Heimahópurinn 24.júlí 2025

Í þessari kennslu fjalla ég um mikilvægi trúarinnar. Trúin er upphafið af okkar göngu með Guði og án hennar getum við lítið gert. Það er trúin sem er fyrsta skrefið í vexti okkar með Guði og það sem við byggjum svo á eins og segir í síðara Pétursbréfi.

Síðara Pétursbréf 1:5-8

Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu, -6- í þekkingunni sjálfsögun, í sjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni, -7- í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika. -8- Því ef þér hafið þetta til að bera og farið vaxandi í því, munuð þér ekki verða iðjulausir né ávaxtalausir í þekkingunni á Drottni vorum Jesú Kristi.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.