Haggaí 2:9

Hin síðari dýrð þessa musteris mun meiri verða en hin fyrri var segir Drottinn allsherjar og ég mun veita heill á þessum stað segir Drottinn allsherjar.

Við aðdraganda þúsundáraríkisin er jörðin stödd í merkustu umbreytingum frá því að kirkjan fæddist á hvítasunnu.

Það er hreyfing Guðs að eiga sér stað í heiminum í dag sem er ekki bundin við neina sérstaka menningu, þjóðernishóp eða kynþátt. Að mestu leyti er hún falin, þar sem Guð er að undirbúa þá sem eru ætlaðir til að vera hluti af þessari miklu vakningu guðsríkisins.

Hún er ekki takmörkuð við nein ákveðin efnahagshólf heimsins.

Guð er að brjóta hefðbundin mörk.

Hann er að brjóta föst hugsanakerfi kirkjunnar.

Hugmyndalíkan (e. Paradigm): Getur verið skilgreint sem hugarfar sem mótar allt okkar viðbragðs- og hegðunarmynstur.

Það nýja sem Guð er að gera má ekki takmarka við orðið „vakning“. Það er miklu dýpra en vakning.

Jesaja 48:6-7

Þú hefir heyrt það, sjá, nú er það allt komið fram! Og þér, hljótið þér ekki að játa það? Nú boða ég þér nýja hluti og hulda, sem þú ekkert veist um. -7- Þeir eru nú að skapast, en eigi fyrr, fyrr en í dag hefir þú ekkert um þá heyrt, svo að þú skyldir ekki geta sagt: Sjá, ég vissi það!

Þessi umbót sem er að hefjast er miklu meiri en umbótin á 16. öld. Hún mun djúptækilega breyta því hvernig heimurinn lítur á kirkjuna.

Skilningur okkar á því hvað kirkjan snýst um mun gjörbyltast. Skipulag, stjórn og tilgangur kirkjunnar munu gjörbreytast.

Hebreabréfið 12:26-28

Raust hans lét jörðina bifast fyrrum. En nú hefur hann lofað: Enn einu sinni mun ég hræra jörðina og ekki hana eina, heldur og himininn. -27- Orðin: Enn einu sinni, sýna, að það, sem bifast, er skapað og hverfur, til þess að það standi stöðugt, sem eigi bifast. -28- Þar sem vér því fáum ríki, sem ekki getur bifast, skulum vér þakka það og þjóna Guði, svo sem honum þóknast, með lotningu og ótta.

Samhengið í þessum ritningarversum er lokatíminn.

Þessi vers lýsa því hvernig allt sem ekki er reist eða upphafið af Guði verður hrist.

Þetta hrun mun fjarlægja allar manngerðar frumkvæðisaðgerðir innan kirkjunnar og leiða inn nýtt tímabil sem nefnist ríkistímabilið. Sjá vers 28.

Spámaðurinn Habbakúk spáði um þessa daga.

Habakkuk 1:2-4

Hversu lengi hefi ég kallað, Drottinn, og þú heyrir ekki! Hversu lengi hefi ég hrópað til þín: Ofríki! og þú hjálpar ekki! -3- Hví lætur þú mig sjá rangindi, hví horfir þú upp á rangsleitni? Eyðing og ofríki standa fyrir augum mér. Af því koma þrætur, og deilur rísa upp. -4- Fyrir því verður lögmálið magnlaust og fyrir því kemur rétturinn aldrei fram. Hinir óguðlegu umkringja hina réttlátu, fyrir því kemur rétturinn fram rangsnúinn.

Habbakuk var að spá inn í sinn eigin tíma, en megininntakið átti sér stað fyrir OKKAR TÍMA NÚNA.

Athugið að þetta voru dagar:

  • Ofbeldis

  • Aukinnar syndsemi, deilna og ágreinings

  • Þar sem löggjafarnir réðu ekki lengur við hnignun samfélagsins

  • Þar sem röng dómaframkvæmd átti sér stað í dómstólum

Habbakuk hrópaði til Guðs um að Guð myndi bregðast við og breyta aðstæðum

Í 2:14 vísar Habbakuk til 4. Mósebókar 14:21 um dýrð Drottins.

Habakkuk 2:14

Því að jörðin mun verða full af þekking á dýrð Drottins, eins og djúp sjávarins vötnum hulið.

Hann biður Guð í örvæntingu að uppfylla heit sín loforð — að dýrð hans fylli jörðina.

Fjórða Mósebók 14:21

En svo sannarlega sem ég lifi og öll jörðin er full af dýrð Drottins:

Hann kallar til Guðs um að uppfylla Orð sitt

þegar skyndilega kemur spámannleg smurning yfir hann og hann hrópar:

Habakkuk 1:5

Lítið upp, þér hinir sviksömu, og litist um! Fallið í stafi og undrist! Því að ég framkvæmi verk á yðar dögum þér munduð ekki trúa því, ef sagt væri frá því.

Habbakuk sá inn í tímann til okkar daga og varð svo skelfdur og undrandi yfir því sem hann sá, að hann sagði þetta:

Habakkuk 2:1

Ég ætla að nema staðar á varðbergi mínu og ganga út á virkisvegginn og skyggnast um til þess að sjá, hvað hann talar við mig og hverju hann svarar umkvartan minni.

Þá talar Guð til hans og segir: Habbakuk, þetta er fyrir fyrirfram ákveðinn tíma af Guði.

Skrifaðu þetta niður, gerðu skrá, því það mun rætast.

Habakkuk 2:3

Því að enn hefir vitrunin sinn ákveðna tíma, en hún skundar að takmarkinu og bregst ekki. Þótt hún dragist, þá vænt hennar, því að hún mun vissulega fram koma og ekki undan líða.

Það mun koma í lokin: Orðið lokin er hebreskt orð sem merkir ytri mörk eða lok fyrir ákveðinn tíma.

Í Daníelsbók lesum við að í lokinni — í lok aldarinnar — munu ákveðnir hlutir gerast.

Daníel 12:4 & 8-9

-4- En þú, Daníel, halt þú þessum orðum leyndum og innsigla bókina, þar til er að endalokunum líður. Margir munu rannsaka hana, og þekkingin mun vaxa. 

-8- Ég heyrði þetta, en skildi það ekki, og sagði því: Herra minn, hver mun endir á þessu verða? -9- En hann sagði: Far þú, Daníel, því að orðunum er leyndum haldið og þau innsigluð, þar til er endirinn kemur.

Guð sagði við Daníel að ákveðnir faldir sannleikar og leyndardómar yrðu ekki opinberaðir kirkjunni fyrr en á tíma endaloka.

Haggaí sagði: „Lítið til þjóðanna“ — hvað sá Haggaí?

Hann sá eitthvað gerast á heimsvísu sem sló hann með undrun. Hann sá heilar þjóðir verða snortnar af krafti og náð Guðs, sem var áður óþekkt á hans tíma, þegar gyðingaþjóðin var sú eina sem Guð starfaði með á afgerandi hátt.

Uppgangur postulalegrar þjónustu:

Postulinn hefur heimsviðhorf — hann sér þjóðirnar og hvernig allt tengist í áætlun Guðs. Postullegur andi og þjónusta skilur áform Guðs, hefur hæfileika til að setja saman heildarmyndina, samræma hana og halda henni á réttri braut.

Spámannleg þjónusta kallar fram her Drottins; Postulleg þjónusta mun raða hernum niður og þekkja stefnu Drottins, sem mun gera hernum kleift að framkvæma tilgang Guðs á jörðu.

Postulleg þjónusta hefur hlutverk viturs byggingameistara.

Þegar postullega þjónustan rís upp munu þjóðirnar verða fyrir áhrifum þegar stærsta vakning og uppskerutími í sögu kirkjunnar fer að renna upp. Þessi uppskera verður svo mikil að við, líkt og Haggaí, munum standa undrandi.

Haggaí 2:9

Hin síðari dýrð þessa musteris mun meiri verða en hin fyrri var segir Drottinn allsherjar og ég mun veita heill á þessum stað segir Drottinn allsherjar.

Guð blessi þig!