Ljós í myrkri
Velkomin á síðuna. Hér er stutt kynningarmyndband fyrir þig sem mun aðeins birtast við fyrstu heimsókn.
Guð blessi þig!
Í dag höldum við Hvítasunnudag hátíðlegan og í því tilefni tók ég upp kennslu í síðasta heimahóp þar sem ég fór yfir þá atburði sem áttu sér stað á þessum tíma bæði hjá Ísraelsmönnum tengt Torah og svo þegar Heilagur andi féll yfir lærisveinanna í Jerúsalem. Guð færði lögheimilið sitt, frá musteri byggðu með höndum og tók sér bústað í manninum, öllum þeim sem hafa tekið við Jesú Kristi og fengið að gjöf Heilagan anda. Ég fer einnig í þær aðstæður og áskoranir sem bæði Ísraelsmenn og lærisveinarnir á tímum Jesú voru að eiga við og bar það saman við okkar tíma og það sem við þurfum að sigra í dag.
Postulasagan 2:1-4
Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir. -2- Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru. -3- Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. -4- Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.
Guð blessi þig!
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.
Að þessu sinni skoðuðum við áhugaverða hluti í síðari hluta Jesajabókar. Þar eru mjög sterkir spádómar um Jesú Krist og innsýn inn í karakter Guðs. Einnig fórum við í fyrsta kafla opinberunarbókarinnar og ég lagði fram þá opinberun sem Guð hefur gefið mér á því hver Hann er sem faðir, sonur og heilagur andi. Þríeinn Guð.
Fyrra Jóhannesarbréf 5:20
Vér vitum, að Guðs sonur er kominn og hefur gefið oss skilning, til þess að vér þekkjum sannan Guð. Vér erum í hinum sanna Guði fyrir samfélag vort við son hans Jesú Krist. Hann er hinn sanni Guð og eilífa lífið.
Jesaja 62: 6-7
Þér sem minnið Drottin á, unnið yður engrar hvíldar! -7- Ljáið honum engrar hvíldar, uns hann reisir Jerúsalem og gjörir hana vegsamlega á jörðinni.
Guð blessi þig!
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.
Stórkostlegt er að segja frá því að 6 manns tóku skírn úr hópnum þann 17.apríl sl. og óskum við þeim innilega til hamingju með að taka þá ákvörðun að fylgja Jesú af öllu hjarta. Guð er nálægur og maður sér að það er mikið að gerast víðsvegar um landið. Það er mín bæn að margir mættu rísa upp og stíga inn í allt það sem Guð hefur fyrirbúið fyrir þessa síðustu tíma. Að við mættum öll vakna fyrir alvöru eins og Páll postuli minnist á í einu af bréfum sínum. Biðjum Guð að senda fleiri verkamenn, því akrarnir eru sannarlega hvítir til uppskeru.
Í síðasta heimahóp tókum við fyrir þrjár sögur fyrir í Biblíunni sem fjalla um storma og hvaða það er sem kann að valda því að lífið getur verið algjörlega á hvolfi hjá okkur stundum. Með þessum sögum sýnir Guð okkur hver rétta leiðin er til að komast út úr þeim hrakningum sem við kunnum að vera komin í. Það er mikilvægt að bregðast hratt við, því sumir stormar geta hreinlega verið upp á líf og dauða. Munum einnig að í mörgum tilfellum er það Drottinn sjálfur sem sendir storminn þegar við erum farin af réttri braut til þess að sýna okkur við höfum brugðist, syndgað, óhlýðnast eða erum á einhverri leið sem kann að enda á helslóðum. Þetta gerir Hann í kærleika sýnum til þess að við snúum okkur hratt til baka til Hans og höldum á ný rétta leið sem leiðir til lífs og blessunar.
Sálmarnir 107:23-30
Þeir sem fóru um hafið á skipum, ráku verslun á hinum miklu vötnum, -24- þeir hafa séð verk Drottins og dásemdir hans á djúpinu. -25- Því að hann bauð og þá kom stormviðri, sem hóf upp bylgjur þess. -26- Þeir hófust til himins, sigu niður í djúpið, þeim féllst hugur í neyðinni. -27- Þeir römbuðu og skjögruðu eins og drukkinn maður, og öll kunnátta þeirra var þrotin. -28- Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni, og hann leiddi þá úr angist þeirra. -29- Hann breytti stormviðrinu í blíðan blæ, svo að bylgjur hafsins urðu hljóðar. -30- Þá glöddust þeir, af því að þær kyrrðust, og hann lét þá komast í höfn þá, er þeir þráðu.
Guð blessi þig!
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.
Stundirnar okkar eru svo dýrmætar og ég er fullur þakklætis yfir því sem Guð er að gera. Það að skapari himins og jarðar með öllu því sem er að gerast í heiminum í dag sé reiðubúinn og viljugur að mæta okkur persónulega með nærveru sína í litlu húsi á Borg í Grímsnesi er svo stórkostlegt að því verður ekki líst með orðum. Ég elska Drottinn minn af öllu hjarta, því Hann elskaði mig að fyrra bragði og Hann elskar þig kæri lesandi. Gefðu Honum allt þitt líf og haltu engu eftir, það er leiðin til lífsins. Auðmýktu þig undir Hans voldugu hönd og leitaðu vilja Hans af öllu hjarta og þá muntu finna Hann. Ég hvet þig til að hlusta á kennsluna sem tekin var upp á fimmtudaginn, hún sýnir okkur það sem skiptir Guði einna mestu máli, að vera auðmjúk og lítillát.
Fyrra Pétursbréf 5:5-10
Og þér, yngri menn, verið öldungunum undirgefnir og skrýðist allir lítillætinu hver gagnvart öðrum, því að Guð stendur gegn dramblátum, en auðmjúkum veitir hann náð. -6- Auðmýkið yður því undir Guðs voldugu hönd, til þess að hann á sínum tíma upphefji yður.
Orðskviðirnir 16:18
Drambsemi er undanfari tortímingar, og oflæti veit á fall.
Guði þekkar fórnir eru sundurmarinn andi, sundurmarið og sundurkramið hjarta munt þú, ó Guð, eigi fyrirlíta.
Guð blessi þig!
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.
Guð gaf vakningarorð í dag sem ég hvet ykkur til að hlusta á hér að ofan. Stundin var virkilega blessuð og mjög áþreifanleg nærvera Drottins var til staðar. Þetta var nýtt manna fyrir okkur sem líkama og brýn áskorun að taka framförum. Guð er að vekja upp sitt fólk og tímarnir sem við erum á krefjast þess að við stígum fram í djörfung og krafti Heilags Anda. Aðeins með Guðs hjálp eigum við von um að standast en við þurfum að sækja mannað eða hið daglega brauð á hverjum degi. Það er ekki nóg að fara á samkomu einu sinni í viku. Hver og einn þarf að biðja, lesa og leita vilja Guðs fyrir sitt líf stöðuglega. Gjöra köllun sína og útvalninu vissa. Það er ekki að ástæðulausu að við biðjum í bæninni sem Guð kenndi okkur, “Faðir vorinu”, Guð gef oss í dag vort daglegt brauð. Því við þurfum á því að halda á hverjum degi til að standast á þessum síðustu tímum.
Þessi kennsla er til uppörvunar fyrir okkur öll og ef þú hlustar vel þá muntu sjá að allt sem Guð gerir er gert í kærleika.
Fyrra Korintubréf 11:32
En fyrst Drottinn dæmir oss, þá er hann að aga oss til þess að vér verðum ekki dæmdir sekir ásamt heiminum.
Síðara Korintubréf 13:5
Reynið yður sjálfa, hvort þér eruð í trúnni, prófið yður sjálfa. Gjörið þér yður ekki grein fyrir, að Jesús Kristur er í yður? Það skyldi vera, að þér stæðust ekki prófið.
Guð blessi þig!
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.
Sagan af Lot og konunni hans í Biblíunni er einstaklega góð og með miklum boðskap til okkar í dag þótt hún hafi gerst fyrir mörg þúsund árum síðan. Guð er sá sami og það eru sömu lögmál í gildi varðandi hvar hjarta okkar liggur og afleiðingarnar af því að elska heiminn fram yfir skapara okkar. Í þessari kennslu förum við í gegnum söguna og hvað við getum lært af henni, ásamt því að skoða nokkurs vers í Biblíunni sem fjalla um hjartað og hvernig Guð lítur á karakter okkar en ekki bara það sem við gerum.
Minnist konu Lots. -33- Sá sem vill sjá lífi sínu borgið, mun týna því, en sá sem týnir því, mun öðlast líf.
Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru. Sá sem elskar heiminn, á ekki í sér kærleika til föðurins.
Guð blessi þig!
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.