SOTK – Verða eins og Jesús 5.hluti

SOTK – Verða eins og Jesús 5.hluti

Endurnýjun hugans (framhald)

Við munum halda áfram með þetta vers hér að neðan.

Rómverjabréfið 12:2

takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins,

Biblían segir skýrt að Jesús sé “Orðið” eða Orð Guðs.

Jóhannesarguðspjall 1:1 & 1:14

-1- Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. -14- Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum.

Ef Jesús er orð Guðs, þá innihalda ritningarnar hluta af huga Guðs. Við þurfum ritningarnar í hjarta okkar og huga til að skipta út fölskum hugmyndum fyrir sannleika.

Þegar sannleikurinn úr ritningunum er gerður okkur raunverulegur af heilögum anda, endurnýjar sú opinberun hluta af huga okkar. Það er ekki nóg að lesa bara ritningarnar, opinberun er nauðsynleg til að endurnýja hugann.

Taktu eftir því sem Jesús sagði um þetta.

Jóhannesarguðspjall 6:63

Það er andinn, sem lífgar, holdið megnar ekkert. Orðin, sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf.

Það er mjög mikilvægt að þú skiljir þetta. Sem barn ólst ég upp á guðlegu heimili og mér var kennt á hverjum degi að lesa úr Biblíunni, ég gerði þetta af kostgæfni, en enginn sagði mér hvernig ég ætti að fá opinberun. Þegar Jesús opinberar okkur eitthvað úr Orðinu hefur það lífsbreytandi áhrif á okkur. Þú getur lesið í gegnum alla Biblíuna en hún mun ekki hafa lífsbreytandi áhrif á þig nema hún sé gerð raunveruleg eða opinberuð þér af Heilögum anda.

Hugleiðsla

Oft þegar orðið hugleiðsla er nefnt hugsar fólk um nýöldina (New Age). Í fyrsta lagi skulum við gera okkur grein fyrir að, Satan falsar eða líkir eftir öllu í ríki Guðs, og sú staðreynd að það sé til fölsun, gefur til kynna að það hljóti að vera byggt á einhverju raunverulegu.

Hugleiðsla er eitt mikilvægasta andlega lögmálið í hinu andlega heimi. Nýaldarhreyfingin uppgötvaði þetta lögmál tiltölulega nýlega. Þegar hún eða meðlimir hennar byrjuðu að iðka hugleiðslu tengdust þau hinum andlega heimi, en vegna þess að áherslan var ekki á Jesú, Orð hans eða ríki, tengjast þau inn í spíritisma eða ríki Satans. (Innskot þýðanda: Þið hugsið ykkur kannski eitthvað mjög myrkt og óhugnanlegt en við skulum muna að Satan getur birst í ljósengilsmynd.)

Það er ekkert rangt við þetta andlega lögmál, það er hvað þú ert að einblína á þegar þú hugleiðir sem breytir öllu. Ég las skýrslu um daginn eftir kristinn leiðtoga sem var að gagnrýna spámannlegu hreyfinguna, í þessari skýrslu notaði hann setninguna, “Þessi kennsla kemur beint úr nýöldinni.” Þetta er í grunninn rangt hjá honum. Nýaldarhreyfingin tók þennan sannleika beint úr Biblíunni. Það sem þú einbeitir þér að muntu tengjast, góðu eða illu.

Bæði hebreska og gríska orðið fyrir hugleiðslu hafa svipaða merkingu.

Hebreska – Hugleiðsla – Hagah þýðir að muldra, mögla, tala, læra. – Hawgooth þýðir að hugsa eða hugleiða. – Siyach þýðir að hugleiða með sjálfum sér upphátt.

Gríska – Hugleiðsla – Meletao þýðir að snúast í huganum, að ímynda sér.

Biblíuleg hugleiðsla þýðir að hugleiða, ræða við sjálfan sig, pæla, velta fyrir sér, snúast eða snúast í huganum, ímynda sér.

Hvernig þú átt að hugleiða

Fyrst þarftu að vita hvað þú ætlar að hugleiða.

Þetta getur verið mjög fjölbreytt, þú gætir byrjað á ritningarversi, eða kannski hugleitt Guð eða Jesú. Þú getur hugleitt það sem Guð hefur kallað þig til, eða yfir loforði sem Guð hefur gefið þér. Listinn heldur áfram. Þú verður svo að kyrra sjálfan þig og verða mjög róleg(ur) innra með þér, svo íhugar þú, ímyndar þér, veltir fyrir þér, þegar þú gerir þetta með hjarta þínu til Guðs í kærleika, mun opinberun byrja að streyma. Þetta þarfnast  þjálfunar og tekur tíma, en þegar þú gerir þetta mun opinberun koma, trú verður miðlað og þú munt styrkjast. Þetta er hluti af endurnýjun hugans.

(Innskot þýðanda: Hvernig biður þú? Ertu eins og manneskjan sem talar og talar en hlustar svo aldrei, ferð í gegnum listann þinn og beiðnir til Guðs og segir svo bara amen, stendur upp og gleymir að hlusta? Hugleiðsla er t.d. þessi hljóða stund með Guði eftir bæn, þar sem þú leyfir Guði að tala til þín og þú hlustar hljóð(ur) eftir fyrirmælum Hans.)

Jobsbók 33:31

Hlýð á, Job, heyr þú mig, ver þú hljóður og lát mig tala.

Harmljóðin 3:26

Gott er að bíða hljóður eftir hjálp Drottins.

Rhema og Logos

Það er mikilvægt að skilja og greina á milli grísku orðanna tveggja Rhema og Logos. Orðið Rhema er notað 70 sinnum í Nýja testamentinu og Logos er notað 331 sinnum.

Rhema hefur skilgreininguna um persónulegt orð, talað orð til hjartans, opinberað orð, það sem talað er upphátt. Þar sem Logos hinsvegar vísar til “Orðsins” Orðs Guðs í ritningunum.

3056. lógó, log’-os; frá G3004; eitthvað sagt (þar á meðal hugsunin); einnig rökhugsun (hugurinn) eða ástæða; útreikningur. (varðandi, kenningu, X sem þarf að framkvæma, ásetning, skipta máli, rök, + reikna

4487. rhema, hray’-mah; frá G4483; framburður (að segja, orð.)

Þú getur lesið Logos hið ritaða orð og ekki fengið opinberun eða Orðið talað til á þín á persónulega hátt. Það þarf Rhema orð til að veita opinberun.

Dæmi:

Jóhannesarguðspjall 6:63

Það er andinn, sem lífgar, holdið megnar ekkert. Orðin (Rhema), sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf.

Efesusbréfið 6:17

Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð (Rhema).

Við lifum, eða tökum á móti lífi frá Rhema, hinu opinberaða Orði Guðs, og það er Rhema sem endurnýjar hugann.

Þegar þú færð Rhema eða opinberað orð frá Guði, eru gömul gildi og hugmyndir sem eru andstæð Orði Guðs (Huga Guðs) þurrkuð út þar sem ný gildi og sannleikur koma í þeirra stað.

Vandamálið er ósamrýmanleiki milli anda okkar og sálar okkar eða huga. Þetta hindrar flæði ljóssins í gegnum okkur.

Tvær tegundir þekkingar

Það eru tvö grísk orð fyrir þekkingu notuð í Nýja testamentinu. Gnosis og Epignosis.

Gnosis er gríska orðið fyrir vitsmunalega þekkingu, það sem hugurinn lærir.

1108. gnosis, gno’-sis; frá G1097; að vita (athöfnin), þ.e. (með) þekkingu:–þekking, vísindi

Epignosis er gríska orðið yfir þekkingu sem fæst í gegnum andlega opinberun.

922. epignosis, ep-ig’-no-sis; frá G1921; hugljómun, þ.e. (með) fullum skilningi, að átta sig á, þekkingu. Felur í sér vandaða þátttöku, af hálfu þess sem tekur við henni.

Epignosis er þekking sem fæst fyrir upplifun eða þátttöku, þ.e. opinberun vegna yfirnáttúrulegrar snertingu við anda opinberunar.

Opinberunarbókin 19:10

Vitnisburður Jesú er andi spádómsgáfunnar.

Efesusbréfið 1:17-18

Ég bið Guð Drottins vors Jesú Krists, föður dýrðarinnar, að gefa yður anda speki og opinberunar, svo að þér fáið þekkt hann. -18- Ég bið hann að upplýsa sálarsjón yðar, svo að þér skiljið, hver sú von er, sem hann hefur kallað oss til, hver ríkdómur hans dýrlegu arfleifðar er, sem hann ætlar oss meðal hinna heilögu,

Þegar við leyfum kærleika að verða okkar eini tilgangur og við höldum áfram að sjá Drottin með því að hugleiða Hann, þegar við leyfum hinu opinberaða orði að endurforrita huga okkar með sannleika, mun umbreyting hefjast og við munum breytast hratt og byrja að líkjast Jesú meira og meira.

Guð blessi þig!

SOTK – Verða eins og Jesús 4.hluti

SOTK – Verða eins og Jesús 4.hluti

Endurnýjun hugans

Rómverjabréfið 12:1-2

Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi. -2- Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.

Orðið háttaskipti í þessu versi er gríska orðið metamorphoo:G3339 Metamorphoo – algjör umbreyting. Hvernig? Með endurnýjung hugarfarsins.

Orðið endurnýjung þýðir “að breyta hugsunarhætti þínum eða hvað þú hugsar”

Biblían segir að holdlegur eða veraldlegur hugur sé óvinur Guð, sem er stór staðhæfing.

Rómverjabréfið 8:7

Hyggja holdsins er fjandskapur gegn Guði, með því að hún lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki.

Hugur okkar verður að samrýmast huga Guðs og hans hugsunarhætti

Vegna þess að Guð er kærleikur verður hugsun hans að vera samstíga kærleika.

Þess vegna erum við áminnt í Filippíbréfinu um að hugsa svona.

Filippíbréfið 4:8

Að endingu, bræður, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.

Við sögðum fyrr í þessum kennslum að þegar hugur þinn og varir missa kraftinn til að særa, muntu ganga í alveg nýtt samband við Guð og verða samstíga honum. Þú umbreytist við endurnýjung hugarfarsins.

Biblían segir, að við erum það sem við hugsum, þegar hugsun okkar og tal er endurnýjað í kærleika, munt þú umbreytast.

Satan er mjög meðvitaður um þessa staðreynd

Það er allsherjar árás á huga þinn. Hugurinn er aðal bardagavöllurinn og þú munt þjóna þeim sem vinnur stríðið um huga þinn.

Að skilgreina hugann

Þetta er mjög erfitt þar sem við vitum mjög lítið um mannsheilann. Svo virðist sem heilinn sé líf- og segulrafmagnaður massi af gráu efni. Mannsheilinn er ótrúleg tölva, það er hægt að nota hann til að hugsa, hann getur greint upplýsingar og komist að niðurstöðum alveg eins og tölva, en það má efast um að hann geti skapað hugsanir.

Hægt er að forrita mannshugann með hugtökum, þekkingu, hugmyndum og gildum sem hann keyrir á samkvæmt forrituninni. Starf Satans er að forrita huga þinn þannig að hann keyri í samræmi við hans gildi. Hann er fær um að forrita menn með lygum og gildum sem eru andstæð hugsunum og háttum Guðs.

Horfðu bara á sjónvarpið í nokkra tíma og sjáðu hversu mörg andguðshugtök eru að koma inn í heilann á þér. Satan mun reyna að forrita huga þinn. Tölvuleikir eru orðnir margra milljarða dollara fyrirtæki og eru mjög öflugt tæki Satans, hannað til að forrita huga þessarar kynslóðar, ungt fólk, með hatri, hefnd, ofbeldi og losta. Sannarlega er baráttan um huga þinn.

Rangar fyrirmyndir ungmenna eru öflug satanísk leið til að forrita unglinga með röngum gildum, andstætt náttúru Guðs, andstætt sannleikanum.

Dýr hafa sál en ekki anda, maðurinn er andi og hefur sál og líkama.

Dýr hafa heila sem er að mestu leyti fyrirfram forritaður. Sæskjaldbökur klekjast út og stefna á vatnið, hver sagði þeim að það væri málið? Það er í forritun þeirra, við köllum þetta eðlishvöt.

Hundur getur ekki átt upptökin að hugsun, en það er hægt að þjálfa hann (forrita) til að bregðast við á ákveðinn hátt.

Maðurinn er öðruvísi, hann er skapaður í mynd og líkingu Guðs

Maðurinn hefur anda jafnt sem heila. Þetta aðgreinir hann frá öllum öðrum lifandi verum.

Maðurinn hefur anda sem getur tekið á móti þekkingu og skilningi, við köllum þetta opinberun, heili hans getur flokkað og sigtað upplýsingar bæði frá veraldlega heiminum í gegnum skilningarvitin fimm, heyrn, sjón, snertingu, lykt og bragð, en einnig beint frá Guði í gegnum andann.

Það er á okkar ábyrgð að forrita okkar eigin heila og við munum keyra samkvæmt þeirri forritun.

Orðskviðirnir 22:6

Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda, og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.

Líf hans mun stjórnast af því sem hefur verið forritað í hann.

Síðara Tímóteusarbréf 3:15

Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú.

Þegar þú fæddist að nýju var andi þinn fylltur sæði Guðs og allt sem Guð er, er í því sáðkorni. Þegar þú horfir á örlítið eplafræ virðist ómögulegt að risastórt eplatré með miklum ávöxtum sé í því fræi, en svo er og miðað við rétt loftslag og jarðveg verður það risastórt, frjósamt tré.

Þegar þú endurfæddist var sæði Guðs plantað í þig, miðað við réttan jarðveg og loftslag mun það vaxa og verða eins og Hann.

Fyrra Korintubréf 2:16

Því að hver hefur þekkt huga Drottins, að hann geti frætt hann? En vér höfum huga Krists.

Djúpt í anda okkar, sem tengist heilögum anda, er hugur Krists.

Þetta er staðreynd, sá sem er tengdur Drottni er einn andi, vandamálið er að hugur okkar og andi okkar er ekki samrýmanlegur, þeir hugsa öðruvísi.

Þegar hugur okkar er endurnýjaður, endurforritaður og samhæfni er á milli huga okkar og anda, flæðir ljós inn í alla veru okkar og umbreyting hefst.

Hugurinn er hlið að anda okkar og þegar hann er opinn flæðir ljós frá anda okkar inn í alla tilveru okkar.

Sáðkornið í anda ykkar getur ekki vaxið þegar hugur ykkar stríðir gegn sannleikanum. En þegar hugur þinn er endurnýjaður af sannleikanum og þú kastar meðvitað út öllu sem er andstætt sannleika Guðs orðs, hefst raunveruleg og hröð breyting innra með þér. Þegar opinberun kemur til okkar og við meðtökum hana, þá er það lífgandi sannleikur. Hugurinn er endurforritaður með þeim sannleika. Opinberun ber með sér kraft til að endurnýja hugann.

Takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins

Þegar hugur þinn og hjarta eru sammála flæðir ljós inn í alla tilveru þína. Hugur þinn og andi verða að vera sammála. Andi þinn og hugur þinn eru ekki samstíga en þegar þú endurfæðist, hefst ferli og forritun með það markmið að laga huga Krists að anda þínum.

Filippíbréfið 1:27

En hvað sem öðru líður, þá hegðið yður eins og samboðið er fagnaðarerindinu um Krist. Hvort sem ég kem og heimsæki yður eða ég er fjarverandi, skal ég fá að heyra um yður, að þér standið stöðugir í einum anda og berjist saman með einni sál fyrir trúnni á fagnaðarerindið

Við höfum verið þjálfuð af veraldlegu menntakerfi okkar tíma, í afleiðsluröksemdum byggðum á rökfræðireglum, hinni heimslegu hugsun.

Rómverjabréfið 8:5-7

Því að þeir sem láta stjórnast af holdinu, hyggja á það sem holdsins er, en þeir, sem láta stjórnast af andanum, hyggja á það sem andans er. -6- Hyggja holdsins er dauði, en hyggja andans líf og friður. -7- Hyggja holdsins er fjandskapur gegn Guði, með því að hún lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki.

Það er lykilatriði að endurforrita huga þinn, svo að hann hugsi eins og Guð hugsar ef við ætlum að verða eins og Hann.

Þú verður að endurheimta huga þinn. Hér er orrustan þín. Gerðu þér grein fyrir að þú ert að takast á við öflugan andstæðing sem vill huga þinn svo hann geti stjórnað þér.

Síðara Korintubréf 10:5

Vér brjótum niður hugsmíðar og allt, sem hreykir sér gegn þekkingunni á Guði, og hertökum hverja hugsun til hlýðni við Krist.

Filippíbréfið 4:8

Að endingu, bræður, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.

Þetta er stríð! þú verður að berjast, ná huganum aftur og umbreytast

SOTK – Verða eins og Jesús 3.hluti

SOTK – Verða eins og Jesús 3.hluti

Ég var alinn upp í hvítasunnuumhverfi frá fæðingu, þar sem ég upplifði nærveru Heilags anda. Afi minn var prédikari í velsku vakningunni, faðir minn var farandsprédikari sem tók þátt í vakningum snemma á þriðja áratugnum. Ritningin segir okkur að frumkirkjan hafi snúið hinum þá þekkta heimi á hvolf. Hvers vegna hafa hvítasunnuhreyfingar nútímans ekki gert slíkt hið sama?

Páll postuli talaði um möguleikann á því að gjafir andans yrðu sem hljómandi málmur og klingjandi bjalla, með öðrum orðum mjög yfirborðskenndar. Hann talaði líka um betri leið, leið kærleikans. Hvítasunnuhreyfingarnar hafa lagt höfuðáherslu á gjafir andans en þeim hefur sárlega vantað að leggja áherslu á ávexti andans sem undirstöðuatriði. Þetta hefur framkallað vanþroska og yfirborðskennda trúmennsku sem hefur haft áhrif á ávextina og uppskeruna.

Fyrra Korintubréf 12 & 13

12:31  Nei, sækist heldur eftir náðargáfunum, þeim hinum meiri. Og nú bendi ég yður á enn þá miklu ágætari leið.

13:1-2  Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. -2- Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.

13:8  Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.

13:10  En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum.

Þegar hið fullkomna er komið. Her fullkomnaður í kærleika

Nýtt sæði er að spretta fram á jörðinni. Það eru niðjar Drottins í líkingu hans, fólk eins og hann, sem er kærleikur. Þessu fólki mun Guð fela mikið vald og kraft, kraft til að elska heiminn með og sækja síðustu uppskeruna.

Fullkomnaður kærleikur

Þetta verður að verða aðalmarkmið okkar þar sem það ryður vegin til að koma okkur í sameiningu við Drottin.

Efesusbréfið 3:16-17 & 19

Megi hann gefa yður af ríkdómi dýrðar sinnar að styrkjast fyrir anda sinn að krafti hið innra með yður, -17- til þess að Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum yðar og þér verða rótfestir og grundvallaðir í kærleika.  -19- sem gnæfir yfir alla þekkingu, og náið að fyllast allri Guðs fyllingu.

Breytingar eiga sér stað með tveimur ferlum:

Með því að verða kærleikur og með því að verða fyrir áþreifanlegri nærveru Guðs.

Þegar opinberun er miðlað og skiljum við þetta ferli og getum byrjað að ganga inn í nýja lífshætti. Ný og lifandi leið til kærleika.

Fylling hinnar nýju sköpunar er maður að fullu endurreistur, á líkama, sál og anda. Hann verður þá að fullkominni nýsköpun, nýrri tegund á jörðinni sem Jesús var fyrstur af.

Skekkt, brenglað og fallið ástand mannsins gerir hann ófær um að vera eitt með Drottni, þess vegna er þetta breytingaferli nauðsynlegt.

Vandamálið okkar við að sameinast Drottni er ósamrýmanleiki. Við verðum að verða eins og hann til að verða eitt með honum. Guð er kærleikur og við verðum að verða kærleikur til að vera samrýmanleg honum.

Að ganga inn í þessa sameiningu eða einingu með Drottni næst ekki með verkum, það er verk Heilags anda, það er náðarverk. Ég hef séð kristna menn fara leið sjálfsafneitunar sem jaðrar við eins konar munkatrú. Þeir skilja sig frá eðlilegu lífi og trúa því að ef þeir skilja sig frá efnislegum hlutum muni þeir finna náð hjá Guði. Þetta er bara annað form verka og er blekking.

Ég hef heyrt sagt að þú getir ekki átt eignir og verið í einingu með Drottni. Það skiptir í raun ekki máli hvers konar bíl þú keyrir eða hvers konar húsi þú býrð í, það sem skiptir máli er ást þín til Drottins og vilji þinn til að hlýða honum.

Snerting við áþreifanlega nærveru drottins mun breyta þér

Síðara Korintubréf 3:18

En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins.

Þetta er eitt merkilegasta vers ritningarinnar í Biblíunni. Það er að segja að við getum orðið eins og Jesús með því að einfaldlega afhjúpa okkur fyrir honum.

Það er andlegt lögmál sem segir

Hvað sem þú einbeitir þér að muntu tengjast og miðlun mun eiga sér stað.

Til dæmis ef þú í hjarta og huga eða ímyndunarafli einbeitir þér að lostafullri senu, muntu tengjast andanum á bakvið hana og miðlun mun eiga sér stað.

Jakobsbréf 1:15

Þegar girndin síðan er orðin þunguð, elur hún synd, og þegar syndin er orðin fullþroskuð, fæðir hún dauða.

Hins vegar gildir þetta lögmál líka um það jákvæða, það góða í lífinu.

Þegar við einblínum á að Drottinn opni hjarta okkar fyrir honum verður tenging og miðlun á sér stað. Þetta er breytingaferlið, það er eingöngu af náð. Allt sem þú þarft að gera er að koma til hans og sjá hann.

Við þurfum að skoða þetta ritningarvers úr frumgrísku til að skilja það betur.

Við eigum að sjá Drottin með OPNU andliti “Gk anakalupto”

343. anakalupto, an-ak-al-oop’-to; frá G303 (í merkingunni viðsnúningur) og G2572; óhjúpað:–opið, ([un-]) tekið í burtu.

Opið andlit, afhjúpað andlit talar um að koma frammi fyrir Drottni með heiðarleika, eða án tilgerðar, með lítum og öllu sem þér fylgir, með þörf og löngun til að breytast.

Síðara Korintubréf 3:15-16

Já, allt til þessa dags hvílir skýla yfir hjörtum þeirra, hvenær sem Móse er lesinn. -16- En þegar einhver snýr sér til Drottins, verður skýlan burtu tekin.

Þú horfir á Drottin eins og þú myndir líta á sjálfan þig í spegli. Þú virðir hann fyrir þér. Þetta felur í sér að nota ímyndunarafl þitt, sem Guð gaf þér til að hjálpa þér að sjá hluti fyrir þér.

Það sem þú sérð í speglinum er Drottinn í allri sinni dýrð (góðvild)

Þegar þú horfir á hann með kærleika í hjarta þínu til hans, muntu tengjast honum og miðlun mun eiga sér stað. Eitthvað mun breytast í þér þegar hluti af honum verður hluti af þér. Þú munt byrja að verða eins og hann.

Orðið breytast í þessu versi hér fyrir neðan er áhugavert. Þegar við sjáum hann erum við BREYTT. Gríska orðið fyrir breytt er. metamorphoo:G3339 Þetta er mjög öflugt orð sem þýðir algjöra breytingu. Við fáum enska orðið okkar Metamorphous frá þessu gríska orði. Þetta er sama mynd af breytingu þegar að maðki er breytt í fiðrildi.

Rómverjabréfið 12:2

Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti (transformed KJV) með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.

Orðið háttaskipti í þessu versi er gríska orðið metamorphoo:G3339

Við munum skoða þetta vers í smáatriðum síðar. Þetta orð er líka notað um Jesú þegar hann var ummyndaður á fjallinu þ.e. metamorphoo:G3339

Þetta er stór lykill sem við verðum að skilja til að umbreytast: Móse ljómaði þegar hann kom niður af fjallinu vegna þess að hann hafði horft á dýrð Drottins; hann var farinn að ummyndast. Hann varð hógværasti maður sem uppi hefur verið, birtingarmynd af sönnum kærleika.

Rómverjabréfið 12:2 segir: Hegðið yður eigi eftir öld þessari. Ekki einblína á hluti þessa heims svo þú verðir ekki eins og þeir sem í heiminum eru. Hugsaðu um það sem er hið efra þar sem Kristur er.

Kólossusbréfið 3:2-4

Hugsið um það, sem er hið efra, en ekki um það, sem á jörðinni er. -3- Því að þér eruð dánir og líf yðar er fólgið með Kristi í Guði. -4- Þegar Kristur, sem er líf yðar, opinberast, þá munuð þér og ásamt honum opinberast í dýrð.

Þú verður eins og það sem þú einblínir á. Þetta er djúpstæður andlegur veruleiki.

Sálmur 135:17-18

þau hafa eyru, en heyra ekki, og eigi er heldur neinn andardráttur í munni þeirra. -18- Eins og þau eru, verða smiðir þeirra, allir þeir, er á þau treysta.

Ég hef verið á sumum af dimmustu stöðum á þessari jörð á meðal þeirra sem tilbiðja skurðgoð, og þú getur séð líkingu skurðgoða þeirra greypt í andlit þeirra, þau byrja að taka á sig líkingu skurðgoðanna sem þau tilbiðja.

Hversu miklu frekar eigum við að einblína á Drottin og sjá dýrð hans.

Þessi nálægð við nærveru Drottins er lykill að umbreytingu. Þegar þú gengur í kærleika í hugsunum þínum, gjörðum, orðum og þrám, mun ljósið sem streymir í gegnum þig byrja að umbreyta þér.

Þegar þú eyðir gæðatíma í návist Drottins og elskar hann þegar þú einblínir á hann, mun þessi umbreyting aukast.

Ef þú uppfyllir hið konunglega lögmál, munt þú fljótt breytast og áhrifin verða stórkostleg þegar öll þín vera gengst undir umbreytingarferlið. Hægt en örugglega verður vilji þinn samhæfari við Drottin sem er kærleikur og þú munt byrja að ganga í einingu með honum.

Fyrra Korintubréf 13:4-13

Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. -5- Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. -6- Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. -7- Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. -8- Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok. -9- Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum. -10- En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum. -11- Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn. -12- Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn. -13- En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.

Guð blessi þig

 

 

 

SOTK – Verða eins og Jesús 2.hluti

SOTK – Verða eins og Jesús 2.hluti

Guð er að fæða fram nýtt sæði á jörðina, vegna þess að það er sæði hans, mun það verða eins og hann. Hann er að fæða fram marga syni í sinni mynd og líkingu, þar sem við fylgjum einfaldlega handleiðslu Jesú sem er vegur kærleikans mun þessi umbreyting hefjast í lífi okkar, það mun gerast á einfaldan en þó djúpan hátt, fyrir náð hans byrjum við að breytast.

Ef við höfum löngun til að breytast og verða líkari honum og við vöxum í kærleika, þá verður breytingin sjálfvirk. Það er nú ekki erfitt! Þegar við leggjum niður líf okkar til að birta hann sem er kærleikur, munu hraðar breytingar eiga sér stað innra með okkur.

Nú er nauðsynlegt að útskýra hvernig þetta virkar svo við getum unnið með Guði í þessu umbreytingarverki.

Farísearnir voru guðfræðingarnir þegar Jesús gekk um jörðina í holdi sínu. Þeir lærðu lögin og voru opinber yfirvöld við að túlka ritningarnar. Með öllum þessum lærdómi vissu þeir ekki hver Jesús var.

Þeir voru vandvirkir við að fylgja jafnvel fínustu atriðum laganna en misstu hins vegar af hinum raunverulega sannleika. Jesús sagði þetta um þá.

Jóhannesarguðspjall 5:39-40

“Þér rannsakið ritningarnar, því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær, sem vitna um mig, en þér viljið ekki koma til mín og öðlast lífið.”

Margir kristnir þekkja orð Guðs, en þekkja ekki höfundinn, þeir vita ekki hver hann er.

Jesús var að segja að þú lest ritningarnar en kemur ekki til mín til þess að þú megir hafa líf.

Matteusarguðspjall 15:17-20

“Skiljið þér ekki, að allt sem inn kemur í munninn, fer í magann og lendir síðan í safnþrónni? En það sem út fer af munni, kemur frá hjartanu. Og slíkt saurgar manninn. Því að frá hjartanu koma illar hugsanir, manndráp, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, ljúgvitni, lastmælgi. Þetta er það, sem saurgar manninn. En að eta með óþvegnum höndum saurgar engan mann.”

Ef við ætlum að verða eins og Jesús verðum við að vita hvernig hann er.

Við verðum að vita og skilja hvernig hann umbreytir okkur.

Jesús sagði að það sem kemur út úr okkur, saurgar okkur.

Matteusarguðspjall 15:17-20

“Skiljið þér ekki, að allt sem inn kemur í munninn, fer í magann og lendir síðan í safnþrónni? En það sem út fer af munni, kemur frá hjartanu. Og slíkt saurgar manninn. Því að frá hjartanu koma illar hugsanir, manndráp, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, ljúgvitni, lastmælgi. Þetta er það, sem saurgar manninn. En að eta með óþvegnum höndum saurgar engan mann.”

Þetta er djúpstæð yfirlýsing og gefur okkur innsýn í breytingaferlið innra með okkur til góðs eða ills.

Fyrir mörgum árum í upphafi þjónustu minnar, opnaði Drottinn augu mín fyrir andaheiminum. Þetta stóð í margar vikur þar til ég bað Drottin um að loka fyrir það. Í margar vikur voru augu mín opin fyrir veruleika hins andlega bæði dag og nótt, ég gat ekki lokað fyrir þetta. Mér til mikils léttis lokaði Drottinn minn aftur fyrir þetta.

Á þessu tímabili fór ég að skilja hvernig sumar athafnir og gjörðir manna í hinum veraldlega heimi hefur áhrif í hinu andlega.

Við höfum tilhneigingu til að tala um ást og hatur sem óhlutbundnar birtingarmyndir, bara tilfinningar, orð eða langanir o.s.frv. Hins vegar er þetta ekki raunin.

Ástin er kraftur og hefur efni; hatur er máttur og hefur efni. Allur kraftur birtist sem titringur. Þetta sést betur á hljóði; hljóð er einfaldlega titringur(tíðni) og hefur bylgjulengd sem skilgreinir ýmsar birtingarmyndir þess.

Þegar ég nota orðið „kraftur“ má líta á það sem tíðni. Þessi tíðni eða kraftur getur verið gagnlegur eða skaðlegur fyrir okkur. Englar hafa miklu hærri tíðni en menn, og nema þú sért stilltur á þeirra tíðni eru þeir okkur ósýnilegir.

Kraftur Guðs sem framkallar skapandi kraftaverk er miklu hærri tíðni en krafturinn sem er notaður til að lækna aðstæður sem krefjast ekki skapandi kraftaverka. Ljós og hljóð eru kraftur sem starfa innan ákveðinna tíðna.

Þú segir, hvað hefur þetta að gera með að umbreytast í mynd Jesú? Góð spurning, það hefur allt að gera með umbreytingu þína.

Leyfðu mér að lýsa sumu af því sem ég sá og skildi á þeim tíma þegar augu mín voru opin fyrir andasviðinu.

Rómverjabréfið 14:7

“Því að enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér.”

Þegar við göngum í gegnum lífið skiljum við eftir okkur slóð góðs og ills, jákvæðra og neikvæðra áhrifa. Þessar slóðir sitja eftir og áhrif þeirra jafnvel margfaldast. Þetta er einn af grundvallarveruleika lífsins. Við skiljum ekki aðeins eftir okkur slóð heldur búum við til okkar eigið himnaríki eða helvíti.

Orðskviðirnir 23:7

“Því að eins og hann hugsar í hjarta sínu, svo er hann.” (KJV)

Sérhver hugsun sem við höfum, kemur út frá okkur sem kraftur eða titringur, þetta á líka við um orðin sem við tölum og þær sterku langanir sem við höfum.

Ég sá að sérhver hugsunarorð, löngun eða tilfinning eins og ást, gleði, reiði, sjálfsvorkunn eða ótti birtist í gegnum okkur sem kraftur, sem aftur birtist í andaheiminum sem litur, hljóð, lykt, og oft er hægt að finna bragð.

Það er vers sem sýnir okkur að þessi kraftur eða tíðni sem við vörpum frá okkur hefur einmitt þessi áhrif. Ef þú ert til dæmis að varpa frá þér tíðni ótta, þá skynja illu andarnir það og dragast að þér til að láta ótta þinn verða að veruleika. (Innskot þýðanda)

Orðskviðirnir 10:24

“Það sem hinn óguðlegi óttast, kemur yfir hann”

Viðhorf þín bókstaflega klæða þig í ljós eða myrkur

Sjálfsvorkunn klæðir þig í hræðilega ógeðslegan lit og lykt sem heldur þér föstum í því ástandi og það hefur áhrif á aðra í kringum þig. Þessi kraftur hefur áhrif á heilsu þína og andlegt ástand.

Viðhorf þín klæða þig ljósi eða myrkri, við erum öll stöðugt að gefa frá okkur eitthvað. Þessar útsendingar frá þér eru kraftur og hafa mikil áhrif á þig.

Sjö andar Drottins í kringum hásæti Guðs eru táknaðir með litum sem hver um sig gefur frá sér mismunandi lit regnbogans. Opinberunarbókin 2. og 4. kafli.

Ótti er svo sterkur titringur eða kraftur að djöflar geta greint hann úr mikilli fjarlægð.

Djöfulegir andar og englar geta vitað hvað þú ert að framkalla úr lífi þínu með þeim litum, hljóði,  lykt og bragðinu sem streymir frá þér.

Langanir manneskju til góðs eða ills framkalla kraft og titring sem fer frá henni.

Þetta ljós, litir, hljóð, lykt, sem fer í gegnum þig, saurgar þig eða hreinsar þig.

Jesús sagði að það er það sem kemur út af þér sem saurgar þig.

Sérhver neikvæðni, eigingirni, afbrýðisemi, reiði, ófyrirgefning eða viðhorf sjálfsvorkunnar koma fram á þennan hátt. Þessi viðhorf kalla fram ótímabæra öldrun, valda sjúkdómum og valda skaða á öllum stigum tilveru þinnar.

Á hinn bóginn mun sérhver kærleiksrík, góð og langlynd viðhorf gera hið gagnstæða og blessa þig með ríkulegu lífi.

Skoðum Jesaja 61:2-3

“til að boða náðarár Drottins og hefndardag Guðs vors, til að hugga alla hrellda, til að láta hinum hrelldu í Síon í té, gefa þeim höfuðdjásn í stað ösku, fagnaðarolíu í stað hryggðar, skartklæði (klæði lofgjörðar, KJV) í stað hugarvíls. Þeir munu kallaðir verða réttlætis-eikur, plantan Drottins honum til vegsemdar.”

Athugið: þessi ritningin kallar lofgjörð, klæði. Eitthvað sem þú klæðir þig með.

“Strongs” Hebreska orðabókin útskýrir þetta sem að klæða sig ljósi og lit, að skína

Flík 4594. ma’ateh, mah-at-eh’; frá H5844; klæðnaður:–klæði.

Lofgjörð 8416. tehillah, teh-hil-law’; frá H1984; lofgjörð; sérstakur. (samþ.) sálmur:–lofgjörð. Þetta kemur frá rótinni halal

1984. halal, haw-lal’; a prim. rót; að vera hreinn (uppruni hljóðs, en venjulega af lit); að skína; dýrð, gefa [ljós]

Þegar þú lofar Guð frá hjarta þínu byrjar þú að gefa frá þér ljós, lit og hljóð, þessi klæði lofgjörðar eyða myrkri þyngdar (þunglyndi).

Þú ert alltaf að sýna eða senda eitthvað. Hvað sem þú ert að senda mun annað hvort vegsama þig eða tortíma þér. Svo einfalt er það.

Ég sá fólk sýna hatur, þetta hatur fór um það eins og dimmt drulluský sem umvafði það og dreifðist marga metra út frá þeim.

Vantrú kemur fram eins og mjög dökkur litur sem eyðileggur fólk hægt og rólega og opnar líkama þeirra fyrir sjúkdómum, hún hefur líka neikvæð áhrif á hugann.

Það er gríðarlegur kraftur í hugsunum okkar.

Orðskviðirnir 23:7

“Því að eins og hann hugsar í hjarta sínu, svo er hann.” (KJV)

Hvert okkar er á mismunandi andlegu stigi og þroska, þetta birtist í gæðum ljóssins sem við sendum frá okkur. Þetta ljós með sínum afbrigðum birtist í því sem oft er kallað ára okkar og umlykur okkar andlega mann. Því bjartara sem ljósið er því lengra ertu komin andlega. Þetta er áberandi í hinu andalega.

Öfund hefur niðurdrepandi dökkgrænan lit og hefur hræðilega lykt. Þegar öfund fer í gegnum þig hefur það áhrif á þig líkamlega og andlega, þið hafið eflaust heyrt orðatiltækið, “grænn af öfund”.

Því að úr hjartanu koma vondar hugsanir, þetta er það sem saurgar manninn. Sjá Mat 15:19-20.

Þegar hugur þinn og varir missa kraftinn til að skaða ljósið sem kemur í gegnum þig, verður þú svo ljómandi og kraftmikill að það mun umbreyta þér.

Þegar Móse var kominn á enda sinnar þjónustu hafði hann fullkomna heilsu, fullkomna sjón, fullkomna heyrn og hefði lifað áfram ef Guð hefði ekki tekið hann. Hvers vegna var þetta?

Ritningarnar segja okkur að hann hafi verið hógværasti maður sem nokkurn tíma hafði lifað. Hógværðin, auðmýktin sem hann gekk í breytti honum svo að náttúrulega líf hans varð ekki fyrir skaða. Önnur ástæðan fyrir þessu var sú að hann hafði eytt svo miklum tíma í nærveru og dýrð Guðs að það breytti honum líka.

Boltinn liggur hjá okkur, hvernig ætlum við að lifa og hvaða krafti(tíðni) varpa frá okkur?

SOTK – Verða eins og Jesús 1.hluti

SOTK – Verða eins og Jesús 1.hluti

Trúarbrögð segja okkur hvað við eigum að gera og hvað ekki. Sönn kristni segir okkur hvað við eigum að verða og hvernig við eigum að verða það

Þessi staðhæfing aðskilur trúarbrögð og sanna kristni í sundur, kirkjan hefur alltaf sagt okkur hvað við eigum að gera og hvað við eigum ekki að gera, setur áherslu á hegðun og verk, sem flestum finnst ómögulegt að laga sig að.

Til þess að sigra þennan trúræknis-anda þurfum við að sjá frá öðru sjónarhorni hvað það er sem Guð krefst af okkur.

Guð setti í Gamla testamentinu siðferðisreglur sem kallast lögmálið. Það var mjög erfitt að fylgja þessum kröfum, svo Guð kom á kerfi fórna til að hylja synd. Þegar Jesús kom, uppfyllti hann allt lögmálið og ný og lifandi leið varð okkur tiltæk í gegnum krossinn.

Við höfum séð að tilgangur endurlausnar okkar er að gera okkar sönnu köllun mögulega, að verða eins og Jesús. Þetta er hin æðsta köllun og ætti að vera aðalmarkmið okkar í lífinu. Hvernig er þetta hægt?

Ekki með því að gera heldur verða

Við getum ekki orðið eins og einhver nema við vitum hvernig hann er.

Hvernig er Guð?

Biblían lýsir Guði á tvo sérstaka vegu.

1.Jóhannesarbréf 1:15

“Og þetta er boðskapurinn, sem vér höfum heyrt af honum og boðum yður: Guð er ljós, og myrkur er alls ekki í honum.”

Guð er ljós. Hann gefur ekki ljós, Hann er ljós. Guð gefur auðvitað ljós en það lýsir honum ekki. Guð er ljós.

1.Jóhannesarbréf 4:8 & 16

“Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur.”

“Vér þekkjum kærleikann, sem Guð hefur á oss, og trúum á hann. Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum.”

Guð er ljós og Guð er kærleikur

Kærleikurinn lýsir eðli hans og ljósið lýsir andlegum kjarna hans og krafti.

Guð er ljósvera og það ljós er aflgjafi alls alheimsins, það ljós er skapandi kraftur Guðs, lækningamátturinn, krafturinn sem veitir opinberun og skilning. Jesús er ljós heimsins og fyrir hann, og ljós Hans er allt til.

Kólossubréfið 1:15-17

“Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumburður allrar sköpunar. Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og herradómar, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans. Hann er fyrri en allt, og allt á tilveru sína í honum.”

Guð er kærleikur, þetta lýsir eðli hans. Allt sem Guð gerir er alltaf og að eilífu knúið áfram af kærleika, því það er það sem Hann er.

Ef við ætlum að verða eins og Hann verðum við að verða kærleikur

Margir kristnir vilja verða öflugri, þeir vilja meira vald, fleiri gjafir, meiri smurningu. Þessi áhersla og hvatning er röng. Af hverju viljum við þessa hluti?

Ef þú verður kærleikur, mun Guð gefa þér kraft til að elska með

Guð krefst nú fyrst af okkur að við verðum kærleikur til að verða hæf fyrir vald Guðsríkisins. Trúarbrögð byggjast á verkum og lögum, sannkristni byggir á kærleika og kærleiksverkum. Ef við lifum og göngum í kærleika uppfyllum við allar kröfur lögmálsins og spámannanna.

Matteusarguðspjall 22:37-40

“Hann svaraði honum: Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.”

Þegar Jesús kom til að lifa innra með okkur, gerði hann það til að lifa lífi sínu í gegnum okkur. Okkur hefur verið kennt hver við erum í Kristi, en það ætti í raun að vera hver Hann er í okkur.

Boðskapur Jesú var einfaldur, allt sem Hann krefst af okkur er að elska Drottin af öllu hjarta og elska mannkynið eins og við myndum elska okkur sjálf.

Nú virðist þetta of einfalt, en svo er ekki. Kirkjan hefur oft kennt hið gagnstæða og við sjáum þann slæma ávöxt sem hún hefur gefið af sér. Allt of mikið af kristnu fólki er í ósigri og fráfalli.

Getur verið að okkur hafi skjátlast svona mikið? Já.

Ritningarnar sýna þetta mjög skýrt, ef við göngum í kærleika munum við umbreytast.

1.Jóhannesarbréf 2:10 & 5

“Sá sem elskar bróður sinn, hann er stöðugur í ljósinu og í honum er ekkert, er leitt geti hann til falls.”

“En hver sem varðveitir orð hans, í honum er sannarlega kærleikur til Guðs orðinn fullkominn. Af því þekkjum vér, að vér erum í honum.”

Hver sem heldur orð Hans, hvaða orð?

Orðið um að elska Guð af öllu hjarta og bróður þinn eins og sjálfan þig.

1.Jóhannesarbréf 2:7-11

“Þér elskaðir, það er ekki nýtt boðorð, sem ég rita yður, heldur gamalt boðorð, sem þér hafið haft frá upphafi. Hið gamla boðorð er orðið, sem þér heyrðuð. Engu að síður er það nýtt boðorð, er ég rita yður, sem er augljóst í honum og í yður, því að myrkrið er að hverfa og hið sanna ljós er þegar farið að skína. Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er ennþá í myrkrinu. Sá sem elskar bróður sinn, hann er stöðugur í ljósinu og í honum er ekkert, er leitt geti hann til falls. En sá sem hatar bróður sinn, hann er í myrkrinu og lifir í myrkrinu og veit ekki hvert hann fer, því að myrkrið hefur blindað augu hans.”

Sá sem elskar bróður sinn dvelur í ljósinu og það ljós mun hreinsa hann og umbreyta. Þegar þú verður kærleikur verður þú eins og Guð, því Guð er kærleikur.

Þegar kærleikurinn streymir í gegnum þig, streymir ljós í gegnum þig og það ljós mun umbreyta þér.

Djúpt samband byrjar að eiga sér stað á milli þín og Guðs þegar þú lærir að elska og gefa út kærleika, og það samband mun umbreyta þér í líkingu Hans.

1.Jóhannesarbréf 4:16

“Vér þekkjum kærleikann, sem Guð hefur á oss, og trúum á hann. Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum.”

Guð blessi þig

SOTK – Örlög 4.hluti

SOTK – Örlög 4.hluti

Baráttan heldur áfram

Í síðustu viku fórum við yfir hversu hörð báráttan um örlög þín er og hversu mikilvægt það er að vaka og biðja fyrir vilja Guðs fyrir köllun þinni.

Eftir átökin um Rebekku, eiginkonu Ísaks varð blóðlínan aftur óskýr, Jakob sonur Ísaks, vex úr grasi og stýrir nú um sjötíu manna liði.

Guð með fyrirvitund sinni leyfir að Jósef verði seldur sem þræll til Egyptalands. Eini valkostur Satans er að þurrka út alla ættina. Hann veldur mikilli hungursneyð um landið. Ætt Jakobs er við það að deyja vegna hungursneyðar.

Nú verður Jósef sem var seldur í þrældóm, forsætisráðherra Egyptalands, við þekkjum söguna, Jakob ásamt allri ætt sinni flyst til Egyptalands og Satan er sigraður aftur.

Næsta ógn kemur á tímum Móse. Satan lætur Faraó í örvæntingu sinni gera tilskipun um að öll karlkyns börn skuli myrt. Þetta myndi á áhrifaríkan hátt valda því að Ísrael myndi hverfa af jörðinni innan tveggja kynslóða. Móse bjargast og kemst til valda í Egyptalandi. Hans raunverulegu örlög byrja síðan að koma fram. Móse leiðir Ísraelsmenn út úr Egyptalandi.

Þú uppskerð alltaf eins og þú sáir, allir frumburðir Egypta dóu í Egyptalandi

Við þurfum að halda stutt reikningsskil við Guð, annars uppskerum við eins og við sáum. Stöðugt viðhorf iðrunar, að halda höndum okkar hreinum er mjög mikilvægt til að hætta að uppskera slæmar afleiðingar í lífi okkar. Á sanskrít tungumálinu hafa þeir orð yfir þetta, “Karma” sem þýðir bókstaflega “Komdu aftur”. Það sem við sáum mun koma aftur til að ásækja okkur eða blessa okkur, valið er okkar.

Yfir tvær milljónir manna fóru frá Egyptalandi, en hvar flæddi hin réttláta blóðlína?

Mörgum árum síðar opinberar Guð aftur hvar hún liggur.

1.Mósebók 49:10

Ekki mun veldissprotinn víkja frá Júda, né ríkisvöndurinn frá fótum hans, uns sá kemur, er valdið hefur, og þjóðirnar ganga honum á hönd.

Í þessari ritningu opinberar Guð hvar hin réttláta lína er, héðan í frá mun hún liggja í gegnum ættkvísl Júda og nánar tiltekið í gegnum konungslínu Júdakonunga.

Héðan í frá myndu Júdakonungar lenda í útrýmingarhættu. Aftur og aftur voru þeir teknir af lífi, eða urðu spilltir, þannig að þeir urðu vanhæfir, og þannig geisaði baráttan.

Stór ógn í 2. Kroníkubók 22:10

Þegar Atalía móðir Ahasía sá, að sonur hennar var dauður, fór hún til og lét drepa alla konungsætt Júda.

Kona varð innblásin af Satan til að tortíma öllum konunglegum niðjum Júda húss.

Þetta var mikil ógn gegn fyrirheiti Guðs að mylja höfuð Satans eins og fyrirskipað var í aldingarðinum Eden.

Guð var einu skrefi á undan Satan.

2. Króníkubók 22:11-12

Þá tók Jósabat, dóttir Jórams konungs, Jóas Ahasíason á laun úr hóp konungssonanna, er deyða átti, og fól hann og fóstru hans í svefnherberginu. Þannig fól Jósabat, dóttir Jórams konungs, kona Jójada prests, hann því að hún var systir Ahasía fyrir Atalíu, svo að hún lét eigi drepa hann. Og hann var hjá þeim á laun sex ár í musteri Guðs, meðan Atalía ríkti yfir landinu.

Tilraun Satans til að drepa allt konunglega sæðið varð að engu

Uppfylling spádómsorðsins sem borið var fram í Eden hékk á bláþræði á einu pínulitlu barni. Þetta barn var falið í sex ár. Hann myndi verða konungur.

Það er mjög mikilvægt að hafa agað bænalíf, biðjum mikið í andanum svo Heilagur Andi geti varðveitt okkur gegn áætlun óvinarins að stöðva köllun okkar.

Við höfum ekki tíma til að rekja þessa áframhaldandi baráttu í gegnum ritningarnar. Esterarbók lýsir annarri þjóðarkreppu.

Að lokum er ung stúlka heimsótt af englinum Gabríel, María fæðir fyrirheitna sæðið og þau nefna barnið Jesú.

Heródes gefur tilskipun um að öll karlkyns börn undir vissum aldri skuli drepin. Þetta var síðasta örvæntingarfulla tilraun Satans til að stöðva uppfyllingu orðsins sem talað var gegn honum í Eden.

Loksins deyr Jesús á krossinum og hrópar “ÞAÐ ER FULLKOMNAÐ!” Með þessu spratt endurlausnin fram sem eilíf gjöf til mannkyns.

Sæði konunnar muldi höfuð höggormsins

Örlög þín eru mikilvæg, þau voru gefin þér áður en heimurinn varð til og gegnir órjúfanlegum þætti í áætlun og tilgangi Guðs með þessa plánetu.

Það er annað sæði sem koma mun fram á jörðinni. Þetta sæði er mikilvægt fyrir endanlegan ósigur Satans og innleiðingu Guðsríkis á jörðinni.

Opinberunarbókin 12:2-5

Hún var þunguð, og hljóðaði í jóðsótt með hörðum hríðum. Annað tákn birtist á himni: Mikill dreki rauður, er hafði sjö höfuð og tíu horn og á höfðunum sjö ennisdjásn. Með halanum dró hann þriðja hlutann af stjörnum himinsins og varpaði þeim ofan á jörðina. Drekinn stóð frammi fyrir konunni, sem komin var að því að fæða, til þess að gleypa barn hennar, þá er hún hefði fætt. Hún fæddi son, sveinbarn, sem stjórna mun öllum þjóðum með járnsprota. Og barn hennar var hrifið til Guðs, til hásætis hans.

Sú staðreynd að þú sért á lífi í dag, er merkileg. Þú hefðir getað fæðst á myrku öldunum, en Guð ákvað að senda þig hingað við endalok aldanna. Þú hefur hlutverki að gegna, það er mjög mikilvægt að þú finnir og skiljir hlutverk þitt á þessum tíma.

Satan mun reyna að gera þig vanhæfan, hindra þig og draga kjark úr þér.

Ekki gefast upp! Guð mun breyta reglunum ef þörf krefur til að koma þér í gegn. Náð Guðs er fær um að koma þér í gegn.
Vertu í réttum anda, hafðu enga ófyrirgefningu í hjarta þínu. Leitið, bankið, spyrjið og biðjið. Guð heyrir og þó að Guð hafi enga uppáhalds, þá er fólk sem finnur sérstaka náð hjá Guði til þessa að fara alla leið.

Guð blessi þig

Baráttan heldur áfram

Í síðustu viku fórum við yfir hversu hörð báráttan um örlög þín er og hversu mikilvægt það er að vaka og biðja fyrir vilja Guðs fyrir köllun þinni.

Eftir átökin um Rebekku, eiginkonu Ísaks varð blóðlínan aftur óskýr, Jakob sonur Ísaks, vex úr grasi og stýrir nú um sjötíu manna liði.

Guð með fyrirvitund sinni leyfir að Jósef verði seldur sem þræll til Egyptalands. Eini valkostur Satans er að þurrka út alla ættina. Hann veldur mikilli hungursneyð um landið. Ætt Jakobs er við það að deyja vegna hungursneyðar.

Nú verður Jósef sem var seldur í þrældóm, forsætisráðherra Egyptalands, við þekkjum söguna, Jakob ásamt allri ætt sinni flyst til Egyptalands og Satan er sigraður aftur.

Næsta ógn kemur á tímum Móse. Satan lætur Faraó í örvæntingu sinni gera tilskipun um að öll karlkyns börn skuli myrt. Þetta myndi á áhrifaríkan hátt valda því að Ísrael myndi hverfa af jörðinni innan tveggja kynslóða. Móse bjargast og kemst til valda í Egyptalandi. Hans raunverulegu örlög byrja síðan að koma fram. Móse leiðir Ísraelsmenn út úr Egyptalandi.

Þú uppskerð alltaf eins og þú sáir, allir frumburðir Egypta dóu í Egyptalandi

Við þurfum að halda stutt reikningsskil við Guð, annars uppskerum við eins og við sáum. Stöðugt viðhorf iðrunar, að halda höndum okkar hreinum er mjög mikilvægt til að hætta að uppskera slæmar afleiðingar í lífi okkar. Á sanskrít tungumálinu hafa þeir orð yfir þetta, “Karma” sem þýðir bókstaflega “Komdu aftur”. Það sem við sáum mun koma aftur til að ásækja okkur eða blessa okkur, valið er okkar.

Yfir tvær milljónir manna fóru frá Egyptalandi, en hvar flæddi hin réttláta blóðlína?

Mörgum árum síðar opinberar Guð aftur hvar hún liggur.

1.Mósebók 49:10

Ekki mun veldissprotinn víkja frá Júda, né ríkisvöndurinn frá fótum hans, uns sá kemur, er valdið hefur, og þjóðirnar ganga honum á hönd.

Í þessari ritningu opinberar Guð hvar hin réttláta lína er, héðan í frá mun hún liggja í gegnum ættkvísl Júda og nánar tiltekið í gegnum konungslínu Júdakonunga.

Héðan í frá myndu Júdakonungar lenda í útrýmingarhættu. Aftur og aftur voru þeir teknir af lífi, eða urðu spilltir, þannig að þeir urðu vanhæfir, og þannig geisaði baráttan.

Stór ógn í 2. Kroníkubók 22:10

Þegar Atalía móðir Ahasía sá, að sonur hennar var dauður, fór hún til og lét drepa alla konungsætt Júda.

Kona varð innblásin af Satan til að tortíma öllum konunglegum niðjum Júda húss.

Þetta var mikil ógn gegn fyrirheiti Guðs að mylja höfuð Satans eins og fyrirskipað var í aldingarðinum Eden.

Guð var einu skrefi á undan Satan.

2. Króníkubók 22:11-12

Þá tók Jósabat, dóttir Jórams konungs, Jóas Ahasíason á laun úr hóp konungssonanna, er deyða átti, og fól hann og fóstru hans í svefnherberginu. Þannig fól Jósabat, dóttir Jórams konungs, kona Jójada prests, hann því að hún var systir Ahasía fyrir Atalíu, svo að hún lét eigi drepa hann. Og hann var hjá þeim á laun sex ár í musteri Guðs, meðan Atalía ríkti yfir landinu.

Tilraun Satans til að drepa allt konunglega sæðið varð að engu

Uppfylling spádómsorðsins sem borið var fram í Eden hékk á bláþræði á einu pínulitlu barni. Þetta barn var falið í sex ár. Hann myndi verða konungur.

Það er mjög mikilvægt að hafa agað bænalíf, biðjum mikið í andanum svo Heilagur Andi geti varðveitt okkur gegn áætlun óvinarins að stöðva köllun okkar.

Við höfum ekki tíma til að rekja þessa áframhaldandi baráttu í gegnum ritningarnar. Esterarbók lýsir annarri þjóðarkreppu.

Að lokum er ung stúlka heimsótt af englinum Gabríel, María fæðir fyrirheitna sæðið og þau nefna barnið Jesú.

Heródes gefur tilskipun um að öll karlkyns börn undir vissum aldri skuli drepin. Þetta var síðasta örvæntingarfulla tilraun Satans til að stöðva uppfyllingu orðsins sem talað var gegn honum í Eden.

Loksins deyr Jesús á krossinum og hrópar “ÞAÐ ER FULLKOMNAÐ!” Með þessu spratt endurlausnin fram sem eilíf gjöf til mannkyns.

Sæði konunnar muldi höfuð höggormsins

Örlög þín eru mikilvæg, þau voru gefin þér áður en heimurinn varð til og gegnir órjúfanlegum þætti í áætlun og tilgangi Guðs með þessa plánetu.

Það er annað sæði sem koma mun fram á jörðinni. Þetta sæði er mikilvægt fyrir endanlegan ósigur Satans og innleiðingu Guðsríkis á jörðinni.

Opinberunarbókin 12:2-5

Hún var þunguð, og hljóðaði í jóðsótt með hörðum hríðum. Annað tákn birtist á himni: Mikill dreki rauður, er hafði sjö höfuð og tíu horn og á höfðunum sjö ennisdjásn. Með halanum dró hann þriðja hlutann af stjörnum himinsins og varpaði þeim ofan á jörðina. Drekinn stóð frammi fyrir konunni, sem komin var að því að fæða, til þess að gleypa barn hennar, þá er hún hefði fætt. Hún fæddi son, sveinbarn, sem stjórna mun öllum þjóðum með járnsprota. Og barn hennar var hrifið til Guðs, til hásætis hans.

Sú staðreynd að þú sért á lífi í dag, er merkileg. Þú hefðir getað fæðst á myrku öldunum, en Guð ákvað að senda þig hingað við endalok aldanna. Þú hefur hlutverki að gegna, það er mjög mikilvægt að þú finnir og skiljir hlutverk þitt á þessum tíma.

Satan mun reyna að gera þig vanhæfan, hindra þig og draga kjark úr þér.

Ekki gefast upp! Guð mun breyta reglunum ef þörf krefur til að koma þér í gegn. Náð Guðs er fær um að koma þér í gegn.
Vertu í réttum anda, hafðu enga ófyrirgefningu í hjarta þínu. Leitið, bankið, spyrjið og biðjið. Guð heyrir og þó að Guð hafi enga uppáhalds, þá er fólk sem finnur sérstaka náð hjá Guði til þessa að fara alla leið.

Guð blessi þig