Gjaldið og launin
Heimahópurinn 16.jan 2025
Það var yndislegt að fá lifandi lofgjörð sem hún Tinna og Kristinn leiddu á fimmtudaginn var og þið getið hlustað á áður en kennslan hefst á upptökunni. Í kennslunni fer ég í að það er sannarlega gjald sem hver maður þarf að vera tilbúin að greiða ef hann ætlar að verða lærisveinn Drottins, fá umboð frá Guði til að vinna sömu verk og Jesú og sjá kraft Guðs flæða í gegnum líf sitt.
Lúkasarguðspjall 14:28 & 33
Hver yðar sest ekki fyrst við, ef hann ætlar að reisa turn, og reiknar kostnaðinn, hvort hann eigi nóg til að ljúka verkinu? -29- Ella má svo fara, að hann leggi undirstöðu, en fái ekki við lokið, og allir, sem það sjá, taki að spotta hann -30- og segja: Þessi maður fór að byggja, en gat ekki lokið. -33- Þannig getur enginn yðar verið lærisveinn minn, nema hann segi skilið við allt sem hann á.
Við hjálpræðið bætum við engu sem er gjöf frá Guði og engin mun geta miklast af verkum sínum tengt því. Það er aðeins fyrir hina fullkomnu fórn Jesú Krists sem við getum orðið hólpin. Það er hinsvegar munur á því að vera hólpinn og að sigra okkar kirkjuöld og það er munur á launum á himnum. Biblían talar um hundraðfaldan, sextugfaldan og þrítugfaldan ávöxt. Það hvað við gerum með líf okkar hér á jörðunni ákvarðar launin sem við fáum á himnum.
Opbinberunarbókin 22:12
Sjá, ég kem skjótt, og launin hef ég með mér, til að gjalda hverjum og einum eins og verk hans er.
Guð blessi þig!
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Hebreabréfið 10:25
Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.