Laodíkea
Heimahópurinn 4.sept 2025
Það er alvarlegra en við gerum okkur grein fyrir að vera hálfvolgur. Við lifum á tímum þar sem allt reynir að toga okkur frá Guði. Afþreying er um allt, veraldarvefurinn, villukenningar, snjalltæki og svona mætti lengi telja. Það hefur aldrei verið mikilvægara að halda sér fast að Drottni í helgun, lesa Biblíuna og verja góðum tíma í bæn á hverjum degi. Ef við gefum eftir þá er djöfullinn komin um leið, leitandi að þeim sem hann getur gleypt. Vöknum vinir fyrir alvöru og berjumst trúarinnar góðu baráttu, því við munum uppskera ef við gefumst ekki upp.
Opinberunarbókin 3:14-17
Og engli safnaðarins í Laódíkeu skalt þú rita: Þetta segir hann, sem er amen, votturinn trúi og sanni, upphaf sköpunar Guðs: -15- Ég þekki verkin þín, að þú ert hvorki kaldur né heitur. Betur að þú værir kaldur eða heitur. -16- En af því að þú ert hálfvolgur og hvorki heitur né kaldur, mun ég skyrpa þér út af munni mínum. -17- Þú segir: Ég er ríkur og orðinn auðugur og þarfnast einskis. Og þú veist ekki, að þú ert vesalingur og aumingi og fátækur og blindur og nakinn.
Guð blessi þig!
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Hebreabréfið 10:25
Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.