Kraftur ljóssins til að umbreyta

Jóhannesarguðspjall 1:4-5

 Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna.-5- Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því.

Fyrsta Jóhannesarbréf 2:9-10

Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er enn þá í myrkrinu. -10- Sá sem elskar bróður sinn, hann er stöðugur í ljósinu og í honum er ekkert, er leitt geti hann til falls.

Jóhannes postuli hafði djúpan skilning á eðli og krafti ljóssins

Hann skrifaði um það í guðspjalli sínu og mörgum árum síðar, þegar hann var 90 ára gamall, skrifaði hann aftur um ljósið og gaf okkur dýpri innsýn í eðli þess og tilgang.

Bréf Jóhannesar eru full af innblásinni visku sem Guð vildi að kirkja endatímanna myndi læra að skilja. Eitt af því sem Jóhannes skrifaði er: Guð er kærleikur og Guð er ljós.

Þetta ljós er andlegt ljós sem kraftur Guðs byggir á. Guð er ljós, þ.e. hann er vera úr ljósi. Englar eru verur sem eru gerðar úr eða samanstanda af ljósi. Andi okkar er innilokaður eða „hýstur“ í holdlegum líkama sem hefur þann eiginleika að sía ljósið eða hindra það í að brjótast út.

Magn ljóssins sem við göngum í er ákvarðað af því hve mikið myrkur er til staðar innra með okkur.

Orðskviðirnir 20:27

Andi mannsins er lampi frá Drottni, sem rannsakar hvern afkima hjartans.

Andi þinn er vera úr ljósi, sál þín og líkami eru síur. Magn myrkurs í sálu þinni og líkama ræður því hversu mikið af ljósi Guðs birtist í þér.

Fyrsta Jóhannesarbréf 2:9

Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er enn þá í myrkrinu.

HATUR = MYRKUR. Þú getur verið endurfæddur kristinn einstaklingur, en vegna myrkurs í sálu þinni birtist ekkert ljós í lífi þínu.

Hugurinn, tilfinningarnar og viljinn

Myrkur í huganum, rangar hugsanir og djöfuleg hugsanavígi, hindra ljós Guðs í að ná inn í hugann og líkamann.

Myrkur í líkamanum

Rómverjabréfið 6:12

Látið því ekki syndina ríkja í dauðlegum líkama yðar, svo að þér hlýðnist girndum hans.

Fyrra Korintubréf 6:18

Flýið saurlifnaðinn! Sérhver önnur synd, sem maðurinn drýgir, er fyrir utan líkama hans. En saurlífismaðurinn syndgar á móti eigin líkama.

Lúkasarguðspjall 11:34

Auga þitt er lampi líkamans. Þegar auga þitt er heilt, þá er og allur líkami þinn bjartur, en sé það spillt, þá er og líkami þinn dimmur.

Lúkasarguðspjall 11:36

Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi myrkur í honum, verður hann allur í birtu, eins og þegar lampi lýsir á þig með loga sínum.

Þegar líkaminn og sálin eru hrein skín ljósið beint í gegn.

AUGNGÁTTIN ER GRÍÐARLEGA MIKILVÆGT HLIÐ

Það hleypir annað hvort inn ljósi eða myrkri, andlega séð.

Það er nauðsynlegt að við beitum síu Filippíbréfsins 4:8

Filippíbréfið 4:8

Að endingu, bræður, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.

Jesús mætti mörgum freistingum þegar hann gekk um á jörðinni. Hann stóðst prófraunir og þegar hann náði ákveðnum punkti í jarðnesku göngu sinni, umbreyttist hann meðan hann var enn í holdi. Nú segir Biblían að Jesús hafi verið frumburður margra sem yrðu eins og hann – frumburður margra bræðra.

Rómverjabréfið 8:29

Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra.

Rómverjabréfið 8:19

Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber.

Matteusarguðspjall 17:1-2

Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes, bróður hans og fer með þá upp á hátt fjall, að þeir væru einir saman. -2- Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra, ásjóna hans skein sem sól, og klæði hans urðu björt eins og ljós.

EFTIR SEX DAGA … Við lok sjötta dagsins

Reynsla Jesú af umbreytingunni hefur spámannlega merkingu fyrir þessa kynslóð. Við lifum nú við lok sjötta dagsins, þ.e. 6000 árum frá Adam. Eftir því sem við nálgumst lok tímanna og höldum áfram að vaxa í hreinleika, mun ljósið innra með okkur byrja að umbreyta holdlegum líkama okkar.

Jesaja 60:1

Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér!

Guð mun eiga  fólk á þessum síðustu tímum sem, með hreinu hjarta, mun komast á þann stað að ljósið í anda þeirra mun flæða í gegnum sálir þeirra og líkama og umbreyta báðu. Þessir kristnu einstaklingar munu umbreytast meðan þeir eru enn í holdinu og hver einasta fruma í líkama þeirra mun verða full af orku, dýrð og endurlausn. Það voru ákveðnir hlutir sem Jesús gat aðeins gert eftir að hann umbreyttist.

John G. Lake, predikari á fyrri hluta 20.aldarinnar, komst á þann stað að svo mikið ljós flæddi í gegnum hann að hann þurfti aðeins að nálgast fólk til að þau yrðu heil. Á tímum plágu sem drap þúsundir tók hann froðu úr munni deyjandi manns, hélt á henni í smá stund og bað lækna síðan að skoða hana undir smásjá. Þeir fundu að allar sýktu plágufrumurnar í froðunni höfðu dáið.

Þessi her endatímanna mun bera skikkju ljóss og verða ósigrandi, óeyðanlegur eins og Sadrak, Mesak og Abed-Negó voru í eldsofninum.

Rómverjabréfið 13:11-12

Gjörið þetta því heldur sem þér þekkið tímann, að yður er mál að rísa af svefni, því að nú er oss hjálpræðið nær en þá er vér tókum trú. -12- Liðið er á nóttina og dagurinn í nánd. Leggjum því af verk myrkursins og klæðumst hertygjum ljóssins.

Guð blessi þig!