Ljós í myrkri
Velkomin á síðuna. Hér er stutt kynningarmyndband fyrir þig sem mun aðeins birtast við fyrstu heimsókn.
Guð blessi þig!
Hin síðari dýrð þessa musteris mun meiri verða en hin fyrri var segir Drottinn allsherjar og ég mun veita heill á þessum stað segir Drottinn allsherjar.
GUÐ SAGÐI AÐ HANN MYNDI ENDURREISA TJALDBÚÐ DAVÍÐS
Á þeim degi mun ég endurreisa hina föllnu tjaldbúð Davíðs. Ég mun hlaða upp í veggskörðin og reisa hana úr rústum og gjöra hana upp aftur, eins og hún var fyrr meir,
Eftir þetta mun ég aftur koma og endurreisa hina föllnu tjaldbúð Davíðs. Ég mun reisa hana úr rústum og gjöra hana upp aftur,
Nú vitum við að tjaldbúð Davíðs var staðsett á Síonfjalli.
Eins og við og kirkjan færumst frá hvítasunnu til Síon, opnast fyrir okkur algjörlega nýr veruleiki Guðs.
Nei, þér eruð komnir til Síonfjalls og borgar Guðs lifanda, hinnar himnesku Jerúsalem, til tugþúsunda engla, -23- til hátíðarsamkomu og safnaðar frumgetinna, sem á himnum eru skráðir, til Guðs, dómara allra, og til anda réttlátra, sem fullkomnir eru orðnir,
Ritningarnar segja okkur að þegar Drottinn endurreisir tjaldbúð Davíðs mun hann opinbera sig fyrir kirkjunni og heiminum á nýjan hátt.
-17- því að Drottinn byggir upp Síon og birtist í dýrð sinni.
-18- Þetta skal skráð fyrir komandi kynslóð, og þjóð, sem enn er ósköpuð, skal lofa Drottin.
Þegar við skiljum þessa bakgrunnssögu munum við byrja að sjá hvað Guð hefur í hyggju fyrir kirkju endatímanna.
ENDURNÝJUN HINS FORNA VALDS
Og ég vil gjöra hið halta að nýjum kynstofni og hið burtflæmda að voldugri þjóð. Og Drottinn sjálfur mun verða konungur yfir þeim á Síonfjalli héðan í frá og að eilífu. -8- En þú, varðturn hjarðmannsins, hæð dótturinnar Síon, til þín mun koma og aftur til þín hverfa hið forna veldi, konungdómur dótturinnar Jerúsalem.
TIL ÞEIRRA Í SÍON MUN KOMA ENDURNÝJUN HINS FORNA VALDS
Hvað er endurnýjun á hinu forna veldi?
-26- Guð sagði: Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni.
-28- Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni.
Maðurinn var upphaflega gæddur miklu yfirráði í og yfir jörðinni.
Þetta yfirráð náði yfir alla jörðina – dýraríkið, jurtaheiminn, steina og málma – og einnig andlega sviðið.
Hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans, og mannsins barn, að þú vitjir þess? -6- Þú lést hann verða litlu minni en (englarnir) Guð, með sæmd og heiðri krýndir þú hann.
Orðið „englar“ í þessum ritningarstað er í hebresku orðið elohim, sem merkir Guð. Þýðendurnir áttu í kenningarlegum vandræðum með þetta, svo þeir þýddu það sem ENGLAR.
Það sem versið segir bókstaflega er: „Þú gjörðir manninn lítið minni en Guð.“ Þetta er staða sem er miklu æðri en engla.
Þú lést hann ríkja yfir handaverkum þínum, allt lagðir þú að fótum hans.
Þetta er ótrúleg yfirlýsing: Guð lagði allt undir fætur Adams
Adam og Eva höfðu eignarskiptasamninginn að þessari jörð og fengu það hlutverk að færa himininn til jarðar.
Áður hafði Lúsífer reynt að upphefja sjálfan sig yfir Guð, en það var aldrei ætlun Guðs að englar stæðu ofar honum. Lúsífer bar kala í hjarta sínu vegna þessa, og hroki hans blekkti hann til að halda að hann gæti steypt Guði af stóli. Hann var rekinn út af himni. Þegar Guð gaf Adam yfirráð yfir jörðinni, vakti það djúpa gremju hjá Satan og hann leitaðist við að taka þessi yfirráð af Adam, og það tókst honum.
Satan hafði nú eignaskiptasamninginn að jörðinni, hann hafði nú yfirráð yfir henni – og með því fékk hann nýtt nafn eða titil.
Nú gengur dómur yfir þennan heim. Nú skal höfðingja þessa heims út kastað.
Og djöfullinn sagði við hann: Þér mun ég gefa allt þetta veldi og dýrð þess, því að mér er það í hendur fengið, og ég get gefið það hverjum sem ég vil.
ÞETTA ER HANS SAMKVÆMT LAGALEGUM RÉTTI
Hinsvegar sagði Guð í Edengarðinum þetta
Og fjandskap vil ég setja milli þín og konunnar, milli þíns sæðis og hennar sæðis. Það skal merja höfuð þitt, og þú skalt merja hæl þess.
VELDI SATANS MYNDI VERÐA SUNDURMARIÐ
Nú gengur dómur yfir þennan heim. Nú skal höfðingja þessa heims út kastað. -32- Og þegar ég verð hafinn upp frá jörðu, mun ég draga alla til mín.
JESÚS VAR AÐ SEGJA AÐ MEÐ DAUÐA SÍNUM MYNDI HANN REKA SATAN ÚT ÚR VALDASTÖÐU SINNI Á JÖRÐINNI.
Hver sem synd drýgir heyrir djöflinum til, því að djöfullinn syndgar frá upphafi. Til þess birtist Guðs sonur, að hann skyldi brjóta niður verk djöfulsins.
Þar sem nú börnin eru af holdi og blóði, þá hefur hann og sjálfur fengið hlutdeild í mannlegu eðli á sama hátt, til þess að hann með dauða sínum gæti að engu gjört þann, sem hefur mátt dauðans, það er að segja djöfulinn,
JESÚS TÓK TIL BAKA VALD JARÐARINNAR OG ÞAÐ VALD YFIRFÆRIST Á SYNI GUÐS
Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun yður mein gjöra.
Vandamálið er að kirkjan hefur aldrei gengið inn í þetta, aðallega vegna vantrúar.
Guð hafði sagt að Hann myndi endurreisa tjaldbúð Davíðs og þegar það gerðist myndi fyrsta valdið sem gefin voru manninum verða endurreist. Við höfum enn ekki séð þetta, yfirráðin sem Adam hafði voru gefin honum af Guði og náðu yfir alla stjórn hans á jörðinni. Þetta var ekki gefið englum, heldur mönnum og þessi yfirráð og stjórn mun alltaf vera í höndum frelsaðra manna.
Því ekki lagði hann undir engla hinn komandi heim, sem vér tölum um. -6- Einhvers staðar er vitnað: Hvað er maður, að þú minnist hans? Eða mannssonur, að þú vitjir hans? -7- Skamma stund gjörðir þú hann englunum lægri. Þú hefur krýnt hann vegsemd og heiðri. Og þú hefur skipað hann yfir verk handa þinna.
-10- Allt er til vegna Guðs og fyrir Guð. Því varð hann, er hann leiðir marga syni til dýrðar, að fullkomna með þjáningum þann, er leiðir þá til hjálpræðis.
Við erum í þjálfun til að stjórna og ríkja með Drottni í komandi þúsund ára ríki Jesú á þessari jörð.
En Jesús bar fram eina fórn fyrir syndirnar og settist um aldur við hægri hönd Guðs
JESÚS BÍÐUR NÚ EFTIR SYNUM SÍNUM AÐ KLÁRA VERKIÐ
-13- og bíður þess síðan, að óvinir hans verði gjörðir að fótskör hans.
ÞETTA KYNSLÓÐ MUN SJÁ UPPFYLLINGU MÍKA 4:8
En þú, varðturn hjarðmannsins, hæð dótturinnar Síon, til þín mun koma og aftur til þín hverfa hið forna veldi, konungdómur dótturinnar Jerúsalem.
Allt sköpunarverkið bíður eftir að sonum Guðs verði falið að taka sess sinn og fá yfirráð yfir jörðinni, yfirráð yfir dauða, sjúkdómum, illum öndum og náttúrunni.
Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinberast. -19- Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber.
Guð sagði þetta við Móse:
Enginn mun standast fyrir yður. Ótta við yður og skelfingu mun Drottinn Guð yðar láta koma yfir hvert það land, er þér stígið fæti á, eins og hann hefir heitið yður.
Guð sagði án sýnar glatast fólkið. Ef þú trúir ekki að slíkt yfirráð sé mögulegt, þá er það ekki mögulegt fyrir þig. Við erum ekki komin enn, það er enn mikið land eftir að taka. Fyrirheitna landið var tákn um að ganga með Guði í fullkomnri hvíld og friði, ríkja og stjórna með Honum sem sam-sköpunaraðilar og sam-ríkisstjórnendur í ríki Hans, Faðir og synir ótakmarkað.
Þú getur aðeins eignast það sem þú sérð, ef þú sérð það ekki, getur þú ekki gengið inn í það. En ef þú sérð það með opinberun, getur þú gengið inn í það, því opinberun frá Guði ber með sér allt sem þarf til að fara inn. Með opinberun fylgir kraftur til árangurs, til að ganga inn.
Jesús segir við hana: Sagði ég þér ekki: Ef þú trúir, munt þú sjá dýrð Guðs?
Guð blessi þig!
Í dag höldum við Hvítasunnudag hátíðlegan og í því tilefni tók ég upp kennslu í síðasta heimahóp þar sem ég fór yfir þá atburði sem áttu sér stað á þessum tíma bæði hjá Ísraelsmönnum tengt Torah og svo þegar Heilagur andi féll yfir lærisveinanna í Jerúsalem. Guð færði lögheimilið sitt, frá musteri byggðu með höndum og tók sér bústað í manninum, öllum þeim sem hafa tekið við Jesú Kristi og fengið að gjöf Heilagan anda. Ég fer einnig í þær aðstæður og áskoranir sem bæði Ísraelsmenn og lærisveinarnir á tímum Jesú voru að eiga við og bar það saman við okkar tíma og það sem við þurfum að sigra í dag.
Postulasagan 2:1-4
Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir. -2- Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru. -3- Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. -4- Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.
Guð blessi þig!
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.
Þér hafið ekki útvalið mig, heldur hef ég útvalið yður. Ég hef ákvarðað yður til að fara og bera ávöxt, ávöxt, sem varir, svo að faðirinn veiti yður sérhvað það sem þér biðjið hann um í mínu nafni.
Nýlega gaf Drottinn mér draum þar sem ég stóð ofan við yfirborð jarðarinnar, eins langt úti og gervitungl væri. Ég leit niður á jörðina og sá línur sem komu frá öllum heimshornum og sameinuðust á ákveðnum stað á jörðinni. Þegar ég horfði á þetta, sá ég að þessar línur færðust aftur í tímann, til tímabils áður en þessi heimur var skapaður; þessar tímalínur hófust langt aftur í eilífðinni og voru að sameinast á þessu augnabliki í sögunni. Þegar ég hélt áfram að horfa, tók ég eftir dagsetningu sem var skrifuð þar sem línurnar sameinuðust—dagsetningin var 2006. Ég sagði: „Drottinn, hvað er þetta?“ Svarið var: „Þetta ár er tími örlagasamruna.“ Ég vaknaði með sterka tilfinningu um nærveru Drottins.
Meðan ég hugleiddi þennan draum, fór ég að átta mig á að þetta var ekki bara draumur—ég var að sjá atburð sem hafði verið skipulagður áður en heimurinn var skapaður, tímalínu sem hafði verið fyrirfram ákveðin fyrir þessa kynslóð.
En þér eruð útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þér skuluð víðfrægja dáðir hans, sem kallaði yður frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss.
Aldrei áður hefur þessi ritning verið eins mikilvæg og núna. Öll sköpunin hefur beðið eftir þessari kynslóð kristinna manna. Við erum farin að sjá fullkomnun þúsunda ára spádómsörlaga verða að veruleika fyrir eigin augum.
Áður en heimurinn var grundvallaður hefur hann útvalið oss í Kristi, til þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir honum. Í kærleika sínum -5- ákvað hann fyrirfram að veita oss sonarrétt í Jesú Kristi. Sá var vilji hans og velþóknun
Orðið „synir“ hér er dregið af gríska orðinu huiothesia (5206), sem merkir fullþroskaðir synir, ekki aðeins börn.
Vér vitum, að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingarhríðir allt til þessa. -23- En ekki einungis hún, heldur og vér, sem höfum frumgróða andans, jafnvel vér stynjum með sjálfum oss meðan vér bíðum þess, að Guð gefi oss barnarétt og endurleysi líkami vora.
Þetta var sýnt þegar Jesús umbreyttist á fjallinu, Hann gekk sem nýr maður, af öðru eðli, fyrsti af mörgum sem myndu feta sömu leið í líkingu og mynd Hans, þeir sem myndu raunverulega ganga sem synir Guðs. Þegar við höldum áfram að sækjast eftir öllu því sem Guð hefur fyrir okkur, þegar við leggjum okkur fram við að verða kærleikur, hreinleiki og heilagleiki, mun ný tegund fólks koma fram á jörðinni, eins og Jesús.
Í honum eigum vér endurlausnina, fyrirgefningu synda vorra. -15- Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumburður allrar sköpunar. 16- Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og herradómar, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans. -17- Hann er fyrri en allt, og allt á tilveru sína í honum. -18- Og hann er höfuð líkamans, kirkjunnar, hann sem er upphafið, frumburðurinn frá hinum dauðu. Þannig skyldi hann verða fremstur í öllu. -19- Því að í honum þóknaðist Guði að láta alla fyllingu sína búa
Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra. -30- Þá sem hann fyrirhugaði, þá hefur hann og kallað, og þá sem hann kallaði, hefur hann og réttlætt, en þá sem hann réttlætti, hefur hann einnig vegsamlega gjört.
Jesús var fyrsti af mörgum sem myndu birtast í mynd og líkingu Guðs
Því að í honum býr öll fylling guðdómsins líkamlega. -10- Og í honum, sem er höfuð hvers konar tignar og valds, hafið þér öðlast hlutdeild í þessari fyllingu.
Til þess að Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum yðar og þér verða rótfestir og grundvallaðir í kærleika. (Að vera grundvallaður í kærleika þýðir að umbreytast í kærleiku)
Orðið „grundvallaðir“ hér er dregið af gríska orðinu themelioo (2311), sem merkir grunnstoð lífs okkar, hina undirliggjandi hvöt.
Þá fáið þér ásamt öllum heilögum skilið, hve kærleikur Krists er víður og langur, hár og djúpur, og komist að raun um hann, -19- sem gnæfir yfir alla þekkingu, og náið að fyllast allri Guðs fyllingu.
Sköpunin bíður þess að þetta fólk komi fram og þegar það gerist, mun sköpunin samverka með þeim og vera undirgefin þeim. Opinberunarbókin lýsir tveimur vitnum sem eru einnig mynd af her Drottins á hinum síðustu tímum; hlustaðu á það sem Biblían segir um þá.
Vottana mína tvo mun ég láta flytja spádómsorð í eitt þúsund tvö hundruð og sextíu daga, sekkjum klædda. -4- Þetta eru olíuviðirnir tveir og ljósastikurnar tvær, sem standa frammi fyrir Drottni jarðarinnar. -5- Og ef einhver vill granda þeim, gengur eldur út úr munni þeirra og eyðir óvinum þeirra. Ef einhver skyldi vilja granda þeim, skal hann með sama hætti deyddur verða. -6- Þeir hafa vald til að loka himninum, til þess að eigi rigni um spádómsdaga þeirra. Og þeir hafa vald yfir vötnunum, að breyta þeim í blóð og slá jörðina með hvers kyns plágu, svo oft sem þeir vilja.
Við lifum á tímum þar sem örlagasamruni á sér stað. Þetta ár erum við farin að sjá samruna, sameiningarstaðinn og upphaf þess að spádómleg orð um líf okkar rætist. Í draumnum sá ég litla þræðir eða minni línur sem tengdust stærri línum, þær höfðu uppruna sinn í tíma, okkar tíma og voru spádómleg orð sem höfðu verið töluð yfir líf okkar á undanförnum árum. Þessar línur voru að tengjast hinum stærri tilgangi sem okkur var gefinn fyrir grunnvöll heimsins.
Margir hafa fengið Guðs orð talað yfir líf sitt, orð sem enn hafa ekki ræst. Nú er tíminn þar sem öll þessi orð eru að sameinast, tíminn er kominn, hinn fyrirfram ákveðni tími er hér. Við verðum að rísa upp og sækja fram af öllu hjarta svo örlög okkar megi rætast.
Þú munt rísa upp til þess að miskunna Síon, því að tími er kominn til þess að líkna henni, já, stundin er komin.
Og Sara varð þunguð og fæddi Abraham son í elli hans, um þær mundir, sem Guð hafði sagt honum.
Hann hefur frelsað oss og kallað heilagri köllun, ekki eftir verkum vorum, heldur eftir eigin ákvörðun og náð, sem oss var gefin fyrir Krist Jesú frá eilífum tímum,
Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann, meðan hann er nálægur!
Vér sjáum, að sakir vantrúar fengu þeir eigi gengið inn.
Fyrirheitið um það að ganga inn til hvíldar hans stendur enn, vörumst því að nokkur yðar verði til þess að dragast aftur úr.
Guð blessi þig!
Og hann rak manninn burt og setti kerúbana fyrir austan Edengarð og loga hins sveipanda sverðs til að geyma vegarins að lífsins tré.
Þegar Adam féll var hann rekinn úr Edensgarði og tveir kerúbar vörðu innganginn og lokuðu þannig fyrir alla von um endurkomu til Edens. Aðgangur að lífsins tré var nú bannaður. Það er áhugavert að þessir kerúbar, sem vörðu lífsins tré, voru einnig yfir náðarstólnum ofan á sáttmálaskránni og vörðu nærveru Guðs.
-18- Og þú skalt gjöra tvo kerúba af gulli, af drifnu smíði skalt þú gjöra þá á hvorum tveggja loksendanum.
-22- Og þar vil ég eiga samfundi við þig og birta þér ofan af arkarlokinu millum beggja kerúbanna, sem standa á sáttmálsörkinni, allt það, er ég býð þér að flytja Ísraelsmönnum.
Biblían lýsir ekki hlutverki kerúbanna í miklum smáatriðum, en við vitum þó að þeir voru tengdir komu og brottför dýrðar Guðs. Þegar Ísrael syndgaði, hóf dýrð og nærvera Drottins að hverfa frá þjóðinni. Við sjáum að þegar dýrð og nærvera Drottins yfirgaf Ísrael, þá fór hún með kerúbunum.
Hér sjáum við dýrðina lyftast frá musterinu
En kerúbarnir stóðu hægra megin við musterið, þegar maðurinn gekk inn, og fyllti skýið innra forgarðinn. -4- En dýrð Drottins hóf sig frá kerúbunum yfir á þröskuld musterisins. Varð musterið þá fullt af skýmekki, en forgarðurinn fylltist ljóma af dýrð Drottins.
Hér sjáum við dýrðina lyftast frá borginni
Nú hófu kerúbarnir vængi sína og hjólin færðust til samtímis þeim, en dýrð Ísraels Guðs var uppi yfir þeim. -23- Og dýrð Drottins hóf sig upp frá borginni og staðnæmdist á fjallinu, sem er fyrir austan borgina.
Þessir kerúbar tengdust dýrð Guðs, og þegar þeir hreyfðust, hreyfðist dýrðin með þeim. Þegar dýrðin sneri loks aftur til Ísraels, kom hún á sama hátt (Esekíel 43:3–4).
Þessir kerúbar eru verndarar nærveru Guðs og munu einnig taka þátt í andlegri orustu ef eitthvað ógnar nærveru Guðs utan vilja hans.
Til að komast að lífsins tré verður maður að komast framhjá kerúbunum
Þar sem kerúbarnir tákna nærveru Guðs, er aðeins hægt að nálgast lífsins tré (JESÚ) í gegnum opinbera nærveru Guðs. Það er aðeins þegar við erum meðvituð um nærveru hans að við getum raunverulega átt samfélag við Jesú.
Þessir kerúbar voru yfir náðarstólnum, og það er aðeins fyrir miskunn Guðs sem við getum komið til hans, gengið með honum og kynnst honum. Náðarsætið huldi sáttmálaskrána, nærveru Guðs og það er aðeins þegar við treystum miskunn hans að við höfum aðgang að nærveru hans. Að reiða sig á miskunn Guðs er að koma til hans í djúpstæðri auðmýkt; án hennar getum við hvorki séð né þekkt Guð.
Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.
Adam erfði jörðina, hún var gefin honum af Guði, en Adam gaf hana í hendur Satan með synd sinni. Það er aðeins þegar við komum að lífsins tré með hreint hjarta og raunverulega auðmýkt að aðgangur er aftur veittur að paradís á þessari jörð og að lífsins tré.
Í Edensgarði gátu Adam og Eva séð Guð og gengið með honum, en þetta tapaðist þegar þau voru rekin úr garðinum og síðan þá hefur maðurinn stöðugt reynt að finna Eden á ný. En það finnst ekki í gegnum tréð um þekkingu góðs og ills, heldur í gegnum lífsins tré og aðgangurinn fæst aðeins með sannri auðmýkt.
Auðmýkt má lýsa sem algjöru trausti á Guði fyrir öllu lífi okkar
Hvar sem þessar undursamlegu verur sjá sanna auðmýkt, er veittur aðgangur að lífsins tré. Í andlega heiminum er auðmýkt séð sem yfirhula eða klæði sem jafnvel englar viðurkenna og virða. Hún sést sem merki mikillar virðingar og stöðu í andaheiminum.
Þessi auðmýkt eða fullkomið traust á Guði gefur okkur rétt til inngöngu að lífsins tré.
Hroki mannsins lægir hann, en hinn lítilláti mun virðing hljóta.
Já, svo segir hinn hái og háleiti, hann sem ríkir eilíflega og heitir Heilagur: Ég bý á háum og helgum stað, en einnig hjá þeim, sem hafa sundurkraminn og auðmjúkan anda, til þess að lífga anda hinna lítillátu og til þess að lífga hjörtu hinna sundurkrömdu.
En því meiri er náðin, sem hann gefur. Þess vegna segir ritningin: Guð stendur í gegn dramblátum, en auðmjúkum veitir hann náð.
Það er tími nú sem aldrei fyrr, fyrir þetta tré að blómstra að fullu á jörðinni svo þjóðirnar megi hljóta lækningu
Hver sem eyra hefur, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum. Þeim er sigrar, honum mun ég gefa að eta af lífsins tré, sem er í Paradís Guðs.
Á miðju stræti borgarinnar, beggja vegna móðunnar, var lífsins tré, sem ber tólf sinnum ávöxt. Á mánuði hverjum gefur það ávöxt sinn, og blöð trésins eru til lækningar þjóðunum.
Þetta er tréð sem Jesús talaði um í Jóhannesarguðspjalli, 15. kafla.
-5- Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.
-4- Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér.
Við höfum þau forréttindi að fá að verða grein á þessu tré, til lækningar fyrir þjóðirnar
Eina leiðin til að bera ávöxt er að vera í honum (Lífsins tré).
Ef þér haldið boðorð mín, verðið þér stöðugir í elsku minni, eins og ég hef haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans.
Guð blessi þig!
Að þessu sinni skoðuðum við áhugaverða hluti í síðari hluta Jesajabókar. Þar eru mjög sterkir spádómar um Jesú Krist og innsýn inn í karakter Guðs. Einnig fórum við í fyrsta kafla opinberunarbókarinnar og ég lagði fram þá opinberun sem Guð hefur gefið mér á því hver Hann er sem faðir, sonur og heilagur andi. Þríeinn Guð.
Fyrra Jóhannesarbréf 5:20
Vér vitum, að Guðs sonur er kominn og hefur gefið oss skilning, til þess að vér þekkjum sannan Guð. Vér erum í hinum sanna Guði fyrir samfélag vort við son hans Jesú Krist. Hann er hinn sanni Guð og eilífa lífið.
Jesaja 62: 6-7
Þér sem minnið Drottin á, unnið yður engrar hvíldar! -7- Ljáið honum engrar hvíldar, uns hann reisir Jerúsalem og gjörir hana vegsamlega á jörðinni.
Guð blessi þig!
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.