Endurnýjun hugans

Rómverjabréfið 12:1-2

Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi. -2- Hegðið yður eigi eftir öld þessari, heldur takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins, svo að þér fáið að reyna, hver sé vilji Guðs, hið góða, fagra og fullkomna.

Orðið háttaskipti í þessu versi er gríska orðið metamorphoo:G3339 Metamorphoo – algjör umbreyting. Hvernig? Með endurnýjung hugarfarsins.

Orðið endurnýjung þýðir “að breyta hugsunarhætti þínum eða hvað þú hugsar”

Biblían segir að holdlegur eða veraldlegur hugur sé óvinur Guð, sem er stór staðhæfing.

Rómverjabréfið 8:7

Hyggja holdsins er fjandskapur gegn Guði, með því að hún lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki.

Hugur okkar verður að samrýmast huga Guðs og hans hugsunarhætti

Vegna þess að Guð er kærleikur verður hugsun hans að vera samstíga kærleika.

Þess vegna erum við áminnt í Filippíbréfinu um að hugsa svona.

Filippíbréfið 4:8

Að endingu, bræður, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.

Við sögðum fyrr í þessum kennslum að þegar hugur þinn og varir missa kraftinn til að særa, muntu ganga í alveg nýtt samband við Guð og verða samstíga honum. Þú umbreytist við endurnýjung hugarfarsins.

Biblían segir, að við erum það sem við hugsum, þegar hugsun okkar og tal er endurnýjað í kærleika, munt þú umbreytast.

Satan er mjög meðvitaður um þessa staðreynd

Það er allsherjar árás á huga þinn. Hugurinn er aðal bardagavöllurinn og þú munt þjóna þeim sem vinnur stríðið um huga þinn.

Að skilgreina hugann

Þetta er mjög erfitt þar sem við vitum mjög lítið um mannsheilann. Svo virðist sem heilinn sé líf- og segulrafmagnaður massi af gráu efni. Mannsheilinn er ótrúleg tölva, það er hægt að nota hann til að hugsa, hann getur greint upplýsingar og komist að niðurstöðum alveg eins og tölva, en það má efast um að hann geti skapað hugsanir.

Hægt er að forrita mannshugann með hugtökum, þekkingu, hugmyndum og gildum sem hann keyrir á samkvæmt forrituninni. Starf Satans er að forrita huga þinn þannig að hann keyri í samræmi við hans gildi. Hann er fær um að forrita menn með lygum og gildum sem eru andstæð hugsunum og háttum Guðs.

Horfðu bara á sjónvarpið í nokkra tíma og sjáðu hversu mörg andguðshugtök eru að koma inn í heilann á þér. Satan mun reyna að forrita huga þinn. Tölvuleikir eru orðnir margra milljarða dollara fyrirtæki og eru mjög öflugt tæki Satans, hannað til að forrita huga þessarar kynslóðar, ungt fólk, með hatri, hefnd, ofbeldi og losta. Sannarlega er baráttan um huga þinn.

Rangar fyrirmyndir ungmenna eru öflug satanísk leið til að forrita unglinga með röngum gildum, andstætt náttúru Guðs, andstætt sannleikanum.

Dýr hafa sál en ekki anda, maðurinn er andi og hefur sál og líkama.

Dýr hafa heila sem er að mestu leyti fyrirfram forritaður. Sæskjaldbökur klekjast út og stefna á vatnið, hver sagði þeim að það væri málið? Það er í forritun þeirra, við köllum þetta eðlishvöt.

Hundur getur ekki átt upptökin að hugsun, en það er hægt að þjálfa hann (forrita) til að bregðast við á ákveðinn hátt.

Maðurinn er öðruvísi, hann er skapaður í mynd og líkingu Guðs

Maðurinn hefur anda jafnt sem heila. Þetta aðgreinir hann frá öllum öðrum lifandi verum.

Maðurinn hefur anda sem getur tekið á móti þekkingu og skilningi, við köllum þetta opinberun, heili hans getur flokkað og sigtað upplýsingar bæði frá veraldlega heiminum í gegnum skilningarvitin fimm, heyrn, sjón, snertingu, lykt og bragð, en einnig beint frá Guði í gegnum andann.

Það er á okkar ábyrgð að forrita okkar eigin heila og við munum keyra samkvæmt þeirri forritun.

Orðskviðirnir 22:6

Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda, og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.

Líf hans mun stjórnast af því sem hefur verið forritað í hann.

Síðara Tímóteusarbréf 3:15

Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú.

Þegar þú fæddist að nýju var andi þinn fylltur sæði Guðs og allt sem Guð er, er í því sáðkorni. Þegar þú horfir á örlítið eplafræ virðist ómögulegt að risastórt eplatré með miklum ávöxtum sé í því fræi, en svo er og miðað við rétt loftslag og jarðveg verður það risastórt, frjósamt tré.

Þegar þú endurfæddist var sæði Guðs plantað í þig, miðað við réttan jarðveg og loftslag mun það vaxa og verða eins og Hann.

Fyrra Korintubréf 2:16

Því að hver hefur þekkt huga Drottins, að hann geti frætt hann? En vér höfum huga Krists.

Djúpt í anda okkar, sem tengist heilögum anda, er hugur Krists.

Þetta er staðreynd, sá sem er tengdur Drottni er einn andi, vandamálið er að hugur okkar og andi okkar er ekki samrýmanlegur, þeir hugsa öðruvísi.

Þegar hugur okkar er endurnýjaður, endurforritaður og samhæfni er á milli huga okkar og anda, flæðir ljós inn í alla veru okkar og umbreyting hefst.

Hugurinn er hlið að anda okkar og þegar hann er opinn flæðir ljós frá anda okkar inn í alla tilveru okkar.

Sáðkornið í anda ykkar getur ekki vaxið þegar hugur ykkar stríðir gegn sannleikanum. En þegar hugur þinn er endurnýjaður af sannleikanum og þú kastar meðvitað út öllu sem er andstætt sannleika Guðs orðs, hefst raunveruleg og hröð breyting innra með þér. Þegar opinberun kemur til okkar og við meðtökum hana, þá er það lífgandi sannleikur. Hugurinn er endurforritaður með þeim sannleika. Opinberun ber með sér kraft til að endurnýja hugann.

Takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins

Þegar hugur þinn og hjarta eru sammála flæðir ljós inn í alla tilveru þína. Hugur þinn og andi verða að vera sammála. Andi þinn og hugur þinn eru ekki samstíga en þegar þú endurfæðist, hefst ferli og forritun með það markmið að laga huga Krists að anda þínum.

Filippíbréfið 1:27

En hvað sem öðru líður, þá hegðið yður eins og samboðið er fagnaðarerindinu um Krist. Hvort sem ég kem og heimsæki yður eða ég er fjarverandi, skal ég fá að heyra um yður, að þér standið stöðugir í einum anda og berjist saman með einni sál fyrir trúnni á fagnaðarerindið

Við höfum verið þjálfuð af veraldlegu menntakerfi okkar tíma, í afleiðsluröksemdum byggðum á rökfræðireglum, hinni heimslegu hugsun.

Rómverjabréfið 8:5-7

Því að þeir sem láta stjórnast af holdinu, hyggja á það sem holdsins er, en þeir, sem láta stjórnast af andanum, hyggja á það sem andans er. -6- Hyggja holdsins er dauði, en hyggja andans líf og friður. -7- Hyggja holdsins er fjandskapur gegn Guði, með því að hún lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki.

Það er lykilatriði að endurforrita huga þinn, svo að hann hugsi eins og Guð hugsar ef við ætlum að verða eins og Hann.

Þú verður að endurheimta huga þinn. Hér er orrustan þín. Gerðu þér grein fyrir að þú ert að takast á við öflugan andstæðing sem vill huga þinn svo hann geti stjórnað þér.

Síðara Korintubréf 10:5

Vér brjótum niður hugsmíðar og allt, sem hreykir sér gegn þekkingunni á Guði, og hertökum hverja hugsun til hlýðni við Krist.

Filippíbréfið 4:8

Að endingu, bræður, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.

Þetta er stríð! þú verður að berjast, ná huganum aftur og umbreytast