Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.

Til þess að dvelja í Drottni verðum við að dvelja í kærleika ávallt. Farið þið út úr kærleikanum, farið þið út úr Guði – svo einfalt er það.

Hins vegar vill sálin ekki gera þetta, hún vill ráða sjálf, velja hvern, hvað og hvernig hún elskar – fyrst og fremst sjálfa sig.

Vandamálið er að ef við elskum eigið líf, munum við missa það.

Sá kærleikur sem Guð krefst af okkur er Hans eigin tegund af kærleika, kærleikur sem leggur líf sitt niður fyrir aðra.

Guð er kærleikur, sérhver hvöt í hjarta Hans á rætur sínar í kærleika, því það er hver Hann er. Öll verk Hans spretta af kærleika – jafnvel í dómi sínum gerir Guð það sem er mest kærleiksríkt mögulegt.

Þegar við dveljum og lifum í slíkum kærleika, lifum við í Guði, og þá biðjum við og það verður gjört – því það er Guð sem biður í hjarta okkar, þar sem við höfum orðið eitt með Honum.

Öll önnur leið til að lifa kemur frá skilningstré góðs og ills og leiðir til dauða. Tré lífsins, það að dvelja í Jesú, leiðir til dýrlegasta og fyllingarríkasta lífs sem hægt er að ímynda sér.

Guð blessi þig!

Stormar lífsins

Stormar lífsins

Stormar lífsins

by Sigurður Júlíusson | 24.apríl 2025

Heimahópurinn 24.apríl 2025

Stórkostlegt er að segja frá því að 6 manns tóku skírn úr hópnum þann 17.apríl sl. og óskum við þeim innilega til hamingju með að taka þá ákvörðun að fylgja Jesú af öllu hjarta. Guð er nálægur og maður sér að það er mikið að gerast víðsvegar um landið. Það er mín bæn að margir mættu rísa upp og stíga inn í allt það sem Guð hefur fyrirbúið fyrir þessa síðustu tíma. Að við mættum öll vakna fyrir alvöru eins og Páll postuli minnist á í einu af bréfum sínum. Biðjum Guð að senda fleiri verkamenn, því akrarnir eru sannarlega hvítir til uppskeru.

Í síðasta heimahóp tókum við fyrir þrjár sögur fyrir í Biblíunni sem fjalla um storma og hvaða það er sem kann að valda því að lífið getur verið algjörlega á hvolfi hjá okkur stundum. Með þessum sögum sýnir Guð okkur hver rétta leiðin er til að komast út úr þeim hrakningum sem við kunnum að vera komin í. Það er mikilvægt að bregðast hratt við, því sumir stormar geta hreinlega verið upp á líf og dauða. Munum einnig að í mörgum tilfellum er það Drottinn sjálfur sem sendir storminn þegar við erum farin af réttri braut til þess að sýna okkur við höfum brugðist, syndgað, óhlýðnast eða erum á einhverri leið sem kann að enda á helslóðum. Þetta gerir Hann í kærleika sýnum til þess að við snúum okkur hratt til baka til Hans og höldum á ný rétta leið sem leiðir til lífs og blessunar.

Sálmarnir 107:23-30

Þeir sem fóru um hafið á skipum, ráku verslun á hinum miklu vötnum, -24- þeir hafa séð verk Drottins og dásemdir hans á djúpinu. -25- Því að hann bauð og þá kom stormviðri, sem hóf upp bylgjur þess. -26- Þeir hófust til himins, sigu niður í djúpið, þeim féllst hugur í neyðinni. -27- Þeir römbuðu og skjögruðu eins og drukkinn maður, og öll kunnátta þeirra var þrotin. -28- Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni, og hann leiddi þá úr angist þeirra. -29- Hann breytti stormviðrinu í blíðan blæ, svo að bylgjur hafsins urðu hljóðar. -30- Þá glöddust þeir, af því að þær kyrrðust, og hann lét þá komast í höfn þá, er þeir þráðu.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.

Hvað segir Biblían um skírnina?

Hvað segir Biblían um skírnina?

Skírnin er fyrsta skrefið í hlýðni eftir að þú hefur sett trú þína á Jesú. Hún er opinber yfirlýsing um trú þína og vitnisburður um hvernig Hann hefur breytt lífi þínu. En hvað segir Biblían um skírnina og hvers vegna er hún svona mikilvæg?

Byrjum á því að lesa það sem Jesús endaði á að segja lærisveinunum áður en Hann fór til himna.

Matteusarguðspjall 28:18-20

Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. -19- Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, -20- og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.

Hvað er skírn?

Skírnin er ytra tákn innri umbreytingar. Hún táknar dauða, greftrun og upprisu Krists og hvernig trúaðir fara frá dauða yfir í líf þegar þeir setja trú sína á hann. Þegar við skírumst lýsum við opinberlega yfir að við höfum treyst Jesú Kristi til hjálpræðis og að við ætlum að fylgja Honum af öllu hjarta.

Skírnin er…

  • Yfirlýsing að hafa tekið á móti fagnaðarerindinu og gert Jesús Krist að Drottni og frelsara lífs okkar.

  • Til fyrirgefningar syndanna og að grafa gamla manninn.

  • Hlýðni við Orð Guðs til að fá að gjöf Heilagan anda.

  • Leið til að gefa Guði dýrðina og segja öðrum frá Honum.

  • Tákn sáttmálans sem þú ert komin/n í með Jesú Kristi.

Skírn í Jesú nafni!

Skírnin er mjög mikilvæg athöfn í Biblíunni og fylgdi ótvírætt með í frásögn þegar lærisveinarnir voru að boða fagnaðarerindið. Einnig er mjög mikilvægt að skíra rétt og samkvæmt þeirri forskrift sem okkur er gefin í Orðinu. Við lásum í versinu í byrjun að það ætti að, “skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda“. Pétur einn af lærisveinunum tólf var viðstaddur þegar Jesús var að kenna þeim þetta og við skulum sjá hvernig hann túlkaði þetta strax í kjölfarið.

Postulasagan 2:38

Pétur sagði við þá: Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda.

Postulasagan 10:47-48

Meðan Pétur var enn að mæla þessi orð, kom heilagur andi yfir alla þá, er orðið heyrðu-45- Hinir trúuðu Gyðingar, sem komið höfðu með Pétri, urðu furðu lostnir, að heilögum anda, gjöf Guðs, skyldi einnig úthellt yfir heiðingjana, -46- því þeir heyrðu þá tala tungum og mikla Guð.Þá mælti Pétur: Hver getur varnað þess, að þeir verði skírðir í vatni? Þeir hafa fengið heilagan anda sem vér. -48- Og hann bauð, að þeir skyldu skírðir verða í nafni Jesú Krists

Pétur skildi að Guð er einn og að hann heitir Jesús Kristur. Því sagði hann þeim ekki bókstaflega að skírast í nafni “föður, sonar og heilags anda”, heldur í nafninu á Guði sem er Jesús Kristur. Við sjáum svo síðar í Postulasögunni að Páll var með sömu opinberun og Pétur. Páll lét einnig skíra í Jesú nafni.

Það er einnig áhugavert í versinu hér fyrir neðan hvernig Páll fer beint í að spyrja þá hvort þeir séu skírðir þegar þeir sögðust ekki vera með Heilagan anda. Því fyrirheitið um að fá Heilagan anda að gjöf er tengt því að taka skírn.

Postulasagan 19:1-5

Meðan Apollós var í Korintu, fór Páll um upplöndin og kom til Efesus. Þar hitti hann fyrir nokkra lærisveina. -2- Hann sagði við þá: Fenguð þér heilagan anda, er þér tókuð trú? Þeir svöruðu: Nei, vér höfum ekki einu sinni heyrt, að heilagur andi sé til. -3- Hann sagði: Upp á hvað eruð þér þá skírðir? Þeir sögðu: Skírn Jóhannesar. -4- Þá mælti Páll: Jóhannes skírði iðrunarskírn og sagði lýðnum að trúa á þann, sem eftir sig kæmi, það er á Jesú. -5- Þegar þeir heyrðu þetta, létu þeir skírast til nafns Drottins Jesú.

Ég geng persónulega svo langt að segja að ef fólk hefur ekki verið skírt í nafni “Drottins Jesú Krists”, ætti það að leita Guðs og íhuga að taka skírn að nýju. Við sjáum vel að lærisveinarnir skírðu með þessum hætti og það er aðeins eitt nafn sem getur frelsað okkur og er því ekki að furða að djöfulinn sé búin að setja inn villu í skírnina og taka út nafnið í skírninni í mörgum kirkjudeildum.

Postulasagan 4:11-12

Jesús er steinninn, sem þér, húsasmiðirnir, virtuð einskis, hann er orðinn hyrningarsteinn. -12- Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.

Niðurdýfing við játun

Biblían kennir okkur að til að skírast þá þurfum við að vera komin með vit til að játa að við trúum af öllu hjarta. Það getum við ekki gert sem ungabörn og er því ungabarnaskírn ekki samkvæmt fyrirmynd Biblíunnar. Einnig sjáum við bæði þegar verið var að skíra Jesú og hirðmanninn frá Eþíópíu að þeir stigu ofan í vatn og eftir skírnina upp úr vatninu.

Postulasagan 8:35-38

Filippus tók þá til orða, hóf máls á ritningu þessari og boðaði honum fagnaðarerindið um Jesú. -36- Þegar þeir fóru áfram veginn, komu þeir að vatni nokkru. Þá mælti hirðmaðurinn: Hér er vatn, hvað hamlar mér að skírast? -37- Filippus sagði : “Ef þú trúir af öllu hjarta , er það heimilt.” Hirðmaðurinn svaraði honum: “Ég trúi, að Jesús Kristur sé sonur Guðs.” -38- Hann lét stöðva vagninn, og stigu báðir niður í vatnið, Filippus og hirðmaðurinn, og Filippus skírði hann.

Matteusarguðspjall 3:16

En þegar Jesús hafði verið skírður, sté hann jafnskjótt upp úr vatninu.

Af hverju ættir þú að láta skírast?

Skírnin er fyrir hvern þann sem hefur tekið persónulega ákvörðun um að fylgja Jesú Kristi. Hún er nauðsynlegt hlýðnisspor og opinber yfirlýsing trúar með fyrirheiti að þeir sem taka þetta skref muni fá að gjöf Heilagan anda sem er pantur okkur og trygging um eilíft líf, mikilvægasta gjöf Guðs til mannsins.

Fyrra Pétursbréf 3:21-22

Með því var skírnin fyrirmynduð, sem nú einnig frelsar yður, hún sem ekki er hreinsun óhreininda á líkamanum, heldur bæn til Guðs um góða samvisku fyrir upprisu Jesú Krists,-22- sem uppstiginn til himna, situr Guði á hægri hönd, en englar, völd og kraftar eru undir hann lagðir.

Viltu taka skírn?

Hafðu samband við okkur og við leiðum þig í gegnum þetta mikilvæga trúarskref. Við skírum reglulega á Hallgerðshólum í notalegum heitum potti, en það er í raun hægt að taka skírn hvar sem vatn er til niðurdýfingar.

Fyrirheitið

Það mikilvægasta sem við getum eignast í þessu lífi er Heilagur andi og persónulegt samfélag við Drottinn okkar Jesú Krist. Pétur segir okkur að ef við tökum skírn munum við fá að gjöf Heilagan anda. Þetta er fyrirheiti sem við skulum vera viss um að fara ekki á mis við og taka ákvörðun um að fylgja þeim fyrirmælum sem Biblían kennir okkur. Hér eru nokkur vers að lokum um Heilagan anda ykkur til uppörvunar.

Postulasagan 1:8

En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.

Efesusbréfið 1:13-14

Í honum eruð og þér, eftir að hafa heyrt orð sannleikans, fagnaðarerindið um sáluhjálp yðar og tekið trú á hann og verið merktir innsigli heilags anda, sem yður var fyrirheitið. -14- Hann er pantur arfleifðar vorrar, að vér verðum endurleystir Guði til eignar, dýrð hans til vegsemdar.

Guð blessi þig!

 

Lífsins leið auðmýktar

Lífsins leið auðmýktar

Lífsins leið auðmýktar

by Sigurður Júlíusson | 10.apríl 2025

Heimahópurinn 10.apríl 2025

Stundirnar okkar eru svo dýrmætar og ég er fullur þakklætis yfir því sem Guð er að gera. Það að skapari himins og jarðar með öllu því sem er að gerast í heiminum í dag sé reiðubúinn og viljugur að mæta okkur persónulega með nærveru sína í litlu húsi á Borg í Grímsnesi er svo stórkostlegt að því verður ekki líst með orðum. Ég elska Drottinn minn af öllu hjarta, því Hann elskaði mig að fyrra bragði og Hann elskar þig kæri lesandi. Gefðu Honum allt þitt líf og haltu engu eftir, það er leiðin til lífsins. Auðmýktu þig undir Hans voldugu hönd og leitaðu vilja Hans af öllu hjarta og þá muntu finna Hann. Ég hvet þig til að hlusta á kennsluna sem tekin var upp á fimmtudaginn, hún sýnir okkur það sem skiptir Guði einna mestu máli, að vera auðmjúk og lítillát.

Fyrra Pétursbréf 5:5-10

Og þér, yngri menn, verið öldungunum undirgefnir og skrýðist allir lítillætinu hver gagnvart öðrum, því að Guð stendur gegn dramblátum, en auðmjúkum veitir hann náð. -6- Auðmýkið yður því undir Guðs voldugu hönd, til þess að hann á sínum tíma upphefji yður.

Orðskviðirnir 16:18

Drambsemi er undanfari tortímingar, og oflæti veit á fall.

Sálmarnir 51:19

Guði þekkar fórnir eru sundurmarinn andi, sundurmarið og sundurkramið hjarta munt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.

SOTK – Það voru tvö tré í garðinum 1.hluti

SOTK – Það voru tvö tré í garðinum 1.hluti

Fyrsta Mósebók 2:9

Og Drottinn Guð lét upp vaxa af jörðinni alls konar tré, sem voru girnileg á að líta og góð að eta af, og lífsins tré í miðjum aldingarðinum og skilningstréð góðs og ills.

Þessi einfalda yfirlýsing leggur grunninn að því hvernig lífi við munum lifa og þar af leiðandi hvernig manneskjur við erum. Frá upphafi setti Guð fram tvær leiðir sem mannkynið gæti farið, þegar dagrenning tímans rann upp sagði Guð að tvö tré væru í garðinum. Þessi yfirlýsing lagði grundvöll allra framtíðarkenninga og skilnings á því hvernig Guð ætlaðist til að maðurinn lifði í þessum heimi. Vegna þessa er algjörlega nauðsynlegt að við skiljum hvað Guð var að segja varðandi þessi tvö tré.

Guð setti ekki skilningstréð utan seilingar eingöngu til að prófa Adam og Evu. Hann bannaði að eta af því vegna þess að það var banvænt eitur. Guð sagði ekki: ef þú etur af þessu tré mun ég refsa þér eða drepa þig; Hann sagði: „á þeim degi sem þú etur af því skaltu vissulega deyja.“ Satan á rót valds síns frá þessu tré, sem varð hin mikla aðskilnaðarlína milli tveggja tegunda fólks á jörðinni.

Tvö ættartré

Skilningstréð góðs og ills og lífsins tré tákna tvær ættarlínur á jörðinni, tvö sæði og tvær ólíkar og andstæðar ætternislínur. Eftir fallið sagði Guð þetta:

Fyrsta Mósebók 3:15

Og fjandskap vil ég setja milli þín og konunnar, milli þíns sæðis og hennar sæðis. Það skal merja höfuð þitt, og þú skalt merja hæl þess.

Nú voru tvö sæði á jörðinni, tvær ólíkar og gagnstæðar tegundir lífs og átök höfðu hafist á milli þessara tveggja sæða sem myndu vara allt til enda. Tvö ríki voru nú í stríði hvert við annað, baráttan milli ljóss og myrkurs á þessari jörð var hafin og lögmál var sett – lögmál syndarinnar.

Fyrra Korintubréf 15:56

En syndin er broddur dauðans og lögmálið afl syndarinnar.

Á þeim degi sem þú etur af þessu tré munt þú deyja.

Mannleg þekking á því hvað er gott og hvað er illt hefur leitt af sér hina hrikalegustu illsku. Þessi mannhyggja fæðir af sér hinar undarlegustu röksemdafærslur — bjargið hvalnum en drepið barnið. Flestir í svokallaðri grænni hreyfingu berjast fyrir að bjarga dýrum á meðan þeir styðja dráp barna í móðurlífi. Samkynhneigð er afurð þessa illa trés mannlegrar þekkingar, þaðan sem Satan dregur vald sitt á jörðinni.

Guð er ekki valdasjúkur einræðisherra sem býr til lögmál til að stjórna okkur, lögmál Guðs eru góð og hrein.

Sálmarnir 19:8-11

Lögmál Drottins er lýtalaust, hressir sálina, vitnisburður Drottins er áreiðanlegur, gjörir hinn fávísa vitran. -9- Fyrirmæli Drottins eru rétt, gleðja hjartað. Boðorð Drottins eru skír, hýrga augun. -10- Ótti Drottins er hreinn, varir að eilífu. Ákvæði Drottins eru sannleikur, eru öll réttlát. -11- Þau eru dýrmætari heldur en gull, já, gnóttir af skíru gulli, og sætari en hunang, já, hunangsseimur. -12- Þjónn þinn varðveitir þau kostgæfilega, að halda þau hefir mikil laun í för með sér.

Lögmál syndarinnar, óhlýðni við lögmál Guðs er synd og dauði. Á þeim degi sem þú etur af því tré muntu deyja.

Hvort tré táknaði annað hvort uppsprettu lífs eða dauða

Eftir Fyrri heimsstyrjöldina sögðu heimspekingarnir: „Við megum aldrei leyfa þessu að gerast aftur.“ Þeir breiddu út þá hugmynd að mannleg uppljómun í gegnum menntun myndi smám saman leiða til siðmenntaðs heims. Eftir Síðari heimsstyrjöldina og hrylling Helfararinnar hljómaði aftur hið sama kall: við verðum að mennta og skapa siðmenntað samfélag. Menntastofnanir heimsins í dag halda enn fast í þessa sömu banvænu heimspeki mannúðar og sjálfsbætingar, án þess að lúta lögmáli lífsins tré. Frá því að maðurinn var rekin úr Paradís hefur hann reynt að skapa sína eigin paradís í þessum heimi án Guðs og í staðinn hefur hann breytt jörðinni í helvíti. Við lifum enn í heimi þar sem ótrúleg eyðilegging og blóðbað ríkir. Einungis lögmál andans, lögmál lífsins, getur frelsað mannkynið og gert því kleift að byggja nýjan heim friðar og öryggis.

Ljósið sigrar alltaf myrkrið, kærleikurinn sigrar hið illa og Jesús er að koma aftur til að reisa ríki sitt á þessari jörð, sem mun skína sem vitnisburður í þúsund ár gegn heimsku mannhyggjunnar.

Rómverjabréfið 8:2

Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.

Tvær ættarlínur birtast á jörðinni

Fyrsta Mósebók 4:2-5

Og hún fæddi annað sinn, bróður hans, Abel. Abel varð hjarðmaður, en Kain jarðyrkjumaður. -3- Og er fram liðu stundir, færði Kain Drottni fórn af ávexti jarðarinnar. -4- En Abel færði einnig fórn af frumburðum hjarðar sinnar og af feiti þeirra. -5- Og Drottinn leit með velþóknun til Abels og fórnar hans, en til Kains og fórnar hans leit hann ekki með velþóknun. Þá reiddist Kain ákaflega og varð niðurlútur.

Vafalaust höfðu Adam og Eva talað aftur og aftur við börn sín um blóðfórnina, blóðfórnina sem var færð til að hylja synd þeirra í Paradís, en samt skildi Kain ekki þetta lögmál lífsins eða fór framhjá því visvítandi.

Þessar ritningar gefa okkur skýra mynd af hinum tveimur leiðum, hinum tveimur trjám. Abel færði lamb sem fórn, Kain færði afurðir jarðarinnar, önnur var blóðfórn, hinn var jarðyrkjumaður sem færði jarðneska fórn. Einkenni ætternis Kains hafa alltaf verið þau sömu, jarðbundin hugsun. Hér hófst baráttan, línurnar voru dregnar, hinar tvær leiðir skilgreindar á jörðinni; hinn náttúrulegi maður hefur aldrei skilið vegi Guðs, lífsins tré.

Fyrsta Mósebók 4:6-7

Þá mælti Drottinn til Kains: Hví reiðist þú, og hví ert þú niðurlútur? -7- Er því ekki þannig farið: Ef þú gjörir rétt, þá getur þú verið upplitsdjarfur, en ef þú gjörir ekki rétt, þá liggur syndin við dyrnar og hefir hug á þér, en þú átt að drottna yfir henni?

Fyrra Korintubréf 2:14

Maðurinn án anda veitir ekki viðtöku því, sem Guðs anda er, því að honum er það heimska og hann getur ekki skilið það, af því að það dæmist andlega.

Jóhannesarguðspjall 3:3

Jesús svaraði honum: Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju.

Afleiðingar vegar Kains, sem hófst við að eta af skilningstrénu góðs og ills, komu skýrt í ljós aðeins sjö kynslóðum síðar.

Fyrsta Mósebók 6:5-7

Er Drottinn sá, að illska mannsins var mikil á jörðinni og að allar hugrenningar hjarta hans voru ekki annað en illska alla daga, -6- þá iðraðist Drottinn þess, að hann hafði skapað mennina á jörðinni, og honum sárnaði það í hjarta sínu. -7- Og Drottinn sagði: Ég vil afmá af jörðinni mennina, sem ég skapaði, bæði mennina, fénaðinn, skriðkvikindin og fugla loftsins, því að mig iðrar, að ég hefi skapað þau.

Babel var tilraun til að lifa án Guðs og að snúa við Honum baki og þessi andi er að ná hámarki sínu í dag. Fyrir þá sem sjá út fyrir hið náttúrulega eru átökin í Írak (Babýlon) í dag mynd af þessum langvarandi átökum sem ná hámarki sínu á okkar tímum. Baráttan stendur enn yfir í dag, tvær ættarlínur í stríði til dauða og það getur aðeins orðið einn endir.

Opinberunarbókin 18:2-5

Og hann hrópaði með sterkri röddu og sagði: Fallin er, fallin er Babýlon hin mikla og orðin að djöfla heimkynni og fangelsi alls konar óhreinna anda og fangelsi alls konar óhreinna og viðbjóðslegra fugla. -3- Því að hún hefur byrlað öllum þjóðum af reiði-víni saurlifnaðar síns, og konungar jarðarinnar drýgðu saurlifnað með henni og kaupmenn jarðarinnar auðguðust af gnóttum munaðar hennar. -4- Og ég heyrði aðra rödd af himni, sem sagði: Gangið út, mitt fólk, út úr henni, svo að þér eigið engan hlut í syndum hennar og hreppið ekki plágur hennar. -5- Því að syndir hennar hlóðust allt upp til himins og Guð minntist ranglætis hennar.

Guð leitast við að draga Babýlon úr okkur öllum, sjálfstæðið frá Guði sem kristnir menn verða að yfirstíga, annars munum við ekki lifa af þá daga sem fram undan eru. Ég sagði ekki að þú yrðir ekki hólpinn, heldur að þú myndir ekki lifa af það sem fram undan er, þú munt ekki ljúka hlaupi þínu né ganga inn í himininn sem sannarlega sigursæll kristinn einstaklingu, tilbúinn til að ríkja með Honum.

Orðskviðirnir 14:12

Margur vegurinn virðist manninum greiðfær, en endar þó á helslóðum.

Guð blessi þig!