Andinn og brúðurin segja: Kom þú!

Andinn og brúðurin segja: Kom þú!

Andinn og brúðurin segja: Kom þú!

by Sigurður Júlíusson | 2.jan 2025

Fyrsta upptaka ársins 2025

Drottinn er að kalla alla þá sem vilja inn í nánara persónulegt samband við sig. Það er mín einlæg trú að við séum á síðustu tímum og að Drottinn er að segja við okkur “Já, ég kem skjótt“.

Það er ekki tilviljun að þú sér á lífi í dag. Þú hefur hlutverk, köllun og verk að vinna í Guðs ríkinu eins og við fórum yfir síðast í kennslunni “Trúin er dauð á verka”. Leiðin að því að ganga með Jesú í víngarðinum(þjóna með honum á akrinum) er að taka sig frá í helgun, hlýðni, bæn og föstu.

Ljóð 7:12

Við skulum fara snemma upp í víngarðana, sjá, hvort vínviðurinn er farinn að bruma, hvort blómin eru farin að ljúkast upp, hvort granateplatrén eru farin að blómgast. Þar vil ég gefa þér ást mína.

Opinberunarbókin 22:17 & 20

-17- Og andinn og brúðurin segja: Kom þú! Og sá sem heyrir segi: Kom þú! Og sá sem þyrstur er, hann komi. Hver sem vill, hann fær ókeypis lífsins vatn. -20- Sá sem þetta vottar segir: Já, ég kem skjótt. Amen. Kom þú, Drottinn Jesús! -21- Náðin Drottins Jesú sé með öllum.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.

Trúin er dauð án verka!

Trúin er dauð án verka!

Trúin er dauð án verka!

by Sigurður Júlíusson | 26.des 2024

Upptaka þann 26.desember 2024

Síðasta kennslan á árinu 2024 er komin hér á hljóðformi. Þetta er í raun samantekt og niðurlag á því sem við erum búin að vera að leggja áherslu á í desember. Áhersla á helgun, bæn og föstu til að gera okkur tilbúin fyrir nýtt tímabil og staðsetja okkur frammi fyrir Guði í auðmýkt, iðrun og kærleika. Við erum kölluð til þjónustu í ríki Guðs, okkur einu og sérhverju hefur verið gefið talentur til að ávaxta fyrir Drottinn með einum eða öðrum hætti. Það eru ekki allir kallaðir í sömu hlutverk, það eru ekki allir kallaðir til að tala yfir stórum hópum, eða ferðast um heiminn í trúboði, en það geta allir gefið af fjármunum sínum inn í slík störf, líkt og fólk gerði í Postulasögunni. Öll hlutverk í líkamanum eru mikilvæg. Allir geta blessað eða hjálpað til með einhverjum hætti í þjónustu Drottins og þannig fengið hlutdeild í uppskerunni. Sjáum hvað Jakob segir okkur um hreina guðrækni, og svo setti ég inn nokkur vers hér fyrir neðan úr kennslunni. En minni einnig á að hægt er að sækja punktana á PDF með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.

Jakobsbréfið 1:27

Hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði og föður er þetta, að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingu þeirra og varðveita sjálfan sig óflekkaðan af heiminum.

Efesusbréfið 2:10

Vér erum smíð Guðs, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka, sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggja stund á þau.

Fyrra Jóhannesarbréf 3:17-18

Ef sá, sem hefur heimsins gæði, horfir á bróður sinn vera þurfandi og lýkur aftur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum? -18- Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum, heldur í verki og sannleika.

Matteusarguðspjall 10:8

Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda. Gefins hafið þér fengið, gefins skuluð þér láta í té.

Jóhannesarguðspjall 14:12

Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri. Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.

Ávinningurinn af því að nálægja sig Guði

Ávinningurinn af því að nálægja sig Guði

Ávinningurinn af því að nálægja sig Guði

by Sigurður Júlíusson | 19.des 2024

Upptaka frá heimahópnum okkar þann 19.desember 2024

Það er komin tími til að vakna fyrir alvöru og nálgast Drottinn af heilum hug. Það er eina leiðin til að breyta aðstæðum okkar, fá gegnumbrot, lækningu og bænasvör fyrir fjölskyldum, landi og þjóð. Hættum að betla af Guði og tökum okkar stöðu sem hermenn og erindrekar Guðs. Hann sagði okkur að lækna sjúka, reka út illa anda og hjálpa fólki. Hann er búin að greiða gjaldið, krafturinn er til staðar, við þurfum aðeins að nálægja okkur Guði af öllu hjarta í föstu, bæn og helgun, því þá munum við Guð sjá!

Matt 10:8

Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda. Gefins hafið þér fengið, gefins skuluð þér láta í té.

Jóhannesarguðspjall 14:12

Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri. Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins.

Fyrra Korintubréf 4:20

Því að Guðs ríki er ekki fólgið í orðum, heldur í krafti.

Fyrra Korintubréf 15:34

Vaknið fyrir alvöru og syndgið ekki. Nokkrir hafa enga þekkingu á Guði. Yður til blygðunar segi ég það.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.

Bæn og fasta

Bæn og fasta

Bæn og fasta

by Sigurður Júlíusson | 5.des 2024

Að þessu sinni í heimahópnum héldum við áfram með efnið sem við vorum byrjuð á varðandi bæn og föstu. Hvernig óvinurinn hefur að því virðist náð að hylja yfir þetta mikla vopn sem, “fasta og bæn” er til að standa gegn djöflinum og fá gegnumbrot inn í líf okkar.

Ef Jesús okkar fullkomna fyrirmynd fastaði og lærisveinarnir þegar þeir voru að starfa í Postulasögunni, þá ætti það að vera augljóst að við þurfum líka að fasta til að lifa í sigri og leiðast af anda Guðs.

Það er hreint út frábær bók sem ég get ekki mælt nógu mikið með sem heitir “The Hidden Power of Prayer and Fasting” eftir Mahesh Chavda sem fer ítarlega í föstu og bæn. Þessi bók er full af kraftaverkum sem Guð gerði í gegnum þjónustu Mahesh Chavda og hvernig Guð notaði líf hans sérstaklega í föstu og bæn til að kenna okkur mikilvægi þessa verkfæris til að sigrast á óvininum.

Hér er linkur á bókina til að panta hana. – The Hidden Power of Prayer and Fasting

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Matteusarguðspjall 6:16

Þegar þér fastið, þá verið ekki daprir í bragði, eins og hræsnarar. Þeir afmynda andlit sín, svo að engum dyljist, að þeir fasta. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.

Einstakur vitnisburður sem allir ættu að gefa sér tíma til að hlusta á þótt langur sé!

Hversu nálægt viltu komast?

Hversu nálægt viltu komast?

Hversu nálægt viltu komast?

by Sigurður Júlíusson | 21.nóv 2024

Upptaka frá okkar vikulega heimahóp. Að þessu sinni fórum við í Jakobsbréf 4. kafla og fórum það sem Guð krefst af okkur. Við höfum margar frásögur í Biblíunni varðandi það að koma fram fyrir Drottinn með fórn. Fasta er ein tegund fórnar og svo sannarlega öflugt verkfæri til að lægja holdið og nálægja sig Guði.

Á einum stað í kennslunni tók ég dæmi um konuna sem gaf allt sem hún átti, ég sagði tíeyring en það voru þó ekki nema 2 aurar eða tveir smápeningar. Merkilegt má þó nefna að eftir að kennslunni lauk dró einn trúbróðir upp tíeyring eins og ég hafði nefnt í kennslunni, en hann hafði fundið hann stuttu áður og tekið hann upp af jörðinni. Guð staðfestir sitt Orð og því hvet ég þig til að hlusta og leita Guðs með að fasta fyrir þínu gegnumbroti í Jesú nafni.

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Jakobsbréfið 4:8-10

Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður. Hreinsið hendur yðar, þér syndarar, og gjörið hjörtun flekklaus, þér tvílyndu. -9- Berið yður illa, syrgið og grátið. Breytið hlátri yðar í sorg og gleðinni í hryggð. -10- Auðmýkið yður fyrir Drottni og hann mun upphefja yður.

Mynd af tíeyringnum tekin þetta kvöld.

Inn í Guðs ríki gegnum margar þrengingar

Inn í Guðs ríki gegnum margar þrengingar

Inn í Guðs ríki gegnum margar þrengingar

by Sigurður Júlíusson | 14.nóv 2024

Upptaka frá okkar vikulega heimahóp. Það var smá fórn að mæta þetta kvöldið því veðrið var slæmt, mikið rok og rigning. Guð hefur greinileg séð þá fórn og kunnað að meta því Hann mætti okkur á sérstakan hátt með nærveru sinni og áttum við yndislega stund þar sem Guð talaði mjög nákvæmt inn í líf einstaklinga sem þurftu sérstaklega mikið á því að halda. 

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Jakobsbréfið 1:2-4

Álítið það, bræður mínir, eintómt gleðiefni, er þér ratið í ýmiss konar raunir. Þér vitið, að trúarstaðfesta yðar vekur þolgæði, en þolgæðið á að birtast í fullkomnu verki, til þess að þér séuð fullkomnir og algjörir og yður sé í engu ábótavant.