Sálmarnir 4:6

Færið réttar fórnir og treystið Drottni.

Fyrir nokkrum árum talaði Drottinn við mig í draumi og sagði; “Ef það eru einhver atriði sem við treystum Honum ekki fyrir munu þau leiða til vandræða, vandræðin munu leiða okkur aftur til að treysta Honum og allt sem nýtist ekki fyrir Guðs ríkið. Munum við á endanum tapa.”

Ég var að velta þessu fyrir mér í sambandi við núverandi ástand heimsins og skilning á því að þetta hefur aldrei verið eins viðeigandi fyrir okkur og í dag. Við höfum séð tap á eignum fyrir milljarða dollara á síðustu árum. St Louis eitt og sér tapaði eignum að verðmæti nokkurra milljarða dollara í síðasta fellibylnum, sem flestar eru ekki tryggðar. Fuglaflensan blasir við sjóndeildarhringnum eins og Biblíuleg plága. Talið er að ef þessi flensa verður faraldur muni yfir 75 milljónir manna deyja. Sjúkrahúskerfi okkar eru þegar ofhlaðin að því marki að þau hrynja við minsta álag ef ekkert verður gert. Kostnaður vegna almannatrygginga er orðinn mikið áhyggjuefni fyrir flestar vestrænar þjóðir og horfur eru ekki góðar. Lífeyrissjóðir eru í besta falli varasamir. Hagfræðingur komst nýlega að þeirri niðurstöðu að lífeyrissjóðir yrðu ekki til að eilífu og yrðu þeir fyrstu til að fara ef til mikils samdráttar kæmi.

Þetta vekur upp þá spurningu, hvar setjum við raunverulega traust okkar fyrir dagana sem framundan eru? Það þýðir ekkert að loka hurðinni eftir að hesturinn hefur strokið. Þinn eigin persónulegi heimur getur algerlega breyst á einni nóttu, samdrættir gerast á þennan hátt, og það eru sannarlega blikur á lofti um meiriháttar samdrátt í heiminum. Í samdrætti hverfa peningar ekki, þeir skipta bara um hendur, verð á eignum lækkar og þeir sem eiga reiðufé kaupa þessar eignir fyrir brot af upprunalegu verðmæti og það eru skipti sem eiga sér stað. Kristnir menn þurfa að vera meðvitaðir um þennan veruleika þar sem sá tími kemur þegar mikið þarf að afla fyrir ríki Guðs.

Orðskviðirnir 13:22

en eigur syndarans eru geymdar hinum réttláta.

Eftir því sem tímarnir framundan verða dekkri verðum við að treysta Drottni á nýju stigi, nú er tíminn til að staðfesta traust okkar á Drottni fyrir alla hluti. Maðurinn setur allt sitt traust á peninga og það er síðasta vígið sem Guð tekur frá kristnum mönnum svo að allt traust þeirra megi vera á Honum.

Opinberunarbókin 13:17

og kemur því til leiðar, að enginn geti keypt eða selt, nema hann hafi merkið, nafn dýrsins, eða tölu nafns þess.

Tryggðu þig gagnvart Drottni í dag, gefðu eins og þú hefur aldrei gefið áður því að tímar koma þegar þú munt ekki geta það.

Predikarinn 11:1-2,4 & 6

Varpa þú brauði þínu út á vatnið, því þegar margir dagar eru um liðnir, munt þú finna það aftur. -2- Skiptu hlutanum sundur í sjö eða jafnvel átta, því að þú veist ekki, hvaða ógæfa muni koma yfir landið. 

-4- Sá sem sífellt gáir að vindinum, sáir ekki, og sá sem sífellt horfir á skýin, uppsker ekki. -6- Sá sæði þínu að morgni og lát hendur þínar eigi hvílast að kveldi, því að þú veist ekki, hvað muni heppnast, þetta eða hitt, eða hvort tveggja verði gott.

Ef þú ert að bíða eftir réttum tíma til að gefa, tíma þegar þú ert efnameiri, muntu ekki vera tilbúinn fyrir þá daga sem framundan eru.

Breytingar framundan

Fyrir stuttu deildi ég með ykkur endalokum tímabils. Það er verið er að undirbúa okkur fyrir næstu hreyfingu Guðs. Breytingar geta valdið óróleika fyrir marga, því okkur líður vel með það sem við þekkjum og erum vön. Hins vegar er þörf á breytingum til að vaxa, bæði persónulega og sem líkami, líkt og brimbrettakappi þurfum við að staðsetja okkur til að ná næstu bylgju. Þessi staðsetning er mikilvæg; ef brimbrettakappinn er of langt úti missir hann af öldunni og ef hann er ekki nógu langt úti fellur hann af öldunni og getur slasast illa. Það er afar mikilvægt á þessum tíma að við höfum skilning á þeim tímum og árstíðum sem við erum á.

Myrkir tímar munu koma; en góðu fréttirnar eru:

Jesaja 60:1-3

Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér! -2- Sjá, myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum. En yfir þér upp rennur Drottinn, og dýrð hans birtist yfir þér. -3- Þjóðirnar stefna á ljós þitt og konungar á ljómann, sem upp rennur yfir þér.

Guð blessi þig!