Aimee Elizabeth Semple McPherson, einnig þekkt sem systir Aimee, var kanadískur hvítasunnupredikari og fjölmiðlastjarna á örðum og þriðja áratugnum, hún var fræg fyrir að stofna Foursquare kirkjuna sem enn lifir góðu lífi og er starfrækt í Los Angeles. Aimee fæddist 9.október árið 1890 og varð aðeins 54 ára gömul áður en hún fór heim til Drottins þann 27.september árið 1944.

Það eru kannski ekki margir í dag sem kannast við nafnið Aimee Semple MacPherson. Hún er samt sem áður ein af þekktustu trúarhetjum síðustu kynslóða ásamt öðrum sem ég hef skrifað um og er að finna hér á síðunni. Ég vil hvetja ykkur til að kynna ykkur þessar hetjur Guðs sem farið hafa á undan okkur. Bíblían segir okkur að gera það í Hebreabréfinu 13:7. Það er fátt meira trúarstyrkjandi en að lesa um hvað Guð er fær um að gera í gegnum fólk sem er tilbúið að leggja sig algjörlega í Hans hendur. Það gefur okkur einnig trú um að Guð getur gert allt sem við lesum um í Biblíunni.

Aimee Semple hafði verið helguð Guði fyrir fæðingu. Móðir hennar var ung kona og hafði verið kölluð til að breiða út fagnaðarerindið en hún hafði ekki gengið fram í þeirri köllun. Einn morgun fór hún til að biðja Guð um að gefa sér barn og ofaði hún að leggja barnið í hendurnar á Guði líkt og Hanna gerði í Biblíunni. Einngi bað hún Guð um að láta barnið uppfylla þá köllun sem hún hafði brugðist. Guð heyrði þá bæn.

Aimee var mjög áhugaverð sem ung kona, hún hafði sterkar skoðanir og það er gaman að minnast á að bara sem unglingur þá kynntist hún Darwin kenningunni sem var tiltölulega ný á hennar tíma. Á meðan allir þögðu þunnu hljóði þá skrifaði hún grein í stærsta fréttablaðið á svæðinu, greinin hét “Þróunarkenningin og Biblían”, og lifði þessi grein lengi og olli mikilli ólgu. Þar benti Aimee á að kenningin stæðist ekki Biblíuna.

Aimee var uppreisnargjarn unglingur og olli foreldrum sínu stundum hugarangri. Einn daginn þegar Aimee var á leiðinni heim af leiklistaræfingu með föður sínum, sá hún skilti sem sagði, vakningarsamkoma með Robert Semple. Hún hafði heyrt að svona fólk væri með uppréttar hendur og dettandi í gólfið og vildi ólm fá að fara til að fylgjast með svoleiðis skemmtun. Þar mætti Guð henni, frelsaði hana og í kjölfarið varð hún ástfangin af predikaranum sem hafði sagt henni að iðrast með slíkum krafti að það var sem það skæri í sundur hjarta hennar. Sex mánuðum eftir fyrstu samkomuna hafði hún giftst Robert Semple sem átti eftir að hafa afleiðingar fyrir líf hennar. Hún byrjaði að mæta á samkomur og sagði við Guð að hún myndi hvorki borða né sofa fyrr en Hann myndi skýra hana í heilögum anda sem Hann svo gerði.

Meira ætla ég ekki að skrifa um einkalíf Aimee á þessum tímapunkti en þið getið að sjálfsögðu kynnt ykkur líf hennar betur sjálf. Neðst í þessari grein getið þið skoðað smá myndbrot af Aimee, en nú ætla ég að tala aðeins um hvernig Guð svaraði bæn móðir Aimee og hvernig Aimee varð ein þekktasta Guðskona síðari tíma.

Það er óhætt að álykta að eftir að Aimee með sýna miklu persónutöfra giftist Robert Semple predikara og trúboða, að líf þeirra myndi liggja út í þjónustu. Aimee átti ekki erfitt með að draga að stóra hópa. En það átti enginn eftir að gruna að hún myndi verða aðalverkfæri Guðs af þeim hjónum.

Kraftaverk í upphafi samkomuherferðar

1916 kallaði Guð Aimee til að undirbúa sig fyrir 7 ára samkomuherferð og það var einmitt í byrjun þeirrar herferðar sem að stórkostleg lækning átti sér stað fyrir framan alla í salnum, Aimee bað fyrir konu í hjólastól sem stóð upp og gekk út af samkomunni hjálparlaust það kvöldið. Þetta spurðist fljótt út og samkomurnar fylltust af fólki og undur og tákn áttu sér stað.

Aimee var með ótal samkomur í tjöldum, samkomusölum og leiddi hún hundruð þúsunda til Krists, yfirnáttúrulegar lækningar voru óteljandi, brotin bein, krabbamein, æxli og allt sem okkur getur dottið í hug læknaði Jesú, og æxlin duttu jafnvel af fólki fyrir framan viðstadda.

En svona líf með Guði kemur ekki án gjalds eða þrenginga, því miður þá eiga flestar af þessum Guðshetjum það sameiginlegt að líf þeirra var ekki dans á rósum. Aimee gekk í gegnum ástarsorg, skilnaði, taugaáfall, miklar árásir á trú hennar og þjónustu, sérstaklega af einum manni sem lagði sig allan fram til að reyna að fella hana og koma á hana óorði. Henni var rænt tvisvar, fyrra skiptið af Ku Klux Klan og hitt skiptið af mafíunni. Sérstaklega mikið baktal var í kringum líf hennar vegna manns sem hún umgekkst sem var giftur og var hún grunuð um að eiga í ástarsambandi við hann.

Ég sé þetta þannig að þegar að manneskja er kölluð í svona þjónustu fyrir Guð, þar sem hundruðir og þúsundir eru að frelsast, lækningar eru að eiga sér stað. Þá muntu fá allt óvinarins veldi á móti þér. Þeir sem eru Kristin þekkja það að fá árásir á líf sitt og að það geta komið erfiði tímar á trúargöngunni. En þegar óþekktur aðili gerir alvarleg mistök kemur það ekkert endilega upp á yfirborðið eins og raunin var hjá þessu fólki og þekktu fólki yfir höfuð. Ég er líka viss um það að þessar trúarhetjur voru upp á móti mun meiri árásum en mörg af okkur höfum fengið að kynnast.

Það sorglega er, að þegar að við höfum lesið og kynnt okkur hvernig Guð starfaði í gegnum þetta fólk með þeim krafti sem flest okkar hafa ekki upplifa eða séð. Hve margir eru búnir að dæma þetta fólk og kalla jafnvel þjónustu þeirra villu, vegna þess að það gerði mistök og varð á. Við skulum ekki dæma eins og Biblían kennir okkur, heldur læra af þeim og svo líkja eftir trú þeirra.

Því trú höfðu þau og kraftur fylgdi þeim, fólk læknaðist, fékk lausn, undur og tákn áttu sér stað sem segir mér að Guð var svo sannarlega með þeim.

Heimildarmynd um Aimee Semple MacPherson

“Virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið eftir trú þeirra. Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.” Heb 13:7-8