Náttúrleg fæða og andleg fæða

Fimmta Mósebók 15:1-2 & 7-8

-1- Sjöunda hvert ár skalt þú veita umlíðun skulda. -2- En þeirri umlíðun er svo farið: Sérhver lánardrottinn skal veita umlíðun á því, sem hann hefir lánað náunga sínum. Hann skal eigi ganga hart að náunga sínum og bróður, því að umlíðun hefir boðuð verið Drottni til dýrðar.

-7- Ef með þér er fátækur maður, einhver af bræðrum þínum, í einhverri af borgum þínum í landi þínu, því er Drottinn Guð þinn gefur þér, þá skalt þú ekki herða hjarta þitt og eigi afturlykja hendi þinni fyrir fátækum bróður þínum, -8- heldur skalt þú upp ljúka hendi þinni fyrir honum og lána honum fúslega það, er nægi til að bæta úr skorti hans.

Við sjáum að Guð bauð lausn á sjö ára fresti, þetta var til þess að koma í veg fyrir eilífan þrældóm og fátækt.

Eitt sem hægt er að setja út á kirkjuna er að við bjóðum aðeins andlega fæðu fyrir náttúrulega sveltandi fólk.

Ég hef verið í sumum af fátækustu þjóðum heims og í þessum þjóðum getur þú ekki sagt við manneskju að Jesús elskar þig og vill frelsa þig, nema þú verðir þeim raunverulega Jesús, þ.e.a.s. útrétt hönd til þeirra. Þau geta ekki skilið kærleiksríkan Guð nema þú fyllir kvið þeirra.

Eitt af stærstu kraftaverkum Jesú fól í sér að fæða þá sem voru líkamlega hungraðir.

Þetta er mjög mikilvægt og sýnir hjarta Drottins gagnvart fátækum, hungrandi og þurfandi.

Matteusarguðspjall 25:35-40

Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, -36- nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín. -37- Þá munu þeir réttlátu segja: Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? -38- Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? -39- Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín? -40- Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.

Biblían talar um tvenns konar hungur á síðustu dögum, annað andlegt og hitt náttúrulegt.

Amos 8:11

Sjá, þeir dagar munu koma, segir Drottinn Guð, að ég mun senda hungur inn í landið, ekki hungur eftir brauði né þorsta eftir vatni, heldur eftir því að heyra orð Drottins,

Opinberunarbókin 6:6 & 8

-6- Og mitt á meðal veranna fjögurra heyrði ég eins konar rödd er sagði: Mælir hveitis fyrir daglaun og þrír mælar byggs fyrir daglaun, en eigi skalt þú spilla olíunni og víninu.

-8- Og ég sá, og sjá: Bleikur hestur, og sá er á honum sat, hann hét Dauði, og Hel var í för með honum. Þeim var gefið vald yfir fjórða hluta jarðarinnar, til þess að deyða með sverði, með hungri og drepsótt og láta menn farast fyrir villidýrum jarðarinnar.

Hungursneyð í dag er svo algeng að það telst ekki einu sinni fréttnæmt.

Yfir tveir þriðju hlutar heimsbyggðarinnar fóru svangir að sofa í gærkvöldi.

Það mun ekki líða á löngu þar til flóttamannavandinn mun magnast upp úr öllu valdi.

Að hafa næga andlegan fæðu fyrir komandi andlega uppskeru er hluti af verkefni Jósefs, ásamt undirbúningi fyrir hungursneyðartíma sem mun stigmagnast jafnvel í vestrænum þjóðum.

Þjóðin Ísrael

Gyðingahatur mun aukast þar til það nær þeim hlutföllum að helförin fölnar í samanburði.

Jósefar þurfa að byrja að búa sig undir þetta, það mun þurfa gríðarstór landsvæði til að geta aðstoðað gyðinga á þessum endatímum. Mundu að Jesús sagði; „Svo mikið sem þér gjörið þessum bræðrum mínum (gyðingum) það gjörið þér mér“ Matt 25:39

Komandi flóttamannavandi mun skapa óviðjafnanlegt tækifæri fyrir fagnaðarerindið til að vera prédikað öllum þjóðum í heiminum. Ég tel að Ástralía, Kanada og Nýja Sjáland verði í fararbroddi í þessu frábæra tækifæri til að undirbúa og taka á móti flóttamönnum.

Jósef hvar ertu! Það er kominn tími til að rísa upp og byrja að uppfylla köllun þína.

Jósef var draumóramaður hann sá hvað var í vændum og bjó sig undir það, hann var ólíkur hinum; hann sá tvær uppskerur við sjóndeildarhringinn, aðra andlega hina náttúrulega. Hann sá líka neyð og hungursneyð sem kom og hann bjó sig undir það og bjargaði mörgum lífum. Jósefs hafa sérstaka hylli föður síns 1. Mósebók 37:3. Hann hafði sérstakta smurningu til verksins, yfirhöfnin af mörgum litum, sjö andar Drottins. Dagurinn er kominn fyrir þig að byrja að skína.

Jesaja 60:1-3

Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér! -2- Sjá, myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum. En yfir þér upp rennur Drottinn, og dýrð hans birtist yfir þér. -3- Þjóðirnar stefna á ljós þitt og konungar á ljómann, sem upp rennur yfir þér. -4- Hef upp augu þín og litast um: Þeir safnast allir saman og koma til þín. Synir þínir koma af fjarlægum löndum, og dætur þínar eru bornar á mjöðminni.

Það er að koma fordæmalaus losun fjármögnunar til sannrar Jósefsþjónustu. Flutningur mun eiga sér stað bæði á landi og fjármálum til þeirra sem eru undirbúnir og kallaðir í þetta verkefni.

Guð sagði þetta um þessa Jósefa:

Sálmarnir 105:20-21

Konungur sendi boð og lét hann lausan, drottnari þjóðanna leysti fjötra hans. -21- Hann gjörði hann að herra yfir húsi sínu og að drottnara yfir öllum eigum sínum,

Guð sagði að það myndi koma mikill skjálfti á jörðinni sem myndi hrinda af stað djúpstæðum breytingum, ein þeirra væri flutningur auðs.

Heberabréfið 12:26-28

Raust hans lét jörðina bifast fyrrum. En nú hefur hann lofað: Enn einu sinni mun ég hræra jörðina og ekki hana eina, heldur og himininn. -27- Orðin: Enn einu sinni, sýna, að það, sem bifast, er skapað og hverfur, til þess að það standi stöðugt, sem eigi bifast. -28- Þar sem vér því fáum ríki, sem ekki getur bifast, skulum vér þakka það og þjóna Guði, svo sem honum þóknast, með lotningu og ótta.

Þessi hristingur mun byrja að fjarlægja hluti sem eru ekki grundaðir og rótfestir í Guði og ríki hans og mun gefa til kynna að lokauppskeran sé að hefjast.

Haggai 2:6-8

Því að svo segir Drottinn allsherjar: Eftir skamma hríð mun ég hræra himin og jörð, haf og þurrlendi. -7- Ég mun hræra allar þjóðir, svo að gersemar allra þjóða skulu hingað koma, og ég mun fylla hús þetta dýrð segir Drottinn allsherjar. -8- Mitt er silfrið, mitt er gullið segir Drottinn allsherjar.

Gersemar þessara þjóða munu fjármagna ríki Guðs og tilgang Guðs á endatímunum.

Guð blessi þig!