Gervigreind

Ég ætla að byrja þessa grein á að fjalla um efni sem ég er búin að vera að rannsaka síðustu mánuði. Gervigreind eða Ai er byltingarkennd tækni sem háttsettir aðilar í tækniheiminum eru farnir að vara við og hvetja stjórnvöld að hægja á eða stöðva um sinn. Þróunin er slík að fólk hefur áhyggjur að hún geti hreinlega leitt yfir okkur aðstæður sem ómögulegt væri að vinda ofan af eða stöðva. Þessi tækni hefur gríðarlega mikla möguleika til góðs og nú þegar er verið að nýta hana til þess að greina ákveðnar tegundir af krabbameini löngu fyrr en áður hefur verið hægt, hún hefur fordæmalausa reikni og greiningargetu og getur því einfaldað nánast alla verkþætti í nútímasamfélagi. Flest höfum við heyrt af Chat GTP sem er kerfi tengd gervigreind. Hægt er að mata þetta kerfi og önnur sambærileg af spurningum og biðja um að fá svör, ritgerðir, ræður, myndir, myndefni og margt fleira nánast samstundis og um hvaða málefni sem er. Þrátt fyrir að þetta sé að mörgu leiti gríðarlega hjálplegt og flýtir fyrir öllum verkferlum er önnur hlið á þessum tening sem þróunaraðilar gervigreindar hafa áhyggjur af.

Afleiðingar sem við erum þegar farin að sjá eru stórar uppsagnir hjá tæknifyrirtækjum eins og Meta, Google, Dropbox og mörgum öðrum. Gervigreind getur nú leyst af hundruði þúsunda starfa sem áður kröfðust lifandi einstaklinga til að framkvæma. Það er því ekki að ástæðulausu að það eru vaxandi áhyggjur meðal fólks. Á þessum stutta tíma frá því að við fórum að heyra um Chat GTP, hefur þróunin vaxið hraðar en nokkur önnur tækni og hvert hún mun leiða okkur ef ekki verður brugðist við er erfitt að sjá fyrir. Eitt er víst að nú þegar eru milljónir starfa í hættu. Ef fyrirtæki geta skipt út launafólki fyrir gervigreind og sparað sér miljónir í launakostnað er ekki spurning hvað meirihlutinn mun gera. Ég er sjálfur með auglýsingastofu og nýti mér starfsfólk erlendis sem hefur unnið fyrir mig árum saman, ég sé að með þeirri tækni sem þegar er komin gæti ég þróað mína eigin gervigreind og sagt þessu fólki upp. Þannig að það eru mjög margar atvinnugreinar á þröskuldi mikilla breytinga og við erum í raun stiginn inn stærstu tæknibyltingu sem heimurinn hefur nokkurn tíma séð áður. Við gerum okkur enga grein fyrir því hvað þetta er að gerast hratt og hversu mikið heimurinn að breytast. Menn hafa sagt að internetið hreinlega fölnar við hliðina á því sem við erum að sjá gerast með gervigreindina og þær breytingar sem hún mun hafa á daglegt líf fólks í framtíðinni.

Með alla tækni þá er hægt að nota hana til góðs eða ills. Gervigreind og “Deep Fake” eða djúpgervi er nú þegar orðin að veruleika og við getum í raun varla greint muninn á því sem er rétt og því sem er falsað. Nú þegar er verið að nota andlit þekktra og óþekktra einstaklinga til að framleiða klámefni án þeirra samþykkis. Þessa tækni er hægt að nota til að líkja eftir þjóðarleiðtogum, kvikmyndaleikurum, stjórnmálafólki og áhrifavöldum til að setja fram skilaboð sem geta haft áhrif á stríð, kosningar og margt fleira. Við lifum á fordæmalausum tímum og margt af því sem ég er að fjalla um hefur komið upp á yfirborðið á mjög skömmum tíma.

Ég hvet ykkur til að skoða þessa síðu www.metaphysic.ai og horfa á þetta mynband til að sjá hversu raunveruleg þessi tækni er orðin.

Merki dýrsins

Það er miklu meira að gerast á bakvið tjöldin sem hægt væri að segja um Gervigreindina, Humanoids, CERN, CBDC, Amazon Go og margt fleira. Við erum mjög líklega að horfa á síðust ár hefðbundins fjármagns sem mun leiða til þess að engin mun geta keypt eða selt nema verða hluti af nýju kerfi sem gæti verið Central Bank Digital Currency eða eitthvað því um líkt, kerfi þar sem allt flæði fjármagns mun hugsanlega verða í gegnum bálkakeðjur eða nýja tækniþar sem yfirvöld geta séð allt sem allir gera. Við getum reyndar alveg sagt að við séum þegar hluti af kerfi og það er erfitt að stunda viðskipti nema hafa bankareikning, greiðslukort, greiða skatta af innkomu og þess háttar, en það er enn hægt að eiga viðskipti með peninga án aðkomu þriðja aðila en það er breytast.

Hvað segir Biblían um þessa hluti

Opinberunarbókin 13.kafli

Þá sá ég dýr stíga upp af hafinu. Það hafði tíu horn og sjö höfuð, og á hornum þess voru tíu ennisdjásn og á höfðum þess voru guðlöstunar nöfn. -2- Dýrið, sem ég sá, var líkt pardusdýri, fætur þess voru sem bjarnarfætur og munnur þess eins og ljónsmunnur. Drekinn gaf því mátt sinn og hásæti sitt og vald mikið. -3- Eitt af höfðum þess virtist sært til ólífis, en banasár þess varð heilt. Öll jörðin fylgdi dýrinu með undrun, -4- og þeir tilbáðu drekann, af því að hann hafði gefið dýrinu vald sitt. Og þeir tilbáðu dýrið og sögðu: Hver jafnast við dýrið og hver getur barist við það? -5- Og því var gefinn munnur, er talaði stóryrði og guðlastanir, og lofað að fara því fram í fjörutíu og tvo mánuði. -6- Og það lauk upp munni sínum til lastmæla gegn Guði, til að lastmæla nafni hans og tjaldbúð hans og þeim, sem á himni búa. -7- Og því var leyft að heyja stríð við hina heilögu og sigra þá, og því var gefið vald yfir sérhverri kynkvísl og lýð, tungu og þjóð. -8- Og allir þeir, sem á jörðunni búa, munu tilbiðja það, hver og einn sá er eigi á nafn sitt ritað frá grundvöllun veraldar í lífsins bók lambsins, sem slátrað var. -9- Sá sem hefur eyra, hann heyri. -10- Sá sem ætlaður er til herleiðingar verður herleiddur. Sá sem sverði er ætlaður verður deyddur með sverði. Hér reynir á þolgæði og trú hinna heilögu. -11- Og ég sá annað dýr stíga upp af jörðinni og það hafði tvö horn lík lambshornum, en það talaði eins og dreki. -12- Það fer með allt vald fyrra dýrsins fyrir augsýn þess og það lætur jörðina og þá, sem á henni búa, tilbiðja fyrra dýrið, sem varð heilt af banasári sínu. -13- Og það gjörir tákn mikil, svo að það lætur jafnvel eld falla af himni ofan á jörðina fyrir augum mannanna. -14- Og það leiðir afvega þá, sem á jörðunni búa, með táknunum, sem því er lofað að gjöra í augsýn dýrsins. Það segir þeim, sem á jörðunni búa, að þeir skuli gjöra líkneski af dýrinu, sem sárið fékk undan sverðinu, en lifnaði við. -15- Og því var leyft að gefa líkneski dýrsins anda, til þess að líkneski dýrsins gæti einnig talað og komið því til leiðar, að allir yrðu þeir deyddir, sem ekki vildu tilbiðja líkneski dýrsins. -16- Og það lætur alla, smáa og stóra, auðuga og fátæka og frjálsa og ófrjálsa, setja merki á hægri hönd sér eða á enni sín -17- og kemur því til leiðar, að enginn geti keypt eða selt, nema hann hafi merkið, nafn dýrsins, eða tölu nafns þess. -18- Hér reynir á speki. Sá sem skilning hefur reikni tölu dýrsins, því að tala manns er það, og tala hans er sex hundruð sextíu og sex.

Opinberunarbókin fjallar um þá hluti sem hafa verið og þá hluti sem enn eiga eftir að ganga í uppfyllingu áður en Jesús kemur aftur. Drekinn er djöfullinn og dýrin sem um ræðir í kaflanum að ofan eru að öllum líkindum stórveldi, sameinað vald þjóða eða einstaklinga sem leitt er af aðila eða aðilum sem er(u) undir valdi Satans. Vald sem mun leiða yfir heiminn slíkar breytingar sem mun hafa áhrif á alla byggjendur jarðarinnar.

Þetta líkneski var lengi til sýnis fyrir utan Sameinuðu þjóðirnar og verður að teljast líkt dýrinu sem lýst er í Opinberunarbókinni hér að ofan.

Það sem skiptir máli er að gera sér grein fyrir því að vald þessara dýra og drekans verður ógnvænlegt og öll heimsbyggðin mun fylgja þeim og tilbiðja.

Hvernig lítur þetta vald út

Nýverið sáum við sýnishorn af því hvernig hægt er að nánast þvinga okkur til að gangast undir ok sem nú er að koma í ljós að hafði alvarlegar afleiðingar. Við máttum ekki ferðast nema hafa vottorð, mörgum var hótað uppsögnum ef þeir fylgdu ekki fjöldanum, þú gast ekki verslað nema bera grímur og hópþrýstingurinn var gríðarlegur ef þú spilaðir ekki með. Ég er að tala um bólusetningarnar við Covid sem áttu að vera allra meina bót og fólk var skikkað í hverja sprautuna á fætur annarri og nú eru afleiðingarnar að koma í ljós og þær eru víðtækar.

Rannsóknir sýna mikla aukningu blóðsjúkdóma, ófrjósemi, fósturláta og fleiri kvilla fyrir og eftir Covid og frá og með apríl í fyrra hafa fleiri dáið úr hópi þeirra sem eru bólusettir.

Valdið sem er talað um í 13. kafla opinberunarbókarinnar mun ganga skrefinu lengra og miðað við að flestir voru tilbúnir að sprauta sig með nánast óreyndu bóluefni aftur og aftur af því að þeim var sagt að gera það af yfirvöldum, hversu margir munu þá taka merki dýrsins á enni sér eða hönd til að geta keypt og selt. Við erum að tala um ógnarvald sem mun breyta öllum heiminum og við erum að sjá það fæðast fyrir framan augun á okkur.

Matt 7:13

Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður, sem liggur til glötunar, og margir þeir, sem þar fara inn.

Tæknin er slík að nú þegar eru komnar búðir án starfsfólks þar sem þú gengur inn og notast við símann þinn til að auðkenna þig og versla án þess að nokkur notist við peninga og ef þú ert ekki hluti af kerfi Amazon þá getur þú ekki verslað. Hversu langt er í að allar verslanir verði svona og hversu langt er í að tækni snjallsímans verði hreinlega orðinn föst við okkur með einhverjum hætti?  Sú þróun er komin lengra en við gerum okkur grein fyrir og nú þegar er hægt að lesa hugsanir okkar og tilfinningar í gegnum heilabylgjur ef við samþykkjum að bera slíka tækni.

Áhugaverð grein um þróun símans: Hvað kemur eftir snjallsímann?

Líkneski dýrsins

Opinberunarbókin 13:14-15

Og það leiðir afvega þá, sem á jörðunni búa, með táknunum, sem því er lofað að gjöra í augsýn dýrsins. Það segir þeim, sem á jörðunni búa, að þeir skuli gjöra líkneski af dýrinu, sem sárið fékk undan sverðinu, en lifnaði við. -15- Og því var leyft að gefa líkneski dýrsins anda, til þess að líkneski dýrsins gæti einnig talað og komið því til leiðar, að allir yrðu þeir deyddir, sem ekki vildu tilbiðja líkneski dýrsins.

Þegar við hugsum um líkneski þá sjáum við fyrir okkur mögulega gullkálfinn sem Ísraelsmenn tilbáðu, búddalíkneski eða styttur gerðar af mönnum, en líkneskið sem um ræðir í versunum hér að ofan er frábrugðið. Þetta líkneski er fenginn andi og því er gefið vald til að tala. Athyglisvert er að dýrið segir þeim sem á jörðunni búa að gera þetta líkneski. Mennirnir keppast nú við að þróa Ai eða gervigreind sem er orðinn svo öflug að hún getur ekki bara talað, hún getur breytt sér í hvaða form sem er og líkt eftir hverjum sem er og getur sagt hvað sem er. Ef þetta er í raun gervigreind sem verið er að tala um í opinberunarbókinni þá mun “Ai” fá slíkt vald að þeir sem gefa sig ekki undir þetta vald og tilbiðja það munu verða deyddir og þeir sem ekki taka merkið á enni sér og hönd munu ekki geta keypt eða selt.

Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér og að þessi tækni verði til þess að breyta heiminum til góðs en ég skynja í andanum að við séum nær endurkomu Jesú Krists en okkur grunar og að við séum í raun á hraðri leið inn í þá tíma sem við lesum um í Opinberunarbókinni.

Þetta er það sem Guð segir okkur að gera þegar við sjáum þessa hluti koma fram.

Heb 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.

Lúk 21:36

Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum.

Nútíma skurðgoðadýrkun

Það er saga í Biblíunni sem fjallar um hvernig Ísraelsmenn urðu vitni að þvílíkum kraftaverkum Guðs þegar hann leiddi þá út úr Egyptalandi og í gegnum Rauða hafið. Þeir fengu að sjá Guð á áþreifanlega hátt en það voru varla liðnir nokkrir dagar þegar þeir snéru sér að skurðgoðum og fóru að tilbiðja aðra Guði. Hvernig er það með okkur í dag, þú færð snertingu frá Guði, upplifir kraft heilags anda á samkomu en ert svo mögulega kominn í símann strax á eftir klukkutímunum saman eða eitthvað annað sem tekur hug þinn allann.

2. Mósebók 32.kafli

Er fólkið sá, að seinkaði komu Móse ofan af fjallinu, þyrptist fólkið í kringum Aron og sagði við hann: Kom og gjör oss guð, er fyrir oss fari, því að vér vitum ekki, hvað af þessum Móse er orðið, manninum, er leiddi oss burt af Egyptalandi. -2- Og Aron sagði við þá: Slítið eyrnagullin úr eyrum kvenna yðar, sona og dætra, og færið mér. -3- Þá sleit allt fólkið eyrnagullin úr eyrum sér og færði Aroni, -4- en hann tók við því af þeim, lagaði það með meitlinum og gjörði af því steyptan kálf. Þá sögðu þeir: Þetta er guð þinn, Ísrael, sem leiddi þig út af Egyptalandi. -5- Og er Aron sá það, reisti hann altari fyrir framan hann, og Aron lét kalla og segja: Á morgun skal vera hátíð Drottins. -6- Næsta morgun risu þeir árla, fórnuðu brennifórnum og færðu þakkarfórnir. Síðan settist fólkið niður til að eta og drekka, og því næst stóðu þeir upp til leika. -7- Þá sagði Drottinn við Móse: Far þú og stíg ofan, því að fólk þitt, sem þú leiddir út af Egyptalandi, hefir misgjört. -8- Skjótt hafa þeir vikið af þeim vegi, sem ég bauð þeim. Þeir hafa gjört sér steyptan kálf, og þeir hafa fallið fram fyrir honum, fært honum fórnir og sagt: Þetta er guð þinn, Ísrael, sem leiddi þig út af Egyptalandi.

Það sem þú fæðir það vex og dafnar. Ef þú ert ert duglegur í ræktinni þá styrkist þú, ef þú æfir á hljóðfæri á hverjum degi verður þú betri. Ef þú borðar hollt og hugsar vel um þig, þá líður þér betur. Ef þú sáir í holdið því sem holdlegt er, verður þú holdlegur sem er andstæðan við að vera andlegur.

Galatabréfið 6:7-8

Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera. -8- Sá sem sáir í hold sjálfs sín, mun af holdinu uppskera glötun, en sá sem sáir í andann, mun af andanum uppskera eilíft líf.

Jak 4:8

Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður. Hreinsið hendur yðar, þér syndarar, og gjörið hjörtun flekklaus, þér tvílyndu.

Erum við í nútímasamfélagi betri en Ísraelsmenn ?

Biblían talar um að við eigum að elska Drottinn Guð af öllu hjarta, öllum mætti og allri sálu okkar og hafa ekki aðra guði, ekki tilbiðja þá eða dýrka. Annað vers segir að við eigum ekki að láta neitt hafa vald yfir okkur.

Hversu langt er síðan að þú tókst þér hlé frá símanum, samfélagsmiðlum ? Hvað er í fyrsta sæti í þínu lífi? Það sem þú eyðir mestum tíma í verður þitt skurðgoð, við vitum flest að allur heimurinn er sokkinn ofan í símana sína. Margt annað sem getur talist sem skurðgoð á sér stað í gegnum símana, hvort sem það fíkn í fjármuni, fjárhættuspil, klám, samfélgasmiðlar, tölvuleikir, Netflix eða annað þessu líkt. Internetið hefur mikil áhrif á mótun barna á uppeldisárunum, áhrifavaldar, Youtube og fleiri miðlar mata heimsbyggðina á upplýsingum sem aldrei fyrr og mikið af því er óguðlegt efni.

Þetta minnir mann á aldingarðinn Eden, það voru tvö tré í garðinum, lífsins tré og skilningstré góðs og ills. Það var í raun þorsti eftir þekkingu sem varð Evu að falli. Í dag fyllum við huga okkar að þekkingu og upplýsingum í stað þess að verja tíma okkar við lífsins tré, í andlegu samfélagi við lifandi Guð og ávextirnir af þessu vali eru augljósir í heiminum. Það þarf ekki að fara nema 20 ár aftur í tímann og bera saman við daginn í dag, skotárásir þar sem fólk reynir að drepa sem flesta, dauðsföll vegna eiturlyfja og áfengis, sjálfsmorðum vegna óhamingju og tilgangsleysis og margt fleira. Það er gríðarleg aukning á öllum þessum sviðum.

Við stöndum frammi fyrir mestu ógn allra tíma og við eigum ekki möguleika nema nálægja okkur Guði. Lestu Biblíuna þína daglega, verðu tíma með Guði í bæn og vertu viss um að þú eigir persónulegt samband við hann og að þú heyrir þegar hann talar við þig, aðeins hann getur varðveitt okkur í gegnum það tímabil sem er fram undan og er þegar hafið.

Guð blessi þig og varðveiti.