Hversu nálægt viltu komast?
Hversu nálægt viltu komast?
Upptaka frá okkar vikulega heimahóp. Að þessu sinni fórum við í Jakobsbréf 4. kafla og fórum það sem Guð krefst af okkur. Við höfum margar frásögur í Biblíunni varðandi það að koma fram fyrir Drottinn með fórn. Fasta er ein tegund fórnar og svo sannarlega öflugt verkfæri til að lægja holdið og nálægja sig Guði.
Á einum stað í kennslunni tók ég dæmi um konuna sem gaf allt sem hún átti, ég sagði tíeyring en það voru þó ekki nema 2 aurar eða tveir smápeningar. Merkilegt má þó nefna að eftir að kennslunni lauk dró einn trúbróðir upp tíeyring eins og ég hafði nefnt í kennslunni, en hann hafði fundið hann stuttu áður og tekið hann upp af jörðinni. Guð staðfestir sitt Orð og því hvet ég þig til að hlusta og leita Guðs með að fasta fyrir þínu gegnumbroti í Jesú nafni.
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Jakobsbréfið 4:8-10
Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður. Hreinsið hendur yðar, þér syndarar, og gjörið hjörtun flekklaus, þér tvílyndu. -9- Berið yður illa, syrgið og grátið. Breytið hlátri yðar í sorg og gleðinni í hryggð. -10- Auðmýkið yður fyrir Drottni og hann mun upphefja yður.
Mynd af tíeyringnum tekin þetta kvöld.