Andleg vitund, trú og þroski

Það er fyrir andlega vitund að við byrjum og höldum áfram að vaxa og þroskast.

Jóhannesarguðspjall 5:19

Þessu svaraði Jesús og sagði við þá: Sannlega, sannlega segi ég yður: Ekkert getur sonurinn gjört af sjálfum sér, nema það sem hann sér föðurinn gjöra.

Jóhannesarguðspjall 1:51

Og hann segir við hann: Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér munuð sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og stíga niður yfir Mannssoninn.

Vitund

Jóhannesarguðspjall 5:30

Ég megna eigi að gjöra neitt af sjálfum mér. Ég dæmi samkvæmt því, sem ég heyri, og dómur minn er réttvís, því að ég leita ekki míns vilja, heldur vilja þess, sem sendi mig.

Að þróa meðvitund er mjög mikilvægt fyrir þitt andlega líf. Ritningarnar gera ljóst að Guð vill að þú hafir meðvitund um það ríki sem hann, Guð býr í, hið andlega ríki. Þegar þú þróar meðvitund muntu vaxa hratt í Guði. Til þess að meðvitaður um það sem Guð er að gera í sínu andlega ríki, þarftu að þróa andlega meðvitund.

Adam gat gengið með Guði, talað við hann og var almennt meðvitaður um nærveru hans. Öll skynfæri hans voru opin fyrir andasviðinu, sjón, snerting, heyrn, bragð og lykt.

Raunveruleg trú krefst þess að þú getir tekið á móti samskiptum Guðs til þín. Trú kemur af heyrn, í einum skilningi er öll tilvera þín risastórt eyra, stórt loftnet sem þú notar til að taka við sendingum frá ríki Guðs. Þú getur tengst Drottni með tilfinningum þínum, þar sem þér líður eins og Drottni líður. Þú getur tengst með snertingu eða líkamlegum þrýstingi. Ég finn oft fyrir smurningunni sem léttum þrýsting í kringum efra ennið á mér sem er í kringum hárlínuna (ef þú ert enn með allt hárið). Áhrif andans á líkama þinn er nokkuð algengt, þó það sé ekki alltaf tekið trúanlegt. Hefur þú einhvern tíma lent í aðstæðum í kringum fólk eða staði þar sem léttur skjálfti fór í gegnum þig? Það getur verið að þú sért í návist hins illa, oft er það andi, manneskja eða staður þar sem illt hefur verið framið og leifar er enn til staðar. Þetta er nokkuð algengt þar sem morð hefur átt sér stað eða einhver önnur gróf illska og umhverfið er enn undir áhrifum voðaverksins.

Rétt eins og í þessum líkamlega heimi höfum við getu til að finna lykt, í andaheiminum er lykt einnig raunveruleg . Sérhver illur andi hefur sérstaka lykt. Á himnum eru sumar lyktir stórkostlegar. Ég stóð einu sinni í mjög stórum garði á himnum með Drottni og lyktin var svo ótrúleg að ég fann hvernig hún læknaði mig. Hefur þú einhvern tíma verið á heimili sem var hreint, en hafði lykt af fátækt þar? Andi fátæktar hefur ákveðna lykt hvort sem heimilið er hreint eða ekki.

Andleg vitund er mikilvæg ef þú ætlar að ganga með Drottni og vera í samskiptum við hann. Trú kemur í gegnum samskipti við Drottinn.

Sálmarnir 34:8

Finnið(Taste) og sjáið, að Drottinn er góður, sæll er sá maður er leitar hælis hjá honum.

Ein af leiðunum sem gjöfin að greina anda virkar er í gegnum bragðskynið. Ákveðna illa anda er hægt að greina með smá bragðbreytingu í munni þínum, súrt bragð, sýrubragð, málmkennt bragð og svo framvegis. Þú verður að vera meðvitaður og læra hvað þessi fíngerðu brögð geta þýtt þegar þau koma fram. Þú getur stundum skynjað að Drottinn sé nálægur með því að skynja lykt eða bragð.

Ótti er óvinur trúarinnar

Hversu mikið hafa aðstæður áhrif á meðvitund þína? Ef þú ert með ótta: Þá ert þú meira meðvitaður um aðstæður þínar en þú ert meðvitaður um Drottin.

Pétur sem gekk á vatni

Matteusarguðspjall 14:29-30

Jesús svaraði: Kom þú! Og Pétur sté úr bátnum og gekk á vatninu til hans. -30- En sem hann sá rokið, varð hann hræddur og tók að sökkva. Þá kallaði hann: Herra, bjarga þú mér!

Taktu eftir hvernig breytinginn meðvitund hafði áhrif.

Pétur varð meðvitaður um aðstæður sínar þegar vitund hans færðist frá Drottni yfir á umhverfið og hann fór að sökkva. Þú munt alltaf byrja að sökkva þegar þú tekur augu þín af Drottni.

Þú verður að vera meðvitaðari um Drottin en vandamál þín.

Páll postuli var óttalaus í storminum vegna þess að hann var meðvitaður um Drottin

Postulasagan 27:22-23

En nú hvet ég yður að vera vonglaðir, því enginn yðar mun lífi týna, en skipið mun farast. -23- Því að á þessari nóttu stóð hjá mér engill þess Guðs, sem ég heyri til og þjóna,

Öll sönn þjónusta flæðir út frá vitund

Ég geri aðeins það sem ég sé og heyri. Það er því ekki frá þér heldur Guði.

Smurningin í Sakaríabók er táknuð með ljósastikunni.

Sakaría 4:2-3 & 6

Og sagði við mig: Hvað sér þú? Ég svaraði: Ég sé ljósastiku, og er öll af gulli. Ofan á henni er olíuskál og á henni eru sjö lampar og sjö pípur fyrir lampana. -3- Og hjá ljósastikunni standa tvö olíutré, annað hægra megin við olíuskálina, hitt vinstra megin.

-6- Þá tók hann til máls og sagði við mig: Þetta eru orð Drottins til Serúbabels: Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn! segir Drottinn allsherjar.

Olían eða smurningin fóðraði lampann, það eina sem lampinn þurfti að gera var að vera til staðar og brenna.

Þú getur annað hvort verið kerti eða lampi: Kerti eyðir sjálfu sér, lampi fær olíu frá öðrum uppruna en sjálfum sér.

Fílemonsbréfið 1:6

Ég bið þess, að trú þín, sem þú átt með oss, verði mikilvirk í þekkingunni á öllu því góða, sem tilheyrir Kristi.

That the communication of thy faith may become effectual by the acknowledging of every good thing which is in you in Christ Jesus. KJV

Ekki sjálfstraust sem slíkt, heldur Guð meðvitað traust

Merki um vanþroska er hvatvísi. Að framkvæma eigin hugmyndir.

Trúðu og sjáðu

Vitund hefst með því að sjá hið ósýnilega með augum hjartans.

Sálmarnir 19:14

Ó að orðin af munni mínum yrðu þér þóknanleg og hugsanir hjarta míns kæmu fram fyrir auglit þitt, þú Drottinn, hellubjarg mitt og frelsari!

Hugsanir bæði á hebresku og grísku felur alltaf í sér ímyndunarafl

Passaðu að allt sé gert út frá Orðinu svo Satan fá ekki aðgang að þér.

Síðan: Sjáðu fyrir þér allt sem tilheyrir þér í Kristi.

Sjáðu Drottinn fyrir þér. Sjáðu í huga þínum vilja Guðs fyrir þig. Sjáðu það og lifðu það.

Þegar byggt er á orði Guðs, eða á orði frá Guði er ímyndunaraflið þitt ekki blekking heldur veruleiki. Raunveruleikinn kemur frá hinu andlega ríki.

Notaðu ímyndunaraflið til að brjótast í gegnum hindranir til hins raunverulega. Þú átt að lifa í andanum með Drottni.

Jóhannesarguðspjall 4:24

Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika.

Breytingar eiga sér stað við upplifun

Síðara Korintubréf 3:18

En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins.

Umbreyting hefst með því skyggnast inn í hið ósýnilega, með því að nota ýmindunaraflið sem verkfæri.

Síðara Korintubréf 4:18

Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft.

Lestu Orðið, hugleiddu það, sjáðu sjálfan þig fyrir þér í því og að framkvæma það.

Virk trú eða vantrú

Orðskviðirnir 4:23

Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins.

Matteusarguðspjall 12:34

Þér nöðru kyn, hvernig getið þér, sem eruð vondir, talað gott? Af gnægð hjartans mælir munnurinn.

Rómverjabréfið 10:10

Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.

Ef þú segir: “Guð hjálpi mér”, þetta verður hræðilegur dagur. Þá verður hann það. Þú hefur virkjað vantrú.

Ef þú segir: “Þetta er góður dagur sem Guð hefur gert og kraftur Krists er innra með mér. Þú hefur virkjað trú.

Notaðu helgað ímyndunarafl þitt sem leið til að ganga með og eiga samfélag við Guð.

Uppfyllt fyrirheiti Guðs koma fram með því að sjá innra með þér það sem þú segist ganga í.

Trú er eins og hrár leir (efni) það hefur engin mynd fyrr en Guð talar við þig og opinberar vilja sinn, Orð sitt og fyrirheiti. Þá mótar ímyndunarafl hjarta þíns það í form og talar það áfram.

Guð blessi þig!