Jesaja og Guðdómurinn
Heimahópurinn 15.maí 2025
Að þessu sinni skoðuðum við áhugaverða hluti í síðari hluta Jesajabókar. Þar eru mjög sterkir spádómar um Jesú Krist og innsýn inn í karakter Guðs. Einnig fórum við í fyrsta kafla opinberunarbókarinnar og ég lagði fram þá opinberun sem Guð hefur gefið mér á því hver Hann er sem faðir, sonur og heilagur andi. Þríeinn Guð.
Fyrra Jóhannesarbréf 5:20
Vér vitum, að Guðs sonur er kominn og hefur gefið oss skilning, til þess að vér þekkjum sannan Guð. Vér erum í hinum sanna Guði fyrir samfélag vort við son hans Jesú Krist. Hann er hinn sanni Guð og eilífa lífið.
Jesaja 62: 6-7
Þér sem minnið Drottin á, unnið yður engrar hvíldar! -7- Ljáið honum engrar hvíldar, uns hann reisir Jerúsalem og gjörir hana vegsamlega á jörðinni.
Guð blessi þig!
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Hebreabréfið 10:25
Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.