Jóhannesarguðspjall 15:16
Þér hafið ekki útvalið mig, heldur hef ég útvalið yður. Ég hef ákvarðað yður til að fara og bera ávöxt, ávöxt, sem varir, svo að faðirinn veiti yður sérhvað það sem þér biðjið hann um í mínu nafni.
Nýlega gaf Drottinn mér draum þar sem ég stóð ofan við yfirborð jarðarinnar, eins langt úti og gervitungl væri. Ég leit niður á jörðina og sá línur sem komu frá öllum heimshornum og sameinuðust á ákveðnum stað á jörðinni. Þegar ég horfði á þetta, sá ég að þessar línur færðust aftur í tímann, til tímabils áður en þessi heimur var skapaður; þessar tímalínur hófust langt aftur í eilífðinni og voru að sameinast á þessu augnabliki í sögunni. Þegar ég hélt áfram að horfa, tók ég eftir dagsetningu sem var skrifuð þar sem línurnar sameinuðust—dagsetningin var 2006. Ég sagði: „Drottinn, hvað er þetta?“ Svarið var: „Þetta ár er tími örlagasamruna.“ Ég vaknaði með sterka tilfinningu um nærveru Drottins.
Meðan ég hugleiddi þennan draum, fór ég að átta mig á að þetta var ekki bara draumur—ég var að sjá atburð sem hafði verið skipulagður áður en heimurinn var skapaður, tímalínu sem hafði verið fyrirfram ákveðin fyrir þessa kynslóð.
Útvalinn kynslóð
Fyrra Pétursbréf 2:9
En þér eruð útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þér skuluð víðfrægja dáðir hans, sem kallaði yður frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss.
Aldrei áður hefur þessi ritning verið eins mikilvæg og núna. Öll sköpunin hefur beðið eftir þessari kynslóð kristinna manna. Við erum farin að sjá fullkomnun þúsunda ára spádómsörlaga verða að veruleika fyrir eigin augum.
Efesusbréfið 1:4
Áður en heimurinn var grundvallaður hefur hann útvalið oss í Kristi, til þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir honum. Í kærleika sínum -5- ákvað hann fyrirfram að veita oss sonarrétt í Jesú Kristi. Sá var vilji hans og velþóknun
Orðið „synir“ hér er dregið af gríska orðinu huiothesia (5206), sem merkir fullþroskaðir synir, ekki aðeins börn.
Rómverjabréfið 8:22
Vér vitum, að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingarhríðir allt til þessa. -23- En ekki einungis hún, heldur og vér, sem höfum frumgróða andans, jafnvel vér stynjum með sjálfum oss meðan vér bíðum þess, að Guð gefi oss barnarétt og endurleysi líkami vora.
Þetta var sýnt þegar Jesús umbreyttist á fjallinu, Hann gekk sem nýr maður, af öðru eðli, fyrsti af mörgum sem myndu feta sömu leið í líkingu og mynd Hans, þeir sem myndu raunverulega ganga sem synir Guðs. Þegar við höldum áfram að sækjast eftir öllu því sem Guð hefur fyrir okkur, þegar við leggjum okkur fram við að verða kærleikur, hreinleiki og heilagleiki, mun ný tegund fólks koma fram á jörðinni, eins og Jesús.
Kólossubréfið 1:14-19
Í honum eigum vér endurlausnina, fyrirgefningu synda vorra. -15- Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumburður allrar sköpunar. 16- Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og herradómar, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans. -17- Hann er fyrri en allt, og allt á tilveru sína í honum. -18- Og hann er höfuð líkamans, kirkjunnar, hann sem er upphafið, frumburðurinn frá hinum dauðu. Þannig skyldi hann verða fremstur í öllu. -19- Því að í honum þóknaðist Guði að láta alla fyllingu sína búa
Rómverjabréfið 8:29-30
Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra. -30- Þá sem hann fyrirhugaði, þá hefur hann og kallað, og þá sem hann kallaði, hefur hann og réttlætt, en þá sem hann réttlætti, hefur hann einnig vegsamlega gjört.
Jesús var fyrsti af mörgum sem myndu birtast í mynd og líkingu Guðs
Kólossubréfið 2:9-10
Því að í honum býr öll fylling guðdómsins líkamlega. -10- Og í honum, sem er höfuð hvers konar tignar og valds, hafið þér öðlast hlutdeild í þessari fyllingu.
Efesusbréfið 3:17
Til þess að Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum yðar og þér verða rótfestir og grundvallaðir í kærleika. (Að vera grundvallaður í kærleika þýðir að umbreytast í kærleiku)
Orðið „grundvallaðir“ hér er dregið af gríska orðinu themelioo (2311), sem merkir grunnstoð lífs okkar, hina undirliggjandi hvöt.
Efesusbréfið 3:18-19
Þá fáið þér ásamt öllum heilögum skilið, hve kærleikur Krists er víður og langur, hár og djúpur, og komist að raun um hann, -19- sem gnæfir yfir alla þekkingu, og náið að fyllast allri Guðs fyllingu.
Sköpunin bíður þess að þetta fólk komi fram og þegar það gerist, mun sköpunin samverka með þeim og vera undirgefin þeim. Opinberunarbókin lýsir tveimur vitnum sem eru einnig mynd af her Drottins á hinum síðustu tímum; hlustaðu á það sem Biblían segir um þá.
Opinberunarbókin 11:3-6
Vottana mína tvo mun ég láta flytja spádómsorð í eitt þúsund tvö hundruð og sextíu daga, sekkjum klædda. -4- Þetta eru olíuviðirnir tveir og ljósastikurnar tvær, sem standa frammi fyrir Drottni jarðarinnar. -5- Og ef einhver vill granda þeim, gengur eldur út úr munni þeirra og eyðir óvinum þeirra. Ef einhver skyldi vilja granda þeim, skal hann með sama hætti deyddur verða. -6- Þeir hafa vald til að loka himninum, til þess að eigi rigni um spádómsdaga þeirra. Og þeir hafa vald yfir vötnunum, að breyta þeim í blóð og slá jörðina með hvers kyns plágu, svo oft sem þeir vilja.
Við lifum á tímum þar sem örlagasamruni á sér stað. Þetta ár erum við farin að sjá samruna, sameiningarstaðinn og upphaf þess að spádómleg orð um líf okkar rætist. Í draumnum sá ég litla þræðir eða minni línur sem tengdust stærri línum, þær höfðu uppruna sinn í tíma, okkar tíma og voru spádómleg orð sem höfðu verið töluð yfir líf okkar á undanförnum árum. Þessar línur voru að tengjast hinum stærri tilgangi sem okkur var gefinn fyrir grunnvöll heimsins.
Margir hafa fengið Guðs orð talað yfir líf sitt, orð sem enn hafa ekki ræst. Nú er tíminn þar sem öll þessi orð eru að sameinast, tíminn er kominn, hinn fyrirfram ákveðni tími er hér. Við verðum að rísa upp og sækja fram af öllu hjarta svo örlög okkar megi rætast.
Sálmarnir 102:14
Þú munt rísa upp til þess að miskunna Síon, því að tími er kominn til þess að líkna henni, já, stundin er komin.
Fyrsta Mósebók 21:2
Og Sara varð þunguð og fæddi Abraham son í elli hans, um þær mundir, sem Guð hafði sagt honum.
Síðara Tímóteusarbréf 1:9
Hann hefur frelsað oss og kallað heilagri köllun, ekki eftir verkum vorum, heldur eftir eigin ákvörðun og náð, sem oss var gefin fyrir Krist Jesú frá eilífum tímum,
Tíminn býður ekki eftir neinum
Jesaja 55:6
Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann, meðan hann er nálægur!
Hebreabréfið 3:19
Vér sjáum, að sakir vantrúar fengu þeir eigi gengið inn.
Hebreabréfið 4:1
Fyrirheitið um það að ganga inn til hvíldar hans stendur enn, vörumst því að nokkur yðar verði til þess að dragast aftur úr.
Guð blessi þig!