Hvítasunnan / Shavuot
Heimahópurinn 5.júní 2025
Í dag höldum við Hvítasunnudag hátíðlegan og í því tilefni tók ég upp kennslu í síðasta heimahóp þar sem ég fór yfir þá atburði sem áttu sér stað á þessum tíma bæði hjá Ísraelsmönnum tengt Torah og svo þegar Heilagur andi féll yfir lærisveinanna í Jerúsalem. Guð færði lögheimilið sitt, frá musteri byggðu með höndum og tók sér bústað í manninum, öllum þeim sem hafa tekið við Jesú Kristi og fengið að gjöf Heilagan anda. Ég fer einnig í þær aðstæður og áskoranir sem bæði Ísraelsmenn og lærisveinarnir á tímum Jesú voru að eiga við og bar það saman við okkar tíma og það sem við þurfum að sigra í dag.
Postulasagan 2:1-4
Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir. -2- Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru. -3- Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. -4- Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.
Guð blessi þig!
Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.
Hebreabréfið 10:25
Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.