Undirbúningur fyrir uppskeruna
Predikarinn 3:1
Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma.
Uppskerutími kemur þegar ávextirnir eða kornið er þroskað, þá verður að uppskera það. Ef það er ekki gert, getur uppskeran glatast.
Jeremía 8:20
Uppskeran er liðin, aldinskurðurinn á enda, en vér höfum eigi hlotið hjálp.
Ef kirkjan safnar ekki uppskerunni á réttum tíma, mun Satan gera það. Fölsk trúfélög og nýaldarhreyfingar munu nýta sér tækifærið.
Okkar fyrsta köllun er að bera ávöxt
Fyrsta Mósebók 1:28
Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni.
Kólossubréfið 1:10
svo að þér hegðið yður eins og Drottni er samboðið, honum til þóknunar á allan hátt, og fáið borið ávöxt í öllu góðu verki og vaxið að þekkingu á Guði.
Ég fæddist í ensku þorpi, umkringt korni eða hveiti, og eitt sem ég tók eftir var þetta: hveitið þurfti sólskin en enga rigningu til að þroskast. Með öðrum orðum, það þurfti þurkatíð til að undirbúa hveitið fyrir uppskeru. Undanfarin ár höfum við séð mikla andlega uppskeru í þróunarlöndum, en mjög lítið hefur gerst í hinum vestræna heimi. Hins vegar er heimurinn nú að undirbúa sig fyrir uppskeru. Í umhverfi hryðjuverka, lögleysis, óeirða og óvissu leyfir Guð aðstæður sem undirbúa jarðveginn fyrir uppskerutíma.
Sagan kirkjunnar vitnar skýrt um það að áður en andleg uppskera hefst, kviknar mikill andlegur þorsti meðal margra trúaðra
Sálmur 63:2-3
Drottinn, þú ert minn Guð, þín leita ég, sál mína þyrstir eftir þér, hold mitt þráir þig, í þurru landi, örþrota af vatnsleysi. -3- Þannig hefi ég litast um eftir þér í helgidóminum til þess að sjá veldi þitt og dýrð,
Slíkt hungur er örvað meðal margra trúaðra:
- SNEMMA VIL ÉG LEITA ÞÍN
- SÁL MÍN ÞYRSTIR EFTIR ÞÉR
- HOLD MITT ÞRÁIR ÞIG
- AÐ SJÁ KRAFT ÞINN OG DÝRÐ
Samhengi þessara ritninga er helgidómurinn, tjaldbúð Móse
- Ytra forgarðurinn táknar líkamann, holdið.
- Hið heilaga táknar sálina.
- Hið allra heilagasta táknar andann.
- Að hafa þrá leiðir okkur inn í ytri forgarðinn
- Að hungra inn í hið heilaga
- Að leita Guðs inn í hið allra helgasta
Sálmur 42:7
Eitt flóðið kallar á annað, þegar fossar þínir duna, allir boðar þínir og bylgjur ganga yfir mig.
Þegar við sjáum þrá eftir Guði, þorsta eftir honum og ástríðu fyrir uppskerunni, þá er það merki um að Guð er að undirbúa fólk fyrir verk Heilags anda. Í þessu ferli kemur hreinsun með eldi og þetta er nauðsynlegt vegna þess að „eins og framleiðir eins“. Guð vill að þú framleiðir uppskeru hreinleika í lífi nýrra trúaðra.
Grunnlögmál uppskeru er að “eins og framleiðir eins”. Eplatré framleiða eplatré. Kengúrur framleiða kengúrur. Hins vegar er ógnvekjandi staðreynd að þeir sem þú leiðir til Drottins og byggir upp í trú verða eins og þú.
Fyrsta Mósebók 1:28
Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni.
Jesús var frumburður margra sem myndu líkjast Honum
Rómverjabréfið 8:29
Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra.
Það sem þú sáir í líf einstaklings mun margfaldast. Óhagganlegt lögmál sáningar og uppskeru er eitt af grundvallarlögmálum alheimsins.
Margar vakningar hafa verið á stigi ytri forgarðsins, og ávextir þeirra samsvöruðu þeim andlega þroska. Aðrar voru á stigi hins heilaga, með samsvarandi andlegan hreinleika. Aðeins fáar vakningar hafa verið á stigi hins allra helgasta, en þetta er að breytast. Undirbúningurinn fyrir næstu uppskeru krefst mun meira; Guð setur háan mælikvarða á hjartahreinleika, hvatir og persónulega helgun. Aðeins skírn í eldi getur undirbúið okkur fyrir þessa miklu uppskeru sem er í vændum.
Við erum á barmi nýrrar mikillar vakningar Guðs. Guð er að fara að framkvæma nýja, mikla huti sem mun hreinsa hinn vestræna heim eins og eldur á sléttu. Þegar Guð rís upp, munum við sjá veraldarhyggju og húmanisma falla. Guð mun reisa nýjan mælikvarða réttlætis í landinu.
Sálmur 68:1-3
Guð rís upp, óvinir hans tvístrast, þeir sem hata hann flýja fyrir augliti hans. -3- Eins og reykur eyðist, eyðast þeir, eins og vax bráðnar í eldi, tortímast óguðlegir fyrir augliti Guðs. -4- En réttlátir gleðjast, fagna fyrir augliti Guðs og kætast stórum.
Guð blessi þig!