Maria Buelah Woodworth-Etter var bandarískur lækningarpredikari. Predikunarstíll hennar varð síðar fyrirmynd hvítasunnuhreyfingarinnar. Maria fæddist 22. júlí árið 1844 og varð hún 80 ára gömul áður en hún fór heim til Drottins árið 1924.

Foreldrar hennar voru ekki kristnir og því hafði hún enga trúarkennslu fengið þegar hún ólst upp í það minnsta ekki fyrr en foreldrar hennar gengu í lærisveinakirkjuna árið 1854. Fyrsta áfallið í lífi hennar varð árið 1857 þegar faðir hennar fór út á akur til að vinna en var fluttur aftur heim með alvarlegan sólsting sem leiddi hann til dauða. Móðir hennar sat eftir með átta börn og enga framfærslu. Móðir hennar og öll börnin sem voru nógu gömul þurftu að vinna til að framfleyta fjölskyldunni.

Þegar Maria var þrettán ára heyrði hún söguna um krossinn á Lærisveina samkomu og snerist til trúar. Fljótlega eftir að hún snerist til trúar heyrði hún rödd Guðs segja henni að „fara út á þjóðvegina og limgerðin og safna saman týndum sauðum“. Þetta var ruglingslegt fyrir hana þar sem Lærisveinarnir leyfðu ekki að konur myndu starfa fyrir Guðsríkið með þessum hætti. Hún hugsaði með sér að ef hún giftist kristnum manni gætu þau sinnt trúboði saman.

Nokkrum árum síðar giftist hún Philo Horace Woodworth. Þau reyndu að stunda búskap en það mistókst. Hún eignaðist son sem lést mjög ungur að árum. Maria eignaðist svo annan dreng, Fred, sem einnig lést og sjálf var hún nálægt því að deyja. Þegar Georgie dóttir hennar var sjö ára gömul veiktist hún líka og var í hræðilegum sársauka í nokkra mánuði áður en hún einnig dó. Þremur vikum áður en Georgie dó fæddist lítil stúlka að nafni Nellie Gertrude (Gertie). Hins vegar lifði hún aðeins í fjóra mánuði áður en hún dó líka. María barðist sjálf við heilsubrest og hélt oft að hún myndi sjálf deyja. Willie, sjö ára, veiktist og lést innan fárra daga. Innan fárra ára höfðu fimm af börnum þeirra Etter hjóna dáið sem skildi þau eftir í mikilli sorg. Elizabeth Cornelia (Lizzie), elsta stúlkan, var eina barnið sem eftir var.

Allan tímann fannst henni Guð vera að kalla hana til að prédika til hinum týndu. Loks var opnuð leið fyrir hana til að tala á vinafundi. Þegar hún stóð upp til að tala fékk hún sýn um helvíti og það hvernig fólk sem vissi ekki hvaða hættu þar var í. Hún hrópaði á fólk að fylgja Guði og velja að verða hólpinn. Þó að henni fyndist hún kölluð til að þjóna vissi hún ekki hvernig hún átti að gera það. Hún hélt að hún yrði að læra en fékk sýn þar sem Jesús sagði að sálir væru að farast og hún gæti ekki beðið eftir að undirbúa sig. Dag og nótt fann hún fyrir þörf til að kalla syndara til iðrunar. Hún byrjaði loksins í heimabyggð sinni og fór að sjá margar breytingar. Kraftur Guðs féll og syndarar þeystu fram til iðrunar. Að lokum hélt hún níu vakningarsamkomur og stofnaði tvær kirkjur á staðnum.

Þar sem búgarðurinn hafði ekki gengið að óskum fór Maria og eiginmaður út í ferðaþjónustu. María prédikaði hvar sem Guð kallaði og ferðaðist um miðvesturlöndin þar sem hún öðlaðist gott orðspor fyrir kraft Guðs sem fylgdi henni. Ekki löngu eftir að hún hóf þjónustu fannst henni Guð kalla hana til að biðja fyrir sjúkum. Hún var óviss með að gera það vegna þess að hún óttaðist að það myndi draga athyglina frá boðunarkallinu. Jesús fullvissaði hana um að ef hún bæði fyrir sjúkum myndu fleiri frelsast. Hún samþykkti það og fór að biðja fyrir sjúkum. Fundir hennar einkenndust af miklum krafti, lækningum, sýnum og opinberunum. Árið 1884 fékk hún leyfi til að starfa sem predikari af “Churches of God Southern Assembly”, sem hafði verið stofnað af John Winebrenner. Á sumar samkomur hennar mættu yfir 25.000 manns. Hún ferðaðist með tjald og setti það upp þar sem Guð gaf henni tækifæri.

1890-1900 voru erfið ár fyrir Maríu. Kraftaverkin sem fylgdu henni olli ólgu og mætti hún mikilli mótspyrnu. Hún var handtekin í Framingham í Massachusetts fyrir að segjast lækna fólk, en var sleppt þegar margir komu fram með vitnisburð sinn. Í St Louis, Missouri, voru kraftmiklar samkomur á árunum 1890 og 1891, en geðlæknar á svæðinu lögðu fram ákæru á hendur henni fyrir geðveiki og fyrir að halda því fram að hún sæi sýnir frá Guði. Á einum af fundum Mariu árið 1890 spáði maður að nafni Ericson að San Francisco og Oakland yrðu eyðilögð af jarðskjálfta og flóðbylgju 14. apríl. Þetta vakti talsverð læti og fékk hópurinn mikla (neikvæða) fjölmiðlaumfjöllun. 14. apríl kom og fór án lofaðrar eyðingar. Ericson var settur inn á geðdeild vegna spádóms síns og Etter hópurinn yfirgaf bæinn.

Á þessum tíma var Philo var byrjaður að drekka, svaf hjá konum sem komu á samkomurnar og reyndi stundum að stöðva samkomurnar hennar. Árið 1891 skildi Maria við eiginmann sinn fyrir framhjáhald. Hann var bitur og hótaði að skrifa gagnrýna um þjónustu hennar ef hún greiddi ekki meðlag. Hann giftist fljótt aftur og lést síðan innan árs frá skilnaðinum úr taugaveiki. Maria hélt áfram þjónustu sinni með vinum og félögum. Jafnvel hennar eigin kirkjudeild átti í erfiðleikum með það sem var að gerast á samkomum hennar og hún varð fyrir töluverðum þrýstingi um að hætta. Árið 1900 beygði hún sig loks fyrir þrýstingnum og skilaði inn starfsleyfi sínu til Southern Eldership kirkju Guðs. Nú var hún var á eigin vegum.

Maria ferðaðist mikið og hitti Samuel Etter árið 1902 í Arkansas. Þau giftu sig og unnu saman næstu árin. Það er ljóst að María vissi um Azusa Street vakninguna og játaði að þar væri kraftur Guðs að verki. Árið 1912 þjónuðu hún og Samuel á fimm mánaða samkomuherferð í Dallas, Texas fyrir F. F. Bosworth. Mikið var fjallað um þennar samkomur í fréttabréfum hvítasunnunnar og þjónusta hennar blómstraði upp frá því. Hvítasunnumenn töldu að margt af því óvenjulega sem hún hafði upplifað gerði Etter að fyrirmynd í verkum Heilags Anda. Hún var vel þekkt af John G. Lake sem kallaði hana “móður Etter” í prédikunum sínum. Hún hélt áfram að ferðast og þjóna, en Samúel veiktist og lést að lokum í ágúst 1914. Álag sem fylgdi vegna veikinda eiginmanns síns og síðan missi, ásamt álagsmiklum samkomum, olli því að María veiktist sjálf af lungnabólgu í nóvember 1914 Þegar hún var 67 ára og var hún nálægt dauðanum, en Guð gaf henni sýn á sjálfan sig sem sigurvegara dauða og sjúkdóma. Hann sýndi henni að hennar þjónusta væri ekki búin. Í lok janúar 1915 var hún aftur komin aftur út á akurinn.

Að lokum árið 1918 kallaði Guð hana til að stofna kirkju í Indianapolis. Hún notaði hana sem ráðstefnumiðstöð og ferðaðist oft þaðan til að þjóna og predika í miðvesturlöndum. Heilsu hennar hrakaði með árunum og hún lést 16. september 1924, heiðruð sem kona Guðs. Hún er grafin í gröf í Indianapolis við hlið dóttur sinnar og tengdasonar. Áletrun hennar er “Þú sýnir þúsundum miskunn.

Viðtal við fjölskyldumeðlim um líf Mariu Woodworth-Etter hjá Sid Roth

“Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra. Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.” Heb 13:7-8