Trúarbrögð segja okkur hvað við eigum að gera og hvað ekki. Sönn kristni segir okkur hvað við eigum að verða og hvernig við eigum að verða það

Þessi staðhæfing aðskilur trúarbrögð og sanna kristni í sundur, kirkjan hefur alltaf sagt okkur hvað við eigum að gera og hvað við eigum ekki að gera, setur áherslu á hegðun og verk, sem flestum finnst ómögulegt að laga sig að.

Til þess að sigra þennan trúræknis-anda þurfum við að sjá frá öðru sjónarhorni hvað það er sem Guð krefst af okkur.

Guð setti í Gamla testamentinu siðferðisreglur sem kallast lögmálið. Það var mjög erfitt að fylgja þessum kröfum, svo Guð kom á kerfi fórna til að hylja synd. Þegar Jesús kom, uppfyllti hann allt lögmálið og ný og lifandi leið varð okkur tiltæk í gegnum krossinn.

Við höfum séð að tilgangur endurlausnar okkar er að gera okkar sönnu köllun mögulega, að verða eins og Jesús. Þetta er hin æðsta köllun og ætti að vera aðalmarkmið okkar í lífinu. Hvernig er þetta hægt?

Ekki með því að gera heldur verða

Við getum ekki orðið eins og einhver nema við vitum hvernig hann er.

Hvernig er Guð?

Biblían lýsir Guði á tvo sérstaka vegu.

1.Jóhannesarbréf 1:15

“Og þetta er boðskapurinn, sem vér höfum heyrt af honum og boðum yður: Guð er ljós, og myrkur er alls ekki í honum.”

Guð er ljós. Hann gefur ekki ljós, Hann er ljós. Guð gefur auðvitað ljós en það lýsir honum ekki. Guð er ljós.

1.Jóhannesarbréf 4:8 & 16

“Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur.”

“Vér þekkjum kærleikann, sem Guð hefur á oss, og trúum á hann. Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum.”

Guð er ljós og Guð er kærleikur

Kærleikurinn lýsir eðli hans og ljósið lýsir andlegum kjarna hans og krafti.

Guð er ljósvera og það ljós er aflgjafi alls alheimsins, það ljós er skapandi kraftur Guðs, lækningamátturinn, krafturinn sem veitir opinberun og skilning. Jesús er ljós heimsins og fyrir hann, og ljós Hans er allt til.

Kólossubréfið 1:15-17

“Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumburður allrar sköpunar. Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og herradómar, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans. Hann er fyrri en allt, og allt á tilveru sína í honum.”

Guð er kærleikur, þetta lýsir eðli hans. Allt sem Guð gerir er alltaf og að eilífu knúið áfram af kærleika, því það er það sem Hann er.

Ef við ætlum að verða eins og Hann verðum við að verða kærleikur

Margir kristnir vilja verða öflugri, þeir vilja meira vald, fleiri gjafir, meiri smurningu. Þessi áhersla og hvatning er röng. Af hverju viljum við þessa hluti?

Ef þú verður kærleikur, mun Guð gefa þér kraft til að elska með

Guð krefst nú fyrst af okkur að við verðum kærleikur til að verða hæf fyrir vald Guðsríkisins. Trúarbrögð byggjast á verkum og lögum, sannkristni byggir á kærleika og kærleiksverkum. Ef við lifum og göngum í kærleika uppfyllum við allar kröfur lögmálsins og spámannanna.

Matteusarguðspjall 22:37-40

“Hann svaraði honum: Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.”

Þegar Jesús kom til að lifa innra með okkur, gerði hann það til að lifa lífi sínu í gegnum okkur. Okkur hefur verið kennt hver við erum í Kristi, en það ætti í raun að vera hver Hann er í okkur.

Boðskapur Jesú var einfaldur, allt sem Hann krefst af okkur er að elska Drottin af öllu hjarta og elska mannkynið eins og við myndum elska okkur sjálf.

Nú virðist þetta of einfalt, en svo er ekki. Kirkjan hefur oft kennt hið gagnstæða og við sjáum þann slæma ávöxt sem hún hefur gefið af sér. Allt of mikið af kristnu fólki er í ósigri og fráfalli.

Getur verið að okkur hafi skjátlast svona mikið? Já.

Ritningarnar sýna þetta mjög skýrt, ef við göngum í kærleika munum við umbreytast.

1.Jóhannesarbréf 2:10 & 5

“Sá sem elskar bróður sinn, hann er stöðugur í ljósinu og í honum er ekkert, er leitt geti hann til falls.”

“En hver sem varðveitir orð hans, í honum er sannarlega kærleikur til Guðs orðinn fullkominn. Af því þekkjum vér, að vér erum í honum.”

Hver sem heldur orð Hans, hvaða orð?

Orðið um að elska Guð af öllu hjarta og bróður þinn eins og sjálfan þig.

1.Jóhannesarbréf 2:7-11

“Þér elskaðir, það er ekki nýtt boðorð, sem ég rita yður, heldur gamalt boðorð, sem þér hafið haft frá upphafi. Hið gamla boðorð er orðið, sem þér heyrðuð. Engu að síður er það nýtt boðorð, er ég rita yður, sem er augljóst í honum og í yður, því að myrkrið er að hverfa og hið sanna ljós er þegar farið að skína. Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er ennþá í myrkrinu. Sá sem elskar bróður sinn, hann er stöðugur í ljósinu og í honum er ekkert, er leitt geti hann til falls. En sá sem hatar bróður sinn, hann er í myrkrinu og lifir í myrkrinu og veit ekki hvert hann fer, því að myrkrið hefur blindað augu hans.”

Sá sem elskar bróður sinn dvelur í ljósinu og það ljós mun hreinsa hann og umbreyta. Þegar þú verður kærleikur verður þú eins og Guð, því Guð er kærleikur.

Þegar kærleikurinn streymir í gegnum þig, streymir ljós í gegnum þig og það ljós mun umbreyta þér.

Djúpt samband byrjar að eiga sér stað á milli þín og Guðs þegar þú lærir að elska og gefa út kærleika, og það samband mun umbreyta þér í líkingu Hans.

1.Jóhannesarbréf 4:16

“Vér þekkjum kærleikann, sem Guð hefur á oss, og trúum á hann. Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum.”

Guð blessi þig