Haggaí 2:9
Hin síðari dýrð þessa musteris mun meiri verða en hin fyrri var segir Drottinn allsherjar og ég mun veita heill á þessum stað segir Drottinn allsherjar.
Guð lýsti því skýrt yfir að dýrð síðari hússins yrði meiri en hinnar fyrri. Frumkirkjan var dýrðleg kirkja, en í samanburði við endatímakirkjuna var hún aðeins svipur af því sem endatímakirkjan er fyrirhuguð að vera.
Kirkjunni má skipta í tvo hópa
Þeir sem byggja upp ríki og veldi
Veldisbyggjendur byggja sitt eigið litla ríki.
Sannir ríkisbyggjendur byggja ríki Guðs.
1) Ríkisbyggjendur byggja á kærleika
Ríkisbyggjendur spyrja: „Hvernig getum við þjónað þér? Hvernig getum við hjálpað þér?“ Þeir einbeita sér að framgangi ríkis Guðs, ekki eigin ríkis. Hugmynd þeirra um kirkju Jesú er frábrugðin– löngun þeirra er að hjálpa og blessa ríki Guðs. Þeir hafa meiri áhuga á að byggja ríki Guðs almennt, fremur en að leggja einungis áherslu á sína eigin staðbundnu kirkju. Ríkisbyggjendur hafa annað hugarfar: þeir sjá út fyrir staðbundna sókn. Þeir eru ekki að byggja sína kirkju; þeim er meira annt um að byggja Hans ríki.
2) Ríkisbyggjendur lifa og hrærast í hinni miklu köllun
Þeir sjá hnattræna uppskeru: þeir sjá þjóðirnar. Skapandi og frumkvöðlahugsun þeirra leitast við að finna stærri og betri leiðir í Guði til að ná til þjóðanna.
Til þess að verða ríkisbyggjandi verður maður að hætta að vera veldisbyggjandi.
Það er svo auðvelt fyrir þjónustur að falla í þá gildru að vera uppteknar við að byggja sitt eigið litla ríki. Þegar kirkjur vaxa er mjög auðvelt fyrir hirða að reisa sér lítið veldi í kringum sig, sem á endanum gleypir þá í vélrænum rekstri og utanumhaldi. Nýleg könnun sýndi að yfir 60% af prestum sem tóku þátt vörðu minna en hálftíma á dag í bæn. Þetta er ekki sagt til að gagnrýna presta – ég veit hvernig það er að vera dreginn inn í viðhald og rekstur litla ríkisins, það getur orðið sálarlega eyðileggjandi.
Einkenni ríkisbyggjanda
1. Laus undan samkeppnishugsun: Oft þegar þjónustur hittast er fyrsta spurningin; „Hversu stór er kirkjan þín?“ Slík spurning leiðir gjarnan í ljós undirliggjandi samkeppnishugarfar. Að byggja kirkjuna er ekki keppni um hver gerir best. Jesús sagði reyndar: „Ég mun byggja kirkju mína.“
2. Vilji og löngun til að byggja ríki Guðs hvar sem við finnum það – líka í öðrum kirkjum auk eigin staðbundinnar kirkju.
3. Vilji og löngun til að blessa aðrar þjónustur og kirkjur fjárhagslega.
4. Að vera innilega glaður þegar aðrar kirkjur vaxa, jafnvel þótt þín eigin geri það ekki.
5. Laus undan öfund innan þjónustu.
Þegar breytingin á sér stað – frá því að byggja sitt eigið veldi til þess að byggja ríki Guðs – hverfa mörg af þessum áður nefndu hættulegu einkennum sjálfkrafa.
Metnaður, stolt, öfund og samkeppni þurfa að vera upprætt úr persónuleika okkar svo við getum orðið hluti af hinni dýrðlegu endatímakirkju sem Guð er að byggja.
Haggaí 1:1-10
Á öðru ríkisári Daríusar konungs, hinn fyrsta dag hins sjötta mánaðar, kom orð Drottins fyrir munn Haggaí spámanns til Serúbabels Sealtíelssonar, landstjóra í Júda, og til Jósúa Jósadakssonar æðsta prests, svo hljóðandi: -2- Svo segir Drottinn allsherjar: Þessi lýður segir: Enn er ekki tími kominn til að endurreisa hús Drottins. -3- Þá kom orð Drottins fyrir munn Haggaí spámanns, svo hljóðandi: -4- Er þá tími fyrir yður að búa í þiljuðum húsum, meðan þetta hús liggur í rústum? -5- Og nú segir Drottinn allsherjar svo: Takið eftir, hvernig fyrir yður fer! -6- Þér sáið miklu, en safnið litlu, etið, en verðið eigi saddir, drekkið, en fáið eigi nægju yðar, klæðið yður, en verðið þó ekki varmir, og sá sem vinnur fyrir kaupi, vinnur fyrir því í götótta pyngju. -7- Svo segir Drottinn allsherjar: Takið eftir, hvernig fyrir yður fer! -8- Farið upp í fjöllin, sækið við og reisið musterið, þá mun ég hafa velþóknun á því og gjöra mig vegsamlegan! segir Drottinn. -9- Þér búist við miklu, en fáið lítið í aðra hönd, og þó þér flytjið það heim, þá blæs ég það burt. Hvers vegna? segir Drottinn allsherjar. Vegna húss míns, af því að það liggur í rústum, meðan sérhver yðar flýtir sér með sitt hús. -10- Fyrir því heldur himinninn uppi yfir yður aftur dögginni og fyrir því heldur jörðin aftur gróðri sínum.
Haggaí 2:3
Hver er sá af yður eftir orðinn, er séð hefir þetta hús í sinni fyrri vegsemd, og hversu virðist yður það nú? Er það ekki einskisvert í yðar augum?
Þessi ritningarstaður er oft notaður í samhengi við að leggja áherslu á að byggja hina staðbundnu kirkju sem forgangsverkefni og setja persónulega hagsmuni okkar í annað sæti. En í raun og veru er hann fyrst og fremst að tala um að byggja ríki Guðs. Hirðar þurfa að sjá þennan ritningarstað í ljósi þess að byggja fyrst ríki Guðs áður en við byggjum okkar eigin staðbundnu kirkjur – með öðrum orðum, að hafa hugarfar ríkisins.
EF VIÐ BYGGJUM FYRST RÍKI GUÐS, MUN GUÐ BYGGJA STAÐBUNDNU KIRKJUNA OKKAR.
Þetta er fyrst og fremst hugarfar – nýtt viðhorf sem við verðum að taka upp. Það er lífsstíll, ný hugsun og ný leið til að lifa.
Ný fjárhagsleg útleysting er að koma.
Haggaí 2:4,6-7
En ver samt hughraustur, Serúbabel segir Drottinn og ver hughraustur, Jósúa Jósadaksson æðsti prestur, og ver hughraustur, allur landslýður segir Drottinn og haldið áfram verkinu, því að ég er með yður segir Drottinn allsherjar -6- Því að svo segir Drottinn allsherjar: Eftir skamma hríð mun ég hræra himin og jörð, haf og þurrlendi. -7- Ég mun hræra allar þjóðir, svo að gersemar allra þjóða skulu hingað koma, og ég mun fylla hús þetta dýrð segir Drottinn allsherjar.
Habakukk sagði:
Haggaí 1:5
Lítið upp, þér hinir sviksömu, og litist um! Fallið í stafi og undrist! Því að ég framkvæmi verk á yðar dögum þér munduð ekki trúa því, ef sagt væri frá því.
Haggaí 2:8-9
Mitt er silfrið, mitt er gullið segir Drottinn allsherjar. -9- Hin síðari dýrð þessa musteris mun meiri verða en hin fyrri var segir Drottinn allsherjar og ég mun veita heill á þessum stað segir Drottinn allsherjar.
Fjárhagsleg útleysting er að koma eins og aldrei fyrr í sögu kirkjunnar. Þessi útleysting verður svo mikil að heimurinn mun undrast þetta fyrirbæri. HINS VEGAR: til að taka þátt í þessari fjárhagslegu útleystingu verðum við að uppfylla skilyrðin. Guð er ekki að fara að leysa út fjármagn til þess að þú byggir þitt eigið veldi.
Fjármagn verður leyst út til að byggja það sem Drottinn sjálfur er að byggja.
Þessi fjárhagslega útleysting er til þess að byggja Hús hans; Ríki hans. Ertu hæfur?
Þessir ríkisbyggjendur munu finna hver annan
Endurstilling er að eiga sér stað; fólk með sama anda er að finna hvert annað. Það er að verða til tenging milli þjónusta með ríkishugsun og ríkisanda – og þetta mun mynda mikið, hnattrænt uppskerunet.
Matteusarguðspjall 13:47-49
Enn er himnaríki líkt neti, sem lagt er í sjó og safnar alls kyns fiski. -48- Þegar það er fullt, draga menn það á land, setjast við og safna þeim góðu í ker, en kasta þeim óætu burt. -49- Svo mun verða, þegar veröld endar: Englarnir munu fara til, skilja vonda menn frá réttlátum
Þessi siðbót mun ýta (þeim sem fylgja henni) út úr staðbundinni hugsun og inn í hnattrænt samhengi.
Sálmarnir 102:14,16-17
Þú munt rísa upp til þess að miskunna Síon, því að tími er kominn til þess að líkna henni, já, stundin er komin. –16- Þá munu þjóðirnar óttast nafn Drottins og allir konungar jarðarinnar dýrð þína, -17- því að Drottinn byggir upp Síon og birtist í dýrð sinni.
Guð blessi þig!