Kathryn Kuhlman var lækninga- og sjónvarpspredikari sem stýrði um árabil þáttum sem hétu ,,Do you believe in miracles’’ eða Trúir þú á kraftaverk. Hún fæddist þann 9.maí árið 1907 og þjónaði Guði þar til hún lést þann 20.febrúar 1976, 68 ára gömul.

Það er merkilegt hvernig Guð valdi stundum fólk sem hafði sterkan persónuleika og útgeislun. Kathryn var einmitt ein af þeim sem sker sig úr í framkomu. Öll eiga þau það samt sameiginlegt að hafa verið reiðubúin að gefa allt fyrir samfélagið við Jesú Krist og það er sá vitnisburður sem gefur manni löngun til að finna sama stað í Guði og þau áttu.

Kathryn ólst upp við mikla elsku frá föður sínum en mikla ögun frá móður sinni. Sagði hún síðar að sú elska hefði verið henni ómetanlegt veganesti fyrir samfélagið við Guð sem sinn himneska Föður. Hún ólst einnig upp við trúrækni sem var algeng á þessum tíma og er reyndar enn í dag. Það fól í sér að mæta alltaf á samkomu og rækta trúarlegar skildur út af reglum en ekki út af ást á Jesú Kristi. Guð er góður og er fær um að mæta sínum börnum undir hvaða kringumstæðum sem er. Þegar að Kathryn var fjórtán ára byrjaði hún að hristast og skjálfa á Methodista samkomu sem hún fór á með móður sinni. Þar var ekki venja að fólk kæmi fram að alltarinu til fyrirbæna eða slíkt í þeirri kirkjudeild, en Guð frelsaði hana samt undir þeim kringumstæðum sem að sjálfsögðu breyttu hennar lífi.

Systir hennar sem hét Myrtle giftist ungum manni 1913 sem var trúboði nýútskrifaður úr Biblíuskóla. Dwight L. Moddy sem er einn af virtustu guðsmönnum 19 aldarinnar hafði stofmað þann skóla. Kathryn fékk leyfi frá foreldrum sínum sextán ára gömul til að búa hjá þeim og fara með í trúboðsferðir. Á þeim tíma var hún að læra og vaxa hratt með Guði og Guð að undirbúa hana fyrir það hlutverk sem hún seinna átti eftir að stíga inn í.

Kathryn skildi ekki af hverju Guð valdi hana í það mikla hlutverk að fara út með fagnaðarerindið þar sem sjúkir læknuðust og undur og tákn áttu sér stað. Henni fannst að það væru milljónir hæfari en hún í það hlutverk, en hún sagði samt að hún hefði ekki verið fyrsti kostur Guðs heldur þriðji eða fjórði, sem þýðir að einhverjir sem Guð kallaði voru ekki tilbúnir að greiða það gjald sem þurfti til að ganga alla leið með Guði.

Árið 1934 opnaði Denver vakningamiðstöðin sem Kathryn fór fyrir og fyrstu fjögur árin voru full af fólki.  Einnig kom fólk úr kirkjunum í kring á samkomur hjá henni. Það sem byrjaði sem vakningamiðstöð varð fljótt að kirkju, ekki kirkjudeild, þessi kirkja bar ekki nafn og var ekki tengd neinni kirkjudeild.

Þrengingar umbreyta lífi hennar

Kathryn gekk í gegnum miklar þrengingar, á þessum árum missti hún föður sinn sem var mikill missir og hafði mikil áhrif á hana. Hún giftist fráskildum manni og allt fór að halla undan fæti. Þjónusta hennar varð nánast að engu, fólkið tvístraðist og var hún í þessari stöðu næstu átta árin. Sex ár í hjónabandi þar sem hún var stöðugt undir sakfellingu Heilags Anda og á endanum fór hún frá manninum. Í tvö ár var hún að reyna að koma sér aftur inn í fulla þjónustu. Þetta voru án efa með erfiðustu tímabilum lífs hennar, en hún segir sjálf að það var einmitt í gegnum þessar þrengingar þar sem hún dó sjálfri sér. Við sjáum líka í gegnum líf flestra þeirra sem ég hef skrifað um að það eru þrengingarnar sem leiða þau á þann stað sem þau náðu þessum stað í Guði.

Eftir þetta fór hún á fullt inn í þjónustu þar sem hún var tileinkuð Guði líkt og Páll postuli og undur og tákn fóru að gerast. Fyrsta lækningin var þannig að kona sem hafði verið með æxli kom og vitnaði um að daginn áður hefði hún verið á samkomu og hún var svo viss um að Guð hefði læknað hana að hún fór til læknis til að láta skoða sig og æxlið var farið. Lækningarnar voru yfirleitt með þeim hætti að hún var bara að boða fagnaðarerindið og fólk kom síðan upp á svið og vitnaði um lækningarnar sem áttu sér stað út í sal án þess að hún legði hendur yfir neinn. Eftir að þessi kona vitnaði um lækninguna fékk annar maður lækningu á sjón og þetta varð til þess að það fór að koma mikill fjöldi að fólki og undur og tákn áttu sér stað.

Líf hennar skilur eftir sig mikla arfleifð, hún var með sjónvarpsþátt í mörg ár, þjónusta hennar náði víða um heiminn, hún stofnaði góðgerðarsjóð sem varð til þess að kirkjur voru byggðar víða um heiminn. Þjónusta Benny Hinn kemur einnig út frá hennar þjónustu, varð hann fyrir miklum áhrifum af lífi hennar og hélt áfram með sambærilega smurningu. Það er því mikið sem hennar líf hefur áorkað fyrir Guðsríkið og þakka ég Guði fyrir hennar líf og það sem við getum lært af henni.

Samkoma með Kathryn Kuhlman

“Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra. Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.” Heb 13:7-8