Týnda hráefnið

Við sáum hvernig 50.000 manns dóu vegna þess að örkin var opnuð í Fyrri Samúelsbók 6. kafla.

Spurningin sem vaknaði í kjölfarið var, hvernig getum við skilað örkinni aftur, án þess að tapa lífinu.

Við lesum í Fyrri Samúelsbók 7:1-2 að þeir urðu svo hræddir við örkina að þeir skildu hana eftir í Kirjathjearim þar sem hún var í 20 ár. Talan tuttugu er táknmynd upp á þroska. Guð er einmitt að hjálpa okkur að þroskast og vaxa í dag til þess að við séum tilbúin til að bera smurninguna.

Jesaja 30:18

En Drottinn bíður þess að geta miskunnað yður og heldur kyrru fyrir, uns hann getur líknað yður. Því að Drottinn er Guð réttlætis. Sælir eru allir þeir, sem á hann vona.

Drottinn bíður eftir því að kirkjan komi á stað þar sem hann getur opinberað sig í miklum krafti og dýrð, en eftir því sem kraftur og dýrð Drottins eykst verður samsvarandi aukning á dómi gegn synd, eins og Ananías og Saffíra fengu að reyna. (Sjá Postulasagan 5. kafli)

Aftur var farið af stað með hugmynd og áætlun sem fædd var af mönnum. Í Fyrri Kroníkubók 13.kafla deyr aftur einhver. Davíð tekur því á ráð að fara ekki með örkina inn í Jerúsalem fyrr en það er komin lausn eða örugg leið til að gera það, of margir höfðu dáið.

Fyrri Króníkubók 13:2

Davíð varð hræddur við Guð á þeim degi og sagði: Hvernig má ég þá flytja örk Guðs til mín? -13- Og Davíð flutti ekki örkina til sín í Davíðsborg, heldur sneri hann með hana til húss Óbeð Edóms í Gat. -14- Og örk Guðs var þrjá mánuði í húsi Óbeð Edóms, í húsi hans, og Drottinn blessaði hús Óbeð Edóms og allt það, er hans var.

Spurning Davíðs var hvernig hægt væri að flytja örkina aftur til baka.

Davíð reynir aftur

Fyrri Króníkubók 15:1-2

Davíð byggði hús handa sér í Davíðsborg, og hann bjó stað handa örk Guðs og reisti tjald fyrir hana. -2- Þá sagði Davíð: Enginn má bera örk Guðs nema levítarnir, því að þá hefir Drottinn valið til þess að bera örk Guðs og til þess að þjóna sér að eilífu.

Í fyrsta lagi urðu levítarnir að bera örkina, levítarnir voru útvaldir af Guði til að þjóna í tjaldbúðinni, þeir höfðu verið vígðir og settir til hliðar af Guði til að gera þetta.

Þetta vekur upp spurninguna um fimmföldu þjónustuna.

Efesusbréfið 4:11-13

Og frá honum er sú gjöf komin, að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar. -12- Þeir eiga að fullkomna hina heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar, -13- þangað til vér verðum allir einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs, verðum fullþroska og náum vaxtartakmarki Krists fyllingar.

Eins og við sáum í fyrsta hluta þessarar seríu tekur enginn maður þessa þjónustu til sín að eigin ákvörðun, heldur aðeins þeir sem eru kallaðir og útnefndir af Guði. Við þurfum að skilja muninn á gjöfum andans og þjónustugjöfum.

Gjafir andans

Fyrra Korintubréf 12:8-10

Einum er fyrir andann gefið að mæla af speki, öðrum að mæla af þekkingu í krafti sama anda. -9- Hinn sami andi veitir einum trú, öðrum lækningagáfu -10- og öðrum kraft til að framkvæma undur. Einn fær spádómsgáfu, annar hæfileika að greina anda, einn að tala tungum og annar að útleggja tungutal.

Orðið gjöf í þessum ritningum er gríska orðið; „charisma“ þetta orð þýðir einfaldlega ókeypis gjöf, gjöf Heilags Anda, með öðrum orðum einfaldlega gjöf frá Heilögum Anda.

Orðið gjöf þegar vísað er til þjónustu er allt annað orð.

Efesusbréfið 4:8 & 11

-8- Því segir ritningin: Hann steig upp til hæða, hertók fanga og gaf mönnunum gjafir.

-11- Og frá honum er sú gjöf komin, að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar.

Orðið gjafir hér er gríska orðið „Doma“ og þýðir, manneskjan er gjöfin.

Gjafir andans í 1. Korintubréfi 12. kafla eru gjafir eða birtingarmynd Heilags Anda.

Þjónustugjafir eru mismunandi, gjöfin er manneskjan. Guð gefur söfnuðinum fólk sem eru gjafir frá Drottni.

Gjafir andans eru birtingarmynd Heilags Anda.

Þjónustugjafir eru birtingarmyndir Jesú.

Guð gaf gjöf spámanns til kirkjunnar og gjöfin er maðurinn, sem er birtingarmynd Jesú sem spámanns eða postula, kennara o.s.frv.

Hver hefur sitt hlutverk og köllun og ábyrgðin á því að koma örkinni til baka var á herðum levítanna eða þjónustugjafanna.

Ábyrgð fimmföldu þjónustunnar er að sýna veginn með fordæmi hvernig bera á örkina, nærveru Drottins aftur til kirkjunnar.

Það krefst þjónustu sem Guð hefur skipað til að bera örkina, nærveruna aftur til kirkjunnar. Þeir urðu að helga sig, heilagleika var krafist.

Sálmarnir 24:3-4

Hver fær að stíga upp á fjall Drottins, hver fær að dveljast á hans helga stað? -4- Sá er hefir óflekkaðar hendur og hreint hjarta, eigi sækist eftir hégóma og eigi vinnur rangan eið.

Þegar Ísrael ætlaði að fara yfir Jórdan og til að hefja nýtt líf, sagði Guð eftirfarandi.

Jósúabók 3:5

Þá sagði Jósúa við lýðinn: Helgið yður, því að á morgun mun Drottinn gjöra undursamlega hluti meðal yðar.

Fyrri Kroníkubók 15:2

Þá sagði Davíð: Enginn má bera örk Guðs nema levítarnir, því að þá hefir Drottinn valið til þess að bera örk Guðs og til þess að þjóna sér að eilífu.

Fyrri Kroníkubók 15:12-14

Þér eruð ætthöfðingjar levíta. Helgið yður og frændur yðar og flytjið örk Drottins, Ísraels Guðs, á þann stað, er ég hefi búið handa henni. -13- Af því að þér voruð eigi við hið fyrra skipti, hefir Drottinn Guð vor lostið oss, af því að vér leituðum hans eigi svo sem vera bar. -14- Þá helguðu prestarnir og levítarnir sig til þess að flytja örk Drottins, Ísraels Guðs, upp eftir.

Guð kallar eftir auknu stigi helgunar og hreinleika frá leiðtogum sínum svo að hægt sé að koma með örkina aftur. Opinberuð Dýrð Drottins krefst hreinleika.

Guð ætlar að hreinsa út allt í kirkjunni sem er mannskapað, hús Sáls (hús holdsins) mun víkja fyrir húsi Davíðs sem er eftir hjarta og reglu Guðs.

Nú var ferðin með örkina til Síon að hefjast og Davíð skipaði því að þessi framganga til Síonar skyldi vera með tónlist, söng, tilbeiðsludansi og fórnum.

Fyrri Kroníkubók 15:28

Og allur Ísrael flutti sáttmálsörk Drottins upp eftir með fagnaðarópi og lúðurhljómi, með lúðrum og skálabumbum, og létu hljóma hörpur og gígjur.

Öll gangan upp til Síonar átti að vera með tónlist, tilbeiðslu og fórnum.

Salmarnir 100:2

Þjónið Drottni með gleði, komið fyrir auglit hans með fagnaðarsöng!

Það er stór uppfærsla á dagskrá varðandi tilbeiðslu í kirkjunni. Það sem við höfum í dag er ekki nóg til að fara með okkur til Síonar.

Tökum eftir því hvað spámaðurinn Malakí segir um þetta:

Malakí 3:1 & 3

-1- Sjá, ég sendi sendiboða minn, og hann mun greiða veginn fyrir mér. Og bráðlega mun hann koma til musteris síns, sá Drottinn er þér leitið, og engill sáttmálans, sá er þér þráið. Sjá, hann kemur segir Drottinn allsherjar.

-3- Og hann mun sitja og bræða og hreinsa silfrið, og hann mun hreinsa levítana og gjöra þá skíra sem gull og silfur, til þess að Drottinn hafi aftur þá menn, er bera fram fórnir á þann hátt sem rétt er, -4- og þá munu fórnir Júdamanna og Jerúsalembúa geðjast Drottni eins og forðum daga og eins og á löngu liðnum árum.

Bók Malakí tekur á tilbeiðslu Ísraels, sem var aðeins “orð” en engar fórnir. Ein af merkingum tilbeiðslu er að gefa sig alfarið undir Guð. Tilbeiðsla án uppgjafar er tóm. Davíð var meðvitaður um þetta þegar hann kom með örkina til Síonar.

Líttu nú á þessa frásögn í Síðari Samúelsbók 6.kafla.

Síðari Samúelsbók 6:12-13

En er Davíð konungi komu þau tíðindi: Drottinn hefir blessað hús Óbeð Edóms og allt, sem hann á, sakir Guðs arkar, þá lagði Davíð af stað og sótti örk Guðs í hús Óbeð Edóms og flutti hana til Davíðsborgar með fögnuði. -13- Og er þeir, sem báru örk Drottins, höfðu gengið sex skref, fórnaði hann nauti og alikálfi.

Sex skref eru um 5 metrar. „Hebreska tungumálið gefur greinilega til kynna að á sex skrefum færðu þeir fórn. Það hefur tekið þessa göngu, vikur að ná Síonfjalli.“

Það var engin skyndilausn, þúsundir höfðu þegar dáið við að reyna að færa örkina í eigin mætti, í þessari ferð færir Davíð fórn á 5 metra fresti.

Þetta undirstrikar mjög það sem vantar í tilbeiðslu okkar í dag. Uppgjöf og fórn lífs okkar. Páll postuli ítrekar þetta í Rómverjabréfinu 12. kafla

Rómverjabréfið 12:1

Því brýni ég yður, bræður, að þér, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram sjálfa yður að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. Það er sönn og rétt guðsdýrkun af yðar hendi.

Við höfum lítið af sannri tilbeiðslu í kirkjunni í dag vegna skorts á týnda hráefninu, fórnir.

Þegar tilbeiðsla okkar verður sönn og henni fylgja fórnir, þegar við lofum ekki bara Guð með orðum heldur öllu okkar lífi, þá mun örkin, nærvera Guðs opinberast á nýjan hátt á meðal okkar.

Guð blessi þig!