Fordæmalausir tímar

Fordæmalausir tímar

Fordæmalausir tímar

by Sigurður Júlíusson | 3.apríl 2025

Heimahópurinn 3.apríl 2025

Guð gaf vakningarorð í dag sem ég hvet ykkur til að hlusta á hér að ofan. Stundin var virkilega blessuð og mjög áþreifanleg nærvera Drottins var til staðar. Þetta var nýtt manna fyrir okkur sem líkama og brýn áskorun að taka framförum. Guð er að vekja upp sitt fólk og tímarnir sem við erum á krefjast þess að við stígum fram í djörfung og krafti Heilags Anda. Aðeins með Guðs hjálp eigum við von um að standast en við þurfum að sækja mannað eða hið daglega brauð á hverjum degi. Það er ekki nóg að fara á samkomu einu sinni í viku. Hver og einn þarf að biðja, lesa og leita vilja Guðs fyrir sitt líf stöðuglega. Gjöra köllun sína og útvalninu vissa. Það er ekki að ástæðulausu að við biðjum í bæninni sem Guð kenndi okkur, “Faðir vorinu”, Guð gef oss í dag vort daglegt brauð. Því við þurfum á því að halda á hverjum degi til að standast á þessum síðustu tímum.

Þessi kennsla er til uppörvunar fyrir okkur öll og  ef þú hlustar vel þá muntu sjá að allt sem Guð gerir er gert í kærleika.

Fyrra Korintubréf 11:32

En fyrst Drottinn dæmir oss, þá er hann að aga oss til þess að vér verðum ekki dæmdir sekir ásamt heiminum.

Síðara Korintubréf 13:5

Reynið yður sjálfa, hvort þér eruð í trúnni, prófið yður sjálfa. Gjörið þér yður ekki grein fyrir, að Jesús Kristur er í yður? Það skyldi vera, að þér stæðust ekki prófið.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.

Minnist konu Lots

Minnist konu Lots

Minnist konu Lots

by Sigurður Júlíusson | 20.mars 2025

Heimahópurinn 20.mars 2025

Sagan af Lot og konunni hans í Biblíunni er einstaklega góð og með miklum boðskap til okkar í dag þótt hún hafi gerst fyrir mörg þúsund árum síðan. Guð er sá sami og það eru sömu lögmál í gildi varðandi hvar hjarta okkar liggur og afleiðingarnar af því að elska heiminn fram yfir skapara okkar. Í þessari kennslu förum við í gegnum söguna og hvað við getum lært af henni, ásamt því að skoða nokkurs vers í Biblíunni sem fjalla um hjartað og hvernig Guð lítur á karakter okkar en ekki bara það sem við gerum.

Lúkasarguðspjall 17:32-33

Minnist konu Lots. -33- Sá sem vill sjá lífi sínu borgið, mun týna því, en sá sem týnir því, mun öðlast líf.

Fyrsta Jóhannesarbréf 2:15

Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru. Sá sem elskar heiminn, á ekki í sér kærleika til föðurins.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.

Hvar finnum við Guð?

Hvar finnum við Guð?

Hvar finnum við Guð?

by Sigurður Júlíusson | 13.mars 2025

Heimahópurinn 13.mars 2025

Í síðasta heimahóp lagði Guð á hjarta mitt að fara í hvað Biblían segir um útvalningu og þá stóru spurningu – Hvar finnum við Guð? Það er mikið að fólki leitandi að tilgangi, Guði, ástæðunni fyrir því að það er hér á þessari jörðu en það veit ekki hvar það á að leita. Biblían sýnir okkur réttu leiðina en því miður eru alltof fáir sem lesa hana í dag og leita svo bara í hvað sem er: næsta hugleiðslunámskeið, yoga, dáleiðslu, miðla og margt annað sem getur haft þau áhrif að fólk verður ennþá týndara og situr uppi með fleiri ósvaraðar spurningar. Ég hvet þig kæri lesandi til að leita hins eina sanna Guðs, skapara himins og jarðar sem heitir Jesús Kristur og sjá hvort þú finnir ekki það sem þú hefur alltaf verið að leita að. Ég get vitnað persónulega um að það var Jesús sem fyllti í mitt tómarúm, bjargaði mér og gefur mér stöðuglega sanna gleði, hamningju og tilgang.

Jerermía 29:13

Og þér munuð leita mín og finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta,

Lúkasarguðspjall 11:9

Og ég segi yður: Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.

Að fullna skeiðið & klára keppnina

Að fullna skeiðið & klára keppnina

Að fullna skeiðið & klára kepnnina

by Sigurður Júlíusson | 27.feb 2025

Heimahópurinn 27.feb 2025

Kennslu síðustu viku getur þú hlustað á hér að ofan en hún var uppörvun til okkar allra að gefast ekki upp og halda áfram. Ég er einmitt að þýða kennslur í SOTK sem fjalla um sama efni og það er mjög gott að minna sig á að þetta líf hér er stutt og í raun reynslutími. Guð er að leita að þeim sem eru heilshugar við Hann. Þeir sem standast prófið, klára keppnina munu fá laun og Biblían talar um þrítugfaldan, sextugfaldan og hundraðfaldan ávöxt. Það er því til mikils að vinna og launin munu fylgja okkur um eilífð. Keppum eins og íþróttamaður sem ætlar að sigra eins og Páll bendir svo skemmtilega á í Fyrra Korintubréfi.

Fyrra Korintubréf 9:25-26

Vitið þér ekki, að þeir, sem keppa á íþróttavelli, hlaupa að sönnu allir, en einn fær sigurlaunin? Hlaupið þannig, að þér hljótið þau. -25- Sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum, neitar sér um allt. Þeir sem keppa gjöra það til þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan. -26- Þess vegna hleyp ég ekki stefnulaust. Ég berst eins og hnefaleikamaður, sem engin vindhögg slær. -27- Ég leik líkama minn hart og gjöri hann að þræli mínum, til þess að ég, sem hef prédikað fyrir öðrum, skuli ekki sjálfur verða gjörður rækur.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.

Opinberunarbókin og það allra mikilvægasta!

Opinberunarbókin og það allra mikilvægasta!

Opinberunarbókin og það allra mikilvægasta!

by Sigurður Júlíusson | 6.feb 2025

Heimahópurinn 6.feb 2025

Biblían talar um að sæll er sá sem les spádómsorð Opinberunarbókarinnar. Síðasta bókin í Biblíunni er líka sú bók sem gefur okkur sem tilheyrum Kristi mestu vonina. Hún fjallar um það þegar Jesús kemur aftur ásamt sínum heilögu til að taka til baka valdið sem óvinurinn hefur haft og til að binda djöfulinn um 1000 ár. Hún fjallar um brúðkaupsveislu lambsins. Hún fjallar um tíma þar sem réttlæti mun ríkja. Hún fjallar um frelsunarverkið og eilífðina. Þess vegna er hún mín uppáhaldsbók í Biblíunni, því hún segir okkur frá tíma þar sem við munum hitta skapara okkar, föður okkar og frelsara. Þetta er hluti af því sem ég fjalla um í kennslunni. Megi Guð blessa þig þegar þú hlustar og megi kennslan uppörva þig og styrkja í að fara alla leið með Jesú Kristi.

Opinberunarbókin 19:7-9

Gleðjumst og fögnum og gefum honum dýrðina, því að komið er að brúðkaupi lambsins og brúður hans hefur búið sig. -8- Henni var fengið skínandi og hreint lín til að skrýðast í. Línið er réttlætisverk heilagra. -9- Og hann segir við mig: Rita þú: Sælir eru þeir, sem boðnir eru í brúðkaupsveislu lambsins. Og hann segir við mig: Þetta eru hin sönnu orð Guðs.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.

Gjaldið og launin

Gjaldið og launin

Gjaldið og launin

by Sigurður Júlíusson | 16.jan 2025

Heimahópurinn 16.jan 2025

Það var yndislegt að fá lifandi lofgjörð sem hún Tinna og Kristinn leiddu á fimmtudaginn var og þið getið hlustað á áður en kennslan hefst á upptökunni. Í kennslunni fer ég í að það er sannarlega gjald sem hver maður þarf að vera tilbúin að greiða ef hann ætlar að verða lærisveinn Drottins, fá umboð frá Guði til að vinna sömu verk og Jesú og sjá kraft Guðs flæða í gegnum líf sitt.

Lúkasarguðspjall 14:28 & 33

Hver yðar sest ekki fyrst við, ef hann ætlar að reisa turn, og reiknar kostnaðinn, hvort hann eigi nóg til að ljúka verkinu? -29- Ella má svo fara, að hann leggi undirstöðu, en fái ekki við lokið, og allir, sem það sjá, taki að spotta hann -30- og segja: Þessi maður fór að byggja, en gat ekki lokið. -33- Þannig getur enginn yðar verið lærisveinn minn, nema hann segi skilið við allt sem hann á.

Við hjálpræðið bætum við engu sem er gjöf frá Guði og engin mun geta miklast af verkum sínum tengt því. Það er aðeins fyrir hina fullkomnu fórn Jesú Krists sem við getum orðið hólpin. Það er hinsvegar munur á því að vera hólpinn og að sigra okkar kirkjuöld og það er munur á launum á himnum. Biblían talar um hundraðfaldan, sextugfaldan og þrítugfaldan ávöxt. Það hvað við gerum með líf okkar hér á jörðunni ákvarðar launin sem við fáum á himnum.

Opbinberunarbókin 22:12

Sjá, ég kem skjótt, og launin hef ég með mér, til að gjalda hverjum og einum eins og verk hans er.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.