Þegar við hugleiðum atburði síðustu ára getum við ekki annað en velt því fyrir okkur hver viðbrögð okkar ættu að vera, hvaða lærdóm við þurfum að draga. Við vitum að við erum á leið inn í óróatíma, tíma mikils myrkurs.

Jesaja 60:1-2

Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér! -2- Sjá, myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum. En yfir þér upp rennur Drottinn, og dýrð hans birtist yfir þér.

Jesaja spáði um þessa daga sem við lifum á. Bæði réttlæti og illska er að þroskast. Myrkur mun hylja jörðina á sama tíma og dýrð Drottins mun birtast yfir fólki hans, kirkju hans.

Afleiðingar fyrri kynslóða af sáningu góðs og ills eru farnar að skila sér yfir okkar kynslóð í meira magni en nokkru sinni fyrr. 

Orðskviðirnir 11:18

Hinn óguðlegi aflar sér svikuls ávinnings, en sá er réttlæti sáir, sannra launa.

Galatabréfið 6:7

Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.

Þegar kraftur sáningar og uppskeru byrjar að birtast hjá þessari kynslóð er heimurinn bæði að verða dásamlegur sem og hræðilegur staður til að búa á. Í bókinni “Tale of Two Cities” (1859) eftir Charles Dickens, hefst bókin á „það var hinn besti tími, það var hinn versti tími“, viðeigandi lýsing á þeim tímum sem við lifum á.

Jesaja sagði þegar þetta grófa myrkur hylur jörðina, mun Drottinn rísa upp í krafti og dýrð og uppskera sálna mun verða sem aldrei fyrr í sögu kirkjunnar.

Jesaja 60:3-4

Þjóðirnar stefna á ljós þitt og konungar á ljómann, sem upp rennur yfir þér. -4- Hef upp augu þín og litast um: Þeir safnast allir saman og koma til þín. Synir þínir koma af fjarlægum löndum, og dætur þínar eru bornar á mjöðminni.

Spámaðurinn Amos sagði:

Amos 9:13

Sjá, þeir dagar munu koma, segir Drottinn að erjandinn skal ná kornskurðarmanninum og víntroðslumaðurinn sáðmanninum. Þá munu fjöllin löðra í vínberjalegi og hálsarnir verða í einu flóði.

Við lifum á hræðilegustu og yndislegustu dögum, mestu áskorun sem kirkjan hefur staðið fyrir frá upphafi í sögu hennar.

Jesaja 26:9

Af hjarta þrái ég þig á næturnar, já, með andanum í brjósti mínu skima ég eftir þér. Þegar dómar þínir birtast á jörðu, þá læra byggjendur jarðríkis réttlæti.

Dómar Guðs eru alltaf endurlausn

Komandi uppskera verður svo mikil, að hún mun knýja á heildarendurbætur á kirkjunni eins og við þekkjum hana. Margar hefðir sem kirkjan hefur verið hlaðin af munu gufa upp þar sem ný vínskinn þarf til að tileinka sér nýjan dag.

Það þarf að draga lærdóm af  hamförum New Orleans

Í fyrsta lagi: Bandaríkjastjórn var ekki nægilega vel undirbúin fyrir það.

Kirkjan er ekki undirbúin fyrir það sem koma skal. Þegar dómar fara að birtast um jörðina á okkar dögum þurfum við að vera tilbúin til að nýta þessa tíma og breyta þeim í endurlausnartækifæri.

Í öðru lagi: Andi ruglings olli tímatapi við að bregðast við ástandinu. Þetta leiddi til þess að margir létu lífið. Það var engin úthugsuð áætlun og engin skýr stjórnskipan til staðar.

Kirkjan verður að vita hvað á að gera og hvernig á að gera það og hafa úrræði til að bregðast við aðstæðum sem þessum. Það þarf að þjálfa kristin neyðarviðbragðsteymi og hafa þau úrræði tiltæk til að ná þeim tækifærum sem þessar hamfarir gefa okkur. Hamförum mun fjölga um jörðina; Guð hefur greinilega varað okkur við í orði sínu og með sannum spádómsröddum munu þessir dómar aukast bæði í grimmd og tíðni.

Þetta er tíminn fyrir þá sem sannarlega eru kallaðir til Jósefsþjónustunnar til að byrja að rísa upp og búa sig undir það sem koma skal.

Aldrei áður hefur það verið jafn mikilvægt fyrir okkur sem einstaklinga að geta heyrt rödd Drottins, líf ykkar dagana sem framundan eru veltur á því.

Kristnir dóu í hamförunum 11. september, kristnir dóu í New Orleans. Það er afar mikilvægt að þú getir heyrt rödd Drottins í hjarta þínu og lært að bregðast við henni.

Guð sagði við Abraham að ég ætla að eyða Sódómu og Gómorru og honum tókst að koma Lot og fjölskyldu hans út áður en það gerðist.
Guð sagði við Nóa að reisa örk. Ef hann hefði ekki heyrt Guð eða ekki hlýtt hefði hann dáið.

ÞÚ VERÐUR AÐ LÆRA AÐ HEYRA RÖDD DROTTINS Í HJARTA ÞÍNU FYRIR SJÁLFAN ÞIG.

Guð blessi þig!