Strax í upphafi gaf Guð mannkyninu val um að annaðhvort ganga í lífinu eða ganga í dauðanum. Það voru tvö tré í aldingarðinum Eden, eitt táknaði lífið en hitt dauðann.

Guð skapaði líkama Adams úr jörðinni Eden, fullkominn líkama gerður úr frumefnum þessarar jarðar, hann var ekki á lífi fyrr en Guð blés lífi í hann, aðeins þá kom líf í líkama hans, sál hans vaknaði upp og hann varð lifandi sál. Fyrsta  Mósebók 2:7

Adam var fyrst og fremst andi, andi hans var líf líkama hans.

Jakob 2:26

Eins og líkaminn er dauður án anda, eins er og trúin dauð án verka.

Adam var ný sköpun í alheiminum alveg ný tegund, hann var sá fyrsti af nýrri sköpun. Í kennslu 1-1, 1 til 6, sáum við hvernig þú ert mjög gamall, það er áður en þú komst til þessarar jarðar varstu þegar í Guðsríki. Biblían talar um hvernig þér var gefin tilgangur og áætlun fyrir líf þitt löngu áður en þú komst til jarðar. Adam hafði þekkt lífið með Guði áður en hann kom til þessarar jarðar. Hins vegar var munurinn núna sá að Adam hafði líkama og sál. Adam var ekki lengur bara andi. Hann kom til þessarar jarðar og inn í líkama, andi hans veitti líkama hans líf og sál hans varð lifandi með meðvitund og skilning.

Ég á enn eftir að fá fullan skilning á sál mannsins, hún er mikil ráðgáta. Almennt er litið svo á að sálin samanstandi af huga, tilfinningum og vilja, en samspil anda við sálina er ekki útskýrt greinilega.

Hugur, tilfinningar og vilji skilgreina að miklu leyti hver við erum, hvers konar manneskja við erum. Það skilgreinir karakter okkar, lýsir hvötum okkar og hæfileikum.

Adam lifði út frá anda sínum, og sál hans, var anda hans undirgefin, eins og líkami hans, var sál hans undirgefin. Röðin var andi, sál og líkami, þessi röð var skipan Guðs og er enn fyrir okkur í dag. Adam fyrir anda sinn, gekk með Guði sem er andi, það var aðeins eftir að Adam féll sem hann átti erfitt með að tengjast Guði. Eftir fallið var röðinni snúið við í líkama sál og anda.

Þegar Adam gekk með Guði í Eden var lífsflæðið frá Guði til anda hans, sem aftur flæddi inn í sál hans og líkama, sem gaf honum fullkomna heilsu og jafnvægi.

Synd Adams var í grundvallaratriðum sú að velja sjálfstæði frá Guði, en með því að gera það þurfti hann nú að lifa út frá sál sinni, eigin huga, tilfinningum og vilja. Þetta varð til þess að hið holdlega og sálarlega líf Adams yfirtók anda hans og Adam upp frá því tók að deyja. Þegar Adam féll varð hann meðvitaður um líkamann og vissi að hann var nakinn, bein andatenging milli hans og Guðs var rofin.

Vegna þess að Adam var frumgerð allra komandi manna og nú var frumgerðin fallin. Fæddist fram kynþáttur sálrænna, holdlegra mann, með anda sem var fangelsaður hið innra og aðskilinn frá Guði.

Við þekkjum söguna, það þurfti að finna fullkomna manneskju, sem ekki ætti ættir að rekja til Adams, til að stofna nýjan kynþátt. Jesús átti engan jarðneskan föður.

Lúkasarguðspjall 1:35

Og engillinn sagði við hana: Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig. Fyrir því mun og barnið verða kallað heilagt, sonur Guðs.

María var ekki móðir Guðs, hún var bara kerið sem bar fóstrið.

Jesús var reyndur en var án syndar, hann hafði val um að syndga, annars hefði þessi reynsla aðeins verið sýndarmennska, en hann kaus að syndga ekki. Jesús var maður. Hann lagði guðdómleik sinn til hliðar þegar hann kom til þessarar jarðar, hann var af holdi og blóði. Biblían vísar til hans sem hins síðasta af Adams kynstofni og sá eini án syndar.

Fyrra Korintubréf 15:45

Þannig er og ritað: Hinn fyrsti maður, Adam, varð að lifandi sál, hinn síðari Adam að lífgandi anda.

Mannkynið er ekki bara samansafn af mörgum einstaklingum, mannkynið er einn risastór líkami, risastórt tré með mörgum greinum og Adam stóð sem höfuð þessa trés, allir sem komu á eftir Adam voru í líkingu og mynd Adams.

Fyrsta Mósebók 5:3

Adam lifði hundrað og þrjátíu ár. Þá gat hann son í líking sinni, eftir sinni mynd, og nefndi hann Set.

Jobsbók 14:4

Hvernig ætti hreinn að koma af óhreinum? Ekki einn!

Jesús innlimaði allan hinn fallna kynstofn Adams í sjálfan sig og greiddi refsinguna sem staðgengill fyrir mannkynið, það var ritað að sálin sem syndgar yrði að deyja. Jesús með því að safna öllum mannkyninu inn í sjálfan sig og sem hinn síðasti af kynstofni Adams, dó allur kynstofninn í honum, með hrópinu, “það er lokið”, batt hann enda á kynþátt Adams. Margt er hægt að kenna um hinar ýmsu hliðar friðþægingarverk Krists, en það er nóg að segja að á þessum tímapunkti hafi Jesús bundið enda á fallin kynstofn Adams og hafið nýjan kynþátt fólks á jörðinni.

Þess vegna notaði Jesús hugtök til að lýsa þessu nýja upphafi fyrir mannkynið sem „endurfæðing“.

Þegar þú lagðir líf þitt undir Drottin Jesú og fékkst fyrirgefningu fyrir allar syndir þínar, varðstu ný sköpun, ný tegund á jörðinni, og röðin snerist aftur til anda, sálar og líkama. Þú varðst fyrst og fremst andi, með sál og líkama. Andi þinn kom fram á sjónarsviðið og tók sinn rétta sess í lífi þínu og tengingin við Guð sem er andi var endurreist.

Andi þinn kom ekki eingöngu á sinn rétta stað í lífi þínu, heldur sjálft lífið, hið andlega DNA, Jesú var miðlað til anda þíns og þú varðst barn Guðs gert í líkingu hans og mynd.

Sáðkorn Guðs er núna innra með þér

Fyrra Pétursbréf 1:23

Þér eruð endurfæddir, ekki af forgengilegu (spilltu) sæði, heldur óforgengilegu (óspilltu), fyrir orð Guðs, sem lifir og varir.

Vegna þess að eins og gefur af sér eins, gefur appelsínutré af sér appelsínutré. Sáðkorn Guðs framleiðir guði, syni skapaða í Hans mynd.

Jóhannesarguðspjall 10:34-35

Jesús svaraði þeim: Er ekki skrifað í lögmáli yðar: Ég hef sagt: Þér eruð guðir? -35- Ef það nefnir þá guði, sem Guðs orð kom til, og ritningin verður ekki felld úr gildi,

Nei þetta er ekki nýaldarkennsla heldur biblíukennsla.

Sálmarnir 82:6-7

Ég hefi sagt: Þér eruð guðir og allir saman synir Hins hæsta, -7- en sannlega skuluð þér deyja sem menn, falla sem einn af höfðingjunum.

Þú hefur alla eiginleika Guðs í þér, Hans DNA er til staðar og ef þú fylgir Drottni í trausti og hlýðni muntu umbreytast í sömu mynd og líkingu. Svo hvers vegna deyrðu eins og venjulegir menn þegar þér eruð guðir.

Kólossusbréfið 2:9-10

Því að í honum býr öll fylling guðdómsins líkamlega. -10- Og í honum, sem er höfuð hvers konar tignar og valds, hafið þér öðlast hlutdeild í þessari fyllingu.

Fyrra Korintubréf 1:30

Honum er það að þakka að þér eruð í samfélagi við Krist Jesú. Hann er orðinn oss vísdómur frá Guði, bæði réttlæti, helgun og endurlausn.

Ef þú fæddist fugl er það vegna þess að faðir þinn var fugl, og það sama á við með kýr eða kind.

En þú ert fæddur af óforgengilegu sæði, orði Guðs, JESÚS. Þá er kominn tími til að þú lifir eins og þú ert, sonur Guðs.

Við höldum áfram með þetta í næstu kennslu.

Guð blessi þig!