Lífsins leið auðmýktar

by Sigurður Júlíusson | 10.apríl 2025

Heimahópurinn 10.apríl 2025

Stundirnar okkar eru svo dýrmætar og ég er fullur þakklætis yfir því sem Guð er að gera. Það að skapari himins og jarðar með öllu því sem er að gerast í heiminum í dag sé reiðubúinn og viljugur að mæta okkur persónulega með nærveru sína í litlu húsi á Borg í Grímsnesi er svo stórkostlegt að því verður ekki líst með orðum. Ég elska Drottinn minn af öllu hjarta, því Hann elskaði mig að fyrra bragði og Hann elskar þig kæri lesandi. Gefðu Honum allt þitt líf og haltu engu eftir, það er leiðin til lífsins. Auðmýktu þig undir Hans voldugu hönd og leitaðu vilja Hans af öllu hjarta og þá muntu finna Hann. Ég hvet þig til að hlusta á kennsluna sem tekin var upp á fimmtudaginn, hún sýnir okkur það sem skiptir Guði einna mestu máli, að vera auðmjúk og lítillát.

Fyrra Pétursbréf 5:5-10

Og þér, yngri menn, verið öldungunum undirgefnir og skrýðist allir lítillætinu hver gagnvart öðrum, því að Guð stendur gegn dramblátum, en auðmjúkum veitir hann náð. -6- Auðmýkið yður því undir Guðs voldugu hönd, til þess að hann á sínum tíma upphefji yður.

Orðskviðirnir 16:18

Drambsemi er undanfari tortímingar, og oflæti veit á fall.

Sálmarnir 51:19

Guði þekkar fórnir eru sundurmarinn andi, sundurmarið og sundurkramið hjarta munt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.