David Wilkerson fékk röð sýna og englaheimsókna frá Drottni meðan hann lifði eða þar til hann dó árið 2011. Hann fékk að sjá komandi hrun bandaríska hagkerfisins og eyðileggingu Ameríku. Í efnahagshruninu verða óeirðir og eldar um allar helstu borgir þessarar þjóðar. Það verður tími mikils fráhvarfs og ofsókna í kirkjunni, eitthvað sem ekki hefur sést áður. Eftir efnahagshrun Bandaríkjanna verður þjóðin veikari en hún hefur nokkru sinni verið. Vetnishelför mun þá ganga yfir þessa þjóð.

Samdráttur um allan heim af völdum efnahagshruns

Það verða í mesta lagi einhver blómstrandi ár í viðbót og svo efnahagssamdráttur sem mun hafa áhrif á lífsstíl alls launafólks í heiminum. Helstu hagfræðingar heimsins munu verða orðlausir og ekki geta útskýrt hvað er að gerast. Þetta mun byrja í Evrópu, breiðast út til Japan og loks til Bandaríkjanna.

Þróunin verður í átt að alþjóðlegu, sameinuðu peningakerfi. Bandaríkjadollarinn mun veikjast mikið og verða lengi að jafna sig.

Eina raunverulega tryggingin verður í fasteignum (þar til síðar mun sú trygging einnig hverfa).

Fæðingahríðir jarðarinnar

Umhverfisverndarsinnar munu sæta harðri gagnrýni.

Það verða miklir jarðskjálftar.

Það verður mikil hungursneyð.

Flóð, fellibylir og hvirfilbylir munu aukast.

Ný tegund af geimstormi sem birtist sem ofsafenginn eldur á himni sem skilur eftir eins konar gufu slóð.

Jarðskjálftar

Bandaríkin eiga eftir að upplifa hinar mestu hamfarir í ekki ýkja fjarlægri framtíð, stærsta jarðskjálfta í sögu landins. Einn daginn mun þessi þjóð vakna við alvarlegustu og stærstu frétt liðinna tíma. Það verður umfjöllun um stærsta hörmulegasta jarðskjálfta í sögunni.” „Þetta mun valda víðtækri skelfingu og ótta. Þessi frétt verður í öllum miðlum um allan heim. Hefðbundin dagskrá mun víkja fyrir einhliða umfjöllun allan daginn um þennan jarðskjálfta og afleiðingar hans.“ „Annar jarðskjálfti, hugsanlega í Japan, gæti verið á undan þeim sem ég sé koma hingað. Það er ekki minnsti vafi í mínum huga að þessi mikli jarðskjálfti er í vændum í okkar heimsálfu.” „Ég er alls ekki sannfærður um að þessi jarðskjálfti muni eiga sér stað í Kaliforníu. Reyndar trúi ég því að hann geti orðið þar sem minnst er gert ráð fyrir jarðskjálfta. Þessi hræðilegi jarðskjálfti getur gerast á svæði sem er jafnvel ekki þekkt sem jarðskjálftabelti. Hann verður svo stór á Richter skalanum að hann mun knýja fram tvo aðra stóra jarðskjálfta.“

Flóð af óþvera og skít í Ameríku

Topplausar konur munu birtast í sjónvarpi og í kjölfarið allsnaktar.

Kvikmyndir með X einkunn verða sýndar í kapalsjónvarpi. Ungt fólk kemur saman á heimilum til að horfa á svona efni í hópum.

Kynlíf og dulspeki verður blandað saman.

Samkynhneigð verður samþykkt og kirkjan mun jafnvel segja að það sé Guðs gefin gjöf.

Uppreisn á heimilinu

Helsta vandamál ungmenna í Ameríku og heiminum mun verða hatur á foreldrum.

Ofsóknarbrjálæði gegn sönnum andafylltum kristnum sem elska Jesú Krist.

Uppgangur heimskirkju (One World Church)

Það mun rísa heimskirkja sem samanstendur af sameiningu milli frjálslyndra samkirkjulegra safnaða og rómversk-kaþólsku kirkjunnar, sem mun nota Krist eingöngu í nafni.

Það verður haturskristshreyfing.

Það verður andleg vakning á bak við járn- og bambustjöldin.

Aðrir hlutir

Það verður önnur bylgja óeirða.

Það verður fall í siðferði.

Það verður nýtt lyf sem verður vinsælt hjá unglingum sem brýtur niður mótstöðu og mun hvetja til kynlífs.

Samkynhneigðir verða vígð í guðsþjónustu og fagnað sem nýrri tegund brautryðjenda.

Það verður nektardans í kirkjunni, en slíkt verður ekki útbreitt.

Það verða dulrænar athafnir í kirkjum.