Daglegar bænastundir
Fyrsta Mósebók 26:18
Og Ísak lét aftur grafa upp brunnana, sem þeir höfðu grafið á dögum Abrahams föður hans og Filistar höfðu aftur byrgt eftir dauða Abrahams, og gaf þeim hin sömu heiti sem faðir hans hafði gefið þeim.
Oft á leit okkar að lausnum, leitum við að einhverju nýju og spennandi, einhverri skyndilausn fyrir vandamál okkar. Hins vegar eru vandamálin oft afleiðing þess að hafa vanrækt grundvallaratriðin. Rannsókn leiddi í ljós að yfir 70% af ungu kynslóð karismatískra trúiðkenda skorti undirstöðuþekkingu og skilning á grundvallaratriðum kristinnar trúar. Stuðningur þeirra byggðist á kirkjustarfi og öðrum athöfnum, en daglegar bænastundir voru ekki til staðar.
Við fáum ekki andlega næringu og samband við Drottin í gegnum kirkjuathafnir.
Jesús sagði
Jóhannesarguðspjall 14:6
Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.
Farísæarnir fylgdu öllum venjum kirkjulífsins, en Jesús sagði þetta við þá:
Jóhannesarguðspjall 5:39-40
Þér rannsakið ritningarnar, því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær, sem vitna um mig, -40- en þér viljið ekki koma til mín og öðlast lífið.
Að safna saman “manna” er persónulegt verkefni
Guð hélt lífi í Ísraelsþjóðinni á eyðimörkinni með mat frá himni sem kallaðist manna. Þessi fæða var fullkomin til að halda þeim lifandi, en þeir þráðu einnig aðrar tegundir af mat, og þegar Guð gaf þeim hann leiddi það til andlegs þurrks í sálu þeirra.
Önnur Mósebók 16:15
Þegar Ísraelsmenn sáu þetta, sögðu þeir hver við annan: Hvað er þetta? Því að þeir vissu ekki, hvað það var. Þá sagði Móse við þá: Þetta er brauðið, sem Drottinn gefur yður til fæðu.
Þetta brauð af himni átt að borða daglega og mátti ekki geyma til næsta dags.
Önnur Mósebók 16:19
Móse sagði við þá: Enginn má leifa neinu af því til morguns.
Flestir krisnir næra sig aðeins vikulega eða á sunnudögum þegar farið er í kirkju.
Þetta manna var mynd upp á Jesús sem er brauð lífsins
Jóhannesarguðspjall 6:32-33
Jesús sagði við þá: Sannlega, sannlega segi ég yður: Móse gaf yður ekki brauðið af himni, heldur gefur faðir minn yður hið sanna brauð af himni. -33- Brauð Guðs er sá, sem stígur niður af himni og gefur heiminum líf.
Jóhannesarguðspjall 6:51
Ég er hið lifandi brauð, sem steig niður af himni. Hver sem etur af þessu brauði, mun lifa að eilífu. Og brauðið, sem ég mun gefa, er hold mitt, heiminum til lífs.
Jesús sagði: Ég er brauð lífsins. Hann sagði einnig að nema við neyttum holds hans, myndum við ekki hafa líf í okkur.
Hvað átti Jesús við þegar hann sagði: „Nema þér etið hold mitt, hafið þér ekki líf í yður“?
Ritningarnar segja okkur að ORÐIÐ varð HOLD og vísa þar til Jesú sem Orðsins.
Jóhannesarguðspjall 1:14
Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum.
Jesús, ORÐIÐ, sem varð hold, kallar okkur til að neyta daglega af ORÐINU
Jóhannesarguðspjall 6:63
Það er andinn, sem lífgar, holdið megnar ekkert. Orðin, sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf.
Við berum ábyrgð á því að safna okkar eigin manna. Ef þú værir án matar og drykkjar í þrjá daga, værir þú ekki í góðu ástandi. Margir kristnir einstaklingar fara vikum saman án andlegrar fæðu. Það kemur ekki á óvart að þeir séu andlega veikburða, glími við vandamál, þeir eru að deyja andlega. Þeir leita á sunnudögum eftir skyndilausnum, en það er ekki nóg.
Agaleysi er helsta vandamál þessarar kynslóðar
Vel skipulagt og agasamt líf er sjaldgæft í dag fyrir marga kristna. Guðlega forgangsröðun skortir hjá mörgum, sem leiðir til afar slæms andlegs ástands.
Við verðum að safna manna daglega. Það felst í því að koma fram fyrir Drottin í bæn og hugleiðslu DAGLEGA og þiggja LIFANDI ORÐ frá honum. Þetta lifandi, eða opinberaða Orð, er líf til þín, og þú þarft það á hverjum degi.
Hversu mikill tími fór í skjáhorf í síðustu viku? Hversu miklum tíma varstu í því að þiggja lifandi, opinberað Orð til anda þíns? Hvað ert þú að næra þig á?
Skjáhorf getur bæði verið blessun og bölvun. Það má nota fyrir Guðsríkið eða ríki Satans. Ofbeldið, græðgin og girndin sem einkenna margar dagskrár metta allt innra með þér af illum áhrifum. Ill öfl flæða inn á heimili þitt í gegnum þessa miðla og fá aðgang að fjölskyldunni.
Vissir þú að hver endurfæddur trúaður hefur að minnsta kosti fjóra verndarengla? Hins vegar getur þú annaðhvort eflt þessa engla eða hindrað þá, allt eftir því hvað þú leyfir inn á heimili þitt. Þessir englar yfirgefa heimili þitt þegar ofbeldi, girnd og græðgi er látið flæða inn í gegnum sjónvarpið. Heimili þitt á að vera staður þar sem englar finna frið og nærvera Guðs getur dvalið.
Jóhannesarguðspjall 6:34-35
Þá sögðu þeir við hann: Herra, gef oss ætíð þetta brauð.-35- Jesús sagði þeim: Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.
Við verðum að koma daglega og neyta, taka við Orðinu sem er líf til okkar!
Guð blessi þig.