Baráttan heldur áfram

Í síðustu viku fórum við yfir hversu hörð báráttan um örlög þín er og hversu mikilvægt það er að vaka og biðja fyrir vilja Guðs fyrir köllun þinni.

Eftir átökin um Rebekku, eiginkonu Ísaks varð blóðlínan aftur óskýr, Jakob sonur Ísaks, vex úr grasi og stýrir nú um sjötíu manna liði.

Guð með fyrirvitund sinni leyfir að Jósef verði seldur sem þræll til Egyptalands. Eini valkostur Satans er að þurrka út alla ættina. Hann veldur mikilli hungursneyð um landið. Ætt Jakobs er við það að deyja vegna hungursneyðar.

Nú verður Jósef sem var seldur í þrældóm, forsætisráðherra Egyptalands, við þekkjum söguna, Jakob ásamt allri ætt sinni flyst til Egyptalands og Satan er sigraður aftur.

Næsta ógn kemur á tímum Móse. Satan lætur Faraó í örvæntingu sinni gera tilskipun um að öll karlkyns börn skuli myrt. Þetta myndi á áhrifaríkan hátt valda því að Ísrael myndi hverfa af jörðinni innan tveggja kynslóða. Móse bjargast og kemst til valda í Egyptalandi. Hans raunverulegu örlög byrja síðan að koma fram. Móse leiðir Ísraelsmenn út úr Egyptalandi.

Þú uppskerð alltaf eins og þú sáir, allir frumburðir Egypta dóu í Egyptalandi

Við þurfum að halda stutt reikningsskil við Guð, annars uppskerum við eins og við sáum. Stöðugt viðhorf iðrunar, að halda höndum okkar hreinum er mjög mikilvægt til að hætta að uppskera slæmar afleiðingar í lífi okkar. Á sanskrít tungumálinu hafa þeir orð yfir þetta, “Karma” sem þýðir bókstaflega “Komdu aftur”. Það sem við sáum mun koma aftur til að ásækja okkur eða blessa okkur, valið er okkar.

Yfir tvær milljónir manna fóru frá Egyptalandi, en hvar flæddi hin réttláta blóðlína?

Mörgum árum síðar opinberar Guð aftur hvar hún liggur.

1.Mósebók 49:10

Ekki mun veldissprotinn víkja frá Júda, né ríkisvöndurinn frá fótum hans, uns sá kemur, er valdið hefur, og þjóðirnar ganga honum á hönd.

Í þessari ritningu opinberar Guð hvar hin réttláta lína er, héðan í frá mun hún liggja í gegnum ættkvísl Júda og nánar tiltekið í gegnum konungslínu Júdakonunga.

Héðan í frá myndu Júdakonungar lenda í útrýmingarhættu. Aftur og aftur voru þeir teknir af lífi, eða urðu spilltir, þannig að þeir urðu vanhæfir, og þannig geisaði baráttan.

Stór ógn í 2. Kroníkubók 22:10

Þegar Atalía móðir Ahasía sá, að sonur hennar var dauður, fór hún til og lét drepa alla konungsætt Júda.

Kona varð innblásin af Satan til að tortíma öllum konunglegum niðjum Júda húss.

Þetta var mikil ógn gegn fyrirheiti Guðs að mylja höfuð Satans eins og fyrirskipað var í aldingarðinum Eden.

Guð var einu skrefi á undan Satan.

2. Króníkubók 22:11-12

Þá tók Jósabat, dóttir Jórams konungs, Jóas Ahasíason á laun úr hóp konungssonanna, er deyða átti, og fól hann og fóstru hans í svefnherberginu. Þannig fól Jósabat, dóttir Jórams konungs, kona Jójada prests, hann því að hún var systir Ahasía fyrir Atalíu, svo að hún lét eigi drepa hann. Og hann var hjá þeim á laun sex ár í musteri Guðs, meðan Atalía ríkti yfir landinu.

Tilraun Satans til að drepa allt konunglega sæðið varð að engu

Uppfylling spádómsorðsins sem borið var fram í Eden hékk á bláþræði á einu pínulitlu barni. Þetta barn var falið í sex ár. Hann myndi verða konungur.

Það er mjög mikilvægt að hafa agað bænalíf, biðjum mikið í andanum svo Heilagur Andi geti varðveitt okkur gegn áætlun óvinarins að stöðva köllun okkar.

Við höfum ekki tíma til að rekja þessa áframhaldandi baráttu í gegnum ritningarnar. Esterarbók lýsir annarri þjóðarkreppu.

Að lokum er ung stúlka heimsótt af englinum Gabríel, María fæðir fyrirheitna sæðið og þau nefna barnið Jesú.

Heródes gefur tilskipun um að öll karlkyns börn undir vissum aldri skuli drepin. Þetta var síðasta örvæntingarfulla tilraun Satans til að stöðva uppfyllingu orðsins sem talað var gegn honum í Eden.

Loksins deyr Jesús á krossinum og hrópar “ÞAÐ ER FULLKOMNAÐ!” Með þessu spratt endurlausnin fram sem eilíf gjöf til mannkyns.

Sæði konunnar muldi höfuð höggormsins

Örlög þín eru mikilvæg, þau voru gefin þér áður en heimurinn varð til og gegnir órjúfanlegum þætti í áætlun og tilgangi Guðs með þessa plánetu.

Það er annað sæði sem koma mun fram á jörðinni. Þetta sæði er mikilvægt fyrir endanlegan ósigur Satans og innleiðingu Guðsríkis á jörðinni.

Opinberunarbókin 12:2-5

Hún var þunguð, og hljóðaði í jóðsótt með hörðum hríðum. Annað tákn birtist á himni: Mikill dreki rauður, er hafði sjö höfuð og tíu horn og á höfðunum sjö ennisdjásn. Með halanum dró hann þriðja hlutann af stjörnum himinsins og varpaði þeim ofan á jörðina. Drekinn stóð frammi fyrir konunni, sem komin var að því að fæða, til þess að gleypa barn hennar, þá er hún hefði fætt. Hún fæddi son, sveinbarn, sem stjórna mun öllum þjóðum með járnsprota. Og barn hennar var hrifið til Guðs, til hásætis hans.

Sú staðreynd að þú sért á lífi í dag, er merkileg. Þú hefðir getað fæðst á myrku öldunum, en Guð ákvað að senda þig hingað við endalok aldanna. Þú hefur hlutverki að gegna, það er mjög mikilvægt að þú finnir og skiljir hlutverk þitt á þessum tíma.

Satan mun reyna að gera þig vanhæfan, hindra þig og draga kjark úr þér.

Ekki gefast upp! Guð mun breyta reglunum ef þörf krefur til að koma þér í gegn. Náð Guðs er fær um að koma þér í gegn.
Vertu í réttum anda, hafðu enga ófyrirgefningu í hjarta þínu. Leitið, bankið, spyrjið og biðjið. Guð heyrir og þó að Guð hafi enga uppáhalds, þá er fólk sem finnur sérstaka náð hjá Guði til þessa að fara alla leið.

Guð blessi þig

Baráttan heldur áfram

Í síðustu viku fórum við yfir hversu hörð báráttan um örlög þín er og hversu mikilvægt það er að vaka og biðja fyrir vilja Guðs fyrir köllun þinni.

Eftir átökin um Rebekku, eiginkonu Ísaks varð blóðlínan aftur óskýr, Jakob sonur Ísaks, vex úr grasi og stýrir nú um sjötíu manna liði.

Guð með fyrirvitund sinni leyfir að Jósef verði seldur sem þræll til Egyptalands. Eini valkostur Satans er að þurrka út alla ættina. Hann veldur mikilli hungursneyð um landið. Ætt Jakobs er við það að deyja vegna hungursneyðar.

Nú verður Jósef sem var seldur í þrældóm, forsætisráðherra Egyptalands, við þekkjum söguna, Jakob ásamt allri ætt sinni flyst til Egyptalands og Satan er sigraður aftur.

Næsta ógn kemur á tímum Móse. Satan lætur Faraó í örvæntingu sinni gera tilskipun um að öll karlkyns börn skuli myrt. Þetta myndi á áhrifaríkan hátt valda því að Ísrael myndi hverfa af jörðinni innan tveggja kynslóða. Móse bjargast og kemst til valda í Egyptalandi. Hans raunverulegu örlög byrja síðan að koma fram. Móse leiðir Ísraelsmenn út úr Egyptalandi.

Þú uppskerð alltaf eins og þú sáir, allir frumburðir Egypta dóu í Egyptalandi

Við þurfum að halda stutt reikningsskil við Guð, annars uppskerum við eins og við sáum. Stöðugt viðhorf iðrunar, að halda höndum okkar hreinum er mjög mikilvægt til að hætta að uppskera slæmar afleiðingar í lífi okkar. Á sanskrít tungumálinu hafa þeir orð yfir þetta, “Karma” sem þýðir bókstaflega “Komdu aftur”. Það sem við sáum mun koma aftur til að ásækja okkur eða blessa okkur, valið er okkar.

Yfir tvær milljónir manna fóru frá Egyptalandi, en hvar flæddi hin réttláta blóðlína?

Mörgum árum síðar opinberar Guð aftur hvar hún liggur.

1.Mósebók 49:10

Ekki mun veldissprotinn víkja frá Júda, né ríkisvöndurinn frá fótum hans, uns sá kemur, er valdið hefur, og þjóðirnar ganga honum á hönd.

Í þessari ritningu opinberar Guð hvar hin réttláta lína er, héðan í frá mun hún liggja í gegnum ættkvísl Júda og nánar tiltekið í gegnum konungslínu Júdakonunga.

Héðan í frá myndu Júdakonungar lenda í útrýmingarhættu. Aftur og aftur voru þeir teknir af lífi, eða urðu spilltir, þannig að þeir urðu vanhæfir, og þannig geisaði baráttan.

Stór ógn í 2. Kroníkubók 22:10

Þegar Atalía móðir Ahasía sá, að sonur hennar var dauður, fór hún til og lét drepa alla konungsætt Júda.

Kona varð innblásin af Satan til að tortíma öllum konunglegum niðjum Júda húss.

Þetta var mikil ógn gegn fyrirheiti Guðs að mylja höfuð Satans eins og fyrirskipað var í aldingarðinum Eden.

Guð var einu skrefi á undan Satan.

2. Króníkubók 22:11-12

Þá tók Jósabat, dóttir Jórams konungs, Jóas Ahasíason á laun úr hóp konungssonanna, er deyða átti, og fól hann og fóstru hans í svefnherberginu. Þannig fól Jósabat, dóttir Jórams konungs, kona Jójada prests, hann því að hún var systir Ahasía fyrir Atalíu, svo að hún lét eigi drepa hann. Og hann var hjá þeim á laun sex ár í musteri Guðs, meðan Atalía ríkti yfir landinu.

Tilraun Satans til að drepa allt konunglega sæðið varð að engu

Uppfylling spádómsorðsins sem borið var fram í Eden hékk á bláþræði á einu pínulitlu barni. Þetta barn var falið í sex ár. Hann myndi verða konungur.

Það er mjög mikilvægt að hafa agað bænalíf, biðjum mikið í andanum svo Heilagur Andi geti varðveitt okkur gegn áætlun óvinarins að stöðva köllun okkar.

Við höfum ekki tíma til að rekja þessa áframhaldandi baráttu í gegnum ritningarnar. Esterarbók lýsir annarri þjóðarkreppu.

Að lokum er ung stúlka heimsótt af englinum Gabríel, María fæðir fyrirheitna sæðið og þau nefna barnið Jesú.

Heródes gefur tilskipun um að öll karlkyns börn undir vissum aldri skuli drepin. Þetta var síðasta örvæntingarfulla tilraun Satans til að stöðva uppfyllingu orðsins sem talað var gegn honum í Eden.

Loksins deyr Jesús á krossinum og hrópar “ÞAÐ ER FULLKOMNAÐ!” Með þessu spratt endurlausnin fram sem eilíf gjöf til mannkyns.

Sæði konunnar muldi höfuð höggormsins

Örlög þín eru mikilvæg, þau voru gefin þér áður en heimurinn varð til og gegnir órjúfanlegum þætti í áætlun og tilgangi Guðs með þessa plánetu.

Það er annað sæði sem koma mun fram á jörðinni. Þetta sæði er mikilvægt fyrir endanlegan ósigur Satans og innleiðingu Guðsríkis á jörðinni.

Opinberunarbókin 12:2-5

Hún var þunguð, og hljóðaði í jóðsótt með hörðum hríðum. Annað tákn birtist á himni: Mikill dreki rauður, er hafði sjö höfuð og tíu horn og á höfðunum sjö ennisdjásn. Með halanum dró hann þriðja hlutann af stjörnum himinsins og varpaði þeim ofan á jörðina. Drekinn stóð frammi fyrir konunni, sem komin var að því að fæða, til þess að gleypa barn hennar, þá er hún hefði fætt. Hún fæddi son, sveinbarn, sem stjórna mun öllum þjóðum með járnsprota. Og barn hennar var hrifið til Guðs, til hásætis hans.

Sú staðreynd að þú sért á lífi í dag, er merkileg. Þú hefðir getað fæðst á myrku öldunum, en Guð ákvað að senda þig hingað við endalok aldanna. Þú hefur hlutverki að gegna, það er mjög mikilvægt að þú finnir og skiljir hlutverk þitt á þessum tíma.

Satan mun reyna að gera þig vanhæfan, hindra þig og draga kjark úr þér.

Ekki gefast upp! Guð mun breyta reglunum ef þörf krefur til að koma þér í gegn. Náð Guðs er fær um að koma þér í gegn.
Vertu í réttum anda, hafðu enga ófyrirgefningu í hjarta þínu. Leitið, bankið, spyrjið og biðjið. Guð heyrir og þó að Guð hafi enga uppáhalds, þá er fólk sem finnur sérstaka náð hjá Guði til þessa að fara alla leið.

Guð blessi þig