Ljós í myrkri
Velkomin á síðuna. Hér er stutt kynningarmyndband fyrir þig sem mun aðeins birtast við fyrstu heimsókn.
Guð blessi þig!
Guð lagði á hjarta mitt að undirbúa kennslu varðandi að dæma eða ekki dæma. Ég tók eftir að margir kristnir voru mjög dómharðir gagnvart t.d. Kamillu Harris í forsetaframboði Bandaríkjanna. Vissulega var augljóst á stefnumálum flokksins að þar var eitt og annað sem ekki var rétt samkvæmt Orði Guðs, en gefur það okkur leyfi til að dæma? Segir ekki Biblían einmitt að við eigum að elska óvini okkar og biðja fyrir þeim sem ofsækja okkur?
Nú eru einnig kosningar framundan á Íslandi og þá setjast margir í dómarasæti heima í stofu og rífa niður fólkið sem er að bjóða sig fram, þetta má ekki vera svona, því með þeim dómi sem þú dæmir munt þú dæmdur verða. Þetta á einnig við um öll önnur tilvik, ert þú að dæma bróður eða systur, ert þú að eitra með vörum þínum þegar þú talar illa um aðra? Ég mæli með kennslunni sem ég var að setja inn á síðuna en þar er hægt að hlusta á upptöku þar sem ég fór ítarlega í þetta efni í heimahópnum okkar.
Látið ekkert skaðlegt orð líða yður af munni, heldur það eitt, sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gjörist, til þess að það verði til góðs þeim, sem heyra.
Ég hef gefið yður vald að stíga á höggorma og sporðdreka og yfir öllu óvinarins veldi. Alls ekkert mun yður mein gjöra.
Mikilvægi þess að beina athygli og okkar og tíma á það sem er af Guði. Því það sem við hugsum um verðum við hluti af. Ef við notum tíma okkar í að horfa stöðuglega á það sem óvinurinn er að gera, þ.e. myrkrið, hvernig getum við þá ætlast til að vaxa í ljósinu. Það er auðvelt að festast í samsæriskenningum og allskonar hlutum sem stöðuglega er verið að birta í gegnum símana, netið og sjónvarpið.
Nýtum tímann okkar frekar í að horfa á það sem Guð er að gera og leita Hans með hvað við eigum að gera. Þannig berum við mikinn ávöxt.
Kostið þess vegna því fremur kapps um, bræður, að gjöra köllun yðar og útvalning vissa. Ef þér gjörið þetta, munuð þér aldrei hrasa. -11- Á þann hátt mun yður ríkulega veitast inngangur í hið eilífa ríki Drottins vors og frelsara Jesú Krists.
Er ég kom til yðar, bræður, og boðaði yður leyndardóm Guðs, kom ég ekki með frábærri mælskusnilld eða speki. -2- Ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesú Krist og hann krossfestan. -3- Og ég dvaldist á meðal yðar í veikleika, ótta og mikilli angist. -4- Orðræða mín og prédikun studdist ekki við sannfærandi vísdómsorð, heldur við sönnun anda og kraftar, -5- til þess að trú yðar væri eigi byggð á vísdómi manna, heldur á krafti Guðs.