Þjónn Drottins “Bondservant”

Þjónn Drottins “Bondservant”

Við höldum áfram þessa viku með því að skoða hvað það þýðir að vera þjónn Drottins (bondservant). Eitt af því sem það þýðir er að við lifum til að þjóna Honum, ekki bara sjálfum okkur. Það þýðir einnig að ná því traustsstigi við Drottin að Hann geti treyst okkur til að framkvæma með ágæti hvaða verk sem Hann felur okkur og að við getum treyst Drottni algjörlega fyrir okkar lífi.

Þessi framvinda í sambandi okkar við Drottin er kall til að uppfylla Lúkas 14:33: „Þannig getur enginn yðar verið lærisveinn minn, nema hann segi skilið við allt sem hann á.“ Að afsala sér öllum eigum sínum er skilyrði þess að vera lærisveinn, en það verður að raunveruleika og fléttast inn í líf okkar þegar við verðum þjónar Hans. Þá verður allt sem við erum — og eigum — Hans í raunverulegum skilningi.

Í hagnýtri framkvæmd lítum við á allt sem við höfum í okkar vörslu sem eign Hans, ekki okkar, og við erum aðeins ráðsmenn þess. Af þessum sökum eigum við ekki að eyða peningunum Hans nema með Hans leiðsögn eða samþykki. Hneigðir eins og að fara í búðir bara af því að okkur langar til þess, eru ekki í boði.

Þegar við æfum þetta, brýtur það niður vana sjálfmiðunar sem við fæðumst með og sem getur fylgt okkur allt lífið ef við stöndum ekki gegn því. Þegar við þroskumst getur Hann treyst okkur fyrir meiru til ráðsmennsku og gefið okkur meira frelsi til að taka ákvarðanir í meðferð þess.

Þetta er Hans vegur: frelsið eykst eftir því sem við þroskumst. Þannig er það að vera þjónn Krists, að verða að lokum einn frjálsasti maður á jörð. Hann er Guð og Hann veit betur en við hvað við þurfum og getur útvegað það betur en við. Hann er Kærleikur og er hinn líknsamasti Meistari sem við gætum nokkru sinni haft, sem ætíð hefur okkar hag í huga ásamt sínum tilgangi. Hann þekkir okkur betur en við þekkjum okkur sjálf og sem þjónar Hans munum við eiga besta líf sem hugsast getur.

Þetta frelsi og þessi fullnægja eykst eftir því sem við lærum að lifa ekki fyrir okkur sjálf heldur fyrir Hann. Eins og við ræddum í síðustu viku er eini staðurinn í Ritningunni þar sem Drottinn er kallaður „Veitandi okkar, Our provider“ var á Móríufjalli, þar sem Abraham sýndi sig reiðubúinn að fórna því sem honum var dýrmætast, syni sínum Ísak (sjá 1. Mósebók 22). Það er á þeim stað þar sem við gefum Honum allt okkar þar sem Hann hefur getur okkur allt sitt.

Tvö önnur mikilvæg atvik gerðust einnig á Móríufjalli sem opinbera framvindu og þroska okkar í Honum. Næsta var þegar Davíð konungur taldi fólkið, og dómur féll yfir allan Ísrael vegna þessa (sjá 1. Kroníkubók 21). Fyrst skulum við skoða hvers vegna þetta var slík synd og í öðru lagi hvers vegna Drottinn sló allam Ísrael, en ekki bara Davíð.

Davíð var staðráðinn í að telja Ísrael vegna þess að hann var farinn að leggja óheilbrigt traust á fólkið. Þetta er mjög hættulegt fyrirbæri fyrir hvern leiðtoga, sérstaklega þá sem þjóna Drottni sem þjónar Hans. Eins og Páll skrifaði í Galatabréfi 1:10: „Er ég að leitast við að þóknast mönnum? Ef ég væri enn að þóknast mönnum, þá væri ég ekki þjónn Krists.“ Tilhneigingin til að meta hagsmuni manna ofar hagsmunum Drottins varð þess valdandi að Drottinn kallaði Pétur „Satan“ (sjá Matteus 16:23). Ef þessu er ekki mætt getur það leitt til skelfilegrar spillingar í þjónustu okkar við Drottin og við munum leiðast meira af fólkinu en Honum. Þetta getur byrjað að brengla allt sem leiðtogi gerir, rétt eins og það gerði hjá Sál konungi.

Þegar Davíð konungur fór að treysta of mikið á fólkið sendi Drottinn engil dauðans til að slá fólkið. Þegar Davíð sá að Jerúsalem var að verða fyrir höggi leitaði hann staðar til að færa Drottni fórn. Þegar hann sá þreskivöllinn og nautgripi Ornans Jebúsíta bauðst hann til að kaupa þá til að fórna Drottni og stöðva pláguna. Ornan bauð Davíð að fá þá gefins, en Davíð neitaði og sagði: „Eigi svo, en kaupa vil ég það fullu verði, því að eigi vil ég taka það sem þitt er Drottni til handa og færa brennifórn, er ég hefi kauplaust þegið.“ (sjá 1. Kroníkubók 21:24).

Þannig var aftur á Móríufjalli þar sem Guð fékk „fullt verð“. Þetta var lykilatriði fyrir þriðja stóra atburðinn sem gerðist á Móríufjalli — byggingu musteris Drottins. Dvalarstaður Guðs verður reistur þar sem þeir sem kallaðir eru til að vera bústaður Hans greiða „fullt verð“.

Meginhluti syndar Ananíasar og Saffíru var sá að þau vildu teljast meðal þeirra sem gáfu allt til Drottins, en þau voru „að halda eftir hluta verðsins“ (sjá Postulasagan 4–5). Þetta var lygi við Heilagan Anda, ekki bara postulana, og var óþolandi, svo Drottinn sló þau til dauða. Kallið til að vera þjónn “Bondservant” er sjálfviljugt, en þegar við tökum það, verðum við að vera sanntrú. Að vera sannur er grundvallaratriði fyrir þá sem eiga að vera musteri Sannleikans sjálfs.

Laodíkea

Laodíkea

Laodíkea

by Sigurður Júlíusson | 4.sept 2025

Heimahópurinn 4.sept 2025

Það er alvarlegra en við gerum okkur grein fyrir að vera hálfvolgur. Við lifum á tímum þar sem allt reynir að toga okkur frá Guði. Afþreying er um allt, veraldarvefurinn, villukenningar, snjalltæki og svona mætti lengi telja. Það hefur aldrei verið mikilvægara að halda sér fast að Drottni í helgun, lesa Biblíuna og verja góðum tíma í bæn á hverjum degi. Ef við gefum eftir þá er djöfullinn komin um leið, leitandi að þeim sem hann getur gleypt. Vöknum vinir fyrir alvöru og berjumst trúarinnar góðu baráttu, því við munum uppskera ef við gefumst ekki upp. 

Opinberunarbókin 3:14-17

Og engli safnaðarins í Laódíkeu skalt þú rita: Þetta segir hann, sem er amen, votturinn trúi og sanni, upphaf sköpunar Guðs: -15- Ég þekki verkin þín, að þú ert hvorki kaldur né heitur. Betur að þú værir kaldur eða heitur. -16- En af því að þú ert hálfvolgur og hvorki heitur né kaldur, mun ég skyrpa þér út af munni mínum. -17- Þú segir: Ég er ríkur og orðinn auðugur og þarfnast einskis. Og þú veist ekki, að þú ert vesalingur og aumingi og fátækur og blindur og nakinn.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.

Trú

Trú

Heimahópurinn 24.júlí 2025

Í þessari kennslu fjalla ég um mikilvægi trúarinnar. Trúin er upphafið af okkar göngu með Guði og án hennar getum við lítið gert. Það er trúin sem er fyrsta skrefið í vexti okkar með Guði og það sem við byggjum svo á eins og segir í síðara Pétursbréfi.

Síðara Pétursbréf 1:5-8

Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu, -6- í þekkingunni sjálfsögun, í sjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, -7- í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika. -8- Því ef þér hafið þetta til að bera og farið vaxandi í því, munuð þér ekki verða iðjulausir né ávaxtalausir í þekkingunni á Drottni vorum Jesú Kristi.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.

SOTK – Dýrð hins síðara musteris 3.hluti

SOTK – Dýrð hins síðara musteris 3.hluti

Haggaí 2:9

Hin síðari dýrð þessa musteris mun meiri verða en hin fyrri var segir Drottinn allsherjar og ég mun veita heill á þessum stað segir Drottinn allsherjar.

Guð lýsti því skýrt yfir að dýrð síðari hússins yrði meiri en hinnar fyrri. Frumkirkjan var dýrðleg kirkja, en í samanburði við endatímakirkjuna var hún aðeins svipur af því sem endatímakirkjan er fyrirhuguð að vera.

Kirkjunni má skipta í tvo hópa

Þeir sem byggja upp ríki og veldi

Veldisbyggjendur byggja sitt eigið litla ríki.

Sannir ríkisbyggjendur byggja ríki Guðs.

1) Ríkisbyggjendur byggja á kærleika

Ríkisbyggjendur spyrja: „Hvernig getum við þjónað þér? Hvernig getum við hjálpað þér?“ Þeir einbeita sér að framgangi ríkis Guðs, ekki eigin ríkis. Hugmynd þeirra um kirkju Jesú er frábrugðin– löngun þeirra er að hjálpa og blessa ríki Guðs. Þeir hafa meiri áhuga á að byggja ríki Guðs almennt, fremur en að leggja einungis áherslu á sína eigin staðbundnu kirkju. Ríkisbyggjendur hafa annað hugarfar: þeir sjá út fyrir staðbundna sókn. Þeir eru ekki að byggja sína kirkju; þeim er meira annt um að byggja Hans ríki.

2) Ríkisbyggjendur lifa og hrærast í hinni miklu köllun

Þeir sjá hnattræna uppskeru: þeir sjá þjóðirnar. Skapandi og frumkvöðlahugsun þeirra leitast við að finna stærri og betri leiðir í Guði til að ná til þjóðanna.

Til þess að verða ríkisbyggjandi verður maður að hætta að vera veldisbyggjandi.

Það er svo auðvelt fyrir þjónustur að falla í þá gildru að vera uppteknar við að byggja sitt eigið litla ríki. Þegar kirkjur vaxa er mjög auðvelt fyrir hirða að reisa sér lítið veldi í kringum sig, sem á endanum gleypir þá í vélrænum rekstri og utanumhaldi. Nýleg könnun sýndi að yfir 60% af prestum sem tóku þátt vörðu minna en hálftíma á dag í bæn. Þetta er ekki sagt til að gagnrýna presta – ég veit hvernig það er að vera dreginn inn í viðhald og rekstur litla ríkisins, það getur orðið sálarlega eyðileggjandi.

Einkenni ríkisbyggjanda

1. Laus undan samkeppnishugsun: Oft þegar þjónustur hittast er fyrsta spurningin; „Hversu stór er kirkjan þín?“ Slík spurning leiðir gjarnan í ljós undirliggjandi samkeppnishugarfar. Að byggja kirkjuna er ekki keppni um hver gerir best. Jesús sagði reyndar: „Ég mun byggja kirkju mína.“

2. Vilji og löngun til að byggja ríki Guðs hvar sem við finnum það – líka í öðrum kirkjum auk eigin staðbundinnar kirkju.

3. Vilji og löngun til að blessa aðrar þjónustur og kirkjur fjárhagslega.

4. Að vera innilega glaður þegar aðrar kirkjur vaxa, jafnvel þótt þín eigin geri það ekki.

5. Laus undan öfund innan þjónustu.

Þegar breytingin á sér stað – frá því að byggja sitt eigið veldi til þess að byggja ríki Guðs – hverfa mörg af þessum áður nefndu hættulegu einkennum sjálfkrafa.

Metnaður, stolt, öfund og samkeppni þurfa að vera upprætt úr persónuleika okkar svo við getum orðið hluti af hinni dýrðlegu endatímakirkju sem Guð er að byggja.

Haggaí 1:1-10

Á öðru ríkisári Daríusar konungs, hinn fyrsta dag hins sjötta mánaðar, kom orð Drottins fyrir munn Haggaí spámanns til Serúbabels Sealtíelssonar, landstjóra í Júda, og til Jósúa Jósadakssonar æðsta prests, svo hljóðandi: -2- Svo segir Drottinn allsherjar: Þessi lýður segir: Enn er ekki tími kominn til að endurreisa hús Drottins. -3- Þá kom orð Drottins fyrir munn Haggaí spámanns, svo hljóðandi: -4- Er þá tími fyrir yður að búa í þiljuðum húsum, meðan þetta hús liggur í rústum? -5- Og nú segir Drottinn allsherjar svo: Takið eftir, hvernig fyrir yður fer! -6- Þér sáið miklu, en safnið litlu, etið, en verðið eigi saddir, drekkið, en fáið eigi nægju yðar, klæðið yður, en verðið þó ekki varmir, og sá sem vinnur fyrir kaupi, vinnur fyrir því í götótta pyngju. -7- Svo segir Drottinn allsherjar: Takið eftir, hvernig fyrir yður fer! -8- Farið upp í fjöllin, sækið við og reisið musterið, þá mun ég hafa velþóknun á því og gjöra mig vegsamlegan! segir Drottinn. -9- Þér búist við miklu, en fáið lítið í aðra hönd, og þó þér flytjið það heim, þá blæs ég það burt. Hvers vegna? segir Drottinn allsherjar. Vegna húss míns, af því að það liggur í rústum, meðan sérhver yðar flýtir sér með sitt hús. -10- Fyrir því heldur himinninn uppi yfir yður aftur dögginni og fyrir því heldur jörðin aftur gróðri sínum.

Haggaí 2:3

Hver er sá af yður eftir orðinn, er séð hefir þetta hús í sinni fyrri vegsemd, og hversu virðist yður það nú? Er það ekki einskisvert í yðar augum?

Þessi ritningarstaður er oft notaður í samhengi við að leggja áherslu á að byggja hina staðbundnu kirkju sem forgangsverkefni og setja persónulega hagsmuni okkar í annað sæti. En í raun og veru er hann fyrst og fremst að tala um að byggja ríki Guðs. Hirðar þurfa að sjá þennan ritningarstað í ljósi þess að byggja fyrst ríki Guðs áður en við byggjum okkar eigin staðbundnu kirkjur – með öðrum orðum, að hafa hugarfar ríkisins.

EF VIÐ BYGGJUM FYRST RÍKI GUÐS, MUN GUÐ BYGGJA STAÐBUNDNU KIRKJUNA OKKAR.

Þetta er fyrst og fremst hugarfar – nýtt viðhorf sem við verðum að taka upp. Það er lífsstíll, ný hugsun og ný leið til að lifa.

Ný fjárhagsleg útleysting er að koma.

Haggaí 2:4,6-7

En ver samt hughraustur, Serúbabel segir Drottinn og ver hughraustur, Jósúa Jósadaksson æðsti prestur, og ver hughraustur, allur landslýður segir Drottinn og haldið áfram verkinu, því að ég er með yður segir Drottinn allsherjar -6- Því að svo segir Drottinn allsherjar: Eftir skamma hríð mun ég hræra himin og jörð, haf og þurrlendi. -7- Ég mun hræra allar þjóðir, svo að gersemar allra þjóða skulu hingað koma, og ég mun fylla hús þetta dýrð segir Drottinn allsherjar.

Habakukk sagði:

Haggaí 1:5

Lítið upp, þér hinir sviksömu, og litist um! Fallið í stafi og undrist! Því að ég framkvæmi verk á yðar dögum þér munduð ekki trúa því, ef sagt væri frá því.

Haggaí 2:8-9

Mitt er silfrið, mitt er gullið segir Drottinn allsherjar. -9- Hin síðari dýrð þessa musteris mun meiri verða en hin fyrri var segir Drottinn allsherjar og ég mun veita heill á þessum stað segir Drottinn allsherjar.

Fjárhagsleg útleysting er að koma eins og aldrei fyrr í sögu kirkjunnar. Þessi útleysting verður svo mikil að heimurinn mun undrast þetta fyrirbæri. HINS VEGAR: til að taka þátt í þessari fjárhagslegu útleystingu verðum við að uppfylla skilyrðin. Guð er ekki að fara að leysa út fjármagn til þess að þú byggir þitt eigið veldi.

Fjármagn verður leyst út til að byggja það sem Drottinn sjálfur er að byggja.

Þessi fjárhagslega útleysting er til þess að byggja Hús hans; Ríki hans. Ertu hæfur?

Þessir ríkisbyggjendur munu finna hver annan

Endurstilling er að eiga sér stað; fólk með sama anda er að finna hvert annað. Það er að verða til tenging milli þjónusta með ríkishugsun og ríkisanda – og þetta mun mynda mikið, hnattrænt uppskerunet.

Matteusarguðspjall 13:47-49

Enn er himnaríki líkt neti, sem lagt er í sjó og safnar alls kyns fiski. -48- Þegar það er fullt, draga menn það á land, setjast við og safna þeim góðu í ker, en kasta þeim óætu burt. -49- Svo mun verða, þegar veröld endar: Englarnir munu fara til, skilja vonda menn frá réttlátum

Þessi siðbót mun ýta (þeim sem fylgja henni) út úr staðbundinni hugsun og inn í hnattrænt samhengi.

Sálmarnir 102:14,16-17

Þú munt rísa upp til þess að miskunna Síon, því að tími er kominn til þess að líkna henni, já, stundin er komin. –16- Þá munu þjóðirnar óttast nafn Drottins og allir konungar jarðarinnar dýrð þína, -17- því að Drottinn byggir upp Síon og birtist í dýrð sinni.

Guð blessi þig!

SOTK – Dýrð hins síðara musteris 2.hluti

SOTK – Dýrð hins síðara musteris 2.hluti

Haggaí 2:9

Hin síðari dýrð þessa musteris mun meiri verða en hin fyrri var segir Drottinn allsherjar og ég mun veita heill á þessum stað segir Drottinn allsherjar.

Við aðdraganda þúsundáraríkisin er jörðin stödd í merkustu umbreytingum frá því að kirkjan fæddist á hvítasunnu.

Það er hreyfing Guðs að eiga sér stað í heiminum í dag sem er ekki bundin við neina sérstaka menningu, þjóðernishóp eða kynþátt. Að mestu leyti er hún falin, þar sem Guð er að undirbúa þá sem eru ætlaðir til að vera hluti af þessari miklu vakningu guðsríkisins.

Hún er ekki takmörkuð við nein ákveðin efnahagshólf heimsins.

Guð er að brjóta hefðbundin mörk.

Hann er að brjóta föst hugsanakerfi kirkjunnar.

Hugmyndalíkan (e. Paradigm): Getur verið skilgreint sem hugarfar sem mótar allt okkar viðbragðs- og hegðunarmynstur.

Það nýja sem Guð er að gera má ekki takmarka við orðið „vakning“. Það er miklu dýpra en vakning.

Jesaja 48:6-7

Þú hefir heyrt það, sjá, nú er það allt komið fram! Og þér, hljótið þér ekki að játa það? Nú boða ég þér nýja hluti og hulda, sem þú ekkert veist um. -7- Þeir eru nú að skapast, en eigi fyrr, fyrr en í dag hefir þú ekkert um þá heyrt, svo að þú skyldir ekki geta sagt: Sjá, ég vissi það!

Þessi umbót sem er að hefjast er miklu meiri en umbótin á 16. öld. Hún mun djúptækilega breyta því hvernig heimurinn lítur á kirkjuna.

Skilningur okkar á því hvað kirkjan snýst um mun gjörbyltast. Skipulag, stjórn og tilgangur kirkjunnar munu gjörbreytast.

Hebreabréfið 12:26-28

Raust hans lét jörðina bifast fyrrum. En nú hefur hann lofað: Enn einu sinni mun ég hræra jörðina og ekki hana eina, heldur og himininn. -27- Orðin: Enn einu sinni, sýna, að það, sem bifast, er skapað og hverfur, til þess að það standi stöðugt, sem eigi bifast. -28- Þar sem vér því fáum ríki, sem ekki getur bifast, skulum vér þakka það og þjóna Guði, svo sem honum þóknast, með lotningu og ótta.

Samhengið í þessum ritningarversum er lokatíminn.

Þessi vers lýsa því hvernig allt sem ekki er reist eða upphafið af Guði verður hrist.

Þetta hrun mun fjarlægja allar manngerðar frumkvæðisaðgerðir innan kirkjunnar og leiða inn nýtt tímabil sem nefnist ríkistímabilið. Sjá vers 28.

Spámaðurinn Habbakúk spáði um þessa daga.

Habakkuk 1:2-4

Hversu lengi hefi ég kallað, Drottinn, og þú heyrir ekki! Hversu lengi hefi ég hrópað til þín: Ofríki! og þú hjálpar ekki! -3- Hví lætur þú mig sjá rangindi, hví horfir þú upp á rangsleitni? Eyðing og ofríki standa fyrir augum mér. Af því koma þrætur, og deilur rísa upp. -4- Fyrir því verður lögmálið magnlaust og fyrir því kemur rétturinn aldrei fram. Hinir óguðlegu umkringja hina réttlátu, fyrir því kemur rétturinn fram rangsnúinn.

Habbakuk var að spá inn í sinn eigin tíma, en megininntakið átti sér stað fyrir OKKAR TÍMA NÚNA.

Athugið að þetta voru dagar:

  • Ofbeldis

  • Aukinnar syndsemi, deilna og ágreinings

  • Þar sem löggjafarnir réðu ekki lengur við hnignun samfélagsins

  • Þar sem röng dómaframkvæmd átti sér stað í dómstólum

Habbakuk hrópaði til Guðs um að Guð myndi bregðast við og breyta aðstæðum

Í 2:14 vísar Habbakuk til 4. Mósebókar 14:21 um dýrð Drottins.

Habakkuk 2:14

Því að jörðin mun verða full af þekking á dýrð Drottins, eins og djúp sjávarins vötnum hulið.

Hann biður Guð í örvæntingu að uppfylla heit sín loforð — að dýrð hans fylli jörðina.

Fjórða Mósebók 14:21

En svo sannarlega sem ég lifi og öll jörðin er full af dýrð Drottins:

Hann kallar til Guðs um að uppfylla Orð sitt

þegar skyndilega kemur spámannleg smurning yfir hann og hann hrópar:

Habakkuk 1:5

Lítið upp, þér hinir sviksömu, og litist um! Fallið í stafi og undrist! Því að ég framkvæmi verk á yðar dögum þér munduð ekki trúa því, ef sagt væri frá því.

Habbakuk sá inn í tímann til okkar daga og varð svo skelfdur og undrandi yfir því sem hann sá, að hann sagði þetta:

Habakkuk 2:1

Ég ætla að nema staðar á varðbergi mínu og ganga út á virkisvegginn og skyggnast um til þess að sjá, hvað hann talar við mig og hverju hann svarar umkvartan minni.

Þá talar Guð til hans og segir: Habbakuk, þetta er fyrir fyrirfram ákveðinn tíma af Guði.

Skrifaðu þetta niður, gerðu skrá, því það mun rætast.

Habakkuk 2:3

Því að enn hefir vitrunin sinn ákveðna tíma, en hún skundar að takmarkinu og bregst ekki. Þótt hún dragist, þá vænt hennar, því að hún mun vissulega fram koma og ekki undan líða.

Það mun koma í lokin: Orðið lokin er hebreskt orð sem merkir ytri mörk eða lok fyrir ákveðinn tíma.

Í Daníelsbók lesum við að í lokinni — í lok aldarinnar — munu ákveðnir hlutir gerast.

Daníel 12:4 & 8-9

-4- En þú, Daníel, halt þú þessum orðum leyndum og innsigla bókina, þar til er að endalokunum líður. Margir munu rannsaka hana, og þekkingin mun vaxa. 

-8- Ég heyrði þetta, en skildi það ekki, og sagði því: Herra minn, hver mun endir á þessu verða? -9- En hann sagði: Far þú, Daníel, því að orðunum er leyndum haldið og þau innsigluð, þar til er endirinn kemur.

Guð sagði við Daníel að ákveðnir faldir sannleikar og leyndardómar yrðu ekki opinberaðir kirkjunni fyrr en á tíma endaloka.

Haggaí sagði: „Lítið til þjóðanna“ — hvað sá Haggaí?

Hann sá eitthvað gerast á heimsvísu sem sló hann með undrun. Hann sá heilar þjóðir verða snortnar af krafti og náð Guðs, sem var áður óþekkt á hans tíma, þegar gyðingaþjóðin var sú eina sem Guð starfaði með á afgerandi hátt.

Uppgangur postulalegrar þjónustu:

Postulinn hefur heimsviðhorf — hann sér þjóðirnar og hvernig allt tengist í áætlun Guðs. Postullegur andi og þjónusta skilur áform Guðs, hefur hæfileika til að setja saman heildarmyndina, samræma hana og halda henni á réttri braut.

Spámannleg þjónusta kallar fram her Drottins; Postulleg þjónusta mun raða hernum niður og þekkja stefnu Drottins, sem mun gera hernum kleift að framkvæma tilgang Guðs á jörðu.

Postulleg þjónusta hefur hlutverk viturs byggingameistara.

Þegar postullega þjónustan rís upp munu þjóðirnar verða fyrir áhrifum þegar stærsta vakning og uppskerutími í sögu kirkjunnar fer að renna upp. Þessi uppskera verður svo mikil að við, líkt og Haggaí, munum standa undrandi.

Haggaí 2:9

Hin síðari dýrð þessa musteris mun meiri verða en hin fyrri var segir Drottinn allsherjar og ég mun veita heill á þessum stað segir Drottinn allsherjar.

Guð blessi þig!