SOTK – Örlög 2.hluti

SOTK – Örlög 2.hluti

Tímasetningin skiptir sköpum

Það eru tímar og árstíðir í Guði sem Drottinn hefur sett. Skilningur okkar á þessum tímum og árstíðum skiptir sköpum ef við ætlum að stíga inn í örlög okkar.

Við höfum mörg dæmi í ritningunum um slíka tímabil sem leiddu til djúpstæðra breytinga hjá þjóðum og í lífi einstaklinga.

Haggaí 2:18-19

“Rennið nú huganum frá þessum degi lengra aftur í tímann, frá hinum tuttugasta og fjórða degi hins níunda mánaðar, frá þeim degi er lagður var grundvöllur að musteri Drottins. Rennið huganum yfir, hvort enn sé korn í forðabúrinu og hvort víntrén og fíkjutrén og granateplatrén og olíutrén beri ekki enn ávöxt. Frá þessum degi vil ég blessun gefa!”

Guð hefur sett tíma og árstíðir fyrir líf okkar. Að skilja þessar tímasetningar er mikilvægt til að samstilla okkur áætlunum hans og örlögum fyrir okkur.

Guð sagði Ísrael fyrir milligöngu spámannsins Jeremía að útlegð þeirra myndi vara í sjötíu ár. Sjötíu árum síðar kom lausn þeirra. Jer 29:10.

Grikkir bjuggu til orð til að lýsa komu þessara tíma og árstíða, þeir kölluðu það Kairos tíma.

Lúkasarguðspjall 1:20

“Og þú munt verða mállaus og ekki geta talað til þess dags, er þetta kemur fram, vegna þess að þú trúðir ekki orðum mínum, en þau munu rætast á sínum tíma.” (Kairos)

Orðið Kairos er notað í ritningunni til að tjá sérstaka tímasetningu Guðs sem hefur þá merkingu að tíminn sé fullþroska og eitthvað sé tilbúið að ganga í uppfyllingu. Það er notað í Gal 6:9.

Galatabréfið 6:9

“Þreytumst ekki að gjöra það sem gott er, því að á sínum tíma (Kairos) munum vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp.”

Við erum núna í Kairos tíma

Í lok maí 2003, þegar ég leitaði Drottins, birtist mér mjög tignarlegur engill. Ég hafði skynjað fyrr um daginn að ég þyrfti að leita Drottins. Þessi hvöt til að leita Drottins var að banka á dyr hjarta míns (Sjá Opb 3:20). Þessi engill var háttsettur. Hann sagði einfaldlega við mig “Ég er sendur frá hinum hæsta Guði til að gefa þér þennan boðskap”. Þessi engill sýndi mér síðan glerílát með vatni sem lekur ofan í. Þegar ég horfði á, sá ég síðasta vatnsdropann falla í ílátið sem varð til þess að það flæddi yfir. Engillinn sagði þá “fylling tímans er komin”. Ég sagði hvað þýðir það? Hann sagði að „mikilvægur tími og tímabil sé að líða undir lok“.

Atriðið breyttist þegar þessi engill sýndi mér það sem leit út eins og stórt reykelsi, hann sagði “Ég hef tekið bænir þínar og bænir annarra og mun bera þær fram fyrir hásætið á himnum”. Þá sagði hann: “Það mun verða fjöldi jarðskjálfta á næstu dögum og þú munt vita að Drottinn hefur talað.” Þessi engill hvarf svo sjónum mínum.

Á næstu tveimur vikum urðu fjórir stórir jarðskjálftar um allan heim. Ég var minntur á framtíðaratburð sem á eftir að gerast í Opb 8:2-5.

Ég vissi að við vorum að ganga inn í Kairos tíma, tíma á dagatalið Guðs sem hafði verið frátekinn fyrir þetta tímabil.

Þann 31. maí 2004 birtist mér aftur engill sem sagðist hafa birst mér fyrir einu ári. Það var sami engillinn og heimsótti mig í lok maí 2003. Hann sagði að “tíminn væri kominn” með þeim orðum rétti hann mér barn og sagði “þetta barn er ungt en mun stækka mjög hratt, farðu vel með það” . Ég vissi að eitthvað hafði fæðst og var enn á frumstigi en myndi stækka hratt.

Þetta er Kairos tími, tími sem við verðum að leita Drottins, því Hann mun vill leiða okkur inn í nýtt tímabil. Við verðum að undirbúa okkur í bæn, með því að leita Drottins og vera honum hlýðin til að stíga inn í örlög og köllun okkar í Guði.

Hefur þú einhvern tíma velt því fyrir þér hvers vegna ættfeðurnir og aðrir í Gamla testamentinu höfðu áhyggjur af því að vera grafnir á ákveðnum stöðum þegar þeir dóu? Jósef krafðist þess að bein sín yrðu flutt upp í fyrirheitna landið. Abraham hafði mikla skoðun um greftrunarstað sinn.

Í Hebreabréfinu 12:22 var þessi beiðni Jósefs talið mikið trúarverk, hvers vegna?

Þeir sáu eitthvað koma; spámannlega höfðu þeir skilning á því að mikilvægt væri að vera grafinn nálægt borginni sem síðar yrði þekkt sem Jerúsalem.

Jóhannesarguðspjall 8:56

“Abraham faðir yðar vænti þess með fögnuði að sjá dag minn, og hann sá hann og gladdist.”

Abraham sá komandi dag þegar Jesús myndi vera á jörðinni og staðsetti sig í von um að verða hluti af þeim degi í upprisu sinni.

Mat 27:52 segir okkur að þegar Jesús dó á krossinum hafi grafirnar verið opnaðar og margir af dýrlingum Gamla testamentisins komu út úr gröfunum og gengu um götur Jerúsalem.

Þeir staðsettu sig með greftrun sinni til að eiga von um að verða hluti af þessum merka atburði í sögunni.

Þann 18. júní 2004 fylgdi plánetan Venus braut meðfram sólinni. Venus er morgunstjarnan. Þetta gerist á 120 ára fresti. Talan 120 í ritningunni táknar „endir alls holds“ og upphaf nýs tímabils.

1. Mósebók

6:3 “Þá sagði Drottinn: Andi minn skal ekki ævinlega búa í manninum, með því að hann einnig er hold. Veri dagar hans nú hundrað og tuttugu ár.”

6:13 “Þá mælti Guð við Nóa: Endir alls holds er kominn fyrir minni augsýn, því að jörðin er full af glæpaverkum þeirra. Sjá, ég vil afmá þá af jörðinni.”

1:14 “Guð sagði: Verði ljós á festingu himinsins, að þau greini dag frá nóttu og séu til tákns og til að marka tíðir, daga og ár.”

Lúkasarguðspjall 21:25

“Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný.”

Við erum í Kairos tíma núna, tíma mikilla breytinga og upphafs áætlana Guðs fyrir þessa tíma. Þetta er tími til að leggja allt til hliðar sem hindrar, hagræða og staðsetja okkur fyrir næsta áfanga tilgangs okkar í Guði á jörðinni.

Örlög þín eru tengd þessu tímabili. Jesús sagði um Gyðinga á sínum tíma að þeir nýttu ekki tíma vitjunardags síns og misstu þess vegna af honum. Lúkas 19:44.

Þú átt örlög, þú komst á þessa jörð til að uppfylla verkefni, þetta er Kairos tími, tími til að leita Drottins og vita tilgang hans fyrir þig á þessari stundu.

Guð blessi þig

SOTK – Örlög 1.hluti

SOTK – Örlög 1.hluti

Áttu þér virkilega örlög?

Í síðustu viku skoðuðum við hvaðan við komum og hvers vegna erum við hér. Í þessari viku skoðum við örlög (Destiny).

Rómverjabréfið 8:29-31

“Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra. Þá sem hann fyrirhugaði, þá hefur hann og kallað, og þá sem hann kallaði, hefur hann og réttlætt, en þá sem hann réttlætti, hefur hann einnig vegsamlega gjört.”

Efesusbréfið 1:4-6

“Áður en heimurinn var grundvallaður hefur hann útvalið oss í Kristi, til þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir honum. Í kærleika sínum ákvað hann fyrirfram að veita oss sonarrétt í Jesú Kristi.”

Þessar ritningargreinar segja okkur ýmislegt.

  • Guð þekkti verk okkar eða okkur áður en við komum til þessarar jarðar.
  • Okkur var fyrirfram ætlað að verða eins og Jesús.
  • Þessi forákvörðun kom af stað köllun í lífi okkar.
  • Samhliða þessari forákvörðun eða örlögum höfum við fengið arfleifð, eða allt sem við þurfum til að uppfylla þessi örlög.

Það þarf að skilja að við höfum öll frjálsan vilja og getum valið leiðina sem við förum í þessu lífi. Guð neyðir ekki manninn til að þjóna sér eða fylgja honum.

Sérhver manneskja á þessari jörð á sér örlög og einhvers staðar djúpt innra með okkur er tilfinning um þessi örlög. Hinsvegar lifa flestir án þess að vita hver örlög þeirra eru, þau liggja grafin undir meðvitund sálarinnar, útilokuð af áhyggjum þessa lífs og daglegum verkefnum hvers og eins, þannig heldur maðurinn áfram í því er virðist endurteknir atburðir með engan eilífan tilgang.

Nýleg könnun meðal lækna leiddi í ljós að meirihluti sjúklinga þeirra þjáðist af miklu tilgangsleysi. Þeim fannst líf sitt tilgangslaust. Þetta hafði bein áhrif á líkamlega kvilla sem þeir þjáðust af.

Það er ástæða fyrir því að þú varst sendur í þennan heim og þangað til þú finnur og fylgir þeim tilgangi eða örlögum muntu aldrei verða sátt/ur með líf þitt, jafnvel þótt þú hafir kynnst frelsandi náð Drottins Jesú Krists.

Drottinn er að úthella anda sínum yfir jörðina á þann hátt sem Hann hefur aldrei gert áður til að vekja upp örlög í fólki. Það hefur aldrei verið tími eins og þessi, Drottinn er að fara að vekja mikinn mannfjölda og sýna honum tilgang sinn í þessum heimi. Þegar andi Guðs fer yfir jörðina með þessum hætti mun fjöldi fólks vakna upp og sjá hver þau raunverulega eru og hver tilgangur þeirra sé. Gamlir jafnt sem ungir munu rísa upp úr doða og tilgangsleysi og ganga inn í köllun sína.

Orðskviðirnir 1:23

Snúist til umvöndunar minnar, sjá, ég læt anda minn streyma yfir yður, kunngjöri yður orð mín.

Jóel 2:28

“En síðar meir mun ég úthella anda mínum yfir allt hold. Synir yðar og dætur yðar munu spá, gamalmenni yðar mun drauma dreyma, ungmenni yðar munu sjá sjónir.”

Þessi vakning er einn helsti tilgangur Guðs á þessum síðustu dögum. Það hefur verið frátekið fyrir þessa stundu, í heimi sívaxandi vonleysis. Guð er við það að opinbera sig börnum sínum, þeim sem hann sendi til þessarar jarðar, og örlögin munu spretta fram sem fljót lífsins, þau munu dreyma drauma og muna hver þau eru og hvaðan þau komu, þau munu sjá sýnir um afhjúpandi dýrð fyrirætlana Guðs og ásetja sér í hjarta sínu að ganga inn í það sem Guð hefur kallað þau til.

Þessi kynslóð verður að þekkja örlög sín.

Ný vakning

Guð minnti Job á að Hann hafi verið með honum þegar heimurinn var skapaður og þáskildi Job tilganginn og áætlunina með þessu öllu saman og það hlutverk sem hann átti að gegna í heiminum. Þetta var eins og að vakna upp og muna eftir löngu týndum veruleika sem var ákveðinn áður en hemurinn var skapaður. Þessi vitundarvakning um örlögin átti stóran þátt í að líf Jobs breyttist á jörðinni.

Þegar opinberunin um örlög okkar þróast munum við verða klædd krafti og smurningu sem mun leiða okkur á nýja staði. Þegar skýrleiki hjartans og hugans sameinast í ásetningi, munum við taka stöðu okkar í því sem Guð hefur gefið okkur að gera á þessari stundu, og þú munt geta sagt með sannfæringu “Þetta er ástæða þess að ég kom í heiminn”.

Þessi vakning er nauðsynleg til þess að þú öðlist skilning, sem gefur trú til að ná tökum á því sem þú sérð. Guð er um það bil að vinna hratt, hann mun reisa upp her stríðsmanna með sannleikann að vopni, hann munu standa óttalaus með þekkingu, tilgang og örlög að styrk fyrir lokabaráttu þessa heims.

Síðara Tímóteusarguðspjall 1:9-10

“Hann hefur frelsað oss og kallað heilagri köllun, ekki eftir verkum vorum, heldur eftir eigin ákvörðun og náð, sem oss var gefin fyrir Krist Jesú frá eilífum tímum, en hefur nú birst við komu frelsara vors Krists Jesú. Hann afmáði dauðann, en leiddi í ljós líf og óforgengileika með fagnaðarerindinu.”

Guð blessi þig

SOTK – Inngangur

SOTK – Inngangur

Neville Johnson var frábær kennari sem skildi eftir sig mikla arfleifð í formi kennslu sem kallast “Secrets of the Kingdom” eða “Leyndardómar Guðsríkisins”. Ég vil heiðra Neville Johnson með því að þýða hans kennslu yfir á íslensku, líkama Krists til uppbyggingar. Þessi kennsla er virkilega öflugur grundvöllur fyrir alla að fara í gegnum. Hver kennsla er stutt, hnitmiðuð og áhrifarík og ég hvet ykkur til að fara í gegnum allar kennslurnar til þess að vaxa hratt sem einstaklingar inn í ykkar köllun og útvalningu. Neville lést 1. september 2019.

1.Þessaloníkubréf 5:21

Prófið allt, haldið því, sem gott er.

Hér fyrir neðan hefst 1 kennslan af yfir 200 sem ég stefni á að þýða fyrir síðuna Ljós í myrkri.

Inngangur

Tilgangurinn með þessum vikulegu trúarpistlum er að leiða þig í ferðalag inn í dýpri hluti með Guði. Það er markmið mitt að þetta verði ævintýri fyrir þig, upplifun til skilnings og opinberunar. Páll postuli skrifaði til kirkjunnar í Hebreabréfinu 6:1-2 VIÐ SKULUM SÆKJA FRAM. Hann var að hvetja okkur að halda lengra en bara inn í grunnundirstöður sannleikans og kafa í djúp auðlegðar Drottins og náðar hans. Það er mun meira fyrir þig að skilja og stíga inn í.

1.Korintubréf 2:9

En það er eins og ritað er: Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann. En oss hefur Guð opinberað hana fyrir andann, því að andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs.

Hver erum við?

Sálmarnir 8:4-8

Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað, hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans, og mannsins barn, að þú vitjir þess? Þú lést hann verða litlu minni en Guð, með sæmd og heiðri krýndir þú hann. Þú lést hann ríkja yfir handaverkum þínum, allt lagðir þú að fótum hans: sauðfénað allan og uxa, og auk þess dýr merkurinnar,

Þessi spurning hefur verið spurð af vitringum, heimspekingum, guðfræðingum og mönnum á öllum aldri. Hver erum við? Hvaðan komum við? Hversu gömul erum við? Við lifum á jörðinni og snúumst um í óendanlegu rými, hvers vegna erum við hér? Þetta eru spurningar sem við munum leitast við að svara, að minnsta kosti að hluta. Hvað segir Biblían um þessar flóknu spurningar?

Jæja, Biblían Orð Guðs segir okkur að við erum sköpuð í mynd og líkingu Guðs, 1.Mós 1:26-27. Það þýðir ekki einungis að við höfum sömu lögun og form eins og Guð, heldur höfum við líka sömu gáfur, eins og huga, vilja og tilfinningar. Þannig að við erum eins og Guð. Við erum börn Guðs og eins gefur af sér eins. Við erum fyrst og fremst andi, ritningarnar vísa oft í að maður sé andi og þetta er fyrsti sannleikurinn sem við þurfum að skilja.

1. Korintubréf 2:11

Hver meðal manna veit hvað mannsins er, nema andi mannsins, sem í honum er?

Prédikarinn 3:21

Hver veit, hvort andi mannanna fer upp á við, en andi skepnunnar niður á við til jarðar?

Við þurfum að spyrja, hversu lengi hefur andi þinn verið til? Var andi þinn skapaður daginn sem þú varst getin á jörðu, eða við fæðingu þína? Til að svara þessu þurfum við að líta á nokkra ritningarstaði.

2. Tímóteusarbréf 1:9

Hann hefur frelsað oss og kallað heilagri köllun, ekki eftir verkum vorum, heldur eftir eigin ákvörðun og náð, sem oss var gefin fyrir Krist Jesú frá eilífum tímum,

Þetta vers segir okkur að Guð gaf okkur köllun og tilgang áður en við fæddumst í þennan heim, og áður en þessi heimur varð til. Þú varst á lífi áður en heimurinn var skapaður. Þú ert mjög gamall.

Jerermía 1:5

Áður en ég myndaði þig í móðurlífi, útvaldi ég þig, og áður en þú komst af móðurkviði, helgaði ég þig. Ég hefi ákvarðað þig til að vera spámann þjóðanna!

Hér segir Guð að áður en spámaðurinn Jeremía fæddist í þennan heim, vígði Guð hann til að vera spámann þjóðanna.

Einu sinni þegar ég var á bæn og var undir miklum þrýstingi og streitu, fékk ég himneska heimsókn. Þessi himneski gestur kenndi mér og gaf mér mikinn skilning um reynslu Jobs. Eftirfarandi er stutt yfirlit yfir það sem gesturinn kenndi mér.

Í fyrstu 37 köflum Jobsbókar er Job að kvarta yfir stöðu sinni í lífinu og þeirri mikla reynslu sem hann var að ganga í gegnum. Í 38 kafla kallar Guð hann á teppið og spyr hann að spurningu.

Jobsbók 38:4

Hvar varst þú, þegar ég grundvallaði jörðina? Seg fram, ef þú hefir þekkingu til.

Guð er að spyrja Job hvar hann var þegar heimurinn var skapaður. Guð skilgreinir þetta tímabil í tíma í versi 7.

Jobsbók 38:7

Þá er morgunstjörnurnar sungu gleðisöng allar saman og allir guðssynir fögnuðu?

Þegar undirstöður jarðarinnar voru lagðar hrópuðu synir Guðs af gleði. Þetta fólk, synir Guðs voru þarna og sáu þetta allt.

Svo heldur Guð áfram og segir þetta:

Jobsbók 38:21

Veist þú það, af því að þú varst fæddur þá?, eða vegna þess að tala daga þinna er há? (KJ Útgáfan)

Á yfirborðinu lítur þetta út eins og Guð sé að hæðast af Job en það er ekki raunin. King James útgáfan er ekki eins skýr og hún gæti verið. Upprunalega hebreskan fyrir þetta vers gefur miklu skýrari mynd af þessu versi. Við skulum líta á þetta vers í þremur öðrum útgáfum sem gefa nákvæmari þýðingu.

Jobsbók 38:21

“Þú veist það, því að þú varst fæddur þá, og fjöldi daga þinna er mikill! (NAS Útgáfan)

Jobsbók 38:21

Vissulega veist þú það, því þú varst þegar fæddur! Þú hefur lifað í svo mörg ár! (NI Útgáfan)

Jobsbók 38:21

En auðvitað veist þú allt þetta, þú varst fæddur þá og þú ert mjög gamall! (Living Bible)

Þessar ritningar gera það ljóst að Job var einn af sonum Guðs sem öskraði af gleði þegar þessi heimur var búin til, og meira að segja hafði hann mikla innsýn inn í myndun þessarar jarðar ásamt öllum flóknu smáatriðum hennar. Undrið við þetta allt er enn meira þegar þú gerir þér grein fyrir því að þú varst þarna líka, þegar þessi heimur varð til. Þessar upplýsingar eru fljótar að tapast eða skyggjast þegar við komum inn í þetta líf á jörðinni og erum klædd í dauðlegan líkama. Guð hressti upp á minni Jobs frá þessum atburðum og þetta hafði mikil áhrif á hann og leysti hann út úr örvæntingu hans og skaut honum aftur inn í tilgang sinn hér á jörðinni. Job hafði sagt við Guð að hann langaði til að deyja, Job 6:8-9. Guð í kafla 38 var að segja við hann, Job þú vildir koma hingað til þessarar jarðar, þér var gefið verkefni, tilgang til að uppfylla hérna, stattu nú upp eins og maður og uppfylltu hann. Einnig þú varst sendur úr návist Guðs til þessarar jarðar til að uppfylla hér hátt og göfugt starf, 2. Tím 1:9.

Hugleiddu þessa hluti og láttu þessi sannindi fylla þig með lotningu. Þessi heimur er ekki þitt heimili, þú ert hér í leiðangri. Ekki hafa öll börn Guðs komið til þessarar jarðar eða munu koma en þú varst valin. Ekki allir sem koma, uppfylla verkefni sitt og tilgang sinn hér. Fyrir kross Jesú varst þú færður inn í ríki Guðs og sem sonur Guðs er verkefni þitt að koma Guðsríki til jarðarinnar. Það er tilgangur Guðs að einhvern tíma snúir þú aftur heim, miklu meiri, göfugri andi í mynd og líkingu Jesú. Verðu tíma í að hugleiða þetta. Hvers vegna ert þú hér? Fyrir hvaða tilgang komst þú til þessarar jarðar? Andi þinn er mjög gamall, og veit miklu meira en það sem hugur þinn hefur skilið hingað til. Þegar hjarta þitt og hugur er sammála eru þér allir hlutir mögulegir í Kristi Jesú. Biðjið, leitið og knýið á. Leitið Sannleikans, Hann mun gera yður frjáls.

Guð blessi þig