Hvar finnum við Guð?
Heimahópurinn 13.mars 2025
Í síðasta heimahóp lagði Guð á hjarta mitt að fara í hvað Biblían segir um útvalningu og þá stóru spurningu – Hvar finnum við Guð? Það er mikið að fólki leitandi að tilgangi, Guði, ástæðunni fyrir því að það er hér á þessari jörðu en það veit ekki hvar það á að leita. Biblían sýnir okkur réttu leiðina en því miður eru alltof fáir sem lesa hana í dag og leita svo bara í hvað sem er: næsta hugleiðslunámskeið, yoga, dáleiðslu, miðla og margt annað sem getur haft þau áhrif að fólk verður ennþá týndara og situr uppi með fleiri ósvaraðar spurningar. Ég hvet þig kæri lesandi til að leita hins eina sanna Guðs, skapara himins og jarðar sem heitir Jesús Kristur og sjá hvort þú finnir ekki það sem þú hefur alltaf verið að leita að. Ég get vitnað persónulega um að það var Jesús sem fyllti í mitt tómarúm, bjargaði mér og gefur mér stöðuglega sanna gleði, hamningju og tilgang.
Jerermía 29:13
Og þér munuð leita mín og finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta,
Lúkasarguðspjall 11:9
Og ég segi yður: Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.
Guð blessi þig!
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Hebreabréfið 10:25
Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.