SOTK – Samruni örlaganna

SOTK – Samruni örlaganna

Jóhannesarguðspjall 15:16

Þér hafið ekki útvalið mig, heldur hef ég útvalið yður. Ég hef ákvarðað yður til að fara og bera ávöxt, ávöxt, sem varir, svo að faðirinn veiti yður sérhvað það sem þér biðjið hann um í mínu nafni.

Nýlega gaf Drottinn mér draum þar sem ég stóð ofan við yfirborð jarðarinnar, eins langt úti og gervitungl væri. Ég leit niður á jörðina og sá línur sem komu frá öllum heimshornum og sameinuðust á ákveðnum stað á jörðinni. Þegar ég horfði á þetta, sá ég að þessar línur færðust aftur í tímann, til tímabils áður en þessi heimur var skapaður; þessar tímalínur hófust langt aftur í eilífðinni og voru að sameinast á þessu augnabliki í sögunni. Þegar ég hélt áfram að horfa, tók ég eftir dagsetningu sem var skrifuð þar sem línurnar sameinuðust—dagsetningin var 2006. Ég sagði: „Drottinn, hvað er þetta?“ Svarið var: „Þetta ár er tími örlagasamruna.“ Ég vaknaði með sterka tilfinningu um nærveru Drottins.

Meðan ég hugleiddi þennan draum, fór ég að átta mig á að þetta var ekki bara draumur—ég var að sjá atburð sem hafði verið skipulagður áður en heimurinn var skapaður, tímalínu sem hafði verið fyrirfram ákveðin fyrir þessa kynslóð.

Útvalinn kynslóð

Fyrra Pétursbréf 2:9

En þér eruð útvalin kynslóð, konunglegt prestafélag, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þér skuluð víðfrægja dáðir hans, sem kallaði yður frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss.

Aldrei áður hefur þessi ritning verið eins mikilvæg og núna. Öll sköpunin hefur beðið eftir þessari kynslóð kristinna manna. Við erum farin að sjá fullkomnun þúsunda ára spádómsörlaga verða að veruleika fyrir eigin augum.

Efesusbréfið 1:4

Áður en heimurinn var grundvallaður hefur hann útvalið oss í Kristi, til þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir honum. Í kærleika sínum -5- ákvað hann fyrirfram að veita oss sonarrétt í Jesú Kristi. Sá var vilji hans og velþóknun

Orðið „synir“ hér er dregið af gríska orðinu huiothesia (5206), sem merkir fullþroskaðir synir, ekki aðeins börn.

Rómverjabréfið 8:22

Vér vitum, að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingarhríðir allt til þessa. -23- En ekki einungis hún, heldur og vér, sem höfum frumgróða andans, jafnvel vér stynjum með sjálfum oss meðan vér bíðum þess, að Guð gefi oss barnarétt og endurleysi líkami vora.

Þetta var sýnt þegar Jesús umbreyttist á fjallinu, Hann gekk sem nýr maður, af öðru eðli, fyrsti af mörgum sem myndu feta sömu leið í líkingu og mynd Hans, þeir sem myndu raunverulega ganga sem synir Guðs. Þegar við höldum áfram að sækjast eftir öllu því sem Guð hefur fyrir okkur, þegar við leggjum okkur fram við að verða kærleikur, hreinleiki og heilagleiki, mun ný tegund fólks koma fram á jörðinni, eins og Jesús.

Kólossubréfið 1:14-19

Í honum eigum vér endurlausnina, fyrirgefningu synda vorra. -15- Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumburður allrar sköpunar.  16- Enda var allt skapað í honum í himnunum og á jörðinni, hið sýnilega og hið ósýnilega, hásæti og herradómar, tignir og völd. Allt er skapað fyrir hann og til hans. -17- Hann er fyrri en allt, og allt á tilveru sína í honum. -18- Og hann er höfuð líkamans, kirkjunnar, hann sem er upphafið, frumburðurinn frá hinum dauðu. Þannig skyldi hann verða fremstur í öllu. -19- Því að í honum þóknaðist Guði að láta alla fyllingu sína búa

Rómverjabréfið 8:29-30

Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra. -30- Þá sem hann fyrirhugaði, þá hefur hann og kallað, og þá sem hann kallaði, hefur hann og réttlætt, en þá sem hann réttlætti, hefur hann einnig vegsamlega gjört.

Jesús var fyrsti af mörgum sem myndu birtast í mynd og líkingu Guðs

Kólossubréfið 2:9-10

Því að í honum býr öll fylling guðdómsins líkamlega. -10- Og í honum, sem er höfuð hvers konar tignar og valds, hafið þér öðlast hlutdeild í þessari fyllingu.

Efesusbréfið 3:17

Til þess að Kristur megi fyrir trúna búa í hjörtum yðar og þér verða rótfestir og grundvallaðir í kærleika. (Að vera grundvallaður í kærleika þýðir að umbreytast í kærleiku)

Orðið „grundvallaðir“ hér er dregið af gríska orðinu themelioo (2311), sem merkir grunnstoð lífs okkar, hina undirliggjandi hvöt.

Efesusbréfið 3:18-19

Þá fáið þér ásamt öllum heilögum skilið, hve kærleikur Krists er víður og langur, hár og djúpur, og komist að raun um hann, -19- sem gnæfir yfir alla þekkingu, og náið að fyllast allri Guðs fyllingu.

Sköpunin bíður þess að þetta fólk komi fram og þegar það gerist, mun sköpunin samverka með þeim og vera undirgefin þeim. Opinberunarbókin lýsir tveimur vitnum sem eru einnig mynd af her Drottins á hinum síðustu tímum; hlustaðu á það sem Biblían segir um þá.

Opinberunarbókin 11:3-6

Vottana mína tvo mun ég láta flytja spádómsorð í eitt þúsund tvö hundruð og sextíu daga, sekkjum klædda. -4- Þetta eru olíuviðirnir tveir og ljósastikurnar tvær, sem standa frammi fyrir Drottni jarðarinnar. -5- Og ef einhver vill granda þeim, gengur eldur út úr munni þeirra og eyðir óvinum þeirra. Ef einhver skyldi vilja granda þeim, skal hann með sama hætti deyddur verða. -6- Þeir hafa vald til að loka himninum, til þess að eigi rigni um spádómsdaga þeirra. Og þeir hafa vald yfir vötnunum, að breyta þeim í blóð og slá jörðina með hvers kyns plágu, svo oft sem þeir vilja.

Við lifum á tímum þar sem örlagasamruni á sér stað. Þetta ár erum við farin að sjá samruna, sameiningarstaðinn og upphaf þess að spádómleg orð um líf okkar rætist. Í draumnum sá ég litla þræðir eða minni línur sem tengdust stærri línum, þær höfðu uppruna sinn í tíma, okkar tíma og voru spádómleg orð sem höfðu verið töluð yfir líf okkar á undanförnum árum. Þessar línur voru að tengjast hinum stærri tilgangi sem okkur var gefinn fyrir grunnvöll heimsins.

Margir hafa fengið Guðs orð talað yfir líf sitt, orð sem enn hafa ekki ræst. Nú er tíminn þar sem öll þessi orð eru að sameinast, tíminn er kominn, hinn fyrirfram ákveðni tími er hér. Við verðum að rísa upp og sækja fram af öllu hjarta svo örlög okkar megi rætast.

Sálmarnir 102:14

Þú munt rísa upp til þess að miskunna Síon, því að tími er kominn til þess að líkna henni, já, stundin er komin.

Fyrsta Mósebók 21:2

Og Sara varð þunguð og fæddi Abraham son í elli hans, um þær mundir, sem Guð hafði sagt honum.

Síðara Tímóteusarbréf 1:9

Hann hefur frelsað oss og kallað heilagri köllun, ekki eftir verkum vorum, heldur eftir eigin ákvörðun og náð, sem oss var gefin fyrir Krist Jesú frá eilífum tímum,

Tíminn býður ekki eftir neinum

Jesaja 55:6

Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann, meðan hann er nálægur!

Hebreabréfið 3:19

Vér sjáum, að sakir vantrúar fengu þeir eigi gengið inn.

Hebreabréfið 4:1

Fyrirheitið um það að ganga inn til hvíldar hans stendur enn, vörumst því að nokkur yðar verði til þess að dragast aftur úr.

Guð blessi þig!

SOTK – Það voru tvö tré í garðinum 4.hluti

SOTK – Það voru tvö tré í garðinum 4.hluti

Fyrsta Mósebók 3:24

Og hann rak manninn burt og setti kerúbana fyrir austan Edengarð og loga hins sveipanda sverðs til að geyma vegarins að lífsins tré.

Þegar Adam féll var hann rekinn úr Edensgarði og tveir kerúbar vörðu innganginn og lokuðu þannig fyrir alla von um endurkomu til Edens. Aðgangur að lífsins tré var nú bannaður. Það er áhugavert að þessir kerúbar, sem vörðu lífsins tré, voru einnig yfir náðarstólnum ofan á sáttmálaskránni og vörðu nærveru Guðs.

Önnur Mósebók 25:18 & 22

-18- Og þú skalt gjöra tvo kerúba af gulli, af drifnu smíði skalt þú gjöra þá á hvorum tveggja loksendanum.

-22- Og þar vil ég eiga samfundi við þig og birta þér ofan af arkarlokinu millum beggja kerúbanna, sem standa á sáttmálsörkinni, allt það, er ég býð þér að flytja Ísraelsmönnum.

Kerúbar tengjast nærveru og dýrð Guðs

Biblían lýsir ekki hlutverki kerúbanna í miklum smáatriðum, en við vitum þó að þeir voru tengdir komu og brottför dýrðar Guðs. Þegar Ísrael syndgaði, hóf dýrð og nærvera Drottins að hverfa frá þjóðinni. Við sjáum að þegar dýrð og nærvera Drottins yfirgaf Ísrael, þá fór hún með kerúbunum.

Hér sjáum við dýrðina lyftast frá musterinu

Esekíel 10:3-4

En kerúbarnir stóðu hægra megin við musterið, þegar maðurinn gekk inn, og fyllti skýið innra forgarðinn. -4- En dýrð Drottins hóf sig frá kerúbunum yfir á þröskuld musterisins. Varð musterið þá fullt af skýmekki, en forgarðurinn fylltist ljóma af dýrð Drottins.

Hér sjáum við dýrðina lyftast frá borginni

Esekíel 11:22-23

Nú hófu kerúbarnir vængi sína og hjólin færðust til samtímis þeim, en dýrð Ísraels Guðs var uppi yfir þeim. -23- Og dýrð Drottins hóf sig upp frá borginni og staðnæmdist á fjallinu, sem er fyrir austan borgina.

Þessir kerúbar tengdust dýrð Guðs, og þegar þeir hreyfðust, hreyfðist dýrðin með þeim. Þegar dýrðin sneri loks aftur til Ísraels, kom hún á sama hátt (Esekíel 43:3–4).

Þessir kerúbar eru verndarar nærveru Guðs og munu einnig taka þátt í andlegri orustu ef eitthvað ógnar nærveru Guðs utan vilja hans.

Til að komast að lífsins tré verður maður að komast framhjá kerúbunum

Þar sem kerúbarnir tákna nærveru Guðs, er aðeins hægt að nálgast lífsins tré (JESÚ) í gegnum opinbera nærveru Guðs. Það er aðeins þegar við erum meðvituð um nærveru hans að við getum raunverulega átt samfélag við Jesú.

Þessir kerúbar voru yfir náðarstólnum, og það er aðeins fyrir miskunn Guðs sem við getum komið til hans, gengið með honum og kynnst honum. Náðarsætið huldi sáttmálaskrána, nærveru Guðs og það er aðeins þegar við treystum miskunn hans að við höfum aðgang að nærveru hans. Að reiða sig á miskunn Guðs er að koma til hans í djúpstæðri auðmýkt; án hennar getum við hvorki séð né þekkt Guð.

Matteusarguðspjall 5:5

Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa.

Adam erfði jörðina, hún var gefin honum af Guði, en Adam gaf hana í hendur Satan með synd sinni. Það er aðeins þegar við komum að lífsins tré með hreint hjarta og raunverulega auðmýkt að aðgangur er aftur veittur að paradís á þessari jörð og að lífsins tré.
Í Edensgarði gátu Adam og Eva séð Guð og gengið með honum, en þetta tapaðist þegar þau voru rekin úr garðinum og síðan þá hefur maðurinn stöðugt reynt að finna Eden á ný. En það finnst ekki í gegnum tréð um þekkingu góðs og ills, heldur í gegnum lífsins tré og aðgangurinn fæst aðeins með sannri auðmýkt.

Auðmýkt má lýsa sem algjöru trausti á Guði fyrir öllu lífi okkar

Hvar sem þessar undursamlegu verur sjá sanna auðmýkt, er veittur aðgangur að lífsins tré. Í andlega heiminum er auðmýkt séð sem yfirhula eða klæði sem jafnvel englar viðurkenna og virða. Hún sést sem merki mikillar virðingar og stöðu í andaheiminum.

Þessi auðmýkt eða fullkomið traust á Guði gefur okkur rétt til inngöngu að lífsins tré.

Orðskviðirnir 29:23

Hroki mannsins lægir hann, en hinn lítilláti mun virðing hljóta.

Jesaja 57:15

Já, svo segir hinn hái og háleiti, hann sem ríkir eilíflega og heitir Heilagur: Ég bý á háum og helgum stað, en einnig hjá þeim, sem hafa sundurkraminn og auðmjúkan anda, til þess að lífga anda hinna lítillátu og til þess að lífga hjörtu hinna sundurkrömdu.

Jakobsbréfið 4:6

En því meiri er náðin, sem hann gefur. Þess vegna segir ritningin: Guð stendur í gegn dramblátum, en auðmjúkum veitir hann náð.

Það er tími nú sem aldrei fyrr, fyrir þetta tré að blómstra að fullu á jörðinni svo þjóðirnar megi hljóta lækningu

Opinberunarbókin 2:7

Hver sem eyra hefur, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum. Þeim er sigrar, honum mun ég gefa að eta af lífsins tré, sem er í Paradís Guðs.

Ávöxturinn af tré lífsins er SKILYRÐISLAUS KÆRLEIKUR

Opinberunarbókin 22:2

Á miðju stræti borgarinnar, beggja vegna móðunnar, var lífsins tré, sem ber tólf sinnum ávöxt. Á mánuði hverjum gefur það ávöxt sinn, og blöð trésins eru til lækningar þjóðunum.

Þetta er tréð sem Jesús talaði um í Jóhannesarguðspjalli, 15. kafla.

Jóhannesarguðspjall 15:5 & 4

-5- Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.

-4- Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér.

Við höfum þau forréttindi að fá að verða grein á þessu tré, til lækningar fyrir þjóðirnar

Eina leiðin til að bera ávöxt er að vera í honum (Lífsins tré).

Jóhannesarguðspjall 15:10

Ef þér haldið boðorð mín, verðið þér stöðugir í elsku minni, eins og ég hef haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans.

Guð blessi þig!

SOTK – Það voru tvö tré í garðinum 3.hluti

SOTK – Það voru tvö tré í garðinum 3.hluti

Andrew Murray, mikill predikari og Guðs maður var spurður í miðri vakningu: “Hver er mikilvægasta þörfin hjá okkur kristnum?”
Svar hans var einfalt og afgerandi: ALGJÖR UPPGJÖF

Hvað þýðir það?

Það sem hann var í raun segja var þetta: Sál kristins manns þarf lúta anda hans. Flestir kristnir lifa trúarlífi sínu þar sem sálin, hugurinn, tilfinningaranar og viljinn er við stjórnvölinn. Þeir gera það sem þeim finnst (tilfinningar) vera rétt, þeir fylgja því sem rökhugsunin segir (hugurinn), og vilji þeirra verður þræli tilfinninga og skynsemi.

Rómverjabréfið 8:6

Hyggja holdsins er dauði, en hyggja andans líf og friður.

Flestir kristnir eru undir stjórn náttúrulegrar hugsunar sinnar og tilfinninga. Þeir lifa eftir þessum öflugu hvötum sem móta lífsstíl þeirra.

Sundurmarið hjarta er lykillinn persónulegri vakningu

Við viljum gera hlutina á okkar hátt, en Guð kallar okkur til algjörrar undirgefni við vilja sinn. Lífstréð í Edensgarðinum táknaði Jesú og við eigum lifa af lífi hans, með huga hans og tilfinningum hans. Aðeins Hans líf, tilfinningar og vilji eiga birtast í gegnum sál sem hefur gefist fullkomlega Honum.

Þegar við komum á þann stað við getum hvorki treyst tilfinningum okkar, huga okkar eigin getu og þegar við skiljum við getum ekki lifað rétt nema í Honum, þá kemur brot í sálina sem leyfir anda Drottins brjótast fram. Sál okkar þarf verða þjónn anda okkar, sem er stöðugt tengdur Drottni.

Fyrra Korintubréf 6:17

En sá er samlagar sig Drottni er einn andi ásamt honum.

Við verðum afhenda stjórnina til anda okkar sem er í einingu við Guð. Réttri röð er komið á þegar andinn hefur forystu, síðan sálin og loks líkaminn. Þegar þessi röð hefur náð festu í lífi okkar, þá göngum við inn í raunverulegt andlegt líf, verðum andlegir menn og konur.

Við þurfum læra að beygja okkur fyrir andanum

Í miðri krísu, bíðið. Látið ekki tilfinningarnar stjórna og yfirtaka ykkur. Lærið hvíla í Guði, þegja og leyfa andanum stíga fram. Látið ekki holdlegan huga taka yfir, bíðið, snúið ykkur Drottni sem býr í ykkur. Finnið nærveru hans, leyfið honum tala og fylgið síðan leiðsögn hans.

Galatabréfið 5:16

En ég segi: Lifið í andanum, og þá fullnægið þér alls ekki girnd holdsins.

Þegar kemur ákvörðunum sem þú þarft taka leyfðu ekki tilfinningunum stjórna. Segðu sál þinni hafa hljótt. Náttúrulegur hugur þinn mun reyna segja þér hvað þú eigir gera. Notaðu viljann til hindra tilfinningarnar leiði þig, segðu NEI við sálina. Bíddu. hafðu hljótt. Hvíldu í Guði. Snúðu þér Drottni, finndu nærveru hans og leyfðu honum koma fram í anda þínum.

Flestir kristnir velja lífsförunauta sína út frá tilfinningum, þeir „verða ástfangnir“ í tilfinningalegu viðbragði. En ef valið byggist eingöngu á tilfinningum og þú „fellur“ fyrir einhverjum, þá getur þú líka auðveldlega „fallið frá“ þeirri ást. Ástin byrjar sem ákvörðun og tilfinningarnar fylgja síðan á eftir.

Guð getur sýnt þér hver lífsförunauti þinn er en það byggir ekki á þrá þinni eða hugsun, heldur á því þekkja vilja Guðs. Þú kemst á þann stað þegar tilfinningar þínar og hugsanir hafa róast og þú átt samfélag við Guð þar sem þú vilt einungis vera viss um að þekkja vilja hans.

Vertu kyrr og heyrðu

Konur farið ekki til einhvers manns og segið: „Guð hefur sýnt mér þú sért lífsförunautur minn.“ Þið munuð hræða hann frá ykkur! Guð vakti athygli Adams á Evu og hann sagði: „Þetta er gott.“ En við þurfum sjálf vera í réttri stöðu, í stjórn á eigin sál.

Við höfum ekki raunverulega opinberun um skilyrðislausan kærleika Guðs til okkar, þess vegna óttumst við hlutirnir muni ekki ganga upp. En ef ég legg niður allar metnaðarvonir, langanir og það sem ég vil, get ég þá treyst Guði til gera það sem rétt er fyrir mig?

Tilfinningin ótti heldur okkur frá Guði

Fyrra Jóhannesarbréf 4:18

Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann. Því að óttinn felur í sér hegningu, en sá sem óttast er ekki fullkominn í elskunni.

Ef við skiljum fullkominn kærleika Guðs til okkar þá munum við aldrei óttast framar. Páll postuli var reiðubúinn, hvenær sem væri, leggja niður líf sitt. Hann óttaðist hvorki dauðann yfirgefa þennan heim. 

Filippibréfið 1:21

Því að lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur.

Ótti var ekki hluti af lífi Hans.

Getur þú treyst Guði fyrir lífi þínu? Algjör undirgefni er forsenda þess ganga í andanum með Drottni. Ef við sem kristnir menn lifum lífi sem er aðskilið frá Drottni, lífi sem við höfum sjálf í fastri stjórn, þá glötum við tilgangi og ástæðu tilveru okkar, vera sameinuð Drottni, sem er tré lífsins.

Hugur Drottins er tré lífsins.

Vilji Drottins er tré lífsins.

Tilfinningar Drottins eru tré lífsins.

Tilfinningar Hans og/eða kærleikur gefur okkur kraft. Vilji Hans gefur okkur öryggi. Hugur Hans vekur okkur til lífs. Þegar við göngum í einingu við Hann, þá fyrst göngum við inn í hið raunverulega líf sem Guð ætlaði okkur.

Jóhannesarguðspjall 5:40

en þér viljið ekki koma til mín og öðlast lífið.

Orðskviðirnir 3:13, 17-18, 22-25

-13- Sæll er sá maður, sem öðlast hefir speki, sá maður, sem hyggindi hlotnast.

-17- Vegir hennar eru yndislegir vegir og allar götur hennar velgengni. -18- Hún er lífstré þeim, sem grípa hana, og sæll er hver sá, er heldur fast í hana.

-22- þá munu þær verða líf sálu þinni og prýði fyrir háls þinn. -23- Þá muntu ganga óhultur veg þinn og eigi drepa við fæti. -24- Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú, mun svefninn verða vær. -25- Þú þarft ekki að óttast skyndilega hræðslu, né eyðilegging hinna óguðlegu, þegar hún dynur yfir.

Ef við höldum boðorð hans, mun Hann dvelja í okkur. En hver eru boðorð Hans? Einfaldlega boðorð kærleikans.

Jóhannesarguðspjall 15:12

Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður.

Ef við erum í Honum, þá verður kærleikur hans í oss, og við göngum með Honum í andanum, stöðugt nærð og styrkt af tré lífsins.

Opinberunarbókin 22:14

Sælir eru þeir, sem þvo skikkjur sínar (fylgja boðorðum Hans – KJV). Þeir fá aðgang að lífsins tré og mega ganga um hliðin inn í borgina.

Guð blessi þig!

SOTK – Það voru tvö tré í garðinum 2.hluti

SOTK – Það voru tvö tré í garðinum 2.hluti

Fyrsta Mósebók 2:9

Og Drottinn Guð lét upp vaxa af jörðinni alls konar tré, sem voru girnileg á að líta og góð að eta af, og lífsins tré í miðjum aldingarðinum og skilningstréð góðs og ills.

Við höfum séð að sem kristnir einstaklingar höfum við tvær leiðir, tvo möguleika til að lifa. Við lifum annað hvort af tré lífsins eða af skilningstré góðs og ills,  þetta ákvarðar og skilgreinir hvers konar kristnir einstaklingar við erum, sálarlegir eða andlegir. Strax frá upphafi setti Guð fram tvær leiðir fyrir mannkynið til að lifa – önnur leiðin leiddi til lífs, hin til dauða.

Tvær leiðir til að lifa

Við getum annað hvort lifað eftir sálu okkar, óháð Guði, eða eftir anda okkar, tengdum Guði.
Sjálfstæði hefur alltaf verið kjarninn í málinu, og öll verk Guðs í lífi okkar miða að því markmiði að færa okkur aftur í algjöra háðstöðu við Drottin. Þetta samband er skýrt skilgreint af Jesú í Jóhannesarguðspjalli, 15. kafla.

Jóhannesarguðspjall 15:1-5

Ég er hinn sanni vínviður, og faðir minn er vínyrkinn. -2- Hverja þá grein á mér, sem ber ekki ávöxt, sníður hann af, og hverja þá, sem ávöxt ber, hreinsar hann, svo að hún beri meiri ávöxt. -3- Þér eruð þegar hreinir vegna orðsins, sem ég hef talað til yðar. -4- Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér. -5- Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.

Vegna sterkrar, fallinnar, sjálfstæðisþrár okkar getur verið erfitt að læra að dvelja eða lifa í Jesú, það krefst dauða sjálfstæðisins, dauða sem við streitumst hart oft  gegn. Ef við beygjum okkur ekki undir vald Jesú höfum við í raun ekkert raunverulegt vald, enga raunverulega undirstöðu til að lifa af lífi annars og nýta þá eiginleika og það líf sem við eigum í Drottni.

Jesús okkar fyrirmynd

Jesús gerði það mjög skýrt að Hann lifði lífi sínu í algjörri háðstöðu við Föður sinn.

Filippusarbréf 2:6

Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur.

Jóhannesarguðspjall 5:30

Ég megna eigi að gjöra neitt af sjálfum mér. Ég dæmi samkvæmt því, sem ég heyri, og dómur minn er réttvís, því að ég leita ekki míns vilja, heldur vilja þess, sem sendi mig.

Þegar Jesús var sakaður um að hafa gert kraftaverk á hvíldardegi var vörnin hans einfaldlega sú að segja: Ég gerði það ekki.

Jóhannesarguðspjall 5:19-20

Þessu svaraði Jesús og sagði við þá: Sannlega, sannlega segi ég yður: Ekkert getur sonurinn gjört af sjálfum sér, nema það sem hann sér föðurinn gjöra. Því hvað sem hann gjörir, það gjörir sonurinn einnig. -20- Faðirinn elskar soninn og sýnir honum allt, sem hann gjörir sjálfur. Hann mun sýna honum meiri verk en þessi, svo að þér verðið furðu lostnir.

Við sjáum hér hvernig Jesús gerði aldrei neitt óháður Föður sínum. Hann sagði að Hann gerði aðeins það sem Hann sá Guð, Föður sinn, gera. Með öðrum orðum, ef einhverjir áttu í vandræðum með þetta, þurftu þeir að taka það upp við Guð, því það var Hann sem hóf verkið.

Hvaða hlutverk hefur sál okkar í lífi okkar?

Hugur okkar, tilfinningar og vilji eru ætlaðir til að vera þjónar anda okkar, en ekki að leiða né hefja neitt að sjálfu sér. Þegar við tölum um að deyja sjálfinu, erum við að tala um að deyða sjálfstæði sálarinnar. Sál okkar vill stjórna lífi okkar og mun gera það ef við leyfum því. Náttúrulegi hugurinn mun ekki skila réttri niðurstöðu, hann starfar samkvæmt eigin dagskrá sem byggist á sjálfstæði og sjálfsbjargarviðleitni.

Lúkasarguðspjall 17:33

Sá sem vill sjá lífi sínu borgið, mun týna því, en sá sem týnir því, mun öðlast líf.

Matteusarguðspjall 16:25-26

Því að hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, og hver sem týnir lífi sínu mín vegna, mun finna það. -26- Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?

Sálin er til þess að tjá vilja og líf Jesú í anda okkar. Við erum hvött til að dvelja í Drottni Jesú, en hvað þýðir það?

Jóhannesarguðspjall 15:4 & 7

-4- Verið í mér, þá verð ég í yður. Eins og greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér, nema hún sé á vínviðnum, eins getið þér ekki heldur borið ávöxt, nema þér séuð í mér.

-7- Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið, og yður mun veitast það.

Hvað þýðir að DVELJA Í JESÚ og hvernig gerum við það?

Jesús sagði: „Ef þér varðveitið boðorð mín, munuð þér dvelja í mér.“ Hvaða boðorð? Átti Jesús virkilega við öll boðorðin? Átti Hann við öll þau boðorð sem Hann hafði gefið, eða var Hann að tala um boðorðin tíu?

Hvað var Jesús í raun að segja hér?

Jesús var ekki að tala um að halda lögmálið, Hann var að tala um nýja og lifandi leið, leið sem sprottin var af hvötum, ekki af reglusetningum. Þetta var leið sem átti rætur sínar í áformum hjartans, ekki í safni reglna.

Jóhannesarguðspjall 15:12

Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður.

Þetta var skrifað í samhengi við það að dvelja í Kristi. Í Jóhannesarguðspjalli 15:4–5 setti Jesús málið fram á mjög einfaldan hátt og sagði: Ef þér elskið, munuð þér dvelja í mér.

Jóhannesarguðspjall 15:14

Þér eruð vinir mínir, ef þér gjörið það, sem ég býð yður.

Sambandið sem Jesús þráir að eiga við okkur snýst um samrýmanleika, ef við verðum að kærleika, verðum við samrýmanleg Jesú, sem er kærleikur. Jesús var mjög skýr um það sem krafist er af okkur.

Matteusarguðspjall 22:36-40

Meistari, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu? -37- Hann svaraði honum: Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. -38- Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. -39- Annað er þessu líkt: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. -40- Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.

Til þess að dvelja í Drottni verðum við að dvelja í kærleika ávallt. Farið þið út úr kærleikanum, farið þið út úr Guði – svo einfalt er það.

Hins vegar vill sálin ekki gera þetta, hún vill ráða sjálf, velja hvern, hvað og hvernig hún elskar – fyrst og fremst sjálfa sig.

Vandamálið er að ef við elskum eigið líf, munum við missa það.

Sá kærleikur sem Guð krefst af okkur er Hans eigin tegund af kærleika, kærleikur sem leggur líf sitt niður fyrir aðra.

Guð er kærleikur, sérhver hvöt í hjarta Hans á rætur sínar í kærleika, því það er hver Hann er. Öll verk Hans spretta af kærleika – jafnvel í dómi sínum gerir Guð það sem er mest kærleiksríkt mögulegt.

Þegar við dveljum og lifum í slíkum kærleika, lifum við í Guði, og þá biðjum við og það verður gjört – því það er Guð sem biður í hjarta okkar, þar sem við höfum orðið eitt með Honum.

Öll önnur leið til að lifa kemur frá skilningstré góðs og ills og leiðir til dauða. Tré lífsins, það að dvelja í Jesú, leiðir til dýrlegasta og fyllingarríkasta lífs sem hægt er að ímynda sér.

Guð blessi þig!

SOTK – Það voru tvö tré í garðinum 1.hluti

SOTK – Það voru tvö tré í garðinum 1.hluti

Fyrsta Mósebók 2:9

Og Drottinn Guð lét upp vaxa af jörðinni alls konar tré, sem voru girnileg á að líta og góð að eta af, og lífsins tré í miðjum aldingarðinum og skilningstréð góðs og ills.

Þessi einfalda yfirlýsing leggur grunninn að því hvernig lífi við munum lifa og þar af leiðandi hvernig manneskjur við erum. Frá upphafi setti Guð fram tvær leiðir sem mannkynið gæti farið, þegar dagrenning tímans rann upp sagði Guð að tvö tré væru í garðinum. Þessi yfirlýsing lagði grundvöll allra framtíðarkenninga og skilnings á því hvernig Guð ætlaðist til að maðurinn lifði í þessum heimi. Vegna þessa er algjörlega nauðsynlegt að við skiljum hvað Guð var að segja varðandi þessi tvö tré.

Guð setti ekki skilningstréð utan seilingar eingöngu til að prófa Adam og Evu. Hann bannaði að eta af því vegna þess að það var banvænt eitur. Guð sagði ekki: ef þú etur af þessu tré mun ég refsa þér eða drepa þig; Hann sagði: „á þeim degi sem þú etur af því skaltu vissulega deyja.“ Satan á rót valds síns frá þessu tré, sem varð hin mikla aðskilnaðarlína milli tveggja tegunda fólks á jörðinni.

Tvö ættartré

Skilningstréð góðs og ills og lífsins tré tákna tvær ættarlínur á jörðinni, tvö sæði og tvær ólíkar og andstæðar ætternislínur. Eftir fallið sagði Guð þetta:

Fyrsta Mósebók 3:15

Og fjandskap vil ég setja milli þín og konunnar, milli þíns sæðis og hennar sæðis. Það skal merja höfuð þitt, og þú skalt merja hæl þess.

Nú voru tvö sæði á jörðinni, tvær ólíkar og gagnstæðar tegundir lífs og átök höfðu hafist á milli þessara tveggja sæða sem myndu vara allt til enda. Tvö ríki voru nú í stríði hvert við annað, baráttan milli ljóss og myrkurs á þessari jörð var hafin og lögmál var sett – lögmál syndarinnar.

Fyrra Korintubréf 15:56

En syndin er broddur dauðans og lögmálið afl syndarinnar.

Á þeim degi sem þú etur af þessu tré munt þú deyja.

Mannleg þekking á því hvað er gott og hvað er illt hefur leitt af sér hina hrikalegustu illsku. Þessi mannhyggja fæðir af sér hinar undarlegustu röksemdafærslur — bjargið hvalnum en drepið barnið. Flestir í svokallaðri grænni hreyfingu berjast fyrir að bjarga dýrum á meðan þeir styðja dráp barna í móðurlífi. Samkynhneigð er afurð þessa illa trés mannlegrar þekkingar, þaðan sem Satan dregur vald sitt á jörðinni.

Guð er ekki valdasjúkur einræðisherra sem býr til lögmál til að stjórna okkur, lögmál Guðs eru góð og hrein.

Sálmarnir 19:8-11

Lögmál Drottins er lýtalaust, hressir sálina, vitnisburður Drottins er áreiðanlegur, gjörir hinn fávísa vitran. -9- Fyrirmæli Drottins eru rétt, gleðja hjartað. Boðorð Drottins eru skír, hýrga augun. -10- Ótti Drottins er hreinn, varir að eilífu. Ákvæði Drottins eru sannleikur, eru öll réttlát. -11- Þau eru dýrmætari heldur en gull, já, gnóttir af skíru gulli, og sætari en hunang, já, hunangsseimur. -12- Þjónn þinn varðveitir þau kostgæfilega, að halda þau hefir mikil laun í för með sér.

Lögmál syndarinnar, óhlýðni við lögmál Guðs er synd og dauði. Á þeim degi sem þú etur af því tré muntu deyja.

Hvort tré táknaði annað hvort uppsprettu lífs eða dauða

Eftir Fyrri heimsstyrjöldina sögðu heimspekingarnir: „Við megum aldrei leyfa þessu að gerast aftur.“ Þeir breiddu út þá hugmynd að mannleg uppljómun í gegnum menntun myndi smám saman leiða til siðmenntaðs heims. Eftir Síðari heimsstyrjöldina og hrylling Helfararinnar hljómaði aftur hið sama kall: við verðum að mennta og skapa siðmenntað samfélag. Menntastofnanir heimsins í dag halda enn fast í þessa sömu banvænu heimspeki mannúðar og sjálfsbætingar, án þess að lúta lögmáli lífsins tré. Frá því að maðurinn var rekin úr Paradís hefur hann reynt að skapa sína eigin paradís í þessum heimi án Guðs og í staðinn hefur hann breytt jörðinni í helvíti. Við lifum enn í heimi þar sem ótrúleg eyðilegging og blóðbað ríkir. Einungis lögmál andans, lögmál lífsins, getur frelsað mannkynið og gert því kleift að byggja nýjan heim friðar og öryggis.

Ljósið sigrar alltaf myrkrið, kærleikurinn sigrar hið illa og Jesús er að koma aftur til að reisa ríki sitt á þessari jörð, sem mun skína sem vitnisburður í þúsund ár gegn heimsku mannhyggjunnar.

Rómverjabréfið 8:2

Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.

Tvær ættarlínur birtast á jörðinni

Fyrsta Mósebók 4:2-5

Og hún fæddi annað sinn, bróður hans, Abel. Abel varð hjarðmaður, en Kain jarðyrkjumaður. -3- Og er fram liðu stundir, færði Kain Drottni fórn af ávexti jarðarinnar. -4- En Abel færði einnig fórn af frumburðum hjarðar sinnar og af feiti þeirra. -5- Og Drottinn leit með velþóknun til Abels og fórnar hans, en til Kains og fórnar hans leit hann ekki með velþóknun. Þá reiddist Kain ákaflega og varð niðurlútur.

Vafalaust höfðu Adam og Eva talað aftur og aftur við börn sín um blóðfórnina, blóðfórnina sem var færð til að hylja synd þeirra í Paradís, en samt skildi Kain ekki þetta lögmál lífsins eða fór framhjá því visvítandi.

Þessar ritningar gefa okkur skýra mynd af hinum tveimur leiðum, hinum tveimur trjám. Abel færði lamb sem fórn, Kain færði afurðir jarðarinnar, önnur var blóðfórn, hinn var jarðyrkjumaður sem færði jarðneska fórn. Einkenni ætternis Kains hafa alltaf verið þau sömu, jarðbundin hugsun. Hér hófst baráttan, línurnar voru dregnar, hinar tvær leiðir skilgreindar á jörðinni; hinn náttúrulegi maður hefur aldrei skilið vegi Guðs, lífsins tré.

Fyrsta Mósebók 4:6-7

Þá mælti Drottinn til Kains: Hví reiðist þú, og hví ert þú niðurlútur? -7- Er því ekki þannig farið: Ef þú gjörir rétt, þá getur þú verið upplitsdjarfur, en ef þú gjörir ekki rétt, þá liggur syndin við dyrnar og hefir hug á þér, en þú átt að drottna yfir henni?

Fyrra Korintubréf 2:14

Maðurinn án anda veitir ekki viðtöku því, sem Guðs anda er, því að honum er það heimska og hann getur ekki skilið það, af því að það dæmist andlega.

Jóhannesarguðspjall 3:3

Jesús svaraði honum: Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju.

Afleiðingar vegar Kains, sem hófst við að eta af skilningstrénu góðs og ills, komu skýrt í ljós aðeins sjö kynslóðum síðar.

Fyrsta Mósebók 6:5-7

Er Drottinn sá, að illska mannsins var mikil á jörðinni og að allar hugrenningar hjarta hans voru ekki annað en illska alla daga, -6- þá iðraðist Drottinn þess, að hann hafði skapað mennina á jörðinni, og honum sárnaði það í hjarta sínu. -7- Og Drottinn sagði: Ég vil afmá af jörðinni mennina, sem ég skapaði, bæði mennina, fénaðinn, skriðkvikindin og fugla loftsins, því að mig iðrar, að ég hefi skapað þau.

Babel var tilraun til að lifa án Guðs og að snúa við Honum baki og þessi andi er að ná hámarki sínu í dag. Fyrir þá sem sjá út fyrir hið náttúrulega eru átökin í Írak (Babýlon) í dag mynd af þessum langvarandi átökum sem ná hámarki sínu á okkar tímum. Baráttan stendur enn yfir í dag, tvær ættarlínur í stríði til dauða og það getur aðeins orðið einn endir.

Opinberunarbókin 18:2-5

Og hann hrópaði með sterkri röddu og sagði: Fallin er, fallin er Babýlon hin mikla og orðin að djöfla heimkynni og fangelsi alls konar óhreinna anda og fangelsi alls konar óhreinna og viðbjóðslegra fugla. -3- Því að hún hefur byrlað öllum þjóðum af reiði-víni saurlifnaðar síns, og konungar jarðarinnar drýgðu saurlifnað með henni og kaupmenn jarðarinnar auðguðust af gnóttum munaðar hennar. -4- Og ég heyrði aðra rödd af himni, sem sagði: Gangið út, mitt fólk, út úr henni, svo að þér eigið engan hlut í syndum hennar og hreppið ekki plágur hennar. -5- Því að syndir hennar hlóðust allt upp til himins og Guð minntist ranglætis hennar.

Guð leitast við að draga Babýlon úr okkur öllum, sjálfstæðið frá Guði sem kristnir menn verða að yfirstíga, annars munum við ekki lifa af þá daga sem fram undan eru. Ég sagði ekki að þú yrðir ekki hólpinn, heldur að þú myndir ekki lifa af það sem fram undan er, þú munt ekki ljúka hlaupi þínu né ganga inn í himininn sem sannarlega sigursæll kristinn einstaklingu, tilbúinn til að ríkja með Honum.

Orðskviðirnir 14:12

Margur vegurinn virðist manninum greiðfær, en endar þó á helslóðum.

Guð blessi þig!

SOTK – Að fullna skeið okkar og þjónustu 3.hluti

SOTK – Að fullna skeið okkar og þjónustu 3.hluti

Hebreabréfið 12:1

Fyrst vér erum umkringdir slíkum fjölda votta, léttum þá af oss allri byrði og viðloðandi synd og þreytum þolgóðir skeið það, sem vér eigum framundan.

Verðlaun eru augljóslega biblíuleg meginregla, þó að Guð elski alla jafnt og kærleikur hans sé skilyrðislaus er tign, staða, virðing og titlar hluti af Guðs ríki.

Í himnaríki er auðvelt að greina stöðu einstaklings eða engils með ljómanum sem stafar frá viðkomandi – því hærri tign, því skærara ljós. Oft er þessi ljómi samofinn öðrum þætti ljóss, nefnilega eldi.

Fyrra Korintubréf 15:40-42

Til eru himneskir líkamir og jarðneskir líkamir. En vegsemd hinna himnesku er eitt og hinna jarðnesku annað. -41- Eitt er ljómi sólarinnar og annað ljómi tunglsins og annað ljómi stjarnanna, því að stjarna ber af stjörnu í ljóma. -42- Þannig er og um upprisu dauðra. Sáð er forgengilegu, en upp rís óforgengilegt.

Við þurfum einnig að kunna að meta þá staðreynd að ljóminn sem stafar frá Drottni Jesú er yfirnáttúrulega skær. Ef Hann myndi ekki draga úr honum, gæti Hann ekki birst okkur.

Verðlaun fyrir að hlaupa og ljúka keppninni

Í British Museum í London er til steintafla frá leikhúsinu í Efesus, sem sýnir bardagamann frá annarri öld eftir Krist. Áletrunin á töflunni segir: „Hann barðist í þremur bardögum og var tvisvar krýndur með sigursveig.“ Enginn vafi leikur á því að slík áletrun var Páli postula kunn og endurspeglast í skrifum hans til Tímóteusar.

Síðara Tímóteusarbréf 4:7-8

Ég hef barist góðu baráttunni, hef fullnað skeiðið, hef varðveitt trúna. -8- Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins, sem Drottinn, hinn réttláti dómari, mun gefa mér á þeim degi. Og ekki einungis mér, heldur og öllum, sem þráð hafa endurkomu hans.

Þessir sigursveigar eða verðlaun eru óforgengileg og munu aldrei hverfa.

Fyrra Korintubréf 9:25-26

Sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum, neitar sér um allt. Þeir sem keppa gjöra það til þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan. -26- Þess vegna hleyp ég ekki stefnulaust. Ég berst eins og hnefaleikamaður, sem engin vindhögg slær.

Opinberunarbókin 2:10

Kvíð þú ekki því, sem þú átt að líða. Sjá, djöfullinn mun varpa nokkrum yðar í fangelsi, til þess að yðar verði freistað, og þér munuð þrenging hafa í tíu daga. Vertu trúr allt til dauða, og ég mun gefa þér kórónu lífsins.

Í Nýja testamentinu eru nefndir fimm sigursveigar (kórónur):

  1. Sigursæll bardagamaður – Krúna réttlætisins (2. Tímóteusarbréf 4:8)
  2. Þolgóði hlauparinn (1. Korintubréf 9:25-26)
  3. Sá sem er trúr allt til dauða (Opinberunarbókin 2:10; Jakobsbréf 1:12)
  4. Óeigingjarni þjóninn (1. Þessaloníkubréf 2:19; Filippíbréf 4:1)
  5. Fyrirmynd hjarðarinnar (1. Pétursbréf 5:3-4)

Nauðsynleg viðhorfsbreyting

Hvernig við lítum á lífið og tilgang okkar hér skiptir miklu máli. Flestir kristnir lifa lífi sínu með áherslu á þetta jarðneska líf og hugsa lítið um hið eilífa líf sem fram undan er.

Jakobsbréfið 4:14

Þér vitið ekki hvernig líf yðar mun verða á morgun. Því að þér eruð gufa, sem sést um stutta stund en hverfur síðan.

Lífsleiðin þín hér á jörðu er örstutt í samanburði við eilífðina, og hvernig þú lifir lífi þínu hér mun ákveða stöðu þína og tign í komandi heimi til eilífðar.

Rómverjabréfið 8:18-19

Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinberast. -19- Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber.

Síðara Korintubréf 4:17-18

Þrenging vor er skammvinn og léttbær og aflar oss eilífrar dýrðar sem stórum yfirgnæfir allt. -18- Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft.

Síðara Korintubréf 5:1-2

Vér vitum, að þótt vor jarðneska tjaldbúð verði rifin niður, þá höfum vér hús frá Guði, eilíft hús á himnum, sem eigi er með höndum gjört. -2- Á meðan andvörpum vér og þráum að íklæðast húsi voru frá himnum.

Tími okkar hér á jörðu er prófraun, tími til að standast skilyrðin og útskrifast. Dauðinn er einfaldlega umbreyting yfir í annan heim, sem er mun raunverulegri en þessi, þar sem próf okkar verða metin og einkunnir gefnar.

Eitt af því sem englar undrast er að sjá trúa kristna menn, sem hafa ekki enn upplifað undur og dýrð himinsins – sem virðist þeim oft sem fjarlægur draumur – en gefa sig samt algjörlega og halda fast í trúna með von um þessa dýrð.

Síðara Korintubréf 4:18

Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft.

Síðara Korintubréf 5:1-2

Vér vitum, að þótt vor jarðneska tjaldbúð verði rifin niður, þá höfum vér hús frá Guði, eilíft hús á himnum, sem eigi er með höndum gjört.

Þegar þessi tími líður undir lok munum við sjá ótrúlega eyðileggingu á jörðinni, þar sem Guð upprætir skipulega allt sem er spillt til að ryðja brautina fyrir nýjan og dýrðlegan tíma – þúsundára ríki Krists.

Miklar plágur munu fara um jörðina þar til heimurinn áttar sig á að engin von er til utan Jesú. Læknar munu senda sjúklinga sína til hinnar sönnu kirkju til lækningar. Mikið myrkur mun hylja jörðina, en dýrð Drottins mun hvíla yfir Hans fólki, og milljónir munu laðast að því ljósi.

Jesaja 26:9

Af hjarta þrái ég þig á næturnar, já, með andanum í brjósti mínu skima ég eftir þér. Þegar dómar þínir birtast á jörðu, þá læra byggjendur jarðríkis réttlæti.

Páll postuli sagði við Tímóteus að góður hermaður flækir sig ekki í málefni þessa heims.

Síðara Tímóteusarbréf 2:3-5

Þú skalt og að þínu leyti illt þola, eins og góður hermaður Krists Jesú. -4- Enginn hermaður bendlar sig við atvinnustörf (affairs of this life). Þá þóknast hann ekki þeim, sem hefur tekið hann á mála. -5- Og sá sem keppir í íþróttum fær ekki sigursveiginn, nema hann keppi löglega.

Mjög fljótlega mun Drottin fara yfir prófin okkar og það sem hann leitar að er hversu mikið af Honum mun Hann finna í þér.

Önnur Mósebók 33:19

Hann svaraði: Ég vil láta allan minn ljóma (goodness) líða fram hjá þér, 

Guð er hrein góðvild, sem má þýða sem hreinn kærleikur – það er það sem Hann er, og ljósið sem birtist í og í gegnum Hann er afrakstur þessa hreina kærleika.

Fyrra Korintubréf 13:1-8

Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. -2- Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. -3- Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari. -4- Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. -5- Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. -6- Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. -7- Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. -8- Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.

Með öðrum orðum þá verðum við að leyfa náttúrulegum kærleika Jesú að verða hluti af okkur. Heimurinn mun sjá hver Jesús er í okkur, þegar við birtum Hann eins og Hann er á þessari jörð.

Jesaja 60:1-4

Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér! -2- Sjá, myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum. En yfir þér upp rennur Drottinn, og dýrð hans birtist yfir þér. -3- Þjóðirnar stefna á ljós þitt og konungar á ljómann, sem upp rennur yfir þér. -4- Hef upp augu þín og litast um: Þeir safnast allir saman og koma til þín. Synir þínir koma af fjarlægum löndum, og dætur þínar eru bornar á mjöðminni.

Guð blessi þig!