Við höldum áfram þessa viku með því að skoða hvað það þýðir að vera þjónn Drottins (bondservant). Eitt af því sem það þýðir er að við lifum til að þjóna Honum, ekki bara sjálfum okkur. Það þýðir einnig að ná því traustsstigi við Drottin að Hann geti treyst okkur til að framkvæma með ágæti hvaða verk sem Hann felur okkur og að við getum treyst Drottni algjörlega fyrir okkar lífi.

Þessi framvinda í sambandi okkar við Drottin er kall til að uppfylla Lúkas 14:33: „Þannig getur enginn yðar verið lærisveinn minn, nema hann segi skilið við allt sem hann á.“ Að afsala sér öllum eigum sínum er skilyrði þess að vera lærisveinn, en það verður að raunveruleika og fléttast inn í líf okkar þegar við verðum þjónar Hans. Þá verður allt sem við erum — og eigum — Hans í raunverulegum skilningi.

Í hagnýtri framkvæmd lítum við á allt sem við höfum í okkar vörslu sem eign Hans, ekki okkar, og við erum aðeins ráðsmenn þess. Af þessum sökum eigum við ekki að eyða peningunum Hans nema með Hans leiðsögn eða samþykki. Hneigðir eins og að fara í búðir bara af því að okkur langar til þess, eru ekki í boði.

Þegar við æfum þetta, brýtur það niður vana sjálfmiðunar sem við fæðumst með og sem getur fylgt okkur allt lífið ef við stöndum ekki gegn því. Þegar við þroskumst getur Hann treyst okkur fyrir meiru til ráðsmennsku og gefið okkur meira frelsi til að taka ákvarðanir í meðferð þess.

Þetta er Hans vegur: frelsið eykst eftir því sem við þroskumst. Þannig er það að vera þjónn Krists, að verða að lokum einn frjálsasti maður á jörð. Hann er Guð og Hann veit betur en við hvað við þurfum og getur útvegað það betur en við. Hann er Kærleikur og er hinn líknsamasti Meistari sem við gætum nokkru sinni haft, sem ætíð hefur okkar hag í huga ásamt sínum tilgangi. Hann þekkir okkur betur en við þekkjum okkur sjálf og sem þjónar Hans munum við eiga besta líf sem hugsast getur.

Þetta frelsi og þessi fullnægja eykst eftir því sem við lærum að lifa ekki fyrir okkur sjálf heldur fyrir Hann. Eins og við ræddum í síðustu viku er eini staðurinn í Ritningunni þar sem Drottinn er kallaður „Veitandi okkar, Our provider“ var á Móríufjalli, þar sem Abraham sýndi sig reiðubúinn að fórna því sem honum var dýrmætast, syni sínum Ísak (sjá 1. Mósebók 22). Það er á þeim stað þar sem við gefum Honum allt okkar þar sem Hann hefur getur okkur allt sitt.

Tvö önnur mikilvæg atvik gerðust einnig á Móríufjalli sem opinbera framvindu og þroska okkar í Honum. Næsta var þegar Davíð konungur taldi fólkið, og dómur féll yfir allan Ísrael vegna þessa (sjá 1. Kroníkubók 21). Fyrst skulum við skoða hvers vegna þetta var slík synd og í öðru lagi hvers vegna Drottinn sló allam Ísrael, en ekki bara Davíð.

Davíð var staðráðinn í að telja Ísrael vegna þess að hann var farinn að leggja óheilbrigt traust á fólkið. Þetta er mjög hættulegt fyrirbæri fyrir hvern leiðtoga, sérstaklega þá sem þjóna Drottni sem þjónar Hans. Eins og Páll skrifaði í Galatabréfi 1:10: „Er ég að leitast við að þóknast mönnum? Ef ég væri enn að þóknast mönnum, þá væri ég ekki þjónn Krists.“ Tilhneigingin til að meta hagsmuni manna ofar hagsmunum Drottins varð þess valdandi að Drottinn kallaði Pétur „Satan“ (sjá Matteus 16:23). Ef þessu er ekki mætt getur það leitt til skelfilegrar spillingar í þjónustu okkar við Drottin og við munum leiðast meira af fólkinu en Honum. Þetta getur byrjað að brengla allt sem leiðtogi gerir, rétt eins og það gerði hjá Sál konungi.

Þegar Davíð konungur fór að treysta of mikið á fólkið sendi Drottinn engil dauðans til að slá fólkið. Þegar Davíð sá að Jerúsalem var að verða fyrir höggi leitaði hann staðar til að færa Drottni fórn. Þegar hann sá þreskivöllinn og nautgripi Ornans Jebúsíta bauðst hann til að kaupa þá til að fórna Drottni og stöðva pláguna. Ornan bauð Davíð að fá þá gefins, en Davíð neitaði og sagði: „Eigi svo, en kaupa vil ég það fullu verði, því að eigi vil ég taka það sem þitt er Drottni til handa og færa brennifórn, er ég hefi kauplaust þegið.“ (sjá 1. Kroníkubók 21:24).

Þannig var aftur á Móríufjalli þar sem Guð fékk „fullt verð“. Þetta var lykilatriði fyrir þriðja stóra atburðinn sem gerðist á Móríufjalli — byggingu musteris Drottins. Dvalarstaður Guðs verður reistur þar sem þeir sem kallaðir eru til að vera bústaður Hans greiða „fullt verð“.

Meginhluti syndar Ananíasar og Saffíru var sá að þau vildu teljast meðal þeirra sem gáfu allt til Drottins, en þau voru „að halda eftir hluta verðsins“ (sjá Postulasagan 4–5). Þetta var lygi við Heilagan Anda, ekki bara postulana, og var óþolandi, svo Drottinn sló þau til dauða. Kallið til að vera þjónn “Bondservant” er sjálfviljugt, en þegar við tökum það, verðum við að vera sanntrú. Að vera sannur er grundvallaratriði fyrir þá sem eiga að vera musteri Sannleikans sjálfs.