“Styrkist nú í Drottni og krafti máttar hans.” (Efes 6:10) og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. (Efes. 6:13).

Ég fékk draum, meðan ég svaf í rúminu mínu.

Mér fannst eins og húsið sem ég var í færi að snúast og skyndilega fór þetta hús í fjarlægt land. Mér fannst ég vakna í þessu landi og sólin skein skært og það var eins og hún settist aldrei. Ég settist upp í rúminu og leit út um gluggann. Útsýnið var bjart, sólríkt og grænt. Grasið féll vel að landslaginu og það var svo grænt að það virtist varla vera raunverulegt gras. Ég fór út til að sjá þessa mögnuðu mynd betur. Þetta var eins og draumur, því litirnir voru svo lifandi að þeir virtust varla raunverulegir.

Í fjarlægð, sá ég mann koma gangandi til mín. Hann var ekki að flýta sér og virtist vera að njóta sömu fegurðar og ég. Mér fannst þetta vera eins og í kvikmynd, því að hann gekk til mín löturhægt og hann var klæddur eins og hann væri stríðsmaður.

Þegar hann nálgaðist mig, sagði hann: “Ég flyt kveðju frá Íslandi.”

Ég var hálf sjokkeruð og ég endurtók þessa setningu sem spurningu: “Kveðja frá Íslandi. Er þetta Ísland?”

Þar sem ég vissi ekki neitt um Ísland, taldi ég víst að það væri kalt og fullt af ís. Ég var óviðbúin því að sjá þvílíka fegurð. Himininn var í mörgum litum. Hafið var mynd í sjálfu sér og þegar ég leit að sjóndeildarhring þar sem himinn og haf mættust var eins og þar kæmu fram fjölmargir litir. Ég sá liti á himninum sem ég hafði aldrei séð áður. Það var eins og litir himinsins væru regnbogi í sjálfu sér.

Sjálfur fyrirliði hersveita Drottins sagði: “Spáðu yfir landinu, því að hjörtu fólksins eru orðin þreytt.”:

Þá fór ég að skoða þennan mann sem stóð fyrir framan mig, klæddur eins og stríðsmaður. Hann leit út fyrir að vera tilbúinn að fara í stríð í fremstu víglínu. Ég sá þykkt breitt belti, sem á stóð með feitu svörtu letri: “Sannleikur”. Hann var einnig með skínandi brjóstskjöld. Mér fannst eins og ekkert gæti farið í gegnum þennan brjóstskjöld, því hann var þykkur og huldi allan brjóstkassann. Framan á brjóstskjöldinn var ritað einnig með svörtu stóru letri “Réttlæti”.

Samstundis þá opnuðust augu mín fyrir þeirri staðreynd, að ég var að horfa á himneskan hermann sem klæddur var alvæpni Guðs. Hann leit út eins og það sem Páll talar um í Efesusbréfinu 6. kafla. Þetta eru þau herklæði sem leiða til sigurs þegar þarf að heyja baráttu á jörðinni.

Þessi himneski hermaður, var ekki bara einhver engill úr hinum himnesku hersveitum, heldur var þetta sjálfur fyrirliði hersveita Drottins. Göngulag hans virtist flytja frið, því að hann virtist færa öryggi, velmegun, gleði frið og samhljóm með skrefum sínum. Þessi maður var holdgervingur fagnaðarboðskapar friðarins.

Í vinstri hönd hélt hann á skildi trúarinnar, sem logandi örvar ná ekki að rjúfa. Herklæðin báru merki um margar orrustur, en göngulag hans var fullt af styrk og stöðugleika.

Í hægri hönd hans var sverð, sem mér fannst þegar ég horfði á það, vera stærra en ég sjálf. Hann hélt auðveldlega á því, meðan orð Guðs kom frá munni hans með valdi og djörfung. Hann vissi hver hann var og hvern hann var að berjast fyrir því hann var úr liði Drottins Guðs, Jehóva. Á höfðinu hafði hann hjálm, sem ég vissi að var hjálmur hjálpræðisins, því hann bar með sér von hjálpræðisins.

Þessi maður horfði í augu mér og sagði: “Spáðu yfir landinu, því að hjörtu fólksins eru orðin þreytt. Því fjölkynngi og andi aldarinnar eru fljótir að ná hjörtum ungra sem aldinna og þeir sem hafa verið að hrópa á nafn Drottins, eru orðnir þreyttir.”

Síðan snéri maðurinn sér við og fór að hrópa: “Þú munt lifna við aftur Ísland. Þú munt lifna við.” Hann sagði: “Hrópaðu til hjartna fólksins, og hann fór að hrópa yfir landið úr Efesusbréfinu 6:10-20: Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda. Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð. Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda.

Það er aðeins ein leið til að berjast þessari baráttu og sigra:

Skyndilega fannst mér ég vera klædd í herklæðin sem hann var klæddur í. Augu mín opnuðust á nýjan hátt, til að sjá tignirnar og demóna myrkursins berjast til að ná yfirráðum yfir þessu landi. Og ég fór að berjast í þessu mikla stríði í tveimur heimum eins og í kvikmyndinni “Hringadróttinssaga.”. Þetta var magnað. Í þessum herklæðum var ég nánast ósnertanleg og ég gat séð með mínum náttúrulegu augum stríðið við öfl myrkursins.

Ég gat séð að við vorum ekki að berjast gegn áþreifanlegum andstæðingum, heldur voru þetta völd myrkursins, háttsettir demónar, heimsdrottnar myrkurs þessarar aldar og andaverur vonskunnar. Þetta voru raunverulegar illar verur, sem ég gat séð að höfðu áhrif á huga og hjörtu fólks á Íslandi – og það var aðeins ein leið til að berjast þessari baráttu og sigra. Ég gat meira að segja heyrt sverðaglamrið.

Myrkrið gefur ekki auðveldlega eftir. Þeir munu berja hvað eftir annað á þeim svæðum sem ekki eru varin, þar til þeir hafa barið þig niður. Ég gat séð mikilvægi þess að íklæðast og nota alvæpni Guðs.

Ég sá sjálfa mig taka þátt í þessari miklu baráttu. Þetta voru alvöru hermenn. Ég þurfti að stíga fram í nýrri trú um að Guð væri minn vörður, því þetta var barátta sem ég hafði ekki barist í áður. Þetta var stríð. Ljós gegn myrkri. Helgun gegn synd. Himneskt gegn demónísku. Gott gegn illu.

Þetta var raunveruleikinn. Ég sá að stríðsherrar myrkursins eru raunverulegir og áætlun þeirra var að brjóta niður hjörtu trúaðra í landinu, eitt högg í einu. Þá fór ég að berjast með hinum himneska stríðsmanni. Ég fór að berjast með mínu sverði. Fyrst þá fór ég að sveifla því með lokuð augu, því þetta var of mikið fyrir mig að meðtaka, en ég var þó að veifa því. Ég fékk aukinn kraft þegar ég byrjaði að syngja í andanum. Þá fór ég að nota skjöld trúarinnar og varð þar með ósnertanleg fyrir örvum myrkursins.. Skyndilega sá ég högg eftir högg með opnum augum og sá að það var ekki hægt að snerta mig með áætlunum hins illa og kenningum demóna.

Þá heyrði ég þennan mikla himneska stríðsmann byrja að spá yfir landinu:

“Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt.”

Ég fór að hrópa þetta líka: “Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. 11Klæðist alvæpni Guðs” – það virkar. Það virkar í raun og veru.

Þegar ég söng í andanum , var eins og sérhver nóta og bæn virkaði til að leysa her Guðs:

Þegar ég byrjaði að syngja í andanum, þá sá ég að þetta var eins og högg gegn óvininum sjálfum, eins og her Guðs losnaði meira og meira við hverja nótu og bæn sem kom frá munni mínum. Það var eins og söngur minn yrði vopn gegn öflum myrkursins alveg eins og herklæðin voru vopn. Við hverja nótu sem ég söng í andanum fóru öfl myrkursins að leysast upp.

Skyndilega fór ómur af söng að fylla landið þegar fólkið kom eitt af öðru úr felum og fór að styrkjast og síðan að berjast. Brátt var mikill fjöldi af þeim fylgdu Drottni og bókstaflega ýttu til baka myrkrinu og ýttu til baka fyrirætlunum hins illa.

Spáðu yfir Ameríku og Nýja Sjálandi á sama hátt:

Hinn himneski stríðsmaður leit á mig og sagði: “Spáðu yfir Ameríku. Spáðu yfir Nýja Sjálandi á sama hátt, því að hús mitt er orðið þreytt og nú er tími til að berjast.”

Í huganum, fór ég aftur til baka til tíma Davíðs konungs. Ég sá fyrir mér mynd af Davíð konungi í 1. Samúelsbók 30. kafla. Hann var orðinn þreyttur, því það virtist sem öllu hefði verið stolið frá honum.

Þegar Davíð og menn hans komu til Siklag á þriðja degi, þá höfðu Amalekítar gjört herhlaup á Suðurlandið og á Siklag, unnið Siklag og brennt hana. Höfðu þeir hertekið konur og allt, sem í henni var, bæði smátt og stórt. Engan mann höfðu þeir drepið, en haft fólkið á burt með sér og farið síðan leiðar sinnar. Og er Davíð og menn hans komu til borgarinnar, sjá, þá var hún brunnin, en konur þeirra, synir og dætur hertekin. Þá tók Davíð og liðið, sem með honum var, að gráta hástöfum, uns þeir voru uppgefnir að gráta. Og Davíð gekk til frétta við Drottin og mælti: “Á ég að elta þennan ræningjaflokk? Mun ég ná þeim?” Hann svaraði honum: “Eltu þá, því að þú munt vissulega ná þeim og fá bjargað.”

Ísland, Ameríka, Nýja Sjáland: “Klæðist alvæpni Guðs!”

Síðan í draumnum fór ég að kalla Ísland til að: “Klæðast alvæpni Guðs og elta þá og fá bjargað öllum.”

Ég byrjaði að hrópa til Ameríku: “Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. 11Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. Haltu stöðu þinni. Eltu þá, því að þú munt vissulega ná þeim og fá bjargað.”

Og ég byrjaði að hrópa yfir Nýja Sjáland: “Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. Haltu stöðu þinni. Eltu þá, því að þú munt vissulega ná þeim og fá bjargað.”

Því þetta er barátta. Þetta er stríð við raunverulega stríðsherra myrkursins og þeir eru að berjast til að sigra.  Þeir fara ekki í pásu og þeir gefast ekki upp, en við höfum besta vopnið og það er blóð lambsins. Því vegna blóðs lambsins getum við sagt:

“Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt.” Haltu stöðu þinni.

Eiríkur Magnússon þýddi.